Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Siðabótin heldur áfram á þýzkalandi

    Hið óskiljanlega hvarf Lúters fékk mönnum mik-illa áhyggja um alt þýzkaland. Alstaðar var spurst fyrir um hann; alls konar sögur komust á gang og sumir héldu að hann hefði verið myrtur. Menn voru mjög áhyggju-fullir út af þessu; ekki einungis nánustu vinir hans, held-ur einnig þúsundir annara manna, sem ekki höfðu opin-berlega skipað sér undir merki siðbótarinnar. Margir voru þeir sem sóru þess dýran eið að þeir skyldu hefna Lúters, ef hann hefði verið ráðinn af dögum, eins og þeir töldu víst að væri.DM 138.1

    Rómversku leiðtogarnir sáu það sér til mikillar skelfingar hversu tilfinning þjóðarinnar var orðin æst gegn þeim. Þótt þeir gleddust í fyrstu yfir því að Lúter mundi vera líflátinn, þá þorðu þeir ekki annað innan skamms en að fara í felur fyrir reiði fólksins. Óv, nir Lúters mættu jafnvel ekki eins hættulegri mótstöðu af áhrifum hans eigin verka þótt þau væru dirfskufull, eins og nú fyrir þá sök að hann var horfinn. Þeir sem í bræði sinni höfðu ætlað að lífláta hinn djarfa siðbótamann voru nú dauðskelkaðir þegar þeir héldu að hann væri hjálpar-laus í fangelsi. “Eini möguleikinn til þess að bjarga oss”, sagði einn þeirra, “er sá að leita með logandi ljósi að Lúter um allan heim og finna hann aftur, til þess að þjóðin sem þráir hann fái vilja sínum framgengt”. Páfa-bannið virtist vera þýðingarlaust með öllu. Fulltrúar páfans fyltust djúpri gremju þegar þeir fundu það út að bannið hafði miklu minni áhrif á þjóðina, en hvarf Lúters og forlög hans.DM 138.2

    Þegar þær fréttir heyrðust að hann væri heill á húfi glöddust menn að vísu, þótt það fylgdi fréttinni að hann væri í fangelsi; en fylgi manna við hann og ákafi þeirra fyrir kenningum hans óx dag frá degi og var aldrei meiri en nú. Þeim fjölgaði stöðugt sem gengu í lið með hinum hugrakka manni, er dirfst hafði að rísa upp og verja orð Drottins. Siðabótin útbreiddist og henni óx fylgi eftir því sem lengur leið. Sæði það sem Lúter hafði sáð bar ávöxt um alt land og lét á sér bera hvervetna. Fjarvera hans kom því til leiðar sem honum hafði verið ómögulegt með nærveru sinni. Nú fundu aðrir leiðtogar til ábyrgð-ar þeirrar sem á þeim hvíldi, þegar þessi mikli aðalleið-togi var úr sögunni. Nú tóku þeir til starfa með nýjum kröftum og auknum áhuga; meiri staðfestu og öruggari trú; þeir komu nú fram hiklaust og með fullum áhuga og ætluðu sér að gera alt er í þeirra valdi stæði til þess að það verk, sem svo göfuglega var byrjað, skyldi ekki verða fyrir neinni hindrun.DM 138.3

    En Satan var ekki iðjulaus. Hann reyndi nú þá aðferð sem hann hefir reynt gegn öllum öðrum siðbóta-hreyfingum — nefnilega það að villa fólkinu sjónir og eyðileggja það með því að ginna það á falsaðri vöru fyrir þá réttu; lýgi undir fölsku yfirskyni í stað sannleikans. Eins og falskristar voru uppi á fyrstu tímum kristninnar. þannig risu upp falsspámenn á sextándu öldinni.DM 141.1

    Nokkrir menn, sem mjög höfðu orðið fyrir trúar-bragða áhrifum, ímynduðu sér að þeir hefðu fengið sér-staka köllun frá Guði og sérstaka opinberun; héldu þeir því fram að þeir hefðu umboð frá Guði sálfum til þess að fullkomna siðabótina hér í heimi, sem þeir sögðu að Lúter hefði að eins byrjað af veikum mætti. í raun og sann-leika voru þeir að rífa niður það sem þeir þóttust vera að byggja upp og sem Lúter hafði svo vel byrjað. Þeir höfðu hinn mikla sannleika, sem var grundvöllur siða-bótarinnar — nefnilega það að Guðs orð sé allsnægjandi regla fyrir breytni og líferni manna, og fyrir þessa óskeik-ulu reglu komu þeir með hinn breytilega og óvissa mæli-kvarða eigin tilfininnga og ímyndunarafls. Þegar þeir þannig lögðu til hliðar þessa vissu reglu til aðgreiningar réttu og röngu, þá var Djöflinum opnaður vegur til þess að ráða yfir hugsun manna og leiða þá eftir eigin vild og geðþótta.DM 141.2

    Einn þessara spámanna hélt því fram að hann hefði fengið fyrirskipanir og kenningar frá Gabriel engli. Námsmaður nokkur sem gekk í félag við hann yfirgaf nám sitt og lýsti því yfir að sjálfur Drottinn hefði veitt sér þekkingu til þess að útskýra hans heilaga orð. Ýmsir aðrir, sem að eðlisfari voru ofstækismenn, gengu í félag við þá. Atferli þessara ofstækismanna olli miklum hreyf-ingum. Prédikanir Lúters höfðu vakið fólkið af svefni, svo það fann til þess hvar sem var, hversu nauðsynlegt var að koma á siðabót, og nú voru sumir einlægir menn af-vegaleiddir af þessum nýju falsspámönnum.DM 142.1

    Leiðtogar þessarar hreyfingar fóru til Wittenberg og prédikuðu kenning sína og héldu fram valdi sínu við Melankton og samverkamenn hans: “Vér erum sendir frá Guði”, sögðu þeir, “til þess að fræða fólkið; vér höf-um oft náið samtal við sjálfan Guð almáttugan; vér vit-um hvað fram muni koma; í stuttu máli vér erum spá-menn og lærisveinar og fylgjum kenningu Lúters”. 1D’Aubigné, 9. bók, 7. kap. DM 142.2

    Siðbótamennirnir urðu hissa og vissu ekki hvað þeir áttu að segja. Þetta var atriði sem þeim hafði aldrei komið til hugar né gert sér grein fyrir og þeir vissu ekki hvað þeir áttu til bragðs að taka. Melankton sagði: “Vissulega hvílir óskiljanlegur andi yfir þessum mönn-um; en hvaða andi er það? Að öðru leyti verðum vér að forðast að kæfa niður anda Drottins og hins vegar ber oss að forðast að láta leiðast af anda Djöfulsins”.DM 142.3

    Ávextir hinna nýju kenninga komu brátt í ljós. Fólk-ið fór að vanrækja biblíuna eða jafnvel kasta henni frá sér með öllu. Skólarnir komust allir á ringulreið. Náms-menn hættu að hlýða nokkrum reglum; vanræktu nám sitt með öllu og yfirgáfu háskólana. Þeir sem héldu sjálfa sig til þess alfæra að standast alt og halda áfram siðabótinni, gerðu ekkert annað en að koma henni á barm glötunar-innar. Nú komu fulltrúar rómversku kirkjunnar aftur ár sinni fyrir borð og sögðu með trausti sigurvegarans: “Eina atrennu enn, og þá er fullkominn sigur fenginn fyrir oss”. 1D’Aubigné, 9. bók, 7. kap. DM 142.4

    Lúter heyrði það til Wartborgar hvað skeð hafði, og tók hann sér það mjög nærri. “Eg hefi altaf búist við því að Djöfullinn mundi leggja þessar snörur fyrir oss”, sagði hann. Hann skildi greinilega hið sanna eðli þess-ara falsspámanna og sá hættuna, sem sannleikskenningin var í. Mótstaða páfans og keisarans hafði ekki haft eins mikil áhrif á hann eða valdið honum eins djúpra áhyggja og það sem hann nú varð að reyna fyrir þessar ástæður, Frá þeim sem þóttust vera vinir siðbótarinnar komu hennar verstu óvinir og hættulegustu. Einmitt sjálfur sannleikurinn, sem fengið hafði honum svo mikillar ánægju og huggunar var nú hafður til þess að vekja upp sundrung og skapa glundroða í kirkjunni.DM 142.5

    Í siðabótastarfinu hafði Lúter fengið hvatning frá anda Drottins; hann hafði orðið fyrir svo miklum áhrif-um að hann hafði farið miklu lengra en honum hafði komið til hugar. Hann hafði í upphafi ekki ætlað sér að koma fram með neinar verulegar breytingar. Hann hafði aðeins verið verkfæri í höndum takmarkalauss valds. Samt sem áður skalf hann stundum sem lauf í vindi, þegar hann hugsaði um starf sitt. Einu sinni hafði hann sagt þessi orð: “Ef eg vissi til þess að kenningar mínar yrðu að tjóni einum einasta manni, hversu lítilmót-legur sem hann væri og lágt settur; — sem auðvitað er ómögulegt, því hér er um sjálfan náðarboðskapinn að ræða — þá vildi eg fremur eiga að láta lífið tíu sinnum en að bæta ekki fyrir það, eða afturkalla það”. 1D’Aubigné, 9. bók, 7. kap. DM 143.1

    Og nú var svo komið að jafnvel í sjálfri Wittenberg, þar sem var hjarta siðabótarinnar, voru menn óðum að falla fyrir öflum ofstækisins og lögleysunnar. Þessar voðalegu afleiðingar stöfuðu ekki af kenningum Lúters, en um alt Þýzkaland var hann kærður um að það væri honum að kenna. Gagntekinn af gremju sagði hann þá stundum: “Er það þá mögulegt að þetta verði endir siða-bótarinnar? “1D’Aubigné, 9. bók, 7. kap. DM 143.2

    Þegar hann glímdi við Guð í bænum sínum, streymdi aftur friður inn í hjarta hans: “Starfið er ekki mitt, heldur þitt”, sagði hann. “Þú lætur það ekki viðgangast að verk þitt eyðileggist af spillingu og hjátrú eða of-stæki”. En þegar hann hugsaði um það að hann var ein -mana og afskektur, langt frá þeim stöðvum, þar sem verið var að berjast fyrir siðabótamálum, þá fanst honum lífið verða óbærilegt. Hann gat ekki haldist þarna við lengur; hann varð að fara til Wittenberg.DM 143.3

    Nú for hann tafarlaust af stað í þessa hættulegu ferð. Hann var í banni ríkisins, óvinum hans var það heimilt að lífláta hann hvar sem þeir fyndu hann; vinum hans var forboðið að veita honum líkn eða lið, skjól eða athvarf í nokkurri mynd. Ríkisstjórinn framfylgdi hin-um allra ströngustu aðferðum við alla þá er kenningum hans fylgdu. En hann sá það að boðskapur Drottins var í hættu og í hans nafni tók hann sig upp án nokkurs ótta til þess að berjast fyrir sakir sannleikans. Hann hóf nú starf sitt með mestu varfærni og í mestu niðurlægingu, en þó með óbifandi staðfestu og ákveðinn í starfi sínu. “Með Guðs orði verðum vér að kollvarpa því sem hrófað hefir verið upp með ofbeldi”, sagði hann. “Eg ætla mér ekki að beita ofbeldi gegn hinum hjátrúarfullu og van-trúuðu; engin hindrun á að eiga sér stað; frelsið er brenni-depill trúarinnar”. 1D’Aubigné, 9. bók, 8. kap. DM 144.1

    Það varð brátt hljóðbært í Wittenberg að Lúter væri kominn aftur og ætlaði að fara að prédika. Fólk þyrptist að úr öllum áttum og kirkjan þar sem hann prédikaði var svo full að fjöldi varð frá að hverfa. Þegar hann kom upp í ræðustólinn talaði hann stillilega og var-lega í mesta máta; eggjaði þó til trúar og staðfestu og setti ofan í við þá, sem létu afvegaleiðast. Um suma þá sem gripið höfðu til ofbeldis í því að afnema kaþólskar messur, sagði hann:DM 144.2

    “Þessar messur eru illar og Guði vanþóknanlegar; þær ættu að vera lagðar niður og eg vildi óska að í stað þeirra kæmi alstaðar kveldmáltíð Drottins; en látum oss ekki hrekja neinn frá þeim með ofbeldi. Vér verðum að láta þetta mál vera í hendi Drottins; orð hans verður að framkvæma en ekki vér. Þér spyrjið ef til vill hvers vegna. Það er vegna þess að eg hefi ekki hjörtu manna í hendi mér svo sem leirkerasmiðurinn heldur á kerinu. Vér höfum rétt til þess að tala, en vér höfum ekki rétt til þess að framkvæma. Látum oss prédika; hitt heyrir Guði til. Ef vér beitum ofbeldi, hvað gæti eg unnið með því? Yfirskin, fettur og brettur, helgisiðir, stælingar, mannasetningar og hræsni eru afleiðingarnar af slíkri aðferð. En því fylgdi engin hjartans einlægni; engin sönn trú, enginn kærleikur. Þar sem þetta þrent brestur, þar brestur alt, og eg vildi ekki gefa eyris virði fyrir þess konar ávexti. Guð afrekar meira aðeins með orði sínu en eg og þú og allur heimur getur gert með sameinuðu afli sínu. Guð snertir hjartað og vinnur það og þegar hjartað er unnið þá er alt unnið”. 1D’Aubigné, 9. bók, 8. kap. DM 144.3

    Dag eftir dag í heila viku hélt Lúter áfram að pré-dika fyrir athugulum áheyrendum og altaf var húsfullir. Guðs orð, hreint og óblandað sefaði ofsa þann sem æsinga-mennirnir höfðu kveikt; kraftur gleðiboðskaparins leiddi aftur til sjálfs sín hið afvegaleidda fólk og vísaði því á leið sannleikans.DM 145.1

    Lúter lét sér ekkert ant um að mæta ofstækismönn-um þeim, sem svo miklu illu höfðu komið til leiðar. Hann vissi að þeir voru menn sem ekki höfðu heilbrigða dóm-greind; hann vissi að þeir vöru menn sem ekki höfðu taumhald á tilfinningum sínum og ástríðum; þeir þóttust vera sérstaklega upplýstir frá Guði, en þoldu þó ekki hin minstu andmæli, og jafnvel ekki hinar allra vægustu að-finningar eða ráðleggingar. Með hroka þóttust þeir vera æðri og vita meira en aðrir menn og kröfðust þess að allir tækju það gott og gilt sem þeir kendu og gerðu, án mótmæla eða rannsóknar. En þegar þeir kröfðust þess að fá að tala við Lúter, þá lét hann það eftir þeim og kom til fundar við þá; og svo fullkomlega og auðsælega opinberaði hann yfirskyn þeirra að þessir falsspámenn hypjuðu sig tafarlaust í burtu frá Wittenberg.DM 145.2

    Þegar Lúter kom frá Wartburg, lauk hann við þýðingu sína á nýja testamentinu, og var gleðiboðskap-urinn litlu síðar fenginn þýzku þjóðinni á hennar eigin máli. Þessari þýðingu var veitt móttaka með hinum mesta fögnuði af öllum þeim er unnu sannleikanum; en henni var hrundið frá sér með fyrirlitningu af þeim, sem mest dýrkuðu mannasetningar og hégiljur.DM 145.3

    Prestarnir voru í háa lofti yfir því að alþýða manna gæti nú talað við þá um Guðs orð og ráðstafanir Drottins, og yfir því að vanþekking sjálfra þeirra skyldi þannig vera opinberuð. Vopn hinnar mannlegu röksemdafærslu voru afllaus gegn sverði andans. Rómverska kirkjan stefndi saman öllum sínum foringjum til þess að finna ráð á móti útbreiðslu biblíunnar; en bannfæringar, laga-boð, píslir og hnefaréttur voru til einskis. Því meiri áherzlu sem kirkjan lagði á það að hindra útbreiðslu heil-agrar ritningar, því ákafara varð fólkið að vita hvað í henni væri og hvað hún boðaði; ákafinn óx daglega eftir því að sjá það og lesa með eigin augum. Fólkið hafði með sér biblíuna hvar sem það fór, las hana og marglas, og hætti ekki fyr en það hafði lært utan að marga kafla. Lúter sá hversu vel nýja testamentinu var tekið, og byrjaði hann því tafarlaust á því að þýða gamla testa-mentið líka og gefa það út í pörtum eða smá heftum jafn-ótt og hann þýddi.DM 145.4

    Ritum Lúters var jafn vel tekið í bæjum og bygðum: “pað sem hann og félagar hans rituðu, útbreiddu aðrir, Munkar sem fundu til þess að klaustureiðarnir voru ólög-legir og þráðu að losna við kyrsetulífið og lifa aftur starfandi lífi, en voru of fávitrir til þess að prédika orð Drottins, ferðuðust um landið; komu í smábæi og þorp og seldu þar bækur Lúters og vina hans. Heilir hópar þessara ferðasala voru þegar um alt Þýzkaland”. 1D’Aubigné, 9. bók, 11. kap. DM 146.1

    Þessi rit voru lesin af ríkum jafnt sem fátækum með hinni mestu athygli; lærðir ekki síður en fáfróðir sóktust eftir þeim. Kennararnir í borgunum lásu þau á nóttunni upphátt í áheyrn þeirra, sem í því skyni komu saman. Þeir sem sannfærðir urðu um sannleika Guðs orðs, fyltust brennandi þrá til þess að láta aðra njóta þeirrar sömu sælu, sem þeir nutu sjálfir; sögðu þeir því öllum sem þeir kyntust það sem þeir höfðu lesið og lært, og þannig barst gleðiboðskapurinn mann frá manni.DM 146.2

    Fólk af öllum stéttum hafði nú fengið biblíuna og las hana með mestu athygli og varði það kenningar sið-bótarinnar gegn þeim er hana ofsóttu. Páfakirkjan hafði haft bá reglu að láta prestana eina eða munkana lesa Guðs orð. Krafðist hún þess nú af þeim að þeir kæmu fram með þekkingu sína og mótmæltu þessari nýju kenningu. En bæði vegna vanþekkingar á sannleika biblíunnar og alveldi Guðs, mishepnaðist klerkunum það algerlega að bæla niður kenningar þeirra, sem þeir höfðu lýst yfir að væru fáfróðir og trúlausir, og þeir féllu flatir fyrir röksemdum þeirra hvar og hvenær sem var: “Því var mið-ur”, sagði kaþólskur höfundur, “að Lúter hafði kent fólkinu að treysta engum og engu nema hinu heiiaga Guðs orði”. 1D'Aubigné, 9. bók, 11. kap. Fjöldi fó ks safnaðist saman til þess að hlusta á menn sem ekki voru mikið lærðir og heyra þa rökræða við hina mælsku guðfræðinga. Hin vanvirðulega fávizka þessara miklu manna kom greinilega í ljós þegar röksemdum þeirra mættu hinar einföldu kenningar Guðs orðs. Óbreyttir verkamenn, hermenn, konur og jafnvel börn vissu meira í biblíunni og kenningum hennar, en þessir lærðu klerkar.DM 146.3

    Þegar rómversku klerkarnir sáu afl sitt þannig lam-að, sneru þeir sér til dómaranna um liðveizlu og reyndu öll möguleg ráð til þess að ná aftur töglum og högldum. En fólkið hafði fundið það í hinum nýju kenningum, sem það hafði hungrað og þyrst eftir, og það sneri nú ger-samlega bakinu við þeim, sem svo lengi höfðu fætt sálir þess á hismi og kent því kreddur og mannasetningar í staðinn fyrir Guðs orð.DM 147.1

    Þegar kennendur sannleikans voru ofsóttir, minfust þeir orða frelsarans sem sagði: “En er þeir ofsækja yður í þessari borg, þá flýið í hina”. 2Matt. 10: 23. Ljósið þrengdist al-staðar í gegn um myrkrið. Flóttamennirnir fundu ein-hversstaðar opnar dyr og athvarf og þeir prédikuðu Krist og boðskap hans hvar sem þeir komu; stundum í kirkj-unum, eða ef þeim var neitað um þær, þá í húsum ein-stakra manna eða undir beru lofti. Hvar sem þeir komu fram og fólk hlustaði á þá fanst mönnum sem væri musteri helgað Drotni. Sannleikurinn sem þeir boðuðu með svo miklum krafti og einlægni, breiddist út með ómótstæðilegu afli og áhirfum.DM 147.2

    Það var árangurslaust þótt kirkiuleg völd og verald-leg harðstjórn gengju í samband til þess að bæla niður sannleikann, sem þau kölluðu villutrú. Það var árangurs-laust þótt yfirvöldin köstuðu þeim í myrkvastofu og beittu við þá alls konar píslum, svo sem eldi, sverði og öðrum kvölum. Þúsundir trúfastra manna innsigluðu trú sína með blóði og píslarvættisdauða og samt hélt starf þeirra áfram. Ofsóknirnar urðu einungis til bess að út-breiða sannindin og ofstæki það sem djöfullinn reyndi að hafa til þess að bæla niður með sannleikskenninguna varð aðeins til þess að gera enn þá sýnilegri muninn milli verka Djöfulsins og verka Guðs.DM 147.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents