Go to full page →

VER FYRIRMYND TRÚAÐRA, 27. apríl DL 123

Ver þú fyrirmynd trúaðra í orði, í hegðun, í kœrleika, í trú, i heinleika. 1. Tím. 4, 12 DL 123.1

Hver sú persóna sem við komust í snertingu við verður meðvitandi eða ómeðvitandi fyrir áhrifum af andrúmslofti því sem umlykur okkur... Orð okkar, gjörðir okkar, hegðun okkar. klæðnaður okkar og jafnvel svipurinn á andlitinu hefur áhrif... Sérhver áhrif sem þannig hafa verið látin í té eru sæði sem sáð hefur verið er mun bera ávöxt. Hún er hlekkur í langri keðju mannlegra atburða sem við vitum ekki hvert nær. Ef við með fordæmi okkar hjálpum öðrum að þroska góðar meginreglur gefum við þeim kraft til að gera gott. Þeir hafa aftur sömu áhrifin á aðra og þeir á enn aðra. Þannig geta þúsundir hlotið blessun af ómeðvituðum áhrifum okkar. DL 123.2

Varpið steinmola í vatn og bylgja myndast og önnur og önnur. Og er þær aukast, víkkar hringurinn þar til ströndinni er náð. Svo er með áhrif okkar. Aðrir hafa af þeim að segja til blessunar eða bölvunar meir en við vitum eða höfum stjórn á... DL 123.3

Eftir því sem áhrifasvið okkar er víðara getum við gert meira gott. Þegar þeir sem játast þjóna Guði og fylgja fordæmi Krists sýna í verki í daglegu lífi sínu meginreglur lögmálsins, þegar hver gjörð vitnar um það að þeir elska Guð framar öllu og náungann eins og sjálfa sig mun söfnuðurinn hafa kraft til að hreyfa við heiminum. 61MYP, 417,418 DL 123.4

Ef ungir menn taka sér göfugt fordæmi og hafa hreint siðferði og fastar meginreglur samfara ljúfmennsku og sannri kristilegri kurteisi mun lundernið búa yfir fágaðri fullkomnun sem mun vinna sér veg hvar sem er og mun þetta hafa kröftug áhrif til dyggða, bindindis og réttlætis. Slíkt lunderni mun hafa mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið, dýrmætari en gull. Áhrif þeirra vara um tíma og eilífð. 62PHJ, June, 1890 DL 123.5