Go to full page →

ANDI SPÁDÓMSGÁFUNNAR — GJÖF HANDA MÉR, 6.febrúar DL 43

VitnisburðurJesú er andi spádómsgáfunnar. Op. 19, 10 DL 43.1

Guð hefur verið það þóknanlegt að birta heiminum sannleika sinn með mannlegri aðstoð og sjálfur hefur hann með sínum Heilaga anda gjört mennina færa um að framkvæma verk hans. Hann hefur stjórnað hugsun þeirra, þegar þeir völdu orðin, er þeir töluðu og það sem þeir skrifuðu. Fjársjóðurinn var fenginn jarðneskum kerum, en er samt engu að síður frá himni. Vitnisburðurinn var gefinn með ófullkomnum, mannlegum orðum, en samt er það vitnisburður Guðs, og hið hlýðna, trúa barn Guðs skoðar það sem dýrð guðlegs máttar, fullt náðar og sannleika. DL 43.2

Í orði sínu hefur Guð veitt mönnunum þá þekkingu sem nauðsynleg er til sáluhjálpar. Það á að taka á móti heilagri ritningu sem fullgildri, óskeikulli opinberun vilja hans... 15GC, vi, vii DL 43.3

Með því að sannleikurinn var framsettur af mismunandi höfundum, koma fram ýmsar hliðar hans. Einum höfundinum finnst meira til um eitt atriði en öðrum. Hann skilur þau atriði, sem eru í samræmi við reynslu hans eða við skilning hans og eftir því, sem hann kann að meta þau. Annar leggur áherslu á annað atriði og hver um sig dregur það gleggst fram sem undir áhrifum Heilags anda, nær föstustum tökum á hans eigin hug — því koma fram mismunandi hliðar sannleikans hjá hverjum fyrir sig, en fullkomið samræmi er í allri heildinni, sem ritin mynda og fullnægja þörfum allra manna í öllum kringumstæðum og hvers konar lífsreynslu... DL 43.4

Samt hefur sú staðreynd, að Guð hafi opinberað vilja sinn mönnunum með orði sínu, ekki gert stöðuga nærveru og leiðsögn Andans óþarfa. Á hinn bóginn, gaf frelsarinn fyrirheit um Andann, að hann opnaði þjónum sínum orðið, að hann upplýsti og hagnýtti kenningar þess. Og þar sem það var Andi Guðs, sem hefur innblásið Biblíuna, þá er það ómögulegt, að kenningar Andans nokkru sinni gætu orðið gagnstæðar kenningum Guðs orðs. 16GC, vi DL 43.5