Go to full page →

BIÐJIÐ Á MORGNANA, 11. Janúar DL 17

Drottinn, á morgnana heyrir þú rödd mína, á morgnana legg ég mál mitt fyrir þig og horfi og horfi. Sálm. 5, 4 DL 17.1

Hinn fyrsti andardráttur sálarinnar á morgnana ætti að vera bæn um nærveru Jesú. “Án mín,” segir hanrt, “getið þér alls ekkert gjört.” Það er Jesús, sem við þörfnumst. Ljós hans, líf hans og andi hans verða að vera sífellt okkar eign. Við þörfnumst hans á hverri stund. Og við ættum að biðja á morgnana, að eins og sólin lýsir upp landslagið og fyllir heiminn ljósi, skíni sól réttlætisins inn í afkima hugar og hjarta og geri okkur öll ljós í Drottni. Við getum ekki verið án nærveru hans eitt augnablik. Óvinurinn veit hvenær við tökumst á hendur að vera án Drottins og þá er hann þar að fylla huga okkar sínum illu uppástungum til þess að við föllum frá staðfestu okkar. En það er þrá Drottins að við séum í honum á hverju augnabliki og verðum þannig alger í honum... DL 17.2

Guð ætlast til að hvert okkar sé fullkomið í honum svo að við getum sýnt heiminum fullkomnun lyndiseinkunnar hans. Hann vill að við öðlumst frelsi frá synd, að við völdum ekki himninum vonbrigðum, að við hryggjum ekki hinn guðlega endurlausnara. Hann langar ekki til að við játum kristna trú, en færum okkur svo ekki í nyt þá náð sem getur gert okkur fullkomin, svo að okkur verði einskis vant. 26BE, Jan. 15, 1892 DL 17.3

Bæn og trú munu framkvæma það verk, sem ekkert vald á jörðu getur framkvæmt. Við erum sjaldan í öllu tilliti sett í sömu kringumstæðurnar tvisvar. Það eru sífellt ný sjónarsvið að sjá og nýjar prófraunir sem við verðum að þreyta, þar sem liðin reynsla er ekki nægileg leiðsögn. Við verðum að hafa það stöðuga ljós sem kemur frá Guði. Kristur er ávallt að senda þeim boðskap sem hlusta eftir raustu hans. 27MH, 509 DL 17.4

Það er hluti af áformi Guð að veita okkur, sem svar við trúarbæn okkar, það sem hann mundi ekki láta í té, ef við bæðum ekki um það. 28GC, 525 DL 17.5