Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Helgun

  Fyrirheit Guðs hljóðar á þessa leið: “Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta, vil ég láta yður finna mig.”VK 50.1

  Maðurinn verður að gefa sig Guði af öllu hjarta, að öðrum kosti getum við aldrei tekið þeim stakka-skiptum, að við fáum mótazt í hans mynd. Eðli okkar skilur okkur frá Guði. Heilagur andi lýsir ástandi okkar með þessum orðum:“Dauðirvegna afbrota yðar og synda.” “Höfuðið er allt í sárum og hjartað allt sjúkt. Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt.” Við sitjum föst í “snöru djöfulsins, hremmdir af honum til að gera hans vilja.” Guð þráir að lækna okkur, frelsa okkur. En þar eð slíkt krefst algerra sinnaskipta, endurnýjunar alls eðlis okkar, verðum við að gefa okkur algerlega á hans vald.VK 50.2

  Baráttan við sjálfan sig er hin harðsóttasta, sem um getur. Það skal baráttu til, áður en við beygjum okkur fyrir vilja Guðs að fullu og öllu. En sálin hlýtur að lúta Guði, áður en henni verður auðið að endur-nýjast í heilagleikanum.VK 50.3

  Stjórn Guðs er ekki byggð á blindri undirgefni eða skefjalausri drottnun, eins og Satan mundi vilja láta líta út fyrir. Hún höfðar til skynseminnar og sam-vizkunnar. “Komum nú og eigumst lög við, segir Drottinn.” Svo býður skaparinn þeim, er hann skóp. Guð beitir skepnu sína ekki ofbeldi. Hann getur ekki þekkzt þjónustu, sem ekki er veitt af fúsum vilja og fullu ráði. Þvinguð undirgefni mundi hindra alla sanna þróun hugar og skapgerðar, hún mundi gera manninn að viljalausri vél. Sá er ekki tilgangur skaparans. Hann vill að maðurinn, kóróna sköpunarverksins, nái æðsta þroska, sem auðið má verða. Hann leiðir okkur fyrir sjónir, hversu háleit sú blessun er, sem hann þráir að veita okkur af náð sinni. Hann býður okkur að gefast honum á vald, svo að hann fái framkvæmt vilja sinn á okkur. Okkur stendur til boða að velja, hvort við kjósum lausn úr viðjum syndarinnar og fá hlutdeild í hinu dýrlega frelsi Guðs sona.VK 50.4

  Þegar við gefumst Guði, verðum við óhjákvæmi-lega að láta af öllu því, sem mundi skilja okkur frá honum. Þess vegna segir frelsarinn: “Þannig getur þá enginn af yður, er eigi sleppir öllu, sem hann á, verið lærisveinn minn.” Hvað eina sem glepur hjart-að frá Guði, verður að uppræta. Mammon er margra hjáguð. Auraástin, gróðafýknin, eru hinir gullnu hlekkir, sem tengja þá við Satan. Aðrir eltast við frægð og vegsemd. Þá eru þeir, sem glepjast af eigin-gjörnu hóglífi og skorti á ábyrgðartilfinningu. En þessa þrældómsfjötra verður að brjóta. Við getum ekki tvískipt okkur milli Drottins og heimsins. Við erum ekki Guðs börn, nema við séum það heil og óskipt. Til eru þeir, sem þykjast þjóna Guði, en reiða sig eingöngu á eigin aðgerðir til að hlýðnast lögmáli hans, þroska með sér rétta skapgerð og tryggja sér sáluhjálp. Hjörtu þessara manna hafa ekki hrærzt af djúpri meðvitund um kærleika Krists, en þeir leitast við að uppfylla skyldur kristilegs lífernis eins og það væri slíkt, sem Guð krefðist af þeim til viðtöku í himininn. Slík trúarbrögð eru fánýt. Þegar Kristur býr í hjartanu, fyllist sálin svo mjög af kærleika hans og fögnuðinum af samneytinu við hann, að hún held-ur sér fast við hann. Og við hugleiðingar um hann gleymum við sjálfum okkur. Ástin á Kristi verður þá uppspretta athafna okkar. Þeir sem finna sig knúða af kærleika Guðs, spyrja ekki, hversu lítið megi kom-ast af með til þess að fullnægja kröfum hans. Þeir spyrja ekki um lágmarkið, heldur stefna að full-komnu samræmi við vilja endurlausnara síns. Af heilum huga fela þeir honum allt og auðsýna áhuga, sem er í réttu hlutfalli við verðmæti þess, sem eftir er sótzt. Það er tómt mál að segjast játast Kristi, ef þessi einlægi kærleikur er ekki fyrir hendi, umbúð-irnar einberar, þungbær þrældómur.VK 51.1

  Finnst þér það of mikil fórn að gefast Kristi alger-lega? Spyrðu sjálfan þig spurningarinnar: “Hvað hef-ur Kristur gefið mín vegna?” Sonur Guðs lét allt í sölurnar, — líf sitt, kærleika og þjáningar, — okkur til endurlausnar. Getur það þá hugsazt, að við, óverð-ug svo mikils kærleika, viljum neita honum um hjörtu okkar? Hvert augnablik ævi okkar höfum við notið hlutdeildar í blessun náðar hans, og einmitt af þeim sökum getum við ekki til fullnustu gert okkur grein fyrir, hversu ógurlegt er það djúp fávizku og eymdar, sem við höfum verið frelsuð frá. Getum við litið til hans, sem var kvalinn vegna synda okkar, og samt smánað kærleika hans og fórn? Getum við möglað af því, að við fáum ekki inngang til lífsins án baráttu og auðmýkingar, þegar við hugleiðum, hversu óend-anlega mikið Drottinn dýrðarinnar auðmýkti sig?VK 52.1

  Margt stærilátt hjartað spyr: “Hví skyldi ég iðr-ast og auðmýkja mig til þess að geta verið viss um, að Guð veiti mér viðtöku?” En ég bendi þeim á Krist. Hann var syndlaus — og það sem meira var — hann var Drottinn himnanna, en vegna mannanna leið hann sem syndari. “Hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn, — hann, sem bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.”VK 53.1

  En hverju afsölum við okkur þá, þegar við felum honum allt á hendur? Það er syndum spillt hjarta, sem Jesús hreinsar, þvær í sínu eigin blóði og frelsar með óviðjafnanlegum kærleika sínum. Og samt finnst mönnum örðugt að afsala sér öllu. Ég fyrirverð mig fyrir að heyra slíkt, blygðast mín fyrir að skrifa það.VK 53.2

  Guð ætlast ekki til að við afsölum okkur neinu, sem okkur er sannur ávinningur að halda í. Í öllum sínum gerðum miðar hann allt við velfarnað barna sinna. Óskandi væri, að allir, sem hafa ekki valið sér Krist að leiðarljósi, gerðu sér ljóst, að hann býður þeim það, sem er óendanlega betra en hitt, sem þeir sækj-ast sjálfir eftir. Mennirnir gera sálum sínum hið mesta ógagn og tjón, þegar þeir hugsa og breyta and-stætt vilja Guðs. Engin sönn gleði verður fundin á þeim vegum, sem hann hefur bannað að troða, er veit gerzt hvað má vera fyrir beztu og býr sem ákjós-anlegast í haginn fyrir alla skepnu sína. Vegir af-brotanna eru vegir eymdar og eyðingar.VK 53.3

  Rangt er að ala með sér þann þanka, að Guð njóti þess að sjá börn sín þjást. Öllum himnunum er annt um farsæld mannanna. Okkar himneski faðir lokar ekki leiðum neins til gleðinnar. Kröfur Guðs bjóða okkur að forðast þær nautnir, sem hafa í för með sér þjáningar og vonbrigði, sem yrðu til þess að loka fyrir okkur dyrum hamingjunnar og himnanna. Endur-lausnari heimsins tekur við mönnunum eins og þeir eru, með öllum þeirra brestum, ófullkomleika og veikleika. Hann mun ekki einungis hreinsa okkur af synd og frelsa okkur með blóði sínu, heldur mun hann og uppfylla einlægustu þrá þeirra, sem gangast undir ok hans, taka byrðar hans sér á herðar. Markmið hans er að veita öllum þeim frið og hvíld, sem til hans koma til þess að öðlast lífsins brauð. Hann ætlar okkur einungis að inna af hendi þær skyldur, sem beina för okkar til þeirrar himnesku blessunar, sem hinir þvermóðskufullu fá aldrei öðlazt. Hinn sanni fögnuður sálarinnar er, að Kristur, von dýrðarinnar, fái aðsetur hið innra með okkur.VK 54.1

  Mörgum verður á að spyrja: “Hvernig á ég að fela mig Guði? Þú óskar að fela þig honum, en siðferðis-þrek þitt er of veikt, velkist í fjötrum efans og er ofurselt syndavenjum lífs þíns. Loforð þín og áform eru áþekkust reipum úr sandi. Þú hefur ekki vald yfir hugsunum þínum, hvötum eða tilfinningum. Vitneskjan um svikin loforð þín og óframkvæmd áform lamar traust þitt á eigin einlægni og leiðir þig til að ætla, að Guð geti ekki veitt þér móttöku. En þú þarft ekki að örvænta. Þér verður að lærast að skilja hið sanna afl viljans. Valdið til að velja hið góða eða illa, taka ákvörðun, það er orkan, sem stjórnar manneðlinu. Allt veltur á, að viljinn beinist i rétta átt. Guð hefur gefið mönnunum vald til að velja og hafna; þeirra er að neyta þess. Þú getur ekki umbreytt hjartalagi þínu, þú getur ekki af eigin ram-leik hneigt það að Guði, en þú getur kosið að þjóna honum. Þú getur beygt vilja þinn undir hann, og þá mun hann koma því til leiðar hjá þér, að þú viljir og vinnir í anda hans. Með þessu móti kemst allt eðli þitt undir stjórn anda Guðs. Ást þín mun beinast að honum og hugsanir þínar verða samkvæmar vilja hans.”VK 54.2

  Þrá eftir hinu góða og helga er réttmæt, svo langt sem hún nær, en ef þar við er látið sitja, er hún einskis megnug. Margir munu glatast, þótt þeir voni og þrái að verða kristnir. Þeir komast ekki nógu langt til að fela vilja sinn Guði. Þeir kjósa ekki núna að verða kristnir.VK 55.1

  Ef þú beitir viljanum rétt, getur alger breyting orðið á lífi þínu. Með því að fela Kristi vilja þinn, tengist þú valdinu, sem er öllum yfirvöldum og veldi æðra. Þú munt öðlast styrk af hæðum til að verða staðfastur, og með því að gefa þig þannig algerlega Guði á vald, mun þér auðnast að taka upp nýtt líf, lif trúarinnar.VK 55.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents