Krafturinn er ágœti ungra manna. Oróskv. 20, 29 DL 132.1
Önnur dýrmæt blessun er tilhlýðileg hreyfing. 232T, 528 Hvert líffæri og vöðvi hefur sitt verk að vinna í hinum lifandi líkama. Hvert hjól í vélinni verður að vera lifandi, virkt og starfandi hjól. Það þarf að halda hinum undursamlegu og fínu verkum náttúrunnar í virkri hreyfingu til þess að þau uppfylli þann tilgang sem þeim var ætlaður. 243T, 77, 78 DL 132.2
Bindið upp handlegg, þótt ekki sé nema í fáeinar vikur, og þið munið sjá, þegar þið losið hann, að hann er veiklulegri en sá sem hefur verið notaður eðlilega sama tíma. Aðgerðarleysi hefur sömu áhrif á allt vöðvakerfið. DL 132.3
Aðgerðarleysi er mikilvirk orsök sjúkdóma. Hreyfing örvar og jafnar blóðrásina. 25MH, 237, 238 DL 132.4
Strong og mikil hreyfing er styrkjandi fyrir allt líkamskerfi ungs og hrausts manns... Það er ekki hægt að halda við starfshæfni hugans án slíkrar hreyfingar. Hann verður aðgerðarlaus, ófær til skýrrar og skjótrar hugsunar sem eykur hæfileika hans... DL 132.5
Allar himneskar verur eru sístarfandi og í lífsstarfi sínu gaf Drottinn Jesús öllum eftirdæmi. Hann fór um og “gerði gott.” Guð hefur grundvallað lögmálið um starfsemi byggða á hlýðni. Hvert atriði í sköpunarverki Guðs framkvæmir sitt tilsetta starf þegjandi en óaflátanlega. Úthafið er á sífelldri hreyfingu. Grasið sem grær, sem stendur í dag en er á morgun í ofn kastað, vinnur sín störf að umvefja vellina fegurð. Laufblöðin fara á hreyfingu og samt sést engin hönd snerta þau. Sólin, tunglið og stjörnurnar eru nytsöm og á dýrlegan hátt uppfylla þau ætlunarverk sitt... Og maðurinn, hugur hans og líkami skapaðir í mynd Guðs, verður að vera virkur til að uppfylla það hlutverk sem honum er ætlað. 26Sp. T., Series B, No. 1, 28-30 DL 132.6
Athöfnin veitir kraft. 27Sp. T., Series B, No. 1, 29 DL 132.7