Þér eruð orðnir fyrirmynd öllum trúuðum í Makedóníu og í Akkeru. Því að frá yður hefur orð Drottins hljómað, ekki einungis í Makedóníu og Akkeu heldur er og trú yðar á Guð kunn orðin alls staðar svo að við þurfum ekki um það að tala.1. Þess.1, 7.8 DL 124.1
Ef þú getur haft frelsandi áhrif á eina sál skaltu muna að það er gleði á himnum yfir þessum eina sem iðraðist... Með viturlegri viðleitni getur þú verið tæki til að færa hinn týnda sauð aftur að sauðabyrgi Jesú. Þú verður að vinna með Kristi þótt þú sért ungur. Með Anda hans í hjarta þínu getur þú gert miklu meira en þér virðist nú kleift að gera. 63YI, May 4, 1886 DL 124.2
Ef fordæmi þitt er Kristi líkt getur það eitt án þess að þú segir orð verið mörgum hjálp. Ef við í þolinmæði höldum áfram að gera gott mun það hjálpa öðrum að ná fótfestu á vegi sannleikans og réttlætisins... Gæt þess vel að byrja rétt og halda síðan rólega áfram. 64YI, Aug. 25, 1886 DL 124.3
Fastur ásetningur þinn við að framkvæma góðar meginreglur mun hafa áhrif til að koma sálum á rétta leið. Það eru engin takmörk fyrir því góða sem þú getur gert. Ef þú gerir orð Guðs að reglu í lífi þínu, stjórnar athöfnum þínum eftir fyrirmælum þess og gerir allan ásetning þinn og fyrirhöfn við að uppfylla skyldur þínar að blessun... mun góður árangur hljótast af viðleitni þinni. 65YI, Sept. 1, 1886 DL 124.4
Þau ungmenni sem eru Guði helguð hafa voldug áhrif til góðs. Rosknir prédikarar eða leikmenn geta ekki haft áhrif til góós á æskuna að hálfu leyti á við það sem ungmennin geta haft á félaga sína ef þau eru Guði helguð. 66YI, Jan. 1, 1907 Hinn þögli vitnisburður hins sanna, óeigingjarna, guðlega lífs flytur með sér næstum ómótstæðileg áhrif. 67MYP, 418 DL 124.5
Hin tilgerðarlausu, ómeðvituðu áhrif heilags lífs er hin mest sannfærandi ræða sem hægt er að flytja með málstað kristindómsins. 68AA, 511 DL 124.6