Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Siðabótin í öðrum löndum

    Siðabótin var ekki einungis bundin við störf Luthers; ekki var hún heldur svo takmörkuð að hún næði ekki út fyrir landamæri Þýzkalands. Þegar aðgangur hafði ver-ið opnaður fólkinu að biblíunni, þá breiddust hinar marg-víslegu kenningar hennar út um öll lönd í Evrópu. Sumar þjóðir tóku boðskap hennar með djúpri gleði, eins og send-ingu frá himnum ofan; annarsstaðar hepnaðist páfaveld inu að miklu leyti að hindra útbreiðslu hennar, og var þar þekkingarljós manna á Guðs orði svo að segja með öllu útilokað, með allri sinni blessun.DM 161.1

    Fáeinum vikurn eftir að Lúter fæddist í námu-mannskofa á Saxlandi, fæddist barn í hjarðmanns kofa í Alpafjöllunum; það var piltur og nefndur Ulrik Zwingli; var hann til þess útvalinn að koma á siðabótahreyfing-unni í Svisslandi. Það var með hann eins og Lúter að þegar hann var ungur maður varð hann prestur í róm-versku kirkjunni; en hann lagði alla krafta sína fram til þess að komast að hinum réttu sannindum Guðs orðs, því hann vissi það vel að sá sem trúað er fyrir hjörð Drottins, verður að hafa mikla þekkingu. 1Wylie, 8. bók, 5. kap. Fyrst byrjaði hann kenningu sína í Einsiedeln og síðar í Zurich og hélt því fram að Guðs orð væri hin eina regla og mælisnúra fyrir trú vorri, líferni og framferði, og það væri eitt óskeikult. Sömuleiðis að fórnardauði Krists væri hin eina fullkomna fórn. Bráðlega mætti hann mikilli mót-stöðu, en verk hans og samverkamanna hans komu starf-inu í mikla hreyfingu í Svisslandi.DM 161.2

    Áður en nafn Lúters þektist á Frakklandi sem siðabótamanns, hafði þegar runnið upp dagsbrún hins mikla starfs. Einn hinna fyrstu manna, sem það ljós sá, var hinn aldurhnigni maður Lefevre, sem var kennari við há~ skólann í Paris. Hann byrjaði að kenna lærisveinum sín-um biblíuskýringar og hlustuðu sumir þeirra á kenningar hans rneð mikilli gaumgæfni. Eftir hann látinn héldu lærisveinar hans kenningunni áfram. Einn þeirra manna var William Farel. Hann var háttsettur í kirkjunni; biskup í Meaux, samstarfsmaður siðabótarpostulanna, og náðu kenningar hans um náðarboðskapinn hylli manna úr öllum áttum og af öllum flokkum; bændur og verka-menn þýddust þær; höfðingjar og tiginbornir menn einnig.DM 161.3

    Systir Franz konungs I., sem þá var stjórnandi á Frakklandi, tók mótmælenda trú. Konungurinn sjálfur, og drotningin, móðir hans, virtust um tíma vera kenningunni hliðholl og vöknuðu þegar vonir í brjósti siðabóta-mannanna um það að Frakkland mundi verða griðland fagnaðarerindisins. En vonir þeirra rættust ekki í því efni. Voðalegar ofsóknir og skelfingar biðu lærisveina Krists á Frakklandi. Svo öldum skifti börðust sannleikurinn og villukenningarnar um yfirráðin. Hugrakkir menn kröfð-ust fullkomins kenningafrelsis og geislar sannleikans og trúarhitans dreifðust út frá Meaux í allar áttir. Margir báru vitni sannleikanum um leið og þeir létu líf sitt á bál-inu. Þegar þessir trúföstu, kristnu píslarvottar töluð í fyrir mönnum, rétt áður en þeir létu lífið, heyrðu þá þús-undir manna, sem aldrei höfðu heyrt gleðiboðskapinn fyr. Að lokum sigraði þó ranglætið og hinn himneski sannleik-ur var útskúfaður með öllu.DM 162.1

    Þjóðin hlaut óheilla uppskeru af því sem hún hafði sáð. Andi Guðs yfirgaf þá þjóð, sem fyrirlitið hafði náð-argjafir hans og miskunnsemi. Hörmungarnar fengu yfirhönd og allur heimurinn sá árangurinn af því að úti-loka vísvitandi ljós sannleikans. Stríðið á móti Guðs orði, sem stóð yfir á Frakklandi um margar aldir, endaði með hinni voðalegu stjórnarbyltingu árið 1793.DM 162.2

    Kenningar Lúters féllu í frjóan jarðveg á Hollandi og trúfastir postular risu þar upp til þess að pré-dika náðarboðskapinn. Frá einu fylki í Hollandi kom Menno Simons fram sem prédikari; hafði hann verið prestvígður. Lestur biblíunnar og rit Lúters höfðu haft þau áhrif á hann að hann gekk undir merki siðabótakenn-inganna. í tuttugu og fimm ár ferðaðist hann ásamt konu sinni og börnum og varð að þola alls konar basl og bágindi; auk þess sem hann komst oft í hinn mesta lífsháska.DM 162.3

    Hvergi var siðabótakenmngunum betur tekið en á Hollandi, og samt urðu kenningar hennar óvíða fyrir skelfilegri ofsóknum en einmitt þar. Að lesa biblí-una, að hlusta á hana eða prédika úr henni, eða jafnvei að tala um hana, varðaði dauðadómi. Að biðja til Guðs í einrúmi, að neita því að falla fram fyrir skurðgoðum, eða að syngja sálm var einnig dauðasök. Þúsundir manna voru þannig liflátnar á stjórnartíð Karls V. og Filippusar II.DM 165.1

    En eftir því sem æði og ofsi þeirra, sem ofsóttu krist-indóminn óx og magnaðist, eftir því voru siðabótamenn-irnir og píslarvottarnir einbeittari. Það voru ekki ein-ungis hraustir karlmenn, heldur einnig veiklaðar konur og ístöðulitlar stúlkur, sem komu fram eins og sannar hetjur með óbilandi kjarki og hugrekki. Eins og á þeim dögum þegar heiðindómurinn reyndi að gjöreyða kristindómin-um, eins var það nú að því leyti að blóð hinna kristnu píslarvotta varð að sæði, sem bar margfaldan ávöxt. Loksins kom þar að trúarbragðafrelsi fékst á Skotlandi, fyrir aðgerðir hins göfuga stjórnanda Vilhjálms af Oraníu.DM 165.2

    Í Piedmont fjöllunum; uppi á frakknesku hásléttun-um og á ströndunum á Hollandi steig andi siðabótarinnar áfram stórum skrefum fyrir áhrif þess blóðs, sem hennar vegna var úthelt. En í löndunum þar norður af átti siða-bótin friðsamari viðtökum að fagna. Þegar námsmenn frá Wittenberg komu heim til sín aftur, fluttu þeir siða-bótakenningarnar til Norðurlanda. Rit Lúters breiddu einnig út ljós þekkingarinnar. Hinar óbrotnu, harðfengu þjóðir á Norðurlöndum, létu af þeim siðum er spillingu og ólifnað höfðu í för með sér; þeim siðum, sem voru undir áhrifum hins ólöglega lífernis og hjátrúar rómversku kirkjunnar; þessar þjóðir tóku fegins hendi móti hinum hreinu og óbrotnu kenningum guðspjallanna. Þeim féllu vel í geð hinar lífgandi og skiljanlegu kenningar hinnar sönnu trúar.DM 165.3

    Tausen, siðabótapostulinn mikli í Danmörku var bóndasonur. Hann fór til Köln til þess að mentast, og var þar einn sterkasti staður rómversku kirkjunnar. Hann varð þar brátt óánægður yfir þeirri þoku og óskilj-anleik, sem hvíldi yfir öllu kennjngakerfi lærðu mann-anna. Hann náði í rit Lúters og las þau með djúpri hugs-un og einlægri athygli. Svo mikið fanst honum um þessi rit að hann afréð að fara til hins þýzka siðabótamanns og læra beinlínis af honum. Innan skamms tíma var hann orðinn einn af nemendum við háskólann í Wittenberg. Þegar hann kom aftur til Danmerkur prédikaði hann Krist, sem hina einu sáluhjálp syndugra manna.DM 165.4

    Tilraunir páfafulltrúanna til þess að reyna að koma í veg fyrir kenningar hans, urðu einmitt til þess að út-breiða þær, og áður en langt leið lýsti danska þjóðin því yfir að hún tæki siðabóta trúna.DM 166.1

    Í Svíþjóð komu einnig fram ungir menn, sem staðið höfðu við uppsprettulindirnar í Wittenberg og fluttu lífs-ins vatn til samlanda sinna. Tveir hinna svensku siða-bótamanna nutu beinnar kenslu hjá Lúter sjálfum og Melankton; þeir hétu Olaf ur og Lárentius Petri. Og þann sannleik sem þeir lærðu létu þeir sér ant um að kenna og útbreiða. Olafur Petri varði með mikilli mælsku og þekk-ingu kenningar siðabótarinnar gegn páfanum, frammi fyrir konunginum og leiðandi stórmennum þjóðarinnar. Árangurinn af þeirri kappræðu varð sá að Svía konungur tók mótmælenda trú og skömmu síðar lýsti þjóðþingið því yfir að þjóðin skyldi vera mótmælendatrúar. Svíþjóð var nú orðin öruggasta vígi siðabótarinnar.DM 166.2

    Lúter hafði opnað biblíuna fyrir þýzku þjóðinni, en á sama tíma hóf Tyndale það starf á Englandi. Biblía Wycliffes hafði verið þýdd af latínu og voru í henni marg-ar villur. Hún hafði aldrei verið prentuð og kostnaðurinn að skrifa hana upp var svo mikill að engir gátu keypt afrit af henni nema stórmenni og auðmenn; og með því að þessi biblía var undir ströngu eftirliti kirkjunnar, var hún tiltölulega mjög óvíða. Árið 1516, ári áður en mótmæl-endasetningar Lúters birtust, hafði Erasmus gefið út sínar grísku og latnesku þýðingar af nýja testamentinu. Nú var Guðs orð í fyrsta skifti í sögunni prentað á sínu upphaflega máli. Í þessum bókum voru margar fyrri villur leiðréttar, og var biblían yfir höfuð gerð miklu auð-skildari. Nú sáu margir lærðir menn Guðs orð í nýju ljósi, og varð þetta til þess að gefa siðabótinni byr undir báða vængi. En alþýðunni var enn að mestu leyti fyrir-munað að lesa orð Drottins. Tyndale varð til þess að fullkomna verk Wycliffes; hann þýddi biblíuna á tungu þjóðar sinnar. Hann var mesti lærdómsmaður; ákafur leitarmaður eftir sannleikanum; hann hafði lesið biblíuna á grísku eftir Erasmus. Hann prédikaði hiklaust sann-færing sína og krafðist þess að allar kenningar skyldu byggjast á biblíunni sjálfri. Páfinn hélt því fram að biblían væri undir kirkjuna gefin, þar sem kirkjan væri móðir biblíunnar, og gæti því kirkjan ein skýrt hana. Þessu svaraði Tyndale þannig: “Vitið þér hver kendi gamminum að finna bráð sína? Ef svo er, þá vitið það einnig að hinn sanni Guð kendi sínum hungruðu börnum að finna föður sinn í orði hans. Svo langt er frá því að þér hafið gefið oss biblíuna að þér hafið öllu heldur dulið fyrir oss sannleika hennar. Það eruð þér sem brennið þá, er sannleikann kenna; og ef þér gætuð munduð þér einnig brenna biblíuna sjálfa”. 1D’Aubigné, 18. bók, 4. kap. DM 166.3

    Mikla eftirtekt vakti prédikun og kenning Tyndales, og margir snerust til sannrar trúar. En prestarnir voru ekki aðgerðalausir, og jafnskjótt og hann fór reyndu þeir að eyðileggja verk hans og áhrif, bæði með hótunum og blekkingum. Því miður hepnaðist þeim þetta, of oft: “Hvað á nú að gera? “ sagði hann. “Á meðan eg sái á einum stað, eyðileggur óvinurinn akurinn um leið og eg yfirgef hann. Eg get ekki verið alstaðar. Eg vildi bara að Guð gæfi að þjóðin ætti biblíuna á sínu eigin máli; þá gæti hún af sjálfsdáðum staðist villukennendurna. Án biblíunnar er það ómögulegt að kenna fólkinu sannleikann varanlega”. 1D’Aubigné, 18. bók, 4. kap. DM 167.1

    Nú fékk hann nýtt áform. “Það var á máli Ísraels-manna”, sagði hann, “sem sálmarnir voru sungnir í musteri Jehova, og ætti þá ekki náðarboðskapurinn að vera fluttur á ensku í voru landi? Ætti kirkjan að vera fátækari af ljósi um hádegi tilveru sinnar en um dögun? Kristnir menn verða að lesa biblíuna á sínu eigin móður-máli”. Hinir lærðu kennendur kirkjunnar voru skiftir að skoðunum sín á meðal. Aðeins með ljósi biblíunnar gátu þeir komist að réttri niðurstöðu: “Einn fer eftir kenningum þessa og annar eftir hins. Þessir höfundar mótmæla hverir öðrum. Er oss það þá mögulegt að dæma um hver fer með sannleika og hver ekki?.... Hvernig? .... Vissulega með Guðs orði”. 1D’Aubigné, 18. bók, 4. kap. DM 167.2

    Nú var hann ákveðinn í því að þýða nýja testamentið á ensku, til þess að þjóðin gæti lesið það á sinni eigin tungu. Og hann tók til starfa umsvifalaust. Hann var ofsóttur og varð að flýja heimkynni sitt; fór hann þá til Lundúnaborgar og hélt þar áfram starfi sínu í næði um alllangan tíma. En einnig þar var hann ofsóttur af heift-aræði páfaflokksins og það svo að hann varð að flýja á ný. Nú virtist sem hann væri útskúfaður á öllu Englandi og ákvað hann því að leita hælis í Þýzkalandi. Þar byrjaði hann að láta prenta nýja testamentið. Tvisvar sinnum varð verkið að hætta vegna þess að prentun var forboðin; en þegar prentun var bönnuð í einum staðnum fór hann til annars. Loksins komst hann til Worms, þar sem Lúter hafði fyrir fáum árum varið sannleika náðarboð-skaparins frammi fyrir ríkisþinginu. Það var forn bær, og voru þar fjölda margir vinir siðabótarinnar. Þar hélt Tyndale áfram verki sínu hindrunarlaust. Brátt voru fullprentuð 3000 eintök af nýja testamentinu, og svo vel gekk það ut að það var endurprentað áður en árið var liðið.DM 168.1

    Tyndale var svikinn í hendur óvina sinna, og var um eitt skeið í fangelsi í marga mánuði. Loksins varð hann að líða píslarvættisdauða og vitnaði hann um sannleiks-gildi trúar sinnar á dánardægri. En vopnin sem hann eftir lét hafa gert mörgum hermönnum Drottins það mögulegt að berjast fyrir málefni hans, og enn þann dag í dag eru þau vopn notuð með beztum árangri.DM 168.2

    Latimer hélt því fram á ræðustóli að biblían ætti að vera prédikuð fólkinu á þess eigin tungu. Barnes og Frith, sem voru trúfastir vinir Tyndals, risu nú upp til þess að vernda sannleikann. Á eftir þeim komu Ridley og Cramner. Þessir ensku siðabótamenn voru háment-aðir, og flestir höfðu þeir verið í miklu áliti hjá róm-versku kirkjunni fyrir guðrækni og þekkingu. Mótstaða þeirra gegn páfatrúnni orsakaðist af því að þeir sann-færðust um villukenningar páfans. Þegar þeir kyntust leyndardómum Babýlonar, urðu þeir enn þá ákveðnari í mótstöðu sinni.DM 168.3

    Aðal kjarni kenninga þessara manna var óskeikul-leiki ritningarinnar, sem algildrar mælisnúru fyrir breytni og líferni manna. Þetta var sama kenningin sem þeir höfðu flutt Valdensarnir, Wycliffe, Lúter, Zwingle og aðr-ir samkennendur þeirra. Þeir neituðu rétti páfanna, kirkju-þinganna, kirkjufeðranna og konunganna til þess að ráða yfir trúfrelsi og samvizkum manna. Biblían var það, sem þeir reiddu sig á, og samkvæmt kenningum hennar próf-uðu þeir allar fyrirskipanir og staðhæfingar. Trúin á Guð og hans heilaga orð var styrkur þessara helgu manna, þegar þeir létu líf sitt sem píslarvottar fyrir sannleikann. “Verið hugrakkir”, sagði Latimer við þá, sem dæmdir voru ásamt honum til píslarvættisdauða, rétt um það leyti sem þeir voru að missa lífið í bálinu. “Í dag kveikjum vér það bál, fyrir náð og miskunsemi Drottins, sem aldrei sloknar á Englandi”. 1Verk Hugh Latimere, 1. bindi, 13. bls. (útg.: “Parker Society”). DM 169.1

    Á Skotlandi var aldrei með öllu bælt niður það siða-bótastarf, sem þeir höfðu byrjað, Columba og sam-starfsmenn hans. Hundruðum ára eftir að ensku kirkj-urnar beygðu sig undir vald Rómaborgar, héldu skozku kirkjurnar sjálfstæði sínu. Samt sem áður náði páfa-kirkjan sér þar niðri á tólftu öld og í engu landi lét hún eins grimmilega kenna á járngreipum sínum og þar. Hvergi var myrkrið meira. Samt sem áður skein þar ljós í myrkrinu, og boðaði dagkomu. Lollardar hétu þeir, sem komu þangað frá Englandi með biblíuna og kenningar Wycliffes, og unnu þeir mikið að því að halda við hinni réttu trú; þar voru menn líflátnir sem píslarvottar á hverri öld.DM 169.2

    Þegar hin mikla siðabót hófst komu fram rit Lúters og síðan nýja testamenti Tyndals. Án þess að rómversku kirkjuvöldin veittu því eftirtekt komust þessi rit út um öll lönd; hvorki fjöll né torfærur hindruðu þau. Þessi rit voru eins og blástur að földum neista, sem nú logaði upp og lýsti og vermdi á Skotlandi og upprætti þannig verk þau, sem rómverska kirkjan hafði gert í síðastliðnar fjórar aldir, með ofbeldi sínu og harðstjórn. Og blóð píslarvottanna veitti hreyfingunni nýtt afl. Páfaleiðtogarnir vöknuðu við vondan draum, þegar þeir sáu hver hætta var á ferðum, og létu nú kæra, rannsaka og lífláta suma hina göfugustu sona Skotlands. Það var rétt eins og þessir píslarvottar hefðu reist upp altari þar sem þeir prédikuðu frá deyjandi, svo hátt og snjalt að um alt land heyrðist; og djúp tilfinning gagntók sálir manna, sem veitti þeim þrek til heilagra og staðfastra áforma; þeir strengdu þess heilagt heit að kasta af sér oki rómversku kirkjunnar.DM 169.3

    Hamilton og Wishart, sem báðir voru hinir hugrökk-ustu menn og fyrirmynd að öllu leyti og af háum ættum, voru líflátnir af ofsóknarmönnum og margir aðrir sam-hliða þeim. En upp af bálkesti Wisharts reis sá, er hærra talaði en svo að rödd hans yrði kæfð; hann átti að slá rothöggið í höfuð páfaveldisins á Skotlandi.DM 170.1

    Þetta var John Knox. Hann hafði snúið frá hinum leyndardómsfullu kenningum kirkjunnar og siðum hennar og leitað sálu sinni svölunar í hinu sanna orði Guðs. Kenningar Wisharts höfðu gert hann ákveðinn í því að yfir-gefa rómversku kirkjuna með öllu og ganga í lið með hinum ofsóttu mótmælendum.DM 170.2

    Félagar hans margbeiddu hann að takast á hendur prestsembætti, en hann veigraði sér við þeirri ábyrgð sem því fylgdi, og var það ekki fyr en hann hafði skoðað huga sinn í einrúmi svo mörgum dögum skifti að hann lét til leiðast og varð við bón þeirra. En þegar hann loksins hafði tekist það starf á hendur, ruddist hann áfram með ósigrandi staðfestu og hiklausum kjarki á meðan honum entist aldur til. Píslarvættis brennurnar, sem blossuðu umhverfis hann urðu aðeins til þess að hvetja hann til ennþá öflugri mótstöðu og veita verkum hans enn þá meiri áhrif.DM 170.3

    Þegar hann stóð augliti til auglitis við drotninguna á Skotlandi bar John Knox óbifandi vitnisburð sannleika Drottins, og hafði þó mörgum djörfum siðabótamanni fall-ist hugur þegar hann mætti henni. Knox varð hvorki numinn frá sannfæring sinni með smjaðuryrðum og blíð-mælum, né hótunum og hörkubrögðum. Drotningin ákærði hann um trúvillu; hún hélt því fram að hann hefði eggjað fólkið á að taka trú, sem fyrirboðin væri af ríkinu og lögum landsins; hefði hann þannig brotið bæði Guðs og manna lög og hindrað þegna ríkisins frá því að hlýða stjórnendunum. Þessu svaraði Knox þannig:DM 170.4

    “Með því að rétt trúarbrögð eiga ekki uppruna sinn að rekja til veraldlegra yfirvalda né stjórnenda, heldur frá Guði almáttugum einum saman, þá eru þegnarnir ekki skyldugir að binda trúarbragða skoðanir sínar við fyrir-skipanir þeirra. Því það er sannleikur sem hægt er að sýna að einmitt stjórnendurnir eru oft ófróðastir í mál-efnum hinna sönnu trúarbragða Guðs. Ef alt sæði Abrahams hefði haft trú Faraós, hvar væru þá trúarbrögð heimsins þann dag í dag? Viljið þér segja mér það frú mín góð? Af þessu getið þér séð það, kæra drotning, að þegnarnir eiga ekki ávalt að fylgja þeirri trú, sem yfir-völdin skipa þeim að fylgja, þótt þeir í öðrum efnum eigi að hlýða þeim, þar sem um veraldleg lög er að ræða”.DM 171.1

    Maria drotning svaraði og sagði: “Þér þýðið kenningar ritningarinnar á einn veg og hinir rómversku klerk-ar þýða þær á annan veg; hvorum á eg að trúa og hvora á eg að dæma? “DM 171.2

    “Þér eigið að trúa Guði”, svaraði siðabótamaðurinn. “Hann talar skýrt og skiljanlega í orði sínu; og þegar um eitthvað er að ræða, sem Guðs orð minnist ekki á, skuluð þér hvorugum trúa. Guðs orð er auðskilið og greinilegt; og sé um nokkum dulleik að ræða á nokkrum stað, þá skýrir heilagur andi það þeim mun betur á öðrum stöðum, og hann er aldrei ósamkvæmur sjálfum sér. Þess vegna getur ekki verið um neitt að villast nema fyrir þeim sem gera það af ásettu ráði og þrákelkni að halda áfram í fá-vizkunni”. 1Laing, “Verk John Knox”, 2. bindi, 281. bls., útgefið 1895. DM 171.3

    Þannig fórust hinum hugrakka siðabótamanni orð, þar sem hann svo að segja horfðist í augu við dauðann frammi fyrir sjálfri drotningunni, og með þessum óbil-andi kjarki hélt hann fast við skoðun sína og barðist bar-áttu hins góða málefnis með stöðugu bænahaldi, þangað til Skotland var frelsað frá páfavaldmu.DM 171.4

    Á Englandi var það þannig að þegar því var lýst yfir að ríkiskirkjan skyldi vera mótmælendakirkja, þá mink-uðu ofsóknirnar, en þær lögðust þó ekki niður. Margar af kenningum rómversku kirkjunnar höfðu verið for-dæmdar, en allmargar reglur hennar voru látnar í friði og þeim haldið við. Óskeikulleik páfans var hafnað, en í hans stað var konungurinn gerður að hinum æðsta manni kirkjunnar. í kirkjunni var enn þá langt frá því að fylgt væri hinu einfalda og óbreytta eðli hins sanna náðarboð-skapar. Hinn mikli grundvöllur fullkomins trúarfrelsis hafði enn ekki skilist til fulls. Réttur hvers einasta manns til þess að tilbiðja Guð sinn samkvæmt eigin sam-vizku var enn ekki viðurkendur. Allir urðu að viðurkenna það sem ríkiskirkjan fyrirskipaði og kendi, bæði í trúar-játningu og tilbeiðslu aðferð. Þeir sem frá því breyttu urðu að sæta ofsóknum að meira eða minna leyti í mörg hundruð ár.DM 171.5

    En svo var það nú eins og það hafði verið á dögum postulanna, að ofsóknirnar urðu til þess að útbreiða gleði-boðskapinn.DM 172.1

    Í hinni viðurstyggilegustu myrkvastofu, innan um alls konar illgerðarmenn, fanst John Bunyan, eins og hann drykki svalandi veigar frá sjálfum uppsprettum himn-anna, og þar skrifaði hann sína dásamlegu sögu “För pílagrímsins frá landi eyðileggingarinnar til hins himn-eska hásætis”. í meira en tvö hundruð ár hefir rödd hans talað hátt og hvelt frá Bedford myrkvastofunni og veitt hjörtum mannanna þrek og starfskrafta. “För pílagríms-ins” eftir Bunyan og “Yfirfljótanleg náð gagnvart stór-syndurum” hafa vísað mörgum leið á veg lífsins.DM 172.2

    Á seytjándu öldinni voru þúsundir presta reknir frá embættum sínum. Fólkinu var forboðið að sækja nokkr-ar trúarbragðasamkomur nema þær, sem viðurkendar væru af hinni lögskipuðu kirkju, og voru viðlagðar píslir og háar sektir, fangelsi og útlegð ef frá væri vikið. Fólkið var ofsótt, því var misþyrmt og það var smánað á allan hugsanlegan hátt, og ekkert var að sjá fram undan nema sömu ofsóknirnarnar og sömu skelfingarnar. Loksins flýðu sumir frá Englandi og leituðu friðsemi og næðis á ströndum hins hollenzka þjóðríkis.DM 172.3

    Mitt í ofsóknum og erfiðleikum var fólkið trúfast og óhikandi. Það treysti loforðum Drottins og hann brást því ekki á tímum hörmunganna. Englar hans voru mitt á meðal þess því til hughreystingar og styrktar. Og þeg-ar Guðs fingur virtist benda út yfir Atlanzhafið á land, par sem það gæti myndað sér sitt eigið ríki og búið börnum sínum dýrðlega arfleifð frjálsrar trúar, tók það sig upp hiklaust og fylgdi vegum forsjónarinnar.DM 172.4

    Þessir menn voru nefndir hreintrúaðir menn (Puritans); höfðu þeir gengið í heilagt safnaðar samband, sem frjálst fólk frelsara síns, til þess að breyta í öllu eftir líferni hans og lífa saman eftir því sem hann opinberaði þeim að rétt væri. Þetta fólk var gagntekið af sönnum siðabóta-anda, sem er grundvöllur mótmælendatrúarinn-ar. Með þetta takmark í huga lagði þetta fólk af stað frá Hollandi, til þess að leita sér heimkynnis í Norður Ameríku — hinum nýja heimi.DM 173.1

    Þegar tíðindin bárust til ýmsra landa í Evrópu um land, þar sem öllum væri frjálst að njóta ávaxta af eigin verkum og hlýða röddum eigin samvizku, þá streymdu þúsundir manna til hins nýja heims. Nýlendum fjölgaði óðum. Massachusette samþykti sérstök lög, þar sem allir voru boðnir og velkomnir og öllum var veitt aðstoð af al-manna fé, ef þeir voru kristnir menn, frá hvaða landi sem þeir komu til þess að flýja ófrelsi, stríð eða hungurdauða eða ofsóknir andstæðinga sinna. Þannig voru hinir of-sóttu og undirokuðu með lögum boðnir velkomnir gestir ríkisins. 1Martyn 5. bindi, 17. bls. DM 173.2

    Innan tuttugu ára frá því að hinir fyrstu innflytj-endur lentu við Plymouth, höfðu þúsundir pílagríma sezt að í Nýja Englandi. Af þessum útlögum var lagður grundvöllurinn að borgaralegu og trúarlegu frelsi, sem verið hefir ávalt síðan hin mesta frægð hinnar amerísku þjóðar.DM 173.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents