Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Að trúa og taka á móti

  Þegar heilagur andi hefur vakið samvizku þína, þá hefur þú kynnzt að nokkru illsku syndarinnar, valdi hennar, glæpum og böli, og þú lítur hana með viðbjóði. Þér skilst, að syndin hefur skilið þig frá Guði, að þú ert fjötraður af valdi hins illa. Því fastar sem þú brýzt um til að sleppa, því ljósara verður þér umkomuleysi þitt. Hvatir þínar eru saurugar, hjartaö óhreint. Þér skilst, að ævi þín hefur verið stráð eigin-girni og syndum. Þú þráir að öðlast fyrirgefningu, hreinsast og frelsast. Hvað getur þú aðhafzt til þess að verða Guði þóknanlegur og líkjast honum?VK 57.1

  Þú þarfnast friðar, — fyrirgefningar himnanna og friðar og kærleika í sálu þina. Fyrir peninga fæst slíkt ekki, skynsemin megnar ekki að afla þess, vísindin fá ekki komið þvílíku til leiðar. Þú getur enga von gert þér um það fyrir eigin atbeina. En Guð býður þér allt þetta að gjöf, “án silfurs og endurgjaldslaust”. Þér stendur þetta til boða, ef þú einungis réttir út hendina eftir því. Drottinn segir: “Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.” “Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst.”VK 57.2

  Þú hefur játað syndir þínar og af heilum huga lagt þær á hilluna. Þú hefur afráðið að gefast Guði. Gakk þú nú til hans og bið hann að hvítþvo þig af öllum syndum og gefa þér nýtt hjarta. Síðan skaltu trúa, að hann geri svo, af þvi að hann hefur heitið því. Jesús kenndi, meðan hann var á jörðinni, að gjöf sú, sem Guð heitir okkur, verði okkar, þegar við trúum að svo sé. Jesús læknaði sjúka, þegar þeir trúðu á mátt hans. Hann hjálpaði þeim í því, sem þeir gátu séð og skilið og blés þeim þannig í brjóst trausti á sér í þeim efnum, sem ekki urðu séð né þreifað á. Þannig fékk hann þá til að trúa á vald sitt til að fyrirgefa syndir. Þetta sagði hann berum orðum, þegar hann læknaði lama manninn: “En til þess að þér vitið, að manns-sonurinn hefur vald á jörðu til að fyrirgefa syndir, — þá segir hann við lama manninn: — ‘Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín.’ Svo segir og Johannes guðspjallamaður, þegar hann ræðir um kraftaverk Krists: ‘En þetta er ritað til þess að þér skuluð trúa, að Jesús sé Kristur, guðs-sonurinn, og til þess að þér, með því að trúa, öðlizt lífið í hans nafni.’”VK 58.1

  Af hinni einföldu frásögn Biblíunnar um, hvernig Jesús læknaði hina sjúku, getum við lært nokkuð um, hvernig trúa ber á hann til þess að hljóta fyrir-gefningu syndanna. Lítum á söguna um lamaða mann-inn við Bethesda. Þessi þjáði maður gat enga björg sér veitt, í 38 ár hafði hann engin not haft lima sinna. Engu að síður bauð Jesús honum: “Rístu á fætur, tak sæng þína og gakk.” Nú hefði sjúklingurinn kunn-að að svara: “Herra, viljir þú lækna mig, þá skal ég hlýðnast boðum þínum.” En hann trúði orðum Krists, trúði, að hann væri heill orðinn og gerði samstundis eins og honum var boðið. Hann vildi ganga, og hann gekk. Hann fór að orðum Krists, og Guð gaf honum máttinn. Hann varð heill.VK 58.2

  Á sama hátt ert þú syndari. Þú getur ekki bætt fyrir drýgðar syndir, þú getur ekki breytt hjartalagi þínu né sjálfur gerzt heilagur. En Guð heitir að gera þetta allt fyrir þig fyrir atbeina Krists. Þú trúir á þetta loforð, játar syndir þinar og gefst Guði. Þú vilt þjóna honum. Og svo framarlega sem þú gerir þetta, mun Guð efna heit sitt við þig. Ef þú trúir fyrirheit-inu, — trúir, að þér sé fyrirgefið og þú hreinn orðinn, lætur Guð þetta rætast. Þú verður heill, rétt eins og Jesús gaf lama manninum mátt til að ganga, þeg-ar hann trúði, að hann væri heill orðinn. Þessu er þannig farið, ef þú trúir.VK 59.1

  Bíddu ekki, unz þú finnur, að þú ert orðinn heill, heldur segðu: “Ég trúi. Það er svo, ekki vegna þess, að ég greini það, heldur af því, að Guð hefur heitið því.”VK 59.2

  Jesús segir: “Hvers sem þér biðjið og beiðizt, þá trúið, að þér hafið öðlazt það, og þér munuð fá það.” Þessu loforði fylgir eitt skilyrði — að við biðjumst fyrir samkvæmt vilja Guðs. En það er Guðs vilji að hreinsa okkur af synd, gera okkur að sínum börnum og gera okkur kleift að lifa heilögu lífi. Við hljótum því að biðjast þessara blessana og trúa, að við öðl-umst þær og þakka Guði fyrir, að þær hafa fallið okkur í skaut. Við höfum þau forréttindi að mega koma til Jesú, verða hreinir gerðir og standa gagn-vart lögmálinu leystir undan blygðun eða samvizku-biti. “Svo er þá nú engin fyrirdæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú; því að lögmál lífsins anda hefur fyrir samfélagið við Krist Jesúm frelsað mig frá lög-máli syndarinnar og dauðans.”VK 59.3

  Upp frá þeirri stundu ert þú ekki þinn eigin, þú ert verði keyptur. “Þér eruð eigi leystir með forgengi-legum hlutum, silfri eða gulli... heldur með dýrmætu blóði Krists, eins og lýtalauss og óflekkaðs lambs.” Fyrir það eitt að trúa á Guð hefur heilagur andi vakið nýtt líf í hjarta þínu. Þú ert eins og barn, sem fæðzt hefur í fjölskyldu Guðs, og hann elskar þig eins og hann elskar son sinn.VK 60.1

  Þegar þú nú hefur gefizt Jesú, þá drag þig ekki i hlé né vik frá honum, heldur skaltu daglega segja: “Kristur á mig. Ég hef sjálfur gefizt honum.” Og bið þú hann að gefa þér sinn anda og varðveita þig af náð sinni. Á sama hátt og þú varðst Guðs barn, er þú gafst honum og fórst að trúa á hann, átt þú og að lifa í honum. Postulinn segir: “Eins og þér því hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú, svo skuluð þér lifa í honum.”VK 60.2

  Sumir virðast ætla, að þeir séu á reynslustigi og verði að sanna Drottni, að þeir hafi betrazt, áður en þeir geta gert kröfu til blessunar Guðs. En þeim er þegar í stað heimilt að krefjast blessunar hans. Þeim verður að hlotnast náð Guðs og andi Krists til strykt-ar í veikleika sínum; að öðrum kosti fá þeir ekki stað-izt afl hins illa. Jesús vill, að við komum til hans eins og við erum klæddir, syndugir, umkomulausir og ósjálfbjarga. Við getum komið með allan okkar veik-leika, alla okkar fávizku og allar okkar syndir og fallið iðrandi fram að fótum hans. Honum er það dýrð að umvefja okkur kærleiksörmum, búa um sár okkar og hreinsa okkur af öllum óhreinleik.VK 60.3

  Í þessum efnum skjátlast mörgum. Þeir trúa því ekki, að Jesús fyrirgefi þeim, hverjum um sig, sjálfur. Þeir taka orð Guðs ekki trúanleg. Það eru forrétt-indi allra, sem fullnægja settum skilyrðum, að vita með sjálfum sér, að náðin tekur yfir allar syndir þeirra. Vísið á bug grunsemdunum um, að fyrirheit Guðs eigi ekki við ykkur. Þau gilda fyrir sérhvern iðrandi syndara. Fyrir Krist hefur okkur verið séð fyrir styrk og náð, sem hverri trúaðri sál er flutt af þjónustuenglum. Engir eru svo syndugir, að þeir geti ekki fundið styrk, hreinleika og réttlæti í Jesú, sem dó fyrir þá. Hann bíður þess að fá að afklæða þá hin-um syndum saurgaða ham og íklæða þá hvítum skrúða réttlætisins. Hann býður þeim að lifa, en deyja ekki.VK 61.1

  Guð kemur ekki fram við okkur eins og dauðlegir menn gera hverjir við aðra. Hugsanir hans mótast af náð, kærleika og nærfærinni samúð. Hann segir: “Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, til Guðs vors, því að hann fyrir-gefur ríkulega.” “Ég hef feykt burt misgerðum þin-um eins og þoku og syndum þínum eins og skýi.”VK 61.2

  “Ég hef eigi velþóknun á dauða nokkurs manns, segir herrann Drottinn. Látið því af, svo að þér megið lifa.” Satan er þess albúinn að ræna okkur hinni dýr-mætu fullvissu Guðs. Hann þráir að svifta sálina hverjum vonarneista og hverjum ljósbjarma, en þú mátt ekki láta honum haldast slíkt uppi. Ljáðu freist-aranum ekki eyra, heldur segðu: “Jesús dó, svo að ég mætti lifa. Hann ann mér og vill ekki, að ég glatist. Ég á ástríkan himneskan föður, og enda þótt ég hafi misboðið ást hans og sóað þeim blessunum, sem hann hefur veitt mér, skal ég rísa á fætur, fara til föður míns og segja: ‘Ég hef syndgað móti himninum og þér, og ég verðskulda ekki lengur að kallast sonur þinn. Far með mig sem einn af daglaunamönnum þínum.’ Dæmisagan lýsir, hversu tekið verður á móti glataða syninum: ‘En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann.’”VK 62.1

  En svo hjartnæm og átakanleg sem dæmisaga þessi er, þá skortir mikið á, að hún sýni fyllilega óendan-lega miskunn hins himneska föður. Fyrir munn spá-mannsins segir Drottinn: “Með ævarandi elsku hef ég elskað þig; fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig.” Meðan syndarinn er enn langt frá húsi föðurins og sóar eigum sínum í framandi landi, brennur þráin eftir honum í hjarta föðurins. Og hver þrá, sem vaknar í sálinni eftir afturhvarfi til Guðs, er hljóð-látt kall frá anda hans, biðjandi, knýjandi og laðandi förumanninn að kærleiksríku hjarta föðurins.VK 62.2

  Getur þú lengur efazt, þegar þér hafa verið leidd fyrir sjónir þessi dýrmætu fyrirheit Biblíunnar? Get-ur þú fest trúnað á, að Drottinn vísi syndaranum á bug og meini honum að falla iðrandi að fótum sér, þegar hann þráir að hverfa heim og láta af syndum sínum? Vík þvílíkum hugsunum frá sér. Ekkert getur skaðað sál þína alvarlegar en það, að ala með sér slíkar hugrenningar um okkar himneska föður. Hann hatar syndina, en ann syndaranum, og hann gaf sig sjálfan í Kristi, svo að allir, sem þess óskuðu, mættu frelsast og njóta eilífrar blessunar í ríki dýrðarinnar. Hvernig mátti hann lýsa ást sinni í okkar garð á Ijósari eða nærfærnari hátt en hann kaus sér? Hann segir: “Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi eg þér samt ekki.”VK 63.1

  Lít upp, þú sem efast og óttast, því að Jesús lifir og talar máli okkar. Þakkaðu Guði, að hann gaf sinn ástfólgna son, og bið þess, að hann hafi ekki árang-urslaust dáið fyrir þig. Andinn kallar þig þegar í dag. Komdu af heilum huga til Jesú, og þér er heimilt að krefjast blessunar hans.VK 63.2

  Þegar þú lest um fyrirheitin, þá minnstu þess, að þau vitna um ólýsanlega ást og meðaumkun. Hið mikla hjarta hins takmarkalausa kærleika hneigist að syndaranum af takmarkalausri samúð. “Í honum eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefning afbrotanna.” Já, trúðu því einungis, að Guð sé hjálpar-hella þín. Hann vill endurvekja siðgæðishugmynd sína í mönnunum. Þegar þú nálgast hann með játningu og iðrun, mun hann koma til móts við þig með náð og fyrirgefningu.VK 63.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents