Go to full page →

GUÐ GEFUR MÉR KRAFT TIL AÐ GERA GOTT, 24. apríl DL 120

Sá sem gerir gott heyrir Guði til. 3. Jóh. 11 DL 120.1

Það eru margar leiðir fyrir ungmennin til að ávaxta talentur þær sem Guð hefur treyst þeim fyrir til að byggja upp verk og málefni Guðs en ekki til að þóknast sjálfum sér heldur að vegsama Guð. Hátign himinsins, konungur dýrðarinnar færði hina óendanlegu fórn með því að koma til þessa heims til þess að hann gæti upphafið og göfgað mannkynið... Við lesum: “Hann gekk um kring og gerði gott” ... DL 120.2

Hann á víngarð sem allir geta framkvæmt gott verk í. Hvarvetna þarfnast líðandi mannkyn hjálpar. Nemendurnir geta unnið sér leið að hjörtunum með því að tala orð í tíma, með því að gera greiða jafnvel þeim sem þurfa að láta vinna fyrir sig. Slíkt mun ekki saurga neitt ykkar en mun veita ykkur meðvitund um samþykki Guðs. Slíkt mun vera að setja þær talentur sem ykkur hefur verið treyst fyrir í viturlega ávöxtun hjá víxlurunum. Það mun auka þær að versla með þær... DL 120.3

Það er skylda okkar að leitast ávallt við að nota til góðs vöðva og heila sem Guð hefur gefið ungmennunum svo að þau geti verið öðrum til gagns og gert starf þeirra léttara, sefað hina sorgmæddu, lyft undir með hinum niðurdregnu, talað huggunarorð til hinna vonlausu og snúið hugum nemendanna frá glensi og ærslum sem oft leiða þau yfir mörk virðuleikans til skammar og smánar. Drottinn vill að hugurinn göfgist, leiti hærri og göfugri leiða til nytsemi. 56NL, No. 30, p. 2 Sannur er sá maður sem er fús að fórna sínum eigin áhugamálum öðrum til góðs og leitast við að hlúa að hinum sundurkrömdu. 57R&H. Jan. 8, 1880 DL 120.4

Allur kraftur til að gera gott er frá Guði... Guði tilheyrir öll vegsemd hinna vitru og allar góðar dáðir manna. 58MS, 146, 1902 DL 120.5