Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Hinn rannsakandi dómur

  “Eg horfði og horfði”, segir Daniel spámaður, “þar til er stólar voru settir fram og hinn aldraði settist niður. Klæði hans voru hvít sem snjór og höfuðhár hans sem hrein ull; hástæti hans var eldslogar og hjólin undir því eldur brennandi. Eldstraumur gekk út frá honum; þús-undir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum. Dómendurnir settust niður og bókunum var flett upp”.1Dan. 7 : 9-10.DM 276.1

  Þannig var hin mikla sýn spámannsins á hinum mikla og hátíðlega degi, þegar breytni manna og líferni átti að dæmast frammi fyrir dómara alls heimsins, og þegar “einum og sérhverjum skyldi goldið samkvæmt verkum hans”. Hinn aldraði er Guð, faðir vor. Sálmaskáldið segir: “Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð”.2Sálm. 90 : 2. Það er hann, faðir allra skepna og uppruni allrar tilveru og höf-undur allra laga, sem að stjórna hinum mikla dómi. Og heilagir englar, sem þjónar og vitni, svo tíþúsundum tíþúsunda skiftir, verða viðstaddir þennan mikla dóm.DM 276.2

  “Og sjá, einhver kom í skýjum himins, sem manns syni líktist; hann kom þangað er hinn aldraði var fyrir og var leiddur fyrir hann. Og honum var gefið vald, heiður og ríki, svo að honum skyldu þjóna allir lýðir, þjóðir og tungur. Hans vald er eilíft vald, sem ekki skal undir lok líða, og ríki hans skal aldrei á grunn ganga”.3Dan. 7 : 13-14. Koma Krists, sem hér er lýst, er ekki önnur koma hans til jarðarinnar. Hann kemur til hins aldraða á himnum, til þess að þiggja vald og dýrð og konungdóm, sem honum verður veitt þegar hann hefir unnið hlutverk sitt sem meðalgangari. Það er þessi koma, en ekki endurkoma hans til jarðarinnar, sem frá er sagt í spádómin-um að fyrir mundi koma, að enduðum hinum 2300 dög-um, árið 1844. Með himneska engla í för með sér, byrjar vor æðsti prestur starf sitt og fer inn í hið allrahelgasta og birtist þar frammi fyrir Guði, til þess að fullkomna síðasta atriði starfs síns mönnunum til frelsunar, sem er að stjórna hinum rannsakandi dómi og friðþægja fyrir alla þá, sem sýnt er að séu þess verðugir.DM 276.3

  Við eftirlíkingarþjónustuna tóku þeir einir þátt í athöfnum friðþægingardagsins, sem iðruðust og komu fram fyrir Guð og játuðu syndir sínar, sem svo voru, fyrir blóð fórnardýrsins færðar inn í helgidóminn Þannig verður það á degi hinnar miklu íriðþægingar og hins rannsakandi dóms, að einungis þeir, sem opinberlega játa trúna á Guð verða teknir til greina. Dómur hinna óguðlegu er sérstakur og aðskilinn, og skeður miklu seinna: “Því að nú er tíminn kominn til að dómurinn byrji á húsi Guðs; en ef hann byrjar á oss, hver munu þá verða afdrif þeirra, sem ekki hlýðnast fagnaðarboð-skap Guðs”.11. Pét. 4 : 17.DM 277.1

  Bækur þær á himnum, þar sem skráð eru nöfn og athafnir manna, úrskurða það hver dómurinn verði. Spá-maðurinn Daníel segir: “Dómendurnir settust niður, og bókunum var flett upp”. Og í Opinberunarbókinni er sagt frá því sama á þennan hátt: “Og annari bók var flett upp og það er lífsins bók; og hinir dauðu voru dæmd-ir eftir því, sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra”.2Opinb. 20 : 12.DM 277.2

  Lífsins bók hefir að geyma nöfn allra þeirra, sem nokkru sinni hafa gengið í þjónustu Guðs. Jesús sagði við lærisveina sína: “Gleðjist yfir því að nöfn yðar eru innrituð í himninum”.3Lúk. 10 : 20. Páll postuli talar þannig um sína trúu meðbræður, að þeirra “nöfn standi í Iífsins bók”.4Filip. 4 : 3 Daníel sér í huga sínum “svo mikla hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa”.5Dan. 12 : 1. og hann lýsir því yfir að Guðs útvalda fólk skuli frelsast, “allir þeir sem skráðir finnast í bókinni”.1Dan. 12 : 1. Og í Opinberunarbókinni segir, að þeir einir skuli koma í ríki Guðs, sem ritaðir séu í lífsbók lambsins.2Opinb. 21 : 27.DM 277.3

  “Minnisbók” er rituð hjá Guði, þar sem skrifuð eru góðverk þeirra sem “óttast Drottinn og virða hans nafn”.3Malakía 3 : 16. Trúnaðarorð þeirra; kærleiksverk þeirra eru skráð á himnum. Nehemía á við þetta þegar hann segir: “Mundu mér þetta, Guð minn, og afmá eigi góðverk mín, þau er eg hefi gjört fyrir hús Guðs míns og þjónustu hans”.4Neh. 13 : 14. í minnisbók Guðs er minst allra réttlætisverka; þar er tekin til greina hver freisting sem mótstaða var veitt, hver synd sem var yfirunnin, hvert einasta við-kvæmt meðaumkunarorð er nákvæmlega skrásett. Sömu-leiðis hver einasta sjálfsafneitun; allar þjáningar sem menn líða fyrir sakir Krists. Sálmaskáldið segir: “Þú hefir talið hrakninga mína, tárum mínum er safnað í sjóð þinn, já, rituð í bók þína”.5Sálm. 56 : 9.DM 278.1

  Sömuleiðis eru skráðar þar syndir mannanna: “Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða ilt”.6Préd. 12 : 14. “En eg segi yður; sérhvert ónytjuorð, það er mennirnir mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikn-ing lúka”;7Matt. 12 : 36. og frelsarinn segir: “Því að af orðum þínum muntu verða réttlættur, og af orðum þínum muntu verða sakfeldur”.8Matt. 12 : 37. Leyndar hugsanir og fyrirætlanir koma fram í minnisbók Drottins, því Guð “mun leiða það í Ijós sem í myrkrunum var hulið og opinbera ráð hjartnanna”.91. Kor. 4 : 5. “Sjáið, það stendur skrifað frammi fyrir mér; .... bæði fyrir misgjörðir yðar og fyrir misgjörðir feðra yðar segir Drottinn”.10Jes. 65 : 6, 7.DM 278.2

  Verk allra manna verða yfirskoðuð frammi fyrir Guði, og þau verða talin sem vitnisburður um trúfesti eða ótrúmensku. Gegnt hverju nafni er nákvæmlega rétt bókað hvert einasta rangt orð, hver einasta eigin-girnis athöfn, sérhver uppfylt skylda og hver einasta hul-in synd, hversu sem reynt er að láta hana líta vel út. Að-varanir frá himnum, boð, sem vanrækt hafa verið, eyddar stundir í tómleika, ónotuð tækifæri, áhrif þau sem beitt er til ills eða góðs með öllum hinum víðtæku afleiðingum sínum — Alt þetta verður nákvæmlega skrásett af engl-inum, sem bókina ritar.DM 278.3

  Lögmál Guðs er sú regla og mælisnúra, sem eftir verður farið þegar dæmd verða verk mannanna, góð og ill. Spámaðurinn segir: “Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra; því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða ilt”.1Préd. 12 : 13, 14. Jakob postuli áminnir bræður sína á þessa leið: “Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins”.2Jaó. 2 : 12. peir sem verðugir finnast á degi dómsins taka þátt í upprisu hinna réttlátu. Jesús sagði: “En þeir sem álítast verðugir að fá hlutdeild í hinni veröldinni og upprisunni frá dauðum —— eru englum jafnir og þeir eru Guðs börn, þar sem þeir eru synir uppris-unnar”.3Lúk. 20 : 35, 36. Og enn fremur segir hann, að “þeir munu ganga út, þeir sem gott hafa gjört, til upprisu lífsins”.4Jóh. 5 : 29. Þess vegna verða þeir ekki sjálfir viðstaddir dóminn þegar far-ið verður yfir verk þeirra og mál þeirra daemd.DM 279.1

  Jesús birtist sem talsmaður þeirra, til þess að tal? máli þeirra frammi fyrir Guði. “Og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta”.51. Jóh. 2:1. “Því að Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gjörðan, eftir mynd hins sanna helgi-dóms, heldur inn í sjálfan himininn til þess að birtast fyrir augliti Guðs oss til heilla”.6Heb. 9 : 24. “Fyrir því getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávalt lifir til þess að biðja fyrir þeim”.7Heb. 7 : 25.DM 279.2

  Þegar bókunum er flett upp í dóminum, þá verður skoðað líferni þeirra allra, sem á Krist hafa trúað, og sú yfirskoðun fer fram fyrir Guði. Byrjað verð-ur á þeim er fyrst lifðu á jörðunni og árnaðarmaður vor talar máli hverrar kynslóðar fyrir sig, eftir réttri röð, og endar á þeim, sem þá lifa. Hvert einasta nafn er nefnt; hvert. einasta mál nákvæmlega rannsakað. Nöfn verða viðurkend og nöfnum verður hafnað. Þegar syndir eru skráðar í reikning einhvers á bókunum; syndir sem hvorki hefir verið iðrast fyrir né þær fyrirgefnar, þá verða nöfn þeirra manna strikuð út af bók lífsins og það sem þeir hafa gott gjört verður strikað út af minnis-bók Guðs. Drottinn sagði við Móse: “Hvern þann, sem syndgað hefir móti mér, vil eg má af bók minni”.12. Móse 32 : 33. Og spámaðurinn Esekíel segir: “En hverfi hinn ráðvandi frá ráðvendni sinni og fremji það, sem rangt er — þá skal öll sú ráðvendni, er hann hefir iðkað, ekki til álita koma”.2Esek. 18 : 24.DM 279.3

  Allir sem einlæglega hafa iðrast synda sinna og með trú sinni tileinkað sér blóð Krists, sem friðþægingarfórn, hafa fyrirgefningu skráða við nöfn sín í bækur himn-anna, með því að þeir hafa orðið hluttakendur í réttlæti Krists; eðli þeirra er í samræmi við lögmál Guðs, og þess vegna verða syndir þeirra afmáðar og þeir sjálfir verða taldir verðugir eilífs lífs. Drottinn segir fyrir munn spámannsins Jesaja: “Eg, eg einn afmái afbrot þín sjálfis mín vegna og minnist ekki synda þinna”.3Jes. 43 : 25. Og Jesús segir: “Sá er sigrar, hann skal þannig skrýðast hvítum klæðum, og eigi mun eg afmá nafn hans úr lífs-bókinni, og eg mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir englum hans”.4Opinb. 3:5. “Hver sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun eg einnig kannast fyrir föður mínum á himnum. En hver sem afneit-ar mér fyrir mönnunum, honum mun eg og afneita fyrir föður mínum á himnum”.5Matt. 10 : 32, 33.DM 280.1

  Hinn mesti áhugi manna í sambandi við jarð-neska dómstóla, er aðeins hverfandi í samanburði við áhuga þann, sem sýndur er í hinum himneska dómsal, þegar nöfn, sem skráð hafa verið í bók lífsins, koma fram fyrir dómara allrar jarðarinnar. Hinn guðlegi meðalgang-ari biður fyrir öllum þeim, er hafa yfirunnið syndina, fyrir trúna á hans blóð, hann biður þess að þeim verði fyrirgefnar allar yfirsjónir; að þeim verði veitt innganga í sælubústaðinn og krýndir sem réttir erfingjar með honum sjálfum að “hinu forna veldi”6Míka 4 : 8.. Til þess að blekkja mannkynið og freista þess hafði óvinurinn reynt að eyði-leggja hina guðlegu fyrirhugun um sköpun mannsins; en nú beiðist Kristur þess að þessi fyrirhugun verði framkvæmd á sama hátt og maðurinn hefði aldrei fallið. Hann biður ekki einungis um fyrirgefningu folks síns og það fullkomlega, heldur einnig hluttöku í dýrð hans og sæti á hásæti hans.DM 280.2

  Á meðan Jesús flytur mál þeirra, sem aðnjótandi skulu verða náðar hans, ákærir hinn vondi þá sem synd-ara frammi fyrir Guði. Hinn mikli blekkjari hefir reynt að leiða þá til andvaraleysis; reynt að láta þá tapa traust-inu á Guði, að láta þá villast frá föðurelsku hans og til þess að brjóta lögmál hans. Nú sýnir hann fram á það hvernig líferni þeirra hefir verið; hann bendir á ófull-komleika þeirra; bendir á það hversu ólíkir þeir hafi verið Kristi, og hversu þeir hafi vanvirt frelsara sinn: hann bendir á allar syndir, sem hann freistaði þeirra til að drýgja, og fyrir þessa skuld gjörir hann tilkall til þeirra. Jesús afsakar ekki syndir þeirra, en hann sýnir iðrun þeirra og trú og krefst fyrirgefningar þeim til handa. Hann lyftir upp særðum höndum sínum frammi fyrir föðurnum og hinum heilögu englum og segir: “Eg þekki þá með nafni”. “Sjá, eg hefi rist þá á lófa mína”.1Jes. 49 : 16.DM 281.1

  Dómsathöfnin og afnám syndanna á að fara fram fyrir endurkomu Drottins. Með því að hinir dauðu eiga að dæmast samkvæmt því, sem í bókunum er skráð, þá er það ómögulegt að syndir mannanna geti orðið afmáðar fyr en eftir dóminn, þar sem mál þeirra eru rannsökuð. En Pétur postuli skýrir greinilega frá því að syndirnar verði afmáðar, þegar um hina trúuðu sé að ræða. “pegar endurlífgunartímar koma frá augliti Drottins og hann sendir Krist, sem yður var fyrirhugaður, Jesúm”.2Postulas. 3 : 19, 20. Þegar hinum rannsakandi dómi er lokið mun Kristur koma og hann mun gjalda einum og sérhverjum eftir hans verkum.DM 281.2

  Í eftirlíkingar athöfninni bar æðsti presturinn fram friðþægingarfórnina fyrir hönd Ísraelslýðs og að því búnu kom hann fram og blessaði söfnuðinn. Þannig er það með Krist; þegar hann hefir lokið starfi sínu sem meðalgangari, mun hann birtast “án syndar, til hjálp-ræðis þeim, er hans bíða”3Heb. 9 : 28. og veita þjónum sínum eilíft líf. Eins og æðstipresturinn viðurkendi syndirnar yfir höfði hafursins, þegar hann tók þær í burtu úr helgidóminum, þannig færir -Kristur allar þessar syndir til reiknings hinum illa, sem er höfundur og hvetjandi synd-anna. Hafurinn sem bar syndir Ísraelslýðs var sendur burt “til óbygða”;13. Móse 16 : 22. þannig er því varið með óvininn, sem er höfundur allra synda, sem hann hefir leitt þjóna Guðs til að drýgja, að hann mun verða á jörðinni þúsund ár, og mun jörðin þá verða í auðn og óbygð, og hann mun að síðustu líða fulla hegningu fyrir syndirnar í eldi, sem eyða skal öllum hinum óguðlegu. Þannig fullkomnast hin mikla ákvörðun endurlausnarinnar, þegar syndin er að fullu afmáð og þeir allir frelsaðir, sem hafa verið viljugir að hafna hinu illa.DM 281.3

  Á þeim tíma sem ákveðinn er fyrir dóminn — í lok hinna 2300 daga, árið 1844 — byrjaði rannsóknarstarfið og afmáun syndanna. Allir þeir, sem nokkru sinni hafa borið kristið nafn, verða að þola nákvæma rannsókn. Bæði lifendur og dauðir verða dæmdir “samkvæmt því, sem ritað er í bókunum, samkvæmt verkum þeirra”.DM 282.1

  Syndir, sem ekki hefir verið iðrast fyrir og ekki snúið frá verða ekki fyrirgefnar, né afmáðar af bókunum, heldur verða þær þar til vitnisburðar gegn þeim er þær drýgja frammi fyrir Guði. Hvort sem syndarinn hefir framið afbrot sín í dimmu næturinnar eða birtu dagsins, þá voru þau auðsæ og opinber þeim, er vér eigum að standa reikningsskap. Englar Guðs voru vitni að hverri synd og skráðu hana í hinar óskeikulu bækur. Menn geta leynt syndum sínum, neitað þeim, þær geta verið huldar fyrir jarðneskum föður, móður, konu, börnum og félög-um; vera má að enginn nema hinn seki sjálfur hafi nokk-urn grun um drýgða synd, en þrátt fyrir það er það alt augljóst á himnum. Dimma hinnar dökkustu nætur, hin dýpsta blekking nægir ekki til þess að hylja eina ein-ustu hugsun fyrir þekkingu hins eilífa. Guð hefir ná-kvæmlega skráð hverja rangláta athöfn, og ósanngirni; honum skjátlast aldrei þegar hann dæmir eðli mannanna. Spiltir menn geta blekt aðra menn, en Guð sér í gegn um blekkingar og les hið innra líf.DM 282.2

  Hversu alvarleg er ekki þessi hugsun! Hver einasti dagur sem líður í haf eilífðarinnar bætir við það sem skráð er í bækur himinsins. Orð sem einu sinni eru töluð, verk sem unnin eru verða aldrei afturkölluð. Englar hafa skrásett alt, bæði ilt og gott. Hinn voldugasti stjórnandi veraldarinnar getur ekki tekið til baka það sem gerst hefir, jafnvel á einum einasta degi. Athafnir vorar, orð vor, jafnvel hinar leyndustu hugrenningar vorar hafa áhirf þegar dómurinn verður feldur. Það vitnar þá alt annaðhvort með oss eða móti oss. Jafnvel það sem vér sjálfir höfum gleymt, kemur fram sem vitni annaðhvort til réttlætingar eða fordæmingar.DM 282.3

  Eins og andlitsdrættirnir koma fram þegar lista-maðurinn tekur myndina, þannig kemur greinilega í ljós eðli og athafnir vor mannanna í því sem skráð er í bækur himnanna. Það er því undravert, hversu lítinn gaum vér gefum þessu atriði og hversu lítið vér gjörum oss ant um að alt vitni með oss er í þá bók er ritað, þegar vér mætum frammi fyrir hinum himnesku verum. Væri hægt að draga til hliðar tjald það, sem skilur hið sýnilega frá hinu ósýnilega, og gætu mannanna börn horft á skrá-setningar engilinn, þegar hann ritar hvert einasta orð og hverja einustu athöfn, og gætu þau þannig gjört sér grein fyrir því að öllu þessu yrðu þau að mæta á degi dómsins, hversu mörg orð væru það þá, sem yrðu látin ótöluð og hversu mörg verk látin óunnin!DM 283.1

  “Sá sem dylur yfirsjónir sínar verður ekki langgef-inn, en sá sem játar þær og lætur af þeim mun miskunn hljóta”.1Orðskv. 28 : 13. Ef þeir sem reyna að leyna og dylja syndir sín-ar gætu séð gleði og ánægju Satans yfir þeim, séð hversu hann reynir að koma í veg fyrir hinar heilögu ráðstafanir Krists og englanna, þá mundu þeir hraða sér að játa syndir sínar og hverfa frá þeim. Satan hagnýtir sér veikleika mannanna til þess að ná valdi á allri hugsun þeirra, og hann veit það að sé þessi veikleiki aukinn, þá vinnur hann (Satan) sigur. Þess vegna reynir hann sífelt að blekkja þá, er Kristi fylgja, með hinum hættulegu flækjum, sem þeim er ómögulegt að yfirstíga. En Jesús biður þeim líknar og réttir upp þeim til afsökunar, sínar særðu hendur og sinn lemstraða líkama, og hann segir við alla þá sem honum vilja fylgja: “Náð mín nægir þér”.22. Kor. 12 : 9. “Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því eg er hógvær og lítillátur af hjarta, og þá skuluð þár finna sálum yðar hvíld, því að mitt ok er indælt og mín byrði létt”.1Matt. 11 : 29, 30. Því skyldi enginn telja veikleika sinn ólæknandi; Guð gefur trúna og náðina til þess að yfirbuga veikleikann.DM 283.2

  Vér lifum nú á hinum mikla degi friðþægingarinnar. Þegar æðsti presturinn fórnfærði fyrir Ísraelslýð í eftir-líkingarathöfninni, urðu allir að beygja sálir sínar í auð-mjúkri syndajátningu og iðrun og lítillækka sig frammi fyrir Drotni, til þess að þeir yrðu ekki útskúfaðir. Á sama hátt verða allir þeir, sem vilja hafa nöfn sín á lífsins bók að auðmýkja sálir sínar á þessum náðardögum sem eftir eru, iðrast synda sinna og bæta ráð sitt frammi fyrir Guði með djúpri sorg. Þeir verða að vera einlægir, því rannsókn hjartnanna verður fram að fara hlífðarlaust. Andi léttúðarinnar og yfirdrepsskaparins, sem einkennir marga svokallaða kristna menn, verður að hverfa. Allir þeir, sem sigur vilja vinna á syndum og freistingum verða að heyja stríð í einlægni og hlífðarleysi við sjálfa sig. Undirbúningsverkið heyrir einstaklingnum til. Vér erum ekki frelsaðir í hópum. Hreinleiki og guðrækni eins frelsar ekki annan frá syndum hans. Þó allar þjóðir verði að mæta frammi fyrir dómstóli Guðs, þá rannsakar hann samt mál hvers eins út af fyrir sig, alveg laust við alla aðra. Allir verða að standast rannsóknina og þeir verða að vera flekklausir og hafa hvorki blett né hrukku.DM 284.1

  Hátíðlegar eru þær sýnir, sem fylgja síðustu verkum friðþægingarinnar. Þýðingarmiklir eru þeir dómar, sem þá eru feldir. Einmitt nú stendur yfir dómurinn í helgi-dómnum á himnum. Í mörg ár hefir þetta staðið yfir; innan skamms kemur að þeim sem lifandi eru, og enginn veit hve skamt þess er að bíða. Frammi fyrir almættis-augliti Guðs verða mál vor rannsökuð. Nú er það öllu öðru meira vert fyrir hverja einustu sál að fylgja aðvör-unum frelsarans, er þannig hljóða: “Gætið yðar; vakið og biðjið, því að þér vitið ekki hvenær tíminn er kominn”.2Markús 13 : 33. “Ef pú nú vakir ekki, mun eg koma eins og þjófur og þú munt alls ekki vita á hverri stundu eg kem yfir þig”.3Opinb. 3 : 3.DM 284.2

  Þegar starfi rannsóknardómsins er lokið, verða for-lög allra ákveðin til lífs eða til dauða. Náðartíminn endar stuttu áður en Drottinn birtist í skýjum himinsins. Kristur segir í Opinberunarbókinni, þegar hann á við þann tíma, sem hér ræðir um: “Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti og hinn saurugi saurgi sig áfram, og hinn réttláti stundi áfram réttlæti og hinn heilagi helgist áfram. Sjá eg kem skjótt og launin hefi eg með mér til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er”.1Opinb. 22 : 11, 12.DM 284.3

  Hinir réttlátu og hinir óguðlegu lifa enn á jörðinni, sem dauðlegir menn, þegar þetta fer fram. Menn eru að sá og byggja, eta og drekka, án þess að nokkur þeirra viti að hinn síðasti, óttalegi dómur hafi verið upp kveðinn í helgidómi himnanna. Áður en syndaflóðið kom, og eftir að Nói var kominn inn í örkina, lokaði Guð á eftir honum og lokaði hina óguðlegu úti; en í sjö daga vissi fólkið ekki að dómur þess hafði verið upp kveðinn og það hélt áfram í kæruleysi og gjálífi og gerði gys að hinum yfirvofandi dómi: “pannig”, segir frelsarinn, “mun verða tilkoma mannsins sonar”.2Matt 24 : 39. Þögull og að óvörum, eins og þjófur á nóttu, mun dagur Drottins koma, sem ákveður forlög hvers einasta manns; þá verður að síðustu náðardyrun-um lokað fyrir syndugum mönnum.DM 285.1

  “Vakið þess vegna .... að hann hitti yður ekki sof-andi er hann kemur skyndilega”.2Matt 24 : 39. Hættulegt er ásig-komulag þeirra, sem láta lokkast af ginningum heimsins og þreytast á að gæta sáluhjálpar sinnar. Þegar verzlun-armaðurinn er önnum kafinn í gróðafyrirtækjum; þegar hinn glaumgjarni sökkvir sér sem dýpst niður í munað þessa heims og hin glysgjarna kona skeytir engu öðru en því að skreyta sjálfa sig — einmitt þá má svo fara að dagur dómsins komi og dómari alls heimsins kveði upp úrskurð sinn á þessa leið: “pú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn”.3Dan. 5 : 27.DM 285.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents