Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Lúter frammi fyrir ríkisþinginu

    Nýr keisari, Karl V., hafði tekið við ríkjum á pýzka-landi og sendimenn frá Rómaborg hröðuðu ferðum sínum til þess að flytja honum heillaóskir og fá hann til þess að beita valdi sínu á móti siðabótinni. Aftur á móti bað stjórnandinn á Saxlandi keisarann að taka engar alvar-legar ákvarðanir gegn Lúter, og þessum manni átti keisarinn tign sína að miklu leyti að þakka. Fór Saxlands stjórnandinn fram á það að Lúter væri yfirheyrður áður en nokkur dómur félli, “frammi fyrir dómstóli guð-hræddra og óhlutdrægra dómara”. 1D’Aubigné, 6. bók, 11. kap. DM 121.1

    Nú höfðu allir málspartar augu sín á hinu mikla þingi er saman átti að kalla frá þýzku ríkjunum í borginni Worms, stuttu eftir að Karl keisari tók við völdum. Mik-ilsverð stjórnmál og önnur stór málefni voru til umræðu á þessu ríkisþingi. Undirstjórnendur hinna ýmsu lands-hluta áttu nú í fyrsta skifti að mæta hinum unga, einvalda keisara á mikilsverðum fundi. Frá öllum pörtum lands-ins höfðu komið fulltrúar frá ríki og kirkju. Þar voru lávarðar, drambsamir og afbrýðissamir, sem erft höfðu tign sína og töldu hana allri tign æðri; þar voru göfug-bornir kirkjuhöfðingjar, klæddir alls konar veraldlegu skrauti, og þóttafullir af hinni miklu tign og sjálfsáliti; þar voru skrautklæddir hirðmenn; alls konar herforingjar og stórmenni. Þar voru sendiherrar frá útlöndum og fjarlægum þjóðum — alt var þetta samankomið í Worms. Samt sem áður var það mál saxneska siðabótamannsins, sem mestum og dýpstum ákafa olli á þessu þingi.DM 121.2

    Karl keisari hafði fyrir fram gert stjórnandanum á Saxlandi aðvart um það að koma með Lúter með sér á þingið, og heitið honum vernd; hafði hann lofað því að mál hans skyldí rætt hindrunarlaust og hlutdrægnislaust af þeim mönnum, sem um það væru færir að dæma rétt um deiluatriðin. Lúter hlakkaði til að mæta keisaranum.DM 121.3

    Alexander hét sá er páfinn hafði sérstaklega trúað fyrir þessu máli fyrir sína hönd; hann sá að páfinn mundi ekki geta komið sínu máli fram á þennan hátt. Og þess vegna andmælti hann því af öllum mætti að Lúter kæmi fram í þinginu í Worms. Um sama leyti var auglýst bannið á Lúter og því lýst yfir að hann væri rekinn úr kirkjunni; þetta atriði og ákafi páfafulltrúans kom keisaranum til þess að láta undan. Hann skrifaði því stjórn-andanum á Saxlandi og sagði honum að ef Lúter vildi ekki taka aftur kenningar sínar, þá yrði hann að vera kyr í Wittenberg.DM 122.1

    Alexander páfafulltrúi var ekki ánægður með þetta, heldur beitti hann allri sinni slægð og allri sinni frekju til þess að fá Lúter dæmdan á þinginu. Loksins hafði páfafulltrúinn svo mikil áhrif á keisarann að hinn síðar-nefndi sagði hinum að skýra mál sitt fyrir þinginu. “Nú var upp runninn merkur dagur fyrir páfavaldið. Þingið var afar fjölment og málefnið var ósegjanlega mikils virði. Nú átti Alexander að bera fram mál rómversku kirkjunnar. Hann var frábærlega mælskur og hafði hon-um aldrei tekist betur en í þetta skifti. Almættinu hafði þóknast að láta þann koma fram með mál kirkjunnar í Róm, sem til þess væri færastur allra mælskumanna, frammi fyrir hinni hátíðlegustu samkomu og hæsta dóm-stóli, áður en þessi sama kirkia yrði fordæmd”. 1Wylie, 6. bók, 4. kap. DM 122.2

    Ræða páfafulltrúans hafði afar djúp áhrif á þingið. Þar var enginn Lúter staddur til þess að koma fram með hreint og óblandað orð Drottins og hrekja ræðu páfafull-trúans. Engin tilraun var til þess gerð að verja siðbóta-manninn. En sá sigur sem þegar sýndist unninn var undanfari ósigurs. Hér eftir átti mönnum að verða aug-ljósari mismunurinn milli sannleikans og lýginnar; upp frá þeim degi átti það aldrei fyrir rómversku kirkjunni að liggja að standa á jafn föstum fótum og áður. Þetta var nokkurs konar dómsdagur hennar.DM 122.3

    Þótt sumir á þinginu hefðu ekki hikað við að fá Lúter í hendur hinni hefnigjörnu rómversku kirkju, þá voru þeir samt margir, sem sáu siðferðis hnignun kirkj-unnar og sárnaði hún, og heljarafl hennar, og þráðu það af einlægni að þýzka þjóðin mætti losna undan þeirri nið-urlægingu er hún hlaut að þola vegna spillingar og fé-sýki klerkanna. Páfafulltrúinn hafði lýst banninu á þann hátt sem gerði það sanngjarnt. En nú vakti Guð upp mann á þinginu til þess að koma fram og lýsa rétt hinum illu aðferðum þeirrar harðstjórnar, sem páfinn gerði sig sekan í. George hertogi frá Saxlandi reis upp með drenglyndi og hugrekki á þessari hátíðlegu samkomu og lýsti með hræðilegri nákvæmni blekkingum og óguð-leik páfadómsins og hinum voðalegu afleiðingum þess.DM 122.4

    Öflugri og sterkari fordæmingu páfasvívirðinganna hefði Lúter ekki getað borið fram sjálfur. Og það sem gaf ræðu hans meiri þunga og sannfæringarkraft var það að hann var svarinn óvinur Lúters.DM 123.1

    Ef augu þingmannanna hefðu verið opin, þá hefðu þeir getað séð engla Drottins standa mitt á meðal þeirra. dreifandi ljósgeislum sannleikans út í myrkur villukenn-inganna og opnandi huga og hjörtu manna til móttöku sannleikans. Það var kraftur Drottins, sannleikans og vizkunnar, sem stjórnaði jafnvel óvinum siðbótarinnar og ruddi þannig braut hinu mikla verki, sem bráðlega átti að vinnast. Martin Lúter var ekki viðstaddur, en rödd annars, sem enn þá var voldugri en Lúter, hafði látið til sín heyra á þessu þingi.DM 123.2

    Þingið heimtaði nú að Lúter kæmi fram þar á staðnum; keisarinn varð við þeirri kröfu og Lúter var stefnt að mæta. Stefnunni fylgdi loforð um vernd og það ábyrgðist að Lúter kæmist hindrunarlaust á óhultan stað. Þessi boð voru borin til Wittenberg af sendisveíni, sem það var falið á hendur að fylgja Lúter til Worms.DM 123.3

    Lúter átti ekki að fara aleinn í þessa hættulegu ferð; auk keisarasveinsins ákváðu þrír trúustu vinir hans að fara með honum. Melankton vildi endilega fara; hann unni Lúter af öllu hjarta og þráði mjög að fylgja honum, þótt ferðin endaði í fangelsi eða á bálinu, ef verkast vildi. En honum var neitað um að fara. Ef það ætti fyrir Lúter að liggja að missa lífið í sambandi við þessa ferð, þá urðu hinir ungu og hraustu samverkamenn hans að taka starfið sér á herðar og halda því áfram. Þegar Lúter kvaddi Melankton sagði hann: “Komi eg ekki aftur, og óvinir mínir stytti mér aldur, þá halt þú áfram að kenna og vertu stöðugur í sannleikanum; starfaðu í staðinn minn”. 1D'Aubigné, 7. bók, 7. kap. DM 123.4

    Þegar Lúter kom til Worms kom múgur og marg-menni saman við borgarhliðin að fagna honum. Jafnvel hafði aldrei eins margt fólk komið saman til þess að fagna keisaranum sjálfum. Páfakirkjumenn höfðu ekki búist við að Lúter mundi dirfast að koma til Worms og mæta fyrir þessu þingi, og skaut þeim því skelk í bringu þegar hann kom. Keisarinn kallaði tafarlaust saman ráðgjafa sína til þess að ákveða hvaða stefna skyldi tekm í málinu. Einn af biskupunum, sem var eindreginn á bandi páfans sagði: “Vér höfum lengi borið saman ráð vor um þetta mál. Mín ráð eru þau að yðar hátign sjái svo um að vér losnum við þennan mann tafarlaust. Lét ekki Sigismundur brenna Jóhann Húss? Vér erum að engu leyti til þess skyldugir að standa við það loforð, sem vér höfum gefið, að hann skuli vera verndaður. Þegar um villutrúarmann er að ræða hafa þess konar loforð ekkert gildi”. “Þetta er fjarstæða”, svaraði keisarinn, “Vér verðum að halda orð vor og eiða hver sem í hlut á”. 2Sama bók, 7. b., 8. kap. DM 124.1

    Það var því ákveðið að siðbótamaðurinn fengi að skýra mál sitt frammi fyrir þinginu og að honum skyldi veitt áheyrn.DM 124.2

    Næsta dag var Lúter boðaður til þess að mæta. Embættismaður ríkisins var útnefndur til þess að fylgja honum inn í þingsalinn, og þó var það með mestu erfiðis-munum að hann komst þangað. Allar götur voru fullar af áhorfendum; allir vildu sjá munkinn, sem hafði þorað að setja sig upp á móti valdi páfans.DM 124.3

    Loksins var Lúter kominn fram fyrir þingið. Keisarinn sat í hásætinu. Umhverfis hann voru öll mestu stórmenni landsins, Aldrei hafði nokkur maður mætt fyrir hátíðlegri rétti, né voldugri skara, en þeim sem Lúter átti nú að verja mál sitt fyrir: “Þessi viðburður í sjálfu sér var sigurboði sannleikans yfir villu páfadóms-ins. Páfinn hafði bannfært þennan mann og nú stóð hann frammi fyrir dómstóli, sem með því að dæma í málinu, setti sjálfan sig upp yfir vald og skipanir páfans. Páfinn hafði bannfært hann og lýst því yfir að hann væri og skyldi vera útskúfaður frá öllu mannlegu félagi, og samt var honum stefnt með kurteisum orðum og veitt móttaka af hinum tígnasta dómstóli veraldarinnar. Páf-inn hafði fordæmt hann og mælt svo fyrir að hann skyldi þegja og honum ekki leyft að mæla orð að eilífu, en nú átti hann að flytja ræðu frammi fyrir mörgum þúsundum manna, sem saman höfðu safnast frá öllum löndum og landshlutum hins kristna heims. Stórkostleg bylting hafði þannig átt sér stað fyrir áhrif Lúters. Rómverska valdinu hafði þegar að nokkru leyti verið hrundið af stóli; og það var umkomulaus munkur, sem hafði komið þessu öllu til leiðar”. 1D’Aubigné, 7. bók, 8. kap. DM 124.4

    Lúter var leiddur beint fram fyrir hásæti keisarans. Djúp þögn ríkti í þingsalnum, sem troðfullur var af fólki. Síðan stóð upp embættismaður ríkisins, benti á safn af ritum Lúters og heimtaði að siðabótamaðurinn svaraði tveimur spurningum; í fyrsta lagi hvort hann kannaðist við að þetta væru rit hans og í öðru lagi hvort hann væri til þess fús að afturkalla þær kenningar, sem hann hefði haldið þar fram. Þegar lesin höfðu verið nöfn ritanna, svaraði Lúter því að viðvíkjandi fyrri spurningunni væri það að segja að ritin væru eftir sig: “Að því er seinni spurningunni viðvíkur”, sagði hann, “sé eg það að um trú er að ræða og sáluhjálp manna, og orð Guðs, sem er mesti og dýrmætasti fjársjóður vor bæði á himni og jörðu; væri það því óhyggilegt af mér að svara án umhugsunar. Svo mætti fara að eg héldi ekki fram eins miklu og kring-umstæðurnar krefjast eða að eg héldi fram meiru en sannleikurinn krefst og syndgaði þannig á móti þessum orðum Krists: “Hlver sá sem afneitar mér fyrir mönnum, honum mun eg afneita fyrir föður mínum á himnum”, þess vegna bið eg yðar hátign, í einlægni og undirgefni, að veita mér tíma til umhugsunar, til þess að svar mitt geti orðið þannig að eg ekki syndgi gegn hinu heilaga orði Drottins”. 1D’Aubigné, 7. bók, 8. kap. DM 125.1

    Næsta dag átti Lúter að koma fram og svara til fullnustu. Um tíma lá við að hann misti kjarkinn, þegar hann hugsaði um hina voldugu höfðingja og hin miklu völd og brögð, sem hann átti við að etja og í samsæri höfðu svarist gegn kenningum sannleikans. Trú hans veiklaðist; hann varð gagntekinn af ótta og skelfing horfði honum í augu. Örvæntingar ský huldu fyrir honum alt útsýni og földu fyrir sjónum hans augsýn Drottins. Hann þráði að fá sannfæring fyrir því að Drottinn her-skaranna væri í verki með honum. Hann fleygði sér flötum til jarðar í örvæntingu og úthelti hjarta sínu og sál sinni með þessum sundurslitnu grátbænum, sem eng-inn getur skilið nema Guð einn:DM 125.2

    “Ó, þú almáttugi og eilífi Guð. Ó, hversu hræðilegur er þessi heimur! Sjá, hann opnar munn sinn til þess að svelgja mig lifandi, og eg hefi ekki nógu mikið traust á þér. Ef alt mitt traust á að vera bygt á þessum heimi, þá er úti um mig Mín síðasta stund er þegar komin: hún hefir verið ákveðin ó, Guð, hjálpa þú mér gegn allri slægð veraldarinnar; bænheyr mig og veit mér þetta; þú einn getur það — því þetta er ekki mitt verk, heldur þitt. Eg hefi hér ekkert starf að vinna; eg hefi hér ekk-ert til þess að sækjast eftir né verja fyrir yfirgangi þessara voldugu manna hér í heimi En verkið er þitt, .... og það er réttlátt mál og eilíft. Ó, Drottinn, hjálpa þú mér! Trúfasti og óumbreytanlegi Guð, eg byggi ekki traust mitt á neinni mannlegri veru ... Alt það sem mannlegt er breytist, alt mannlegt breytist pú hefir útvalið mig til þess að vinna verk þitt. Vertu hjá mér, fyrir sakir þíns elskulega sonar Jesú Krists, sem er skjól mitt og skjöldur vernd mín og verja og mitt sterka vígi”. 1D’Aubigné, 7. bók, 8. kap. DM 126.1

    Hin alvitra forsjón hafði látið Lúter gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem hann var staddur í, hafði látið hann finna til þess að hann gat ekki treyst sjálfum sér og hlaupið hugsunarlaust út í hættu. Það var þó ekki ótti fyrir persónulegum kvölum sjálfs hans, sem skelfdi hann; ekki ótti fyrir dauðanum, sem virtist vofa yfir honum og vera óumflýjanlegur. Hann var kominn að því takmarki, þar sem ekki var um annað að gera en annað hvort hrökkva eða stökkva, og hann fann til síns eiginn vanmáttar. Vegna veikleika hans gat það verið að mál-efnið liði og tapaði. Hann grátbændi ekki Drottinn um það að bjarga honum sjálfum, heldur að vernda málefnið — sannindi gleðiboðskaparins. Friðurinn kom aftur yfir sálu hans og hann gladdist yfir því að mega vitna um orð Drottins frammi fyrir stjórnendum veraldarinnar.DM 126.2

    Þegar aftur var farið með hann inn á þingið, sást ekki á honum vottur um neinn ótta né skelfingu. Hann var rólegur og friður ríkti yfir honum; hann kom fram með hugrekki sem mikill og göfugur maður; hann stóð eins og vitni Guðs meðal hinna voldugu manna á jarðríki. Embættismaður stjórnarinnar krafðist þess nú að hann svaraði þeirri spurningu, hvort hann vildi afturkalla kenn-ingar sínar. Lúter svaraði lágt og auðmjúklega, án alls ofsa eða mótþróa. Framkoma hans var róleg og vakti virðingu, en hann virtist hafa svo mikið traust og gleði til að bera að allir undruðust:DM 129.1

    “Allra virðulegasti keisari; háttvirtu stjórnendur; náðugu lávarðar”, sagði Lúter. “Eg mæti frammi fyrir yður á þessari stund, samkvæmt þeirri skipun sem þér gáfuð mér í gær; og í nafni Guðs miskunnar bið eg yðar miklu hátign og yðar mikilleik að hlusta allra mildileg-ast á vörn þess málefnis, sem eg er viss og sannfærður um að er rétt og satt. Ef það kynni að henda mig af fá-vizku að eg misbyði réttarfarinu, þá bið eg yður að fyrir-gefa mér það; því eg hefi ekki verið alinn upp í konunga höllum, heldur í einveru klaustursins”. 1D’Aubigné, 7. bók, 8. kap. DM 129.2

    Síðan hélt hann áfram að tala um spurninguna. Hann lýsti því yfir að orð þau er hann hefði ritað væru ekki öll sama eðlis. Í sumum þeirra kvaðst hann hafa talað um trú og góðverk, og jafnvel óvinir sínir segðu að þau væru ekki einungis meinlaus, heldur jafnvel gagnleg. Að afturkalla þau orð væri sama sem að fordæma sannleika, sem öllum kæmi saman um; það gæti ekki komið til nokkurra mála. Annað sem hann hefði ritað væru staðhæfingar, þar sem hann setti sig upp á móti spillingu og svívirðum páfakenninganna. Það að afturkalla þau orð væri sama sem að styrkja harðstjórnina í Rómaborg og opna dyrnar fyrir fleirum og stærri syndsamlegum athöfnum. Enn þá væri eftir sig sú tegund rita, þar sem hann hefði ráði. st á einstaka menn, sem hefðu varið þá ósvinnu sem tíðkað-ist; að því er þau rit snerti kvaðst hann fúslega geta iátað að hann hefði farið lengra en góðu hófi gegndi.DM 129.3

    Hann kvaðst ekki halda því fram að hann væri ámælis-laus; en þó kvaðst hann ekki samvizku sinnar vegna geta tekið þessi rit aftur, því það væri til þess að auka dirfsku hjá óvinum hinnar guðlegu opinberunar, og gætu þeir þá notað tækifærið til þess að ofsækja með enn meiri grimd þjóna Drottins. “Samt sem áður er eg að eins maður en ekki Guð”, sagði hann. “Eg mun þess vegna verja sjálfan mig eins og Kristur gerði og segja: “Hafi eg eitthvað rangt sagt, þá berið vitni um þau rangindi”..... Í nafni Guðs miskunnar bið eg yður, allra hæsti keisari og yður hávirðulegu herrar og yður alla sem hér eruð, hver sem er stétt yðar eða staða, að sanna með ritum spá-mannanna og postulanna að eg hafi vikið út frá sannleik-anum. Jafnskjótt og eg er sannfærður um það, skal eg afturkalla hverja einustu villu, og verða fyrsti maður til þess að taka mínar eigin bækur og kasta þeim á bálið”. 1D’Aubigné, 7. bók,. 8. kap. DM 130.1

    Lúter hafði talað á þýzku; nú var þess krafist af honum að hann endurtæki sömu ræðu á latínu. Þótt hann væri aðfram kominn vegna fyrri áreynslu, þá hlýddi hann þessu og flutti aftur ræðu sína með sama skýrleik og krafti og hann hafði gert áður. Almætti Guðs stjórnaði tungu hans og veitti honum þrek og krafta.DM 130.2

    Hugir margra stjórnendanna veru svo blindaðir af villukenningum og hjátrú, að þeir sáu ekki í fyrstu kraft þann er fólst í röksemdum Lúters, en þegar hann endur-tók ræðu sína opnuðust augu þeirra og þeir skildu greini-lega hvað hann fór.DM 130.3

    Þeir sem vísvitandi lokuðu augum sínum fyrir ljós-inu og höfðu ásett sér að láta ekki sannfærast um sann-leikann, urðu æfa reiðir yfir því hversu mikill kraftur og sannfæring fylgdu orðum Lúters. Þegar hann þagn-aði sögðu þeir í reiði sinni sem orð höfðu fyrir þinginu: “Þú hefir ekki svarað spurningunni, sem til þín var beint .... Þér er skipað að koma með skýrt og ákveðið svar. .... Viltu eða viltu ekki afturkalla rit þín og kenningar? “DM 130.4

    Lúter svaraði: “Með því að yðar hávirðugheit og mikla vald krefst þess að eg svari skýrt og skorinort, skal ekki standa á því; svar mitt er þetta: Eg get ekki gefið trú mína á vald páfans né dómstólanna, þar sem það er eins skýrt og dagsljósið að þeim hefir oft skjátlast og þeir komið hvorir í bága við aðra. Þess vegna er það að nema því að eins að eg verði sannfærður um það með vitnisburði heilagrar ritningar, eða með skýrum rök-semdum; nema eg fái sönnun fyrir því gagnstæða á þann hátt sem eg hefi sagt og samvizka mín með því bjóði mér það samkvæmt orði Drottins, þá hvorki get eg afturkallað kenningar mínar né heldur vil eg gera það. Því það er óvarlegt fyrir kristinn mann að tala á móti sannfæringu sinni. Hér stend eg, annað get eg ekki; Guð hjálpi mér. Amen”. 1D’Aubigné, 7. bók, 8. kap. DM 130.5

    Allur þingheimur var sem steini lostinn um tíma og enginn kom upp nokkru orði. Þegar Lúter svaraði fyrst hafði hann talað lágt, með virðingu og jafnvel undirgefni í látbragði og framkomu. Rómverjar skildu þetta þannig að það væri vottur um linun og Lúter væri að því kom-inn að gefast upp. Þeir skildu beiðni hans um frest að-eins sem fyrirboða um afturköllun. Hugrekki það og styrkur sá sem hann nú sýndi, janfnframt rökfærslum hans og skýrleika, fyltu alla undrun. Keisarinn komst við af aðdáun og sagði: “Þessi munkur talar með óbif-andi sannfæringu og ósigrandi hugrekki”. Margir þýzkir heldri menn og stórmenni hlustuðu og horfðu á þennan fulltrúa þjóðar sinnar með fögnuði og stolti. Páfavaldið frá Róm hafði í raun og sannleika orðið undir. Málstaður þess var sérstaklega ískyggilegur. Það reyndi að beita ofbeldi, en forðaðist að vitna í Guðs orð. Heitingar voru hér það sama sannfæringarafl, sem rómverska kirkjan var vönust að beita.DM 131.1

    Talsmaður þingsins hóf máls og sagði: “Viljir þú ekki afturkalla kenningar þínar, þá koma þeir keisarinn og stjórnendur landsins sér saman um það hvað gera skuli við óbetranlegan villutrúarmann”. 1D’Aubigné, 7. bók, 8. kap. DM 131.2

    Vinir Lúters, sem með djúpri gleði höfðu hlustað á ræðu hans, fyltust ótta og skelfingu við þessi orð, en sjálfur sagði Lúter öruggur og rólegur: “Guð minn veri verndari minn, því eg get ekkert afturkallað”. 1D’Aubigné, 7. bók, 8. kap. DM 131.3

    Nú var honum sagt að fara af þinginu, á meðan stjórnendurnir bæru saman ráð sín. Menn höfðu það á meðvitundinni að um einhverja mikilvæga breytingu væri nú að ræða. Staðfesta Lúters í því að neita að afturkalla orð sín gat haft þær afleiðingar, sem áhrif hefðu á kirkjuna um komandi aldir. Það var ákveðið að veita honum eitt tækifæri enn til þess að afturkalla kenn-ingar sínar. í síðasta skifti var hann enn leiddur inn á þingið. Enn þá var hann spurður hvort hann vildi afturkalla orð sín: “Eg get engu öðru svarað”, sagði hann, “en því, sem eg hefi þegar svarað”. Það var nú auðsætt að ekki var hægt að sveigja hann til hlýðni; hvorki með loforðum né hótunum fékst hann til þess að beygja sig undir vald páfans í Róm.DM 131.4

    Fulltrúar páfans höfðu getað látið konunga og keis-ara og stjórnendur skelfast vald sitt og lúta því, en hér var umkomulítill munkur sem bauð því byrginn, og gramd-ist þeim það meira en með orðum verði lýst. Þá fýsti að láta hann finna til valds síns og reiði sinnar, með því að kvelja úr honum lífið; en Lúter skildi það í hversu mikilli hættu hann var staddur, og hafði gætt þess að tala við alla með kristilegri stillingu og gætni. Enginn sjálfsþótti heyrðist í orðum hans; enginn ofsi fylgdi þeim og engar flækjur voru þeim samfara. Hann hafði svo að segja gleymt sjálfum sér og hinum miklu og voldugu mönnum, sem umhverfis hann voru, og fundið að eins til þess að hann stæði frammi fyrir augliti þess, sem væri eilíflega æðri páfum, prestum, konungum og keisurum. Það var eins og Kristur sjálfur hefði talað fyrir munn Lúters, með þeim krafti og því valdi að það gagntók með hátíðleik hugi allra; óvina jafnt sem vina. Andi Drottins hafði verið nálægur á þessu þingi og hafði haft áhrif á hjörtu hinna lærðu stjómenda þjóðarinnar. Nokkrir stjórnendanna lýstu óhikað yfir að Lúter hefði á réttu máli að standa; margir voru sannfærðir um málstað hans og snerust til sannrar trúar í svipinn, en hjá sumum var-aði hún ekki lengi. Þar var enn einn flokkur manna, sem ekki hafði látið í ljósi skoðun sína; þeir sem honum til-heyrðu höfðu rannsakað biblíuna sjálfir, og þeir urðu síð-ar eindregnir starfsmenn siðabótarinnar.DM 132.1

    Friðrik stjórnandi hafði biðið með eftirvæntingu eftir því að Lúter mætti fyrir þinginu, og hlustaði hann á ræðu hans með hrærðu hjarta. Hann fann til gleði og ánægju yfir því hversu hugrakkur og einlægur Lúter var og hversu mikið vald hann hafði á sjálfum sér; sömuleiðis hversu hann virtist ákveðinn í því að verja skoðanir sínar og kenningar. Hann bar saman í huga sér þá, sem deilan var á milli, og sá hann þá að speki páfanna, konunganna og höfðingjanna hafði orðið að engu, þegar hún mætti afli hins mikla sannleika. Páfavaldið hafði biðið ósigur, sem allar þjóðir á öllum öldum hlytu að viðurkenna.DM 132.2

    Tvær ósamhljóða skoðanir komu nú fram meðal þeirra, sem á þinginu voru mættir. Sendiherrar og full-trúar páfans kröfðust þess enn að vernd sú er Lúter hafði verið heitin skyldi að engu virt og ekki haldin. “Aska hans ætti að kastast í fljótið Rín”, sögðu þeir, “eins og aska Jóhanns Húss fyrir heilli öld”. En höfðingjarnir og stjórnendurnir á Þýzkalandi mótmæltu slíkum svikum, þrátt fyrir það þótt þeir væru páfatrúar og svarnir óvinir Lúters; töldu þeir slíkt vera óafmáanlegan blett á þjóð-inni og til hnekkis fyrir heiður hennar. Þeir bentu á þær illu afleiðingar, sem dauði Jóhanns Húss hafði haft í för með sér og lýstu því yfir að þeir dirfðust ekki að steypa Þýzkalandi í aðra eins ógæfu aftur eða leiða slíka smán yfir hinn unga stjórnanda.DM 133.1

    Svar Karls keisara sjálfs við þeirri uppástungu að svíkja loforðið við Lúter, var á þessa leið: “Þótt orð-heldni og samvizkusemi væru að öðru leyti útlæg gerð af allri jörðinni, þá ætti slíkt aldrei að koma neinum stjórn-anda til hugar”.DM 133.2

    Enn þá var lagt fast að honum af þeim sem mest höt-uðu Lúter, og röggsamlegast ráku erindi páfans, að fara með Lúter eins og Sigismundur hafði farið með Jóhann Húss. — Það er að segja að fá hann í hendur kirkjuvaldinu til dóms og meðferðar. En Karl V. mundi þann atburð í sögunni, þegar Jóhann Húss hafði á opin-berri samkomu bent á hlekki sína og minti keisarann á griðarofin, og hann sagði hátt og einarðlega: “Eg ætla mér ekki að þurfa að bera samskonar kinnroða og Sigismundur! “1Lenfonts saga um þingnefndina I Konstanz, 1. bindi, 422. bls. DM 133.3

    Samt sem áður hafði Karl keisari af ásettu ráði mót-mælt þeim sannleika sem Lúter hélt fram: “Eg hefi staðfastlega ákveðið að fylgja fordæmi fyrirrennara minna”, 2D’Aubigné, 7. bók, 9. kap. skrifaði hann. Hann hafði ákveðið að víkja ekki úr vegi venjunnar, jafnvel til þess að tala sannleik-ann og taka málstað hins rétta. Hann ætlaði að halda fast við páfatrúna vegna þess að forfeður hans gerðu það, þrátt fyrir alla hennar grimd og spillingu. Hann tók þannig þá stefnu að hafna fyrirfram öllu ljósi, sem kæmi í bága við það myrkur, sem feður hans höfðu haldið fast við, og sömuleiðis ásetti hann sér að gera enga skyldu, sem þeir höfðu ekki gert.DM 133.4

    Margir eru þeir þann dag í dag, sem þannig bíta sig fasta í venju forfeðra sinna. Þegar Drottinn sendir þeim auka ljós, neita þeir að veita því móttöku, vegna þess að það hafi ekki veizt forfeðrum þeirra, og því megi þeir ekki taka því. Vér höfum öðrum skyldum að gegna en feður vorir; vér lifum á öðrum tímum og köllun vor og ábyrgð er því alt önnur en þeirra. Vér réttlætum ekki s jálfa oss í augum Drottins með því að fylgja að öllu forfeðrum vorum, þegar um skyldustörf vor er að ræða; vér eigum að leita í Guðs orði að því hverjar séu skyldur vorar og reyna að finna sannleikann sjálfir. Ábyrgð vor er meiri en forfeðra vorra. Vér njótum þess ljóss er þeir nutu og vér höfum erft frá þeim, en vér njótum einnig aukins ljóss, sem oss skín nú frá orði Guðs, og á því berum vér ábyrgð að færa oss það í nyt.DM 134.1

    Innan skamms skipaði páfinn Lúter að hverfa heim, og hann vissi að þá yrði ekki langt eftir fordæmingunni að bíða. Ógnandi ský hvíldu yfir honum, en þegar hann fór frá Worms var hjarta hans fult af gleði og lofgjörð: “Sjálfur Djöfullinn hélt vörð um páfabústaðinn”, sagði hann. “En Kristur hefir brotið stórt skarð í þann múr og Satan varð að játa að Drottinn er voldugri en hann”. 1D'Aubigné, 7. bók, 9. kap. DM 134.2

    Þegar Lúter var farinn hugsaði hann sér að rita keisaranum, til þess að vera viss um að staðfesta sín yrði ekki misskilin sem uppreist; hann skrifaði honum á þessa leið: “Guð, sem er rannsakari hjartnanna, er mér vitni þess aö eg er reiðubúinn að hlýða yðar hátign í allri undir-gefni, í meðlæti og mótlæti, í lífi og í dauða undantekn-ingarlaust, nema því að eins að það komi í bága við Guðs orð, því af krafti þess lifum vér. Í öllum hörmungum þessa lífs skal trú mín vera óhagganleg, því það hefir engin áhrif á sáluhjálp manna hvort þeir vinna eða tapa í veraldlegum efnum. En þegar um eilífðarmálin er að ræða, þá er það ekki vilji Drottins að vér beygjum oss undir vald mannanna. Því slík undirgefni í andlegum efnum er veruleg tilbeiðsla og heyrir því einungis til skapara vorum. “1D'Aubigné, 7. bók, 11. kap. DM 134.3

    Á leiðinni frá Worms var jafnvel tekið á móti Lúter með enn þá meiri viðhöfn en þegar hann kom þangað. Konunglegir klerkar buðu velkominn hinn bannfærða munk, og borgaralegir embættismenn heiðruðu manninn sem keisarinn hafði fordæmt. Hann var beðinn að halda ræður, og þrátt fyrir bannfæringuna fór hann samt upp í ræðustólinn: “Eg hefi aldrei lofað því að setja Guðs orð í fjötra”, sagði hann. “Ekki heldur kom mér til hug-ar að gjöra það”. 1D'Aubigné, 7. bók, 11. kap. DM 135.1

    Ekki var langt liðið frá því hann fór frá Worms og þangað til páfa fulltrúarnir lögðu fast að keisaranum að gefa út bann gegn honum. Í þessu banni var Lúter for-dæmdur sem “Satan sjálfur í mannsgerfi og klæddur í munkakápu”. 2Martyn, 1. hefti, 420. bls. Því var lýst yfir að þegar griðaloforðið hefði verið haldið og sá tími væri útrunninn, sem það næði yfir, þá skyldu ráð tekin til þess að stöðva verk hans. Öllum var bannað að hýsa hann; að gefa honum mat eða drykk eða að veita honum nokkra líkn eða aðstoð leynt eða ljóst, í orði eða verki. Hann var ófriðhelgur og átti að handsama hann hvar sem hann næðist og fá hann í hendur yfirvöldunum. Fylgjendur hans átti einnig að setja í fangelsi og eignir þeirra að vera gerðar upptækar. Ritverk hans átti að brenna og loksins var því lýst yfir að hver sem gerði sig sekan í því að hjálpa honum eða brjóta bannið að nokkru leyti, skyldi sjálfur undir sama banni. Stjórnandinn í Saxlandi og þeir embættismenn sem vinveittastir voru Lúter höfðu farið frá Worms skömmu eftir að hann fór þaðan og bann keisarans var samþykt á þinginu. Nú var glatt á hjalla hjá hinum róm-versku páfafulltrúum. Nú töldu þeir það víst að dauða-dómur siðbótarinnar hefði verið uppkveðinn.DM 135.2

    Drottinn hafði fundið ráð til þess að þjónn hans kæm-ist undan yfirvofandi hættu á tímum neyðarinnar. Vakað hafði verið yfir öllum hreyfingum Lúters og trúfast hjarta hafði ákveðið að bjarga honum. Það lá í augum uppi að páfavaldið í Róm mundi ekki gera sér gott af neinu minna en dauða hans. Það var að eins með því að fara í felur, að hægt var að bjarga honum úr ljónskjaft-inum. Drottinn veitti Friðrik Saxlandsstjórnara hugvit til þess að finna ráð er bjargaði siðbótarmanninum. Stjórnandinn fékk vini sína í lið með sér og fundu þeir ráð til þess að leyna Lúter fyrir vinum og fjandmönnum. Þegar hann var á ferðinni heim var hann tekinn fastur, fluttur burt frá félögum sínum og farið með hann í skyndi í gegn um skóg til kastalans í Wartburg. Bæði handtekn-ing hans og leynd voru svo óskiljanleg flestum að jafnvel Friðrik sjálfur vissi ekki lengi hvert hann hafði verið fluttur eða hvar hann var falinn. Þetta var alt af yfir-lögðu ráði; Á meðan Friðrik Saxlandsstjórnari vissi ekki hvar Lúter var, gat hann auðvitað ekki sagt til hans. Hann var viss um það með sjálfum sér að honum liði vcl, og það var honum nóg.DM 135.3

    Vorið leið, sumarið leið, og haustið leið; veturinn kom og Lúter var kyr í fangelsinu. Alexander og fylgjend-ur hans voru frá sér numdir af gleði, þar sem þeir með sjálfum sér voru sannfærðir um að Ijós náðarboðskapar-ins væri svo að segja sloknað. En þeim skjátlaðist. Lúter var að tendra ljós sitt með uppsprettu sannleik-ans, og það ljós átti fyrir sér að liggja að skína miklu bjartara en nokkru sinni fyr.DM 136.1

    Lúter var öruggur og leið vel í fangelsinu í Wartburg og fagnaði hann nú frelsinu frá hita og hávaða þess stríðs, sem hann hafði átt í. En ekki var það lengi, sem hann var ánægður með kyrðina og rósemina. Hann var vanur starfsömu lífi og stríði og tók það því nærri sér að vera kyr og aðgerðarlaus. Á þessum dögum einverunnar skoðaði hann kirkjuna í huga sér og hrópaði upp í örvænt-ingu: “Mikil skelfing; enginn er sá á þessum síðustu og verstu dögum sem standi upp beinn og óbifandi frammi fyrir Drotni og frelsi Ísraelslýð”. 1D’Aubigné, 9. bók, 2. kap. DM 136.2

    Nú fór hann aftur að hugsa um sjálfan sig, og hann hélt að hann yrði kærður um hugleysi fyrir það að flýja af hólmi; og hann ámælti sjálfum sér fyrir eigingirni og hroka. Samt sem áður kom hann meiru til leiðar á hverjum einasta degi en mögulegt virtist einum manni. Penni hans var aldrei aðgerðarlaus. Óvinir hans töldu sér trú um að hann hefði verið látinn þagna, en urðu þó brátt forviða á þeirri sönn-un sem þeir fengu fyrir því að hann var enn starfandi. Fjöldi flugrita birtist frá honum út um alt þýzkaland. Auk þess vann hann samlöndum sínum ómetanlegt gagn með því að þýða nýja testamentið á móðurmál þeirra— þýzku. Frá þessum stað hélt hann áfram nálega í heilt ár að útbreiða náðarboðskapinn og finna að spillingu þeirrar aldar.DM 136.3

    En það var ekki einungis til þess að bjarga Lúter frá óvinum hans, eða til þess að veita honum ró og næði að Drottinn hafði hagað því svo að hann yfirgaf í bráðina opinber störf. Það var enn þá meira virði en þetta hvort-tveggja, sem af því leiddi. Þar sem Lúter var einmana og afskektur var hann útilokaður frá áhrifum annara og lofi mannanna. Hann var á pann hátt frelsaður frá hroka -og stærilæti, sem oft fylgir sigurvinningum, í hvaða mynd sem er.DM 137.1

    Þegar menn gleðjast yfir því frelsi sem sannleikur-inn flytur þeim, er þeim hætt við að upphefja þá sem Drottinn notar sem verkfæri til þess að brjóta hlekki villukenninganna og hindurvitnanna. Djöfullinn reynir að snúa hugsun mannanna og tilfinningum frá Guði og binda þær við jarðneskar athafnir; hann kemur mönnum til þess að dýrka verkfærið, en fyrirlíta höndina sem því stjórnar og ræður fyrir öllum viðburður alvizkunnar. Það er of algengt að kirkjulegir leiðtogar gleyma því þannig að þeir eiga alt sitt Guði að þakka og eru aðeins verkfæri í hans hendi; þeim er hætt við að leggja áherzlu á mann-legan kraft og snúast til sjálfsdýrkunar. Þeir reyna því að stjórna hugsun og samvizkum fólksins, sem verður það á að líta upp til þeirra til leiðsagnar, í stað þess að snúa sér til Guðs. Verkum Drottins er oft seinkað einmitt fyrir þetta hugarfar þeirra sem eiga að leysa þau af hendi. Frá þessu ætlaði Guð að vernda siðabótina. Hann vildi láta það starf bera vitni um sig en ekki um mennina. Augu manna hvíldu á Lúter, sem framberanda sannleik-ans; hann var nú látinn vera fjarlægur þeim til þess að augu þeirra mættu líta þann, sem öllu stjórnar — höfund sannleikans.DM 137.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents