Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Baráttan sem yfir vofir

    Frá upphafi hinnar miklu deilu á himnum hefir það verið áform hins illa að eyðileggja boðorð Guðs; það var í því skyni, sem hann hóf uppreist á móti skaparanum, og þrátt fyrir það, þótt hann væri útrekinn af himnum, þá hefir hann haldið áfram sömu árásum á jarðríki. Að blekkja menn og leiða þá þannig til afbrota gegn lög-máli Guðs, er sú stefna, sem hann hefir ávalt fylgt. Hvort sem þessu er komið til leiðar með því að kasta frá sér lögmálinu öllu í heild sinni eða með því að fótumtroða eitthvert atriði þess, þá verða afleiðingarnar þær sömu að síðustu. Hver sem “hrasar í einu atriði” lítilsvirðir þau öll; áhrif hans og eftirdæmi valda yfirtroðslum, hann verður “sekur við öll boðorðin”.1Jak. 2 : 10.DM 295.1

    Með því að freista til fyrirlitningar fyrir hinu guð-lega lögmáli, hefir óvinurinn afbakað kenningar biblíunn-ar, og hafa þannig villukenningar komist inn í trúarbrögð mörg þúsund manna, sem þykjast trúa ritningunni. Hin mikla síðasta deila milli sannleika og villu, er aðeins síð-asta atriði hinnar langvarandi baráttu viðvíkjandi lög-máli Guðs. Þennan baráttutíma erum vér nú að byrja — baráttutímann milli mannlegra lagaboða og fyrirskipana Drottins, milli biblíutrúarinnar og þeirrar trúar, sem er hégilja og fornsagnir.DM 295.2

    Öflin sem sameinast munu á móti sannleikanum og réttlætinu í þessari baráttu, eru þegar tekin til starfa. Guðs heilaga orð, sem til vor hefir komið með slíkum harmkvælum og blóði er einungis að litlu metið. Í biblí-una geta allir náð, en þeir eru fáir, sem viðurkenna hana, sem mælisnúru fyrir líferni sínu Trúleysi drotnar svo ógnum sætir, ekki að eins í hinu veraldlega, heldur einnig í kirkjunni. Margir eru farnir að neita þeim kenningum, sem eru aðalstoðir kristinnar trúar. Hinn mikli sann leikur um sköpunina, eins og hann er skýrður af hinum innblásnu höfundum; syndafallið, friðþægingin, endur lausnin og eilífleiki Guðs orðs í öllu þessu, er í raun réttri hafnað, annaðhvort að nokkru leyti eða öllu af miklum hluta hins svokallaða kristna heims. Þúsundir manna, sem stæra sig af því að þeir séu vitrir og óháðir, telja það veikleika merki að setja óbifandi traust á biblíuna. Þeir halda að það sé sönnun fyrir yfirburðum á viti og lær-dómi, að gera gys að ritningunni, og þykjast geta skýrt og skilið hin mest verðu sannleiksatriði. Margir prestar kenna söfnuðum sínum, og margir kennarar kenna læri-sveinum sínum þá villu, að lögmáli Guðs hafi verið breytt eða það hafi verið stytt og þeir, sem halda enn fast við hið heilaga orð, og telja það enn eins mikilsvert og áður, að því sé bókstaflega fylgt, eru taldir háðs og fyrirlitning-ar verðir.DM 295.3

    Þegar menn hafna sannleikanum, hafna þeir höfundi hans. Þegar þeir fótumtroða lögmál Guðs, neita þeir guðdómi löggjafans.DM 296.1

    Engin villukenning, sem fylgt er í hinum kristna heimi gegn valdi Guðs, er gagnstæðari heilbrigðri skyn-semi né hættulegri í áhrifum sínum, en sú nýja kenning, sem er óðum að útbreiðast, að Guðs lögmál sé ekki lengur bindandi fyrir menn. Hver þjóð á sín lög, sem heimta virðingu og hlýðni; engin stjórn gæti verið til án þeirra; er þá hægt að ímynda sér að skapari himins og jarðar hafi engin lög til þess að stjórna þeim verum, sem hann hefir skapað? Það væri miklu meiri samkvæmni í því fyrir þjóðirnar að afnema alla sína löggjöf, og leyfa fólk-inu að lifa og láta eins og það vill, en fyrir skapara himins og jarðar að afnema lögmál sitt og láta heiminn án fyrirmyndar, veita honum ekkert til þess að dæma eftir hina seku og réttlæta hina hlýðnu. Þegar mælikvarði réttlætisins er brott numinn, er opnaður vegur myrkra-höfðingjanum til þess að stofna ríki sitt á jörðinni.DM 296.2

    Hvar sem hinum guðlegu fyrirskipunum er hafnað, hættir syndin að líta út sem synd og réttlætið að verða æskilegt. Þeir sem neita að hlýðnast stjórn Guðs, eru með öllu óhæfir til þess að stjórna sjálfum sér. Með sínum hættulegu kenningum er andi óhlýðninnar gróður-settur í hjörtum barna og æskulýðs, sem eðlilega eru óþolinmóð þegar um það er að ræða að beygja sig undir stjórn; og löglaust, óstjórnlegt félagslíf leiðir af slíku. Um leið og fjöldinn hlær að trúgirni þeirra, sem hlýða fyrirskipunum Guðs, fylgir hann fúslega boðum hins illa; fólkið lætur eftir fýsnum sínum og fremur þær syndir, sem heiðingjunum var hegnt fyrir.DM 296.3

    Þeir sem koma fólki til þess að líta smáum augum á boðorð Guðs, sá óhlýðni, til þess að uppskeran verði óhlýðni. Sé því taumhaldi, sem hin guðlegu lög setja á menn slept með öllu, þá verða mannleg lög einnig lítils-virt innan skamms. Vegna þess að boðorð Guðs fyrirbjóða syndsamlegar athafnir, svo sem fjárdrátt, lýgi og svik, fótumtroða menn þau fúslega og skoða lögmál hans sem hindrun og fyrirstöðu veraldlegra gæða og hamingju; en ef þessum guðlegu skipunum væri kastað fyrir borð, yrðu afleiðingarnar alvarlegri en menn gjörðu sér grein fyrir. Ef lögin væru ekki bindandi, hvers vegna ættu menn þá að veigra sér við að brjóta þau ? Þá væri engin eign örugg lengur; þá tækju menn eignir náunga síns með ofbeldi, og sá yrði auðugastur, sem sterkastur væri. Jafnvel líf manna væri ekki óhult; hjónabandið hætti að vera heilagt vígi til þess að vernda heimilið. Sá sem kraftana hefði, gæti tekið konu náunga síns með valdi, ef honum svo sýndist; fimta boðorðið yrði fyrirlitið, eins og það fjórða. Börnin mundu ekki veigra sér við að taka líf foreldra sinna, ef þau gætu með því móti komið fram óhreinum hvötum hjarta síns. Hinn mentaði heimur yrði ekkert annað en ræningjabæli og manndrápara, og friður, ró og hamingja yrðu útlæg úr heiminum.DM 297.1

    Sú kenning, að maðurinn sé leystur frá hlýðni við Guð, hefir þegar veikt siðferðisþrekið, og opnað ójöfnuði leiðir inn í líferni mannanna. Lögleysa, ójöfnuður og spilling veltur yfir heiminn eins og hækkandi flóðalda.DM 297.2

    Ójöfnuðurinn og andlega myrkrið, sem átti sér stað á dögum hins rómverska veldis, voru óhjákvæmilegar af-leiðingar af því að ritningin var fótumtroðin. En hver er ástæðan fyrir hinu mikla trúleysi; óhlýðni við Guðs lög og þar af leiðandi spillingu á vorum dögum, þegar ljós náðarboðskaparins, virðist skína með allri sinni birtu og trúfrelsi? Þar sem óvinurinn getur nú ekki lengur haft heiminn á valdi sínu með því að dylja fyrir honum ritninguna, grípur hann til annara ráða, í því skyni að koma hinu sama til leiðar. Það að eyðileggja trúna á ritning-una er honum jafn kært og að eyðileggja ritninguna sjálfa. Með því að koma inn hjá mönnum þeirri trú, að lögmál Guðs sé ekki bindandi, afvegaleiðir hann eins mikið og leiðir til yfirtroðslu, eins og með því að halda mönnum í algerðri fávizku að því er ritninguna snertir.DM 297.3

    Vegna þess að andatrúin líkist allnákvæmlega kristni þessara tíma, hefir hún afarmikið afl til blekkingar og afvegaleiðslu. Sjálfur Djöfullinn tekur breytingum eftir því, sem tízkan krefst. Hann birtist í ljósengils líki; fyrir áhrif andatrúarinnar verða kraftaverk gerð, sjúkir verða læknaðir og mörg óneitanleg undur koma fram. Og vegna þess að andarnir þykjast trúa ritningunni og láta í Ijósi virðingu fyrir kirkjulegum stofnunum, munu menn skoða þessi verk sem vott um guðlegan kraft. Páfatrúarmenn, sem miklast af kraftaverkum, sem óskeik-ulu einkenni hinnar sönnu kirkju, munu blekkjast auð-veldlega af þessum krafti furðuverka, og mótmælendur afvegaleiðast einnig, þegar þeir hafa kastað frá sér verju sannleikans. Páfatrúarmenn, mótmælendur og verald-lega sinnaðir menn, munu jafnt viðurkenna guðdómseðlið án máttarins, og í þessari samsteypu munu þeir sjá stör-kostlega hreyfingu til þess að snúa heiminum, og þeir munu sjá hið langþráða þúsundáraríki koma með flug-hraða. Fyrir áhrif andatrúarinnar mun líta svo út, sem Djöfullinn sjálfur sé velunnari mannanna; að hann lækni sjúka og komi fram með fullkomnara og betra trúarkerfi; en á sama tíma veldur hann í raun réttri alls konar tjóni. Freistingar hans leiða fjölda manns til glötunar, valda óhófi, hrynda skynseminni af stóli; leiða til ofnautnar, skapa deilur og loksins blóðsúthellingar. Djöfullinn gleðst af stríði, því það æsir verstu tilhneigingar manns-sálarinnar og hryndir henni inn í eilífðina. saurgaðri á glæpum og löðrandi í blóði. Það er áform hans að æsa hverja þjóðina í stríð gegn annari; því þannig getur hann leitt hugi fólksins frá því að búa sig undir að mæta Guði á degi dómsins.DM 298.1

    Djöfullinn notar einnig eðlislögin, til þess að ná á sitt vald hinum óviðbúnu sálum. Hann hefir gaumgæfi-lega reiknað út leyndardómana í náttúrunni, og hann beitir öllum kröftum sínum til þess að stjórna náttúru-öflunum, að svo miklu leyti, sem Guð leyfir honum það. Þegar honum var liðið að kvelja Job, þá var hann (Job) sviftur öllu á svipstundu; hann misti fé sitt og eignir; þjónum hans og börnum var svift í burtu, og hver mótlætisaldan rak aðra, svo að segja á svipstundu. Það er Guð, sem verndar skepnur sínar og ver þær fyrir afli eyðileggjandans. En hinn kristni heimur hefir sýnt fyrir-litningu fyrir lögum Drottins, og Drottinn gjörir nákvæm-lega eins og hann hefir lýst yfir að hann muni gjöra. — Hann mun nema brott blessun sína af jarðríki og draga í hlé vörn og vernd sína frá þeim er gera uppreist á móti lögum hans og kenningum og þvinga aðra til þess að gjöra það sama. Djöfullinn stjórnar öllum þeim, sem Guð verndar ekki sérstaklega. Hann lætur sumum líða vel og veitir þeim auðæfi, til þess að koma fram áformum sínum, en hann hleður alls konar erfiðleikum á herðar annara og lætur menn trúa því að það sé Guð, sem hrjáir þá.DM 299.1

    Þegar hann birtist börnum mannanna, sem dýrðleg-ur læknir, er veiti þeim bót allra meina, flytur hann þeim í raun réttri alls konar drepsóttir og hörmungar, þangað til mannmargar borgir eru eyddar og allslausar. Jafnvel nú á vorum dögum er hann ekki iðjulaus. Djöfullinn er alstaðar að verki, þar sem slys vilja til og hörmungar eru á ferðum á sjó eða landi; alstaðar þar sem eldar brenna upp eignir manna, í fellibyljum og haglstormum, í óveðrum og vatnavöxtum, flóðum og jarðskjálftum; í öllu þessu er hann að verki og kemur því til leiðar á þús-und vegu. Djöfullinn sópar í burtu vaxandi korni af blómlegum ökrum og veldur þannig hörmungum og hung-urdauða. Hann fyllir loftið banvænum sóttkveikjum, sem valda drepsóttum og dauða. Þessar hörmungar munu verða tíðari og hræðilegri. Eyðilegging mun dynja yfir menn og skepnur. “Jörðin viknar og kiknar, heimur bliknar og kiknar, tignarmenni lýðsins á jörðu blikna.DM 299.2

    Jörðin vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni búa, því að þeir hafa brotið lögin, brjálað boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa”.1Jes. 24 : 4, 5.DM 300.1

    Og svo mun hinn mikli blekkjari telja mönnum trú um að þeir, sem þjóna Guði, valdi öllu þessu böli. Þeir sem sjálfir hafa verið valdið að allri vanþóknun Drottins, munu kenna alla klæki sína þeim, er með hlýðni sinni við Guð, eru stöðugir ákærendur hinna brotlegu. Því mun verða haldið fram, að menn móðgi Guð með því að brjóta sunnudagshelgina, að þetta sé synd, sem hafi í för með sér hörmung, sem ekki linni fyr en farið sé að halda heilagan sunnudaginn og því sé framfylgt með valdi, og að þeir, sem halda fram fjórða boðorðinu og þannig eyðileggi helgi sunnudagsins, séu óróamenn, sem hindri það að fólkið komist aftur í náð hjá Guði og öðlist veraldleg gæði.DM 300.2

    Kraftaverk andatrúarmannanna munu verða til þess að hafa áhrif gegn þeim, sem vilja fremur þóknast Guði en mönnum. Andarnir verða látnir kunngjöra að Guð hafi sent þá til þess að sannfæra þá, er afneiti sunnudeg-inum, um misskilning þeirra og halda því fram að hlýða skuli lögum landsins eins og lögum Guðs. Þeir munu harma hina miklu spillingu heimsins og staðfesta vitnis-burð trúarbragðakennaranna, er halda því fram að sið-ferðisleysið stafi af því, að horfið var frá sunnudagshelg-inni. Gremjan verður afar mikil gegn þeim, sem ekki vilja viðurkenna þessa vitnisburði.DM 300.3

    Stefna hins illa í hinni síðustu deilu við þjóna Guðs, er hin sama, sem hann hafði þegar hann hóf uppreistina á himnum. Hann þóttist vera að styrkja og styðja hina guðlegu stjórn, einmitt þegar hann í laumi var að neyta allra bragða til þess að eyðileggja hana; og einmitt það athæfi, sem hann framdi sjálfur, kendi hann þeim engl-um, sem trúir voru Guði sínum. Sama blekkingar stefnan hefir éinkent rómversku kirkjuna. Hún hefir þózt koma fram sem útbreiðslustofnun Guðs ríkis, þar sem hún í raun réttri hefir reynt að upphefja sjálfa sig yfir Guð og breyta lögmáli hans. Samkvæmt rómverskum lögum voru þeir bannsungnir, sem illræðismenn, er trúir reynd-ust sannfæring sinni og kenningum náðarboðskaparins; því var lýst yfir, að þeir væru í samfélagi við hinn illa, og öll möguleg ráð voru upphugsuð til þess að fá sök á hendur þeim, til þess að láta fólkið skoða þá sem afbrota-menn, og jafnvel var reynt að koma þeim sjálfum til þess að trúa því að svo væri. Þegar Djöfullinn reynir að eyði-leggja þá, sem hlýðnast boðorðum Guðs, lætur hann kæra þá sem lögbrotsmenn; sem menn er vanvirði Guð og leiði dóm yfir heiminn.DM 300.4

    Guð neyðir aldrei mennina móti vilja þeirra eða sann-færingu, en stefna hins illa er að þvinga menn með harð-ýðgi, þegar hann getur ekki náð þeim á vald sitt með öðru móti. Með ótta eða ofbeldi reynir hann að ná yfir-ráðum yfir samvizku manna og ná henni á sitt vald. Til þess að koma þessu til vegar beitir hann bæði kirkjulegu og veraldlegu valdi með því að láta grípa til veraldlegrar lagaþvingunar til þess að kúga til hlýðni við mannleg lög, þvert ofan í Guðs lög.DM 303.1

    Þeir sem halda helgan hvíldardag ritningarinnar verða úthrópaðir, sem óvinir laga og skipulags; sem menn er brjóti niður siðferðis-og félagsreglur, valdi stjórnleysi og spillingu og valdi reiði Guðs yfir heiminum. Trúar-sannfæring þeirra verður kallaður þrái, sérvizka og mót-staða við stjórnarvöldin. Prestar sem neita því að skylda bindi menn til þess að halda hið heilaga lögmál, munu flytja frá ræðustólum þá kenningu, að menn eigi að beygja sig undir veraldleg völd, eins og þau væru skipuð af Guði. Í þinghúsum og réttarsölum munu þeir, sem boð-orðin halda, verða fordæmdir, og alt lagt út fyrir þeim á verra veg. Orð þeirra verða rangfærð; þeim verða ætlað-ar og tileinkaðar hinar verstu hvatir. Þegar mótmælend-ur hafna hinum skýru, biblíulegu röksemdum lögmáli Guðs til varnar, fýsir þá að synja þeim máls, er þeir geta ekki mótmælt með biblíunni sjálfri. Þótt þeir blindi sín eigin augu fyrir því sem rétt er, hafa þeir nú valið sér stefnu, sem hlýtur að leiða til ofsókna gegn þeim, er af-segja að fylgja hinum svokallaða kristna heimi, og viður-kenna staðhæfingar páfadómsins um helgihald sunnu-dagsins.DM 303.2

    Leiðtogar kirkju og ríkis munu taka saman höndum til þess að múta, telja hughvarf, og þvinga alla flokka til þess að halda helgan sunnudaginn. Ofbeldisfull lagaboð munu koma því til leiðar að hið guðlega vald hverfur. Stjórnmálaspilling nemur brott réttlætisþrána og virð-ingu fyrir sannleikanum. Og jafnvel í hinum frjálsu Bandaríkjum láta stjórnendur og löggjafar tilleiðast að fylgja hinum almennu kröfum um sunnudagshelgina; þeir gera það í því skyni að ávinna sér lýðhylli.DM 303.3

    Samvizkufrelsi, sem unnist hefir með svo miklum fórnfæringum, verður ekki framar í metum haft. Í hinni nálægu baráttu munum vér sjá uppfyllast orð spámanns-ins, er hann segir: “Og drekinn reiddist konunni og fór burt til þess að heyja stríð við hina aðra afkomendur hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú Krists.”1Opinb. 12 : 17.DM 304.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents