Játning
Search Results
- Results
- Related
- Featured
- Weighted Relevancy
- Content Sequence
- Relevancy
- Earliest First
- Latest First
- Exact Match First, Root Words Second
- Exact word match
- Root word match
- EGW Collections
- All collections
- Lifetime Works (1845-1917)
- Compilations (1918-present)
- Adventist Pioneer Library
- My Bible
- Dictionary
- Reference
- Short
- Long
- Paragraph
No results.
EGW Extras
Directory
Játning
“Sá, sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki lán-gefinn, en sá, sem játar þær og lætur af þeim, mun miskunn hljóta.”VK 44.1
Skilyrðin fyrir að hljóta náð Guðs eru einföld, rétt-lát og sanngjörn. Drottinn heimtar ekki af okkur að leysa neinar þungar þrautir til þess að öðlast fyrir-gefningu syndanna. Við þurfum ekki að takast á hendur langar og lýjandi pílagrímsgöngur né þjá okkur með meinlætalifnaði til þess að fela sál okkar Guði á himnum eða afplána afbrot okkar. En sá, sem játar synd sína og lætur af henni, skal miskunn hljóta.VK 44.2
Postulinn segir: “Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir.” Játaðu syndir þínar fyrir Guði, sem einn getur fyrirgefið þær, og yfirsjónir þínar fyrir öðrum mönnum, hafir þú brotið gegn þeim. Ef þú hefur brotið af þér gagnvart vini þínum eða granna, ber þér að játa yfirsjónina, og þá ber honum skylda til að fyrirgefa þér fúslega. Síðan ber þér að leita fyrirgefningar Guðs, því að bróðirinn, sem þú hefur sært, er barn Guðs, og með því að gera á hluta hans, hefur þú syndgað móti skapara hans og endurlausn-ara. Málið gengur fyrir hinn eina sanna meðalgöngu-mann, okkar mikla æðstaprest, “sem freistað var á allan hátt eins og vor, án syndar”, og getur séð aumur á veikleika vorum og afmáð hvern flekk ranglætis.VK 44.3
Þeir, sem hafa ekki beygt anda sinn fyrir Guði, hafa ekki enn fullnægt fyrsta skilyrðinu fvrir því, að Guð veiti þeim viðtöku. Ef við höfum ekki sannreynt þá iðrun, sem enginn sér eftir, og höfum ekki játað syndir okkar af sannri auðmýkt og kramin á hjarta, full óbeitar á ranglæti okkar, þá höfum við aldrei af heilum huga leitað fyrirgefningar syndanna. Og frið Guðs höfum við aldrei fundið, ef við höfum aldrei leitað hans. Eina ástæðan til þess, að við höfum ekki hlotið fyrirgefningu fyrir drýgðar syndir, er sú, að við viljum ekki auðmýkja hjörtu okkar og beygja okkur undir skilyrðin í orðum sannleikans. Greinileg fyrirmæli er að finna um þessi efni. Syndajátningin á að vera ósvikin og afdráttarlaus, hvort sem hún er gerð opinberlega eða í einrúmi. Ekki á að þvinga synd-arann til hennar. Ekki á hún að vera gerð af mælgi eða skeytingarleysi, og ekki á að knýja þá til synda-játningar, sem hafa ekki gert sér ljósa grein fyrir viðurstyggð syndarinnar. Játning, sem kemur frá innstu hjartarótum, ratar til Guðs hinnar óendanlegu miskunnar. Eins og sálmaskáldið segir: “Drottinn er nálægur þeim, er hafa sundurmarið hjarta, þeim, er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.”VK 45.1
Sönn syndajátning er ævinlega einstaklingsbundin og viðurkennir einstakar syndir. Þeim kann að vera þannig farið, að þær verði aðeins meðgengnar fyrir Guði einum. Þær geta verið fólgnar í yfirsjónum, sem játa ber fyrir þeim, sem beðið hafa tjón vegna þeirra. Loks geta þær varðað almenning, og þá ber að gangast við þeim opinberlega. En öll játning á að vera afdráttarlaus og án undanbragða, þér ber að gangast við þeim syndum einum, sem þú hefur drýgt.VK 46.1
Á dögum Samuels viku Ísraelsmenn af vegum Guðs. Þeir þjáðust vegna synda sinna, því að þeir höfðu misst trúna á Guði, misst sjónar á mætti hans og vizku í handleiðslu þjóðarinnar, glatað trausti sínu á getu hans til að verjast og berjast fyrir málstað sínum. Þeir gerðust fráhverfir hinum mikla stjórn-anda alheimsins og æsktu sams konar stjórnar og þjóðirnar umhverfis þá bjuggu við. Áður en þeir fundu frið, gerðu þeir þessa eindregnu játningu: “... vér höfum bætt þeirri misgerð ofan á allar syndir vorar, að vér höfum beiðzt konungs.” Þeir urðu að játa sömu syndina og þeir höfðu verið sakað-ir um. Vanþakklæti þeirra þjakaði sálir þeirra og skildi þá frá Guði.VK 46.2
