Go to full page →

TILFINNINGAR OG HNEIGÐIR ERU DÝRMÆTAR GJAFIR, 25. apríl DL 121

Verið í bróöurkœrleikanum ástúðlegir hver við annan og verið hver öðrum fyrri til að veita hinum virðing. Róm. 12, 10 DL 121.1

Vingjarnlegar tilfinningar, veglyndar hvatir og skjótur skilningur á andlegum efnum eru dýrmaetar talentur og leggja þeim sem yfir þeim búa mikla ábyrgð á herðar. Þær allar á að nota í þjónustu Guðs. En hér gera margir rangt. Þeir eru ánægðir með að eiga þessa eiginleika en láta undir höfuð leggjast að setja þá í virka þjónustu fyrir aðra... Á þeim sem búa yfir göfuglyndum tilfinningum hvílir sú skylda gagnvart Guði að láta þær í té ekki aðeins vinum heldur og öllum sem þarfnast hjálpar. Félagslegar gáfur eru talentur og á að nota þær til gagns öllum þeim sem eru innan áhrifasviðs okkar... DL 121.2

Notaðar talentur eru margfaldaðar talentur. Árangur fæst ekki fyrir tilviljun eða forlög. Heldur er þar forsjón Guðs að verki, laun trúar og skarpskyggni, dyggða og þolgóðrar viðleitni. Drottinn óskar þess að við notum hverja gjöf sem við höfum og við munum fá meiri gjafir til að nota ef við gerum þetta. Hann veitir okkur ekki á yfirnáttúrulegan hátt þá eiginleika sem okkur skortir en hann mun vinna með okkur að auka og styrkja hvern hæfileika þegar við notum það sem við höfum. Hæfileikar okkar munu vaxa af hverri heilshugar og einlægri fórn sem við færum í þjónustu meistarans... Er við hlú um að og hlýðum kalli Andans vaxa hjörtu okkar til að taka á móti meira og meira af krafti hans og til að framkvæma meira og betra starf. Blundandi kraftar eru leystir úr læðingi og lamaðir eiginleikar fá nýtt Iíf... DL 121.3

Er við leitumst við að vinna aðra til Krists, berum í bænum okkar byrðar í hjarta vegna sálna munu hjörtu okkar slá hraðar af hinum örvandi áhrifum Guðs náðar. Tilfinningar okkar munu glóa af guðlegum ákafa. Allt hið krístna líf okkar mun vera meiri raunveruleiki, vera einlægara og bænauð ugra. 59COL. 352-354 DL 121.4