Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Áform páfadómsins

  Rómverska valdið er litið miklu hýrra auga af mót-mælendum nú á dögum, heldur en átti sér stað á fyrri árum. Í þeim löndum, sem kaþólskan hefir ekki náð út-breiðslu, og páfatrúarmenn fara friðsamlega að til þess að ná áhrifum, fer andvaraleysið vaxandi viðvíkjandi þeim atriðum, sem aðskilja siðabótakirkjuna frá páfa-trúnni og því prestavaldi er henni fylgir. Sú skoðun er að ryðja sér til rúms, að þegar alt sé skoðað ofan í kjölinn, sé munurinn ekki eins mikill í aðalatriðunum og álitið hafi verið, og ef vér hliðrum dálítið til, þá verði betra samkomulag milli vor og páfadómsins í Rómaborg. Sá var tíminn, að mótmælendur töldu samvizkufrelsi mikils virði, sem hafði verið svo dýru verði keypt. Þeir kendu börnum sínum að forðast páfakenningarnar, og héldu því fram að samkomulags tilraunir við rómverska valdið væru svik við Guð. En hvílíkur munur er orðinn á skoð-unum þeim, sem nú eru í ljós látnar.DM 286.1

  Þeir sem hlífiskildi halda uppi fyrir páfakirkjunni, vilja telja oss trú um að henni hafi verið gjört rangt til. Og mótmælendur alment virðast ekki vera fjarri því að viðurkenna þetta. Margir halda því fram að ranglátt sé að dæma kirkjuna eftir grimdarverkum og hégiljum þeim, sem þar réðu á tímum fáfræði og andlegs myrkurs. Þeir afsaka hinar óheyrðu svívirðingar hennar með því, að þá hafi aldarhátturinn verið svo spiltur, og halda því einnig fram, að nútíðarmenn hafi breytt henni.DM 286.2

  Hafa þessir menn gleymt þeirri kenningu að páfinn væri óskeikull? Sú kenning hefir verið flutt af kaþólsku kirkjunni í átta hundruð ár. Svo langt er frá því að þessi kenning hafi verið numin úr gildi að hún var jafn-vel endurnýjuð á nítjándu öldinni, með meiri vissu og ákveðnari orðum en nokkru sinni fyr.DM 286.3

  Rómverska kenningin heldur því fram, að kirkjunni “hafi aldrei skeikað, og samkvæmt ritningunni geti það aldrei komið fyrir að henni skeiki”.1Kirkjusaga Mosheims, 3. bindi, á 11. öld, 2 partur, 2. kafli, 9. grein, 1. athugasemd. Hvernig gæti hún þá kastað fyrir borð þeim grundvallaratriðum, sem hafa stjórnað henni á liðnum öldum?DM 289.1

  Páfakirkjan sleppir aldrei tilkalli sínu til óskeikul-leika. Alt það, sem hún hefir aðhafst gegn þeim, sem andmæltu kenningum hennar, allar ofsóknirnar, réttlætir hún. Og mundi hún ekki endurtaka sömu verkin, ef tækifæri byðist? Látum veraldlegu völdin leysa öll að-haldsbönd og veita rómversku kirkjunni sama vald og áður; þá mundi það sannast, að öll sömu grimdarverkin og allar sömu ofsóknirnar yrðu endurtekin tafarlaust.DM 289.2

  Það er að vísu satt, að til eru sannkristnir menn innan rómversku kaþólsku kirkjunnar. Þúsundir manna í þeirri kirkju þjóna Guði sínum trúlega, samkvæmt því ljósi, sem þeir hafa hlotið; þeim er ekki leyft að lesa Guðs orð, og þess vegna þekkja þeir ekki sannleikann. Þeir hafa aldrei getað borið saman og séð mismuninn á lifandi trú og útvortis siðareglum. Guð lítur þessar vesalings sálir líknar og miskunnaraugum, og tekur það til greina, að þær eru aldar upp í þeirri trú, sem er vill-andi og ófullnægjandi. Hann mun láta ljósgeisla þekk-ingarinnar þrengjast gegn um villumyrkur það, sem um-kringir þá. Hann mun opinbera þeim sannleikann, eins og hann er í Jesú, og margir þeirra munu enn þá skipa sér í lið með fólki hans.DM 289.3

  En rómverska kirkjan sem slík, er ekki fremur í samræmi við fagnaðarerindi Krists nú á dögum, en hún var í fyrri daga. Mótmælendakirkjurnar eru vafðar villu myrkri; væri það ekki, þá mundu þær sjá tákn tímanna. Rómverska kirkjan er víðtæk í reikningum sínum og starfsaðferðum; hún notar öll möguleg ráð til þess að útbreiða vald sitt og áhrif, í því skyni að búa sig undir hið ægilega og mikla stríð, sem á að ráða úrslitum um það, hvort hún nái yfirráðum yfir heiminum og geti end-urvakið ofsóknirnar og eyðilagt alt það, sem mótmælendur hafa komið til leiðar. Kaþólskan er að vinna í allar áttir. Sjáið hversu kirkjum hennar og bænahúsum fjölgar í öllum mótmælendalöndum. Sjáið aðsóknina að skólum hennar og mentastofnunum í Ameríku; sjáið hversu margir mótmælendur fara þangað. Sjáið hversu kirkjusiðunum er að fjölga á Englandi og hversu margir falla þar frá mótmæilenda trú og ganga í lið kaþólskra Alt þetta ætti að láta þá rannsaka, sem ant er um hrein-leik og einlægleik í boðun fagnaðarerindisins.DM 289.4

  Mótmælendur hafa verið mjög hlyntir páfavaldinu og haft alls konar mök við það; þeir hafa veitt því svo mikil hlunnindi og slakað svo mikið til við það, að jafnvel páfatrúarmenn sjálfir undrast það, og skilja það ekki. Menn loka augum sínum fyrir hinu sanna eðli páfavalds-ins, og þeirri hættu, sem samfara er yfirráðum þess. Brýna nauðsyn ber til þess að vekja fólkið til meðvitund-ar um skylduna til þess að standa á móti viðgangi þessa allra hættulegasta óvinar alls frelsis, bæði í veraldlegum og andlegum efnum.DM 290.1

  Á dögum páfavaldsins voru til verkefni, sem til þess voru notuð að pína menn til hlýðni við kenningar þess. Menn voru brendir á báli fyrir það, að beygja sig ekki undir kaþólsku kirkiuna. Kaþólska kirkjan er sek um manndráp í svo stórum stíl, að aldrei verður opinbert, fyr en á degi dómsins. Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hugsuðu upp öll möguleg píslarfæri, til þess að kvelja sem lengst andstæðinga sína og treina í þeim lífið með óheyrð-um hörmungum, og þeir voru innblásnir af Djöflinum, sem stjórnuðu gjörðum þeirra í þessu athæfi. Oft var svo langt gengið í þessum djöfullegu verkum, að lífsaflið var smámsaman látið fjara út, með hinum verstu kvölum sem hugsaðar verða, og píslarvottarnir fögnuðu þeirri stund, er dauðinn kæmi og leysti þá frá kvölunum.DM 290.2

  Páfinn þykist vera fulltrúi Krists hér á jörðinni, en hvernig stenzt breytni hans samanburð við breytni Krists? Er nokkursstaðar frá því sagt að Kristur hafi dæmt menn í fangelsi eða beitt við þá píslarfærum fyrir þá sök, að þeir ekki viðurkendu hann sem konung himn-anna ? Heyrði nokkur hann fordæma þá. og ákveða þeim dauða, sem ekki viðurkendu hann? pegar gys var gert að honum og hann vanvirtur í borgum Samverjanna, fyltist Johannes lærisveinn hans heilagri vandlæting og sagði: “Viltu herra að vér bjóðum að eldur skuli falla niður af himni og tortíma þeim, eins og Elías gjörði?”1Lúk. 9 : 54. Jesús leit meðaumkunaraugum á lærisveina sína, setti ofan í við þá fyrir harðneskju þeirra og sagði: “Manns-sonur-inn er ekki kominn til þess að tortíma lífi manna, heldur til þess að frelsa það”. Hvílíkt djúp er staðfest milli þess hugarfars, sem lýsti sér hjá Kristi og þess, er sá birtir, sem þykist vera fulltrúi hans.DM 290.3

  Rómverska kirkjan kemur nú fram fyrir heiminn með uppgerðar sakleysi og afsakar allar hinar fyrri sví-virðingar sínar; hún hefir fært sig í ytri búning, sem hún ætlast til að gjöri sig líka Kristi í augum manna, en í raun réttri er hún óbreytt. Alt eðli kaþólsku kirkjunnar, sem fram kom í fornöld, er það sama enn þann dag í dag. Meðul þau, sem hún beitti í miðaldamyrkrinu notar hún eins, og kenningarnar eru þær sömu. Á þessu ætti enginn að blekkjast. Páfavaldið, sem mótmælendur svo fúslega veita virðingu nú á dögum, er það sama, sem stjórnaði heiminum á dögum siðabótarinnar, þegar guð-ræknir menn risu upp, og hættu lífi sínu til þess að opin-bera svívirðingu þess og ranglæti. Páfavaldið sýnir sama drambið og sama hrokann, sem drotnaði yfir kon-ungum og keisurum og þóttist vera fulltrúi Guðs í heiminum. Andi þessa valds er jafngrimmur og einráður nú, eins og hann var, þegar það molaði undir sig frelsi manna og myrti þjóna hins heilaga Guðs.DM 291.1

  Páfavaldið er einmitt eins og frá er sagt í spádómun-um, hin fráfallandi kirkja hinna síðustu tíma, og sem á er bent í bréfinu til pessaloníkumanna.22. Þess. 2 : 3, 4. Það er stefna kaþólsku kirkjunnar að kasta yfir sig þeirri blæju, sem talin er heppilegust vegna kringumstæðanna, til þess að koma sínu máli fram; en undir áferðarfagurri skikkju í ýmsri mynd leynir hún æ og ávalt banvænu höggorms-eitri. “Hvorki ætti að halda orð né eiða við villutrúar-menn, né þá, sem grunaðir eru um villutrú”,3Lenfant, “History of the Council of Constance”, 1. hefti, bls. 516 (gefin út 1728). segir kaþólska kirkjan. Á það að líðast að þetta vald, sem ritað hefir sögu sína með blóði helgra manna um þús-und ár, sé nú viðurkent, sem einn hluti af kirkju Krists?DM 291.2

  Í hreyfingu þeirri, sem nú á sér stað í Bandaríkjun-um, er verið að reyna að fá vernd ríkisins fyrir kirkjuna; feta þar mótmælendur í spor kaþólskunnar. Þeir gjöra þar jafnvel meira; þeir opna dyrnar fyrir páfavaldinu og hjálpa því til valda í mótmælendalandinu Ameríku; þann-ig verða sjálfir mótmælendur til þess að hefja kaþólska valdið hér í álfu til þeirrar vegsemdar og þeirra áhrifa, sem það hefir tapað í Evrópu. Og það sem alvarlegast er við þessa hreyfingu er það, að aðal áherzlan er lögð á að lögskipa sunnudagshelgina— sem er venja, er upptök sín á í Rómaborg og sem rómverska valdið heldur fram, sem einkenni yfirráða sinna. Það er andi páfavaldsins, sá andi að beygja sig undir veraldlegar venjur, virðingin fyrir manna setningum fremur en boðorðum Guðs, sem er að gagntaka mótmælendakirkjurnar og leiða þær til að hefja sunnudaginn til sömu dýrðar, og páfakirkjan gjörði á undan þeim.DM 292.1

  Ef lesarinn vill skilja þau meðul, sem brátt verða um hönd höfð í þeirri miklu deilu, sem í vændum er, þarf hann ekki annað en lesa söguna og sjá hvaða meðul-um var beitt af rómverska valdinu áður fyr, í sama til-gangi. Vilji lesarinn sannfærast um það, hvernig kaþólsk-ir menn og mótmælendur fara með þá, er mótmæla kenn-ingum þeirra, þá þarf hann ekki annað en að athuga þann anda, sem ríkti hjá rómverska valdinu gagnvart hinum biblíulega hvíldardegi og þeim, sem hann héldu.DM 292.2

  Það var með konunglegum úrskurðum, almennum þingum, kirkjulegum fyrirskipunum, undir vernd verald-legra valda, að kaþólska kirkjan náði þeirri tign, sem húr, hefir í hinum kristna heimi. Fyrsta sporið, sem opinber-lega var stigið, til þess að framfylgja með valdi sunnu-dagshelginni, voru lög fyrirskipuð af Konstantínusi keis-ara, 321 e. Kr. Þessi lög lögðu svo fyrir að bæjarfólk skyldi hvílast á “hinum heiðursverða degi sólarinnar”, en fólki úti á landsbygðinni var leyft að vinna akuryrkju-störf. Þótt þetta væru í raun réttri heiðingleg lög, þá var þeim samt framfylgt af keisaranum, eftir það að hann hafði að nafninu til tekið kristna trú.DM 292.3

  Vegna þess að slíkt lagaboð fullnægði ekki til þess að afnema guðlegar fyrirskipanir, tók Eusebius biskup það ráð að lýsa því yfir, að Kristur hefði flutt hvíldar- dagshelgina frá laugardegi til sunnudags. Eusebius þessi leitaði vinfengis stjórnenda og var einkavinur og fylgjandi Konstantínusar. Ekki var komið fram með eitt einasta atriði úr biblíunni, þessari nýju kenningu til sönnunar. Eusebius viðurkendi sjálfur að kenningin væri röng, þótt hann gerði það óafvitandi, og benti á hina virkilegu höfunda breytingarinnar, er hann segir: “Alt það, sem var skylda mannsins á hvíldardeginum, höfum vér fært til dags Drottins”.1Cox, “Sabbath Laws and Sabbath Duties”, bls. 538, gefin út 1853. En þrátt fyrir það, þótt sunnudags helgiskipunin hefði ekkert við að styðj-ast, þá varð hún til þess að stæla menn í því að fótum-troða hvíldardag Drottins. Allir þeir, sem hljóta vildu veraldlegan heiður, viðurkendu þessa breytingu.DM 292.4

  Þegar páfavaldið hafði náð sér niðri, hélt sunnu-dagshelgin áfram. Um stundar sakir hélt fólkið áfram að vinna akuryrkjustörf, þegar það var ekki í kirkju, og sjöundi dagurinn var skoðaður helgidagur eftir sem áður. En breytingin komst á til fullnustu smám saman.DM 293.1

  Þegar kirkjuþinga skipanir ekki dugðu, var verald-lega valdið fengið til þess að gefa út lög svo hörð, að ótta slægi á fólkið við að setja sig upp á móti þeim og það þvingað til að halda helgan sunnudaginn og hætta þá öllum störfum. Á kirkjuþingi, sem haldið var í Rómaborg, voru allar fyrri yfirlýsingar staðfestar með meira afli og á hátíðlegri hátt. Þessar fyrirskipanir voru settar inn í kirkjulögin og þeim var framfylgt með valdi af hinum veraldlegu yfirvöldum, svo að segja um allan hinn kristna heim.DM 293.2

  Rómverska kirkjan er aðdáanleg í undirhyggju sinni og framsýni. Hún getur lesið það fyrir fram, sem verða muni. Hún bíður tækifæranna og sér mótmælendakirkj-urnar veita henni lotningu og beygja sig undir kröfur hennar með því að hlýða sunnudagshelgihaldinu, og hún er reiðubúin til þess að framfylgja þessu ranga helgihaldi með öllum þeim meðulum, sem hún beitti á fyrri öldum. Þeir sem ekki hafa meðtekið ljós sannleikans, leita enn-þá upplýsinga hjá því valdi, sem sjálft þykist vera óskeikult, og þannig verða þeir verkfæri til þess að upp-hefja kaþólskuna, með því að hlýða fyrirmælum hennar. Það er ekki vandskilið, hvers vegna kaþólskir menn séu reiðubúnir til þess að veita mótmælendum lið þessu til styrktar. Hver skyldi vita það betur en páfa leiðtogarnir, hvernig fara eigi með þá, er óhlýðnast kirkjunni?DM 293.3

  Og gleymum því aldrei að rómverska kirkjan stærir sig af því, að hún aldrei taki neinum breytingum. Grund-vallaratriði í kenningum Gregoriusar VII. og Innocentius-ar III. eru enn þá grundvallaratriði rómversku kirkjunnar. Og ef hún hefði eins mikið vald og fyr, þá mundi hún enn framfylgja þessum grundvallar atriðum eins hlífðar-laust og hún gerði á fyrri öldum. Mótmælendur vita ekki hvað þeir eru að gjöra, þegar þeir aðstoða kaþólska menn í því að framfylgja sunnudagshelginni. Á meðan mót-mælendur stæra sig af því, sem þeir hafa komið til leiðar, er kaþólska kirkjuvaldið að gróðursetja á ný yfirráð sín, sem hún hafði tapað. Sé þeirri reglu komið á, að kirkjan geti ráðið yfir eða stjórnað ríkinu og að ríkið geti með valdi fyrirskipað helgireglur, með öðrum orðum að ríki og kirkja geti tekið saman höndum, til þess að ráða yfir samvizku manna, þá er rómversk-kaþólska valdið orðið trygt og örugt.DM 294.1

  Guðs orð hefir varað við yfirvofandi hættu; verði þeim aðvörunum ekki gaumur gefinn, þá fær mótmæl-endakirkjan að kenna á því, sem kaþólska valdið hefir í hyggju, en þá verður það orðið um seinan, og ekki mögu-legt að losna úr snörunni. Kaþólska kirkjan er að ná völdum smátt og smátt, án þess að því sé athygli veitt. Kenningar hennar eru að útbreiða áhrif sín í þingsölum þjóðanna, í kirkjunum og í hjörtum mannanna. Hún er að reisa sér voldugar byggingar, þar sem fyrri ofsóknir hennar verða í laumi endurteknar. Hún er að safna kröft-um, þegjandi og hljóðalaust og að óvörum, til þess að vera reiðubúin, þegar tími kemur til atlögu. Hún þarf ekki annað en að fá svigrúm, og það hefir hún þegar hlotið. Vér finnum brátt og sjáum, hvert sé takmark rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hver sá, sem trúir orði Guðs og hlýðir því, mun baka sér ámæli og ofsóknir.DM 294.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents