Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 5—Barnæska Jesú.

    JESÚS ólst upp í litlum bæ til fjalla.Hann, sem var guðs son, hefdi þó getað verið hvar sem vera skal á jörðunni.KF 19.1

    Hann mundi hafa verið prýði sérhverrar borgar. En hann kom ekki á heimili hinna riku né i hallir konunganna. Hann valdi sér bústað medal hinna fátæku i Nazaret.KF 19.2

    Hann vill, að hinir fátæku viti, að hann þekkir reynslu þeirra, hann hefir þolað alt, sem þeir verða að þola. Hann getur haft meðaumkvun með þeim og hjálpað þeim.KF 19.3

    Biblían segir nm Jesúm á bernskuárum hans: »Barnið óx og styrktist, fult vizku, og náð guðs var yfir því«. »Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá guði og mönnum« (Lúk. 2, 40. 52).KF 19.4

    Hann var mjög námfús og iðinn, hafði glöggan skilning og var sérlega hugsanaríkur og vel viti borinn eftir aldri. Þó var hann mjög náttúrlegur og börnum likur í framkomu og hann óx bæði likamlega og andlega, eins og önnur börn.KF 19.5

    En Jesús var ekki í öllu líkur öðrum börnum; hann sýndi ávalt ósérplægið og vingjarnlegt hugarfar. Hann var ætíð fús til að hjálpa öðrum.KF 19.6

    Hann stóð fastur eins og bjarg á því, sem rétt var, en jafnframt var hann vingjarnlegur og ástúðlegur í viðmóti og umgengni við alia, bæði á heimili sinu og annarstaðar.KF 19.7

    Gamalmennum og fátæklingum veitti hann athygli og sýndi þeim vinsemd sina, og einnig við hin mállausu dýr var hann vingjarnlegur. Þó ekki væri nema særður fugl, sem varð á vegi hans, græddi hann hann og annaðist med mikilli nákvæmni, og alt lifandi farm til velliðunar í nærveru hans.KF 20.1

    Á dögum Krists báru Gyðingar mikla umbyggju fyrir uppeldi barna sinna. Peir höfðu skóla i félagi með fræðimönnum og söfnuðust saman með þeim til guðsdýrkunar, kennararnir voru kallaðir lærifeður; þeir voru álitnir að vera mjög lærðir.KF 20.2

    Jesús gekk ekki í þessa skóla; þvi þar var margt kent, sem ekki var sannleikur. Þar voru kendir mannalærdómar í stað guðs orða, og þeir komu oft í bága við það, sem guð hafði sagt í spádómunum. Guð lét sinn heilaga anda kenna Maríu hvernig hún ætti að uppala son hans, hún kendi honum úr heiiagri ritningu, og svo lærði hann að lesa og skilja hana sjálfur.KF 20.3

    Jesús hafði einnig löngun til að rannsaka hin dásamlegu handaverk guðs bæði á himni og jörðu. í þessari bók náttúrunnar, sá hann tré, jurtir og dýr, sólina óg stjörnurnar.KF 20.4

    Hann gaf gætur að þessurn hlutum dag eftir dag og leitaðist við að læra eitthvað af þeim og finna hinar réttu orsakir til alls.KF 21.1

    Hinