Allt sem hönd þín gjörir, þá gjör það með krafti (ísl. Biblíuþýðingin frá 1866). Préd. 9, 10 DL 133.1
Jesús var mjög iðinn og hann hlaut hreyfingu við það að framkvæma ýmis verkefni í samraemi við vaxandi líkamsstyrk sinn. Þegar hann vann að því verki sem honum var ætlað hafði hann ekki neinn tíma til að stunda gagnslausar og æsandi skemmtanir. Hann ... var vaninn á nytsamt starf og jafnvel við að þola harðrétti... DL 133.2
Kristur gefur börnum og unglingum eftirdæmi. Í bernsku hans voru kringumstæður vel til þess fallnar að öðlast líkamlegan þroska og ávinna sér siðferðisþrek til að standast freistingar svo að hann gæti verið flekklaus í spillingu hinnar óguðlegu Nazaret... DL 133.3
Menntun Krists meðan hann var háður foreldrum sínum var hin dýrmætasta... Hin líkamlega og andlega æfing sem nauðsynleg var til þess að framkvæma verk hans, gaf honum bæði andlegan og líkamlegan styrk. Með kostgæfnu lífi hans sem varið var á afskekktum stað var lokað leiðunum sem Satan gat farið eftir til að freista hans til að elska hégóma og tildur. Hann varð sterkur á líkama og anda og öðlaðist þannig undirbúning fyrir skyldur fullorðinsáranna og til að framkvæma þýðingarmikil skyldustörf sem síðar voru lögð honum á herðar. 28YI, July 27. 1893 DL 133.4
Jesús vann stöðugt og af einlægni. Aldrei hefur neinn sá lifað manna á meðal sem var jafn hlaðinn ábyrgð. Aldrei hefur neinn annar borið svo þunga byrði syndar og sorgar heimsins. Aldrei hefur neinn erfiðað af jafn óeigingjörnum áhuga öðrum til góðs. Samt var hann heilsugóður. Líkamlega jafnt sem andlega svaraði fórnarlambið til hans “lýtalaust og óflekkað.” Að líkama og sál var hann dæmi um það sem Guð ætlaði öllu mannkyninu að vera fyrir hlýðni við lög hans. 29MH, 51 DL 133.5