Go to full page →

VER HUGHRAUSTUR OG ÖRUGGUR, 26. apríl DL 122

Ver þú aðeins hughraustur og harla öruggur að gœta þess að breyta eftir öllu lögmálinu því er Móse þjónn minn fyrir þig lagði. Vík eigi frá því, hvorki til hœgri eða vinstri til þess að þér lánist vel allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Jos. 1, 7 DL 122.1

Í sögu Jósefs, Daníels og félaga hans sjáum við hvernig hinn gullni strengur sannleikans getur tengt ungmennin hásæti Guðs. Það var ekki hægt að freista þeirra til að víkja af vegi ráðvendninnar. Þeir mátu hylli Guðs miklu ofar hylli og lofi höfðingja og Guð elskaði þá og lagði verndarhendi sína yfir þá. Vegna hinnar dyggu ráðvendni þeirra, vegna ákvörðunar þeirra að heiðra Guð meira en nokkurn mann, heiðraði Drottinn þá mikillega frammi fyrir mönnum. Drottinn Guð hersveitanna heiðraði þá en kraftur hans er yfir öllum handaverkum hans á himnum uppi og á jörðu niðri. Þessi ungmenni skömmuðust sín ekki fyrir að sýna sinn rétta lit. Í venjum sínum, siðum og orðum játuðu þeir jafnvel trú sína á Guð himnanna í sölum konungsins. Þeir neituðu að beygja sig fyrir neinu jarðnesku boði sem dró frá þeim heiðri er Guði bar. Þeir höfðu styrk frá himni til að játa hollustu sína við Guð... DL 122.2

Fyrirverð þig aldrei fyrir að sýna þinn rétta lit. Tjaldaðu honum, breiddu úr honum svo að englar og menn geti séð... Heimurinn hefur rétt á að vita hvers vænta megi af hverri skyni gæddri mannlegri veru. Sá sem er fastar, ákveðnar og réttlátar meginreglur holdi klæddar mun hafa lifandi áhrif á félaga sína og hann mun hafa áhrif á aðra með kristindómi sínum. Margir greina ekki eða meta hve mikil áhrif hvers og eins eru til góðs eða ills... DL 122.3

Hamingja þín í þessu lífi og hinu komandi ódauðlega lífi er undir sjálfum þér komin... Hve þýðingarmikið er það að hver og einn íhugi það hvert hann leiðir sálir! Hinn eilífi heimur er kominn í augsýn og hve kostgæfilega ættum við að skoða afleiðingar áhrifa okkar! 60YI, Feb. 2, 1893 DL 122.4