Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 4—Flóttinn til Egyptalands.

  HERÓDES var ekki hreinskilinn, þegar hann sagði, að hann vildi fara til þess, að véita Jesú lotningu. Hann óttaðist, að þegar frelsarinn yrði fulltíða maður, mundi hann verða konungur og taka ríkið frá honum.KF 17.1

  Hann vildi vita, hvar barnið var.svo að hanngæti fundið það og líflátið það. Vitringarnir bjuggust til að fara aftur til Heródesar og segja honum frá barninu. En engill drottins birtist þeim í draumi, og sendi þá aðra leið heim.KF 17.2

  En er þeir voru burt farnir, sjá, þá vitrast engiil drottins Jósef í draumi og segir: »Ris upp, tak barnið og móður þess með þér og flý til Egyptalands, og ver þar þangað til eg segi þér; því að Heródes mun leita barnsins, til þess að fyrirfara því«. (Matt. 2, 13).KF 17.3

  Jósef beið ekki morguns, en reis þegar í stað upp, og um nóttina lagði hann af stað í hina löngu ferð, með Maríu og barnið.KF 17.4

  Vitringarnir höfðu gefið Jesú dýrmætar gjafir, og á þann hátt sá guð fyrir ferðakostnaðinum og veru þeirra í Egyptalandi, þangað til þau gátu aftur farið heitm í sitt land.KF 17.5

  Þegar Heródes vissi, að vitringarnir höfðu farið aðra leið heim, varð hann afarreiður. Hann vissi, hvað guð í spádómunum hafði sagt um komu Krists.KF 17.6

  Hann vissi, að stjarnan var send vitringunum til leiðbeiningar, og þó var hann ákveðinn í því, að fyrirfara Jesú. í reiði sinni sendi hann út hermenn sina og lét myrða öll sveinbörn, sem » voru í Betlehem, og í öllum nálægum héruðum, tvævetur og þau er yngri voru.KF 18.1

  Hversu undarlegt virðist það ekki, að maðurinn vill berjast móti guði! Hversu hræðileg sjón hlýtur ekki morð þessara saklausu barna að hafa verið! Heródes hafði gjört mörg grimdarverk; en hið óguðlega líf hans fékk skjótan enda; hann fékk hræðilegan dauðdaga.KF 18.2

  Jósef og María dvöldu á Egyptalandi, þar til Heródes var dáinn. Þá vitraðist engill drottins Jósef og sagði: »Rís upp, og tak barnið og móður þess raeð þér og far til ísraelslands, því að þeir eru dánir, er sátu um líf barnsins«. (Matt. 2, 16. 20).KF 18.3

  Jósef hafði vonast eftir því, að geta búsett sig í Betlehem, þar sem Jesús fæddist; en þá er hann kom í nánd við Júdeu, frétli hann, að sonur Heródesar væri tekinn við ríkisstjórn í stað föður síns.KF 18.4

  Jósef varð því hræddur við að fara þangað og vissi svo ekki hvað gera skyldi, en þá sendi guð engil til þess að leiðbeina honum. Jósef fylgdi Ieiðsögu engilsins og hélt til hins gamla heimilis síns í Nazaret.KF 18.5

  * * * * *

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents