Go to full page →

Haldið reikning yfir tekjur og gjöld RR 151

í reikningsnámi ætti að gera hagnýt verkefni. Unglingum og börnum ætti ekki aðeins að kenna að leysa upphugsuð dæmi, heldur að halda nákvæman reikning yfir sínar eigin tekjur og gjöld. Þau ættu að læra rétta meðferð peninga með því að nota þá. Hvort sem foreldrarnir leggja til fatnað, bækur og aðra nauðsynjahluti eða börnin af sínum eigin tekjum, ættu drengir og stúlkur að læra að velja og kaupa þessa hluti sjálf; og með því að halda reikning yfir öll sín útgjöld munu þau læra betur en á nokkurn annan hátt um gildi og notkun peninga. RR 151.3

Ef rétt er á haldið, mun þetta hvetja þau til að sýna góðvild. Það mun hjálpa þeim við að læra að gefa, ekki aðeins af skyndihvöt þegar tilfinningar þeirra eru vaktar, heldur reglulega og kerfisbundið. - Ed 238,239. RR 152.1