Go to full page →

ÁHRIF HÓGVÆRS OG KYRRLÁTS ANDA, 29. apríl DL 125

Skart yðar sé ekki ytra skart, með því að flétta hárið og hengja á sig gullskraut eða klœðast viðhafnarbúningi heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógvœrs og kyrrláts anda sem dýrmœtur er í augum Guðs.1. Pét. 3, 3. 4 DL 125.1

Postulinn sýnir okkur hið innra skart í andstöðu við hið ytra og segir okkur hvað hinn mikli Guð metur. Hið ytra er forgengilegt. En hógvær og kyrrlátur andi, þroski alhliða lundernis, mun aldrei hrörna. Það er skart sem ekki er hætt við tortímingu. Í augum skapara alls sem er verðmætt, yndislegt og fallegt er það afar dýrmætt. 69HR, Nov., 1871 DL 125.2

Eigum við ekki að leitast við af einlægni að öðlast það sem Guð álítur verðmaetara en dýran klæðnað eða perlur eða gull? Hið innra skart, náðargjöf hógværðarinnar, andi í samræmi við himneskar verur mun ekki draga úr sannri göfgi lundernisins eða gera okkur síður yndisleg hér í þessum heimi. Endurlausnarinn hefur varað okkur við hroka lífsins en ekki gegn yndisþokkaþess og eðlilegri fegurð. 70YI, May 6, 1897 DL 125.3

Sjálfsafneitun í klæðaburði er hluti af kristilegri skyldu okkar. Það er tilhlýðilegt trú okkar að klæðast blátt áfram og forðast að hengja á sig skartgripi og hvers konar skraut. 713T, 366 DL 125.4

Það hefur hina mestu þýðingu að við ... sýnum með fordæmi og fyrirmælum að við hlúum að því sem stjórnandi alheimsins metur mest. Hvílík áhrif til góðs getum við haft ef við gerum þetta! 72HR, Nov., 1871 DL 125.5

Þau börn og ungmenni sem helga tíma sinn og fjármuni því að draga að sér athyglina með ytra skarti og tilgerðarlegum háttum vinna ekki í rétta átt. Þau þurfa að rækta sanna kristilega kurteisi og göfugleika sálarinnar... Fegurð hugarfarsins og hreinleiki sálarinnar sem kemur í ljós í svipnum mun hafa meiri kraft til að draga að sér og hafa á hrif á hjörtun en nokkurt ytra skart. 73YI, Sept., 1873 DL 125.6