Go to full page →

GJÖF TÍMANS, 21. apríl DL 117

Hafið því nákvœmlega gát á yður hvernig þér breytið, ekki sem fávísir heldur sem vísir. Notið hverja stundina því að dagarnir eru vondir. Efes. 5, 15. 16 DL 117.1

Guð veitir mönnum gjafir en ekki til þess að láta þær vera ónotaðar eða til að fullnægja sjálfum okkur heldur til þess að þær séu notaðar öðrum til blessunar. Guð veitir mönnum gjöf tímans til þess að þeir auki á dýrð hans. Þegar þessum tíma er varið í eigingjarna skemmtun eru stundirnar, sem þannig er eytt, glataðar að eilífu. 49CPT, 354 DL 117.2

Tími okkar tilheyrir Guði. Hvert augnablik er hans og við erum undir hinni alvarlegustu skyldukvöð að ávaxta hann honum til dýrðar. Hann mun ekki krefjast eins nákvæmra reikningsskila af neinni gjöf sem hann hefur gefið okkur eins og tíma okkar. DL 117.3

Verðmæti tímans er óútreiknanlegt. Kristur áleit hvert augnablik dýrmætt og þannig eigum við að skoða það. Lífið er of stutt til að eyða því til einskis. Við höfum aðeins fáeina reynsludaga til að búa okkur undir eilífðina... DL 117.4

Mannkynið er varla byrjað að lifa þegar það fer að deyja og hið stöðuga strit heimsins endar í hégóma nema fengin sé sönn þekking með tilliti til eilífs lífs. Sá maður sem metur tímann sem starfsdag sinn mun gera sig hæfan fyrir eilíf híbýli og eilíft líf. Það fór vel að hann fæddist... DL 117.5

Lífið er of alvarlegt til að láta tímanlega og jarðneska hluti fylla það eða áhyggjur og kvíða vegna þeirra hluta sem eru aðeins eins og sandkorn í samanburði við eilífðarmálin. Kostgæfni í þessu starfi er eins mikill hluti af sannri trú og helgunin er. Biblían leyfir okkur ekki neitt iðjuleysi. Það er hin mesta bölvun sem hrjáir heiminn. Hver maður og kona sem í sannleika er endurfaedd mun vera kostgæfinn starfsmaður. 50COL, 342, 343 DL 117.6

Hvert augnablik hefur eilífar afleiðingar í för með sér. 51YI, June 30, 1898 DL 117.7