Go to full page →

DANÍEL VAR BINDINDISSAMUR, 7. September DL 256

Og Daníel einsetti sér ad saurga sig ekki á matnum frá konungsborði né á víni því er konungur drakk og beiddist þess af hirðstjóra að hann þyrftí ekki að saurga sig. Dan. 1, 8 DL 256.1

Líf Daníels er innblásið dæmi um helgaða skapgerð. Þar er að finna lexíu fyrir alla og sérstaklega fyrir hina ungu. Það er gagnlegt heilsu líkama og hugar að fylgja kröfum Guðs nákvæmlega. Ef ná á æðsta staðli siðferðislega og vitsmunalega er nauðsynlegt að leita visku og styrks frá Guði og vera strangbindindissamur í öllum lífsvenjum. Í lífi Daníels höfum við dæmi um það að fastheldni við meginreglur fer með sigur af hólmi yfir freistingunni til að láta eftir matarlystinni. Þar sést að ungir menn geta með tilstilli trúarlegra meginregla borið sigurorð af fýsnum holdsins og verið hollir fyrirmælum Guðs þó að það kunni að kosta mikla fórn. 13SL, 18, 19 DL 256.2

Daníel var helgaður þjónn hins hæsta. Á löngum lífsferli sínum þjónaði hann meistara sínum af kostgæfni. Hreinleiki lundernis hans og óbilandi hollusta finna hvergi sinn líka nema í auðmýkt hjarta hans og iðrun fyrir Guði. Við endurtökum: Líf Daniels er innblásið dæmi um sanna helgun. 14SL, 39 DL 256.3

Þeir sem eru í sannleika helgaðir munu hefja siðferðisstaðalinn hvar sem þeir kunna að vera með því að viðhalda réttum líkamsvenjum og sýna öðrum eins og Daníel fordæmi um bindindissemi og afneitun... DL 256.4

Kristnir menn ættu að stjórna venjum sínum nákvæmlega svo að þeir geti gefið alla hæfileika sína óskerta í þjónustu Krists. 15GH, Nov., 1882 DL 256.5

Sá sem metur mikils það ljós sem Guð hefur gefið honum varðandi heilsuumbót hefur hlotið þýðingarmikla hjálp í því starfi að verða helgaður fyrir sannleikann og gerður hæfur fyrir ódauðleika. 16CDF, 59. 60 DL 256.6