Guð getur ekki tekið játningu gilda, nema henni sé samfara einlæg iðrun og siðbót. Lífernið verður að taka stakkaskiptum og allt að leggjast á hilluna, sem Guði er vanþóknanlegt. Slíkt mun og leiða af sannri iðrun. Það sem okkur ber að gera, hefur verið Ijóslega fram sett: “Þvoið yður, hreinsið yður, takið illskubreytni yðar í burt frá augum mínum; látið af að gera illt. Lærið gott að gera, leitið þess, sem rétt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verða, rekið réttar hins munaðarlausa og verjið málefni ekkjunnar.” “Og þegar ég segi við hinn óguðlega: Þú skalt vissu-lega deyja, og hann lætur af synd sinni og iðkar rétt og réttlæti, skilar aftur veði, endurgreiðir það, er hann hefur rænt, breytir eftir þeim boðorðum, er leiða til lífsins, svo að hann fremur engan glæp, þá skal hann lífi halda og ekki deyja.” Þegar Páll talar um iðrunina, segir hann: “Því að sjá, einmitt þetta, að þér hryggðust Guði að skapi, hvílíkum áhuga kom það til leiðar hjá yður, já, hvílíkri vörn, hvílíkri gremju, hvílíkum ótta, hvílíkri eftirþrá, hvílíkri vand-lætingu, hvilíkri refsingu. í öllu hafið þér nú sannað, að þér voruð vítalausir um þetta.”VK 46.3
Þegar syndin hefur slævt siðgæðisvitundina, fær syndarinn ekki lengur greint brestina í skapgerð sinni né gert sér grein fyrir, hversu alvarleg sú synd er, sem hann hefur drýgt. Og láti hann ekki segjast fyrir sannfæringarkraft heilags anda, þá verður hann áfram að meira eða minna leyti blindur í sjálfs sín sök. Játningar hans eru hvorki einlægar né í al-vöru gerðar. Við hverja syndaviðurkenningu sína hnýtir hann afsökun til að réttlæta gerðir sínar, og segir, að hafi ekki svo staðið á, sem raun bar vitni, hefði hann ekki aðhafzt þetta eða hitt, sem hann er sakaður um.VK 47.1
Þegar þau Adam og Eva höfðu etið af forboðna ávextinum, voru þau gagntekin blygðun og skelfingu. Það eina, sem í fyrstu flögraði að þeim, var hvernig þau mættu afsaka synd sína og koma sér hjá hinni óttalegu dauðarefsingu. Þegar Drottinn innti þau eftir synd þeirra, leitaðist Adam við að skella skuldinni að nokkru leyti á Guð, en að nokkru leyti á maka sinn. Hann svaraði: “Konan, sem þú gafst mér til sam-búðar, hún gaf mér af trénu, og eg át.” Konan skaut skuldinni á höggorminn og sagði: “Höggormurinn tældi mig, svo að eg át.” Hví skapaðir þú höggorm-inn? Hví hleyptir þú honum inn í Eden? Þessar spurn-ingar felast í afsökun hennar vegna syndar sinnar, og þannig sakaði hún Guð um að bera ábyrgð á syndafallinu. Andi sjálfsréttlætingarinnar á rætur að rekja til föður lyganna, og hans hefur gætt hjá öllum börnum Adams. Játningar af þessu sauðahúsi eru ekki innblásnar af anda Drottins, og Guð mun ekki meta þær gildar. Sönn iðrun knýr mann til að bera sjálfur synd sína og gangast við henni án undan-bragða eða hræsni. Hann mun þá hrópa að hætti tollheimtumannsins, sem ekki þorði einu sinni að lyfta augum sínum til himins: “Guð, vertu mér synd-ugum líknsamur.” Þeir, sem játa syndir sínar, munu réttlættir verða, því að Jesús leggur blóð sitt að veði fyrir hinar iðrandi sálir.VK 47.2
Þau dæmi sannrar iðrunar og auðmýktar, sem frá er greint í Guðs orði, sýna játningaranda, þar sem ekki er reynt að afsaka syndina né réttlæta sjálfan sig. Páll reyndi ekki að bera blak af sér. Hann málar syndir sínar dekkstu litum og ber ekki við að fegra sök sína. “Bæði hneppti ég marga af hinum heilögu í fangelsi, er ég hafði fengið vald til þess af æðstu prestunum, og er þeir voru af lífi teknir, galt ég því jákvæði, og í öllum samkundunum refsaði ég þeim þrásinnis og neyddi þá til að lastmæla, og ég æddi svo frekt gegn þeim, að ég fór jafnvel til borga er-lendis að ofsækja þá.” Hann hikar ekki við að lýsa yfir, “að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur.”VK 48.1
Iðrandi og kramið hjarta, bugað af sannri iðrun, mun að einhverju leyti læra að meta kærleika Guðs og fórnina á Golgata. Og eins og sonur játar syndir sínar fyrir ástríkum föður, þannig mun sá, sem iðrast í sannleika, bera allar syndir sínar fyrir Guð. Og skrifað stendur: “Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og heinsar oss af öllu ranglæti.”VK 49.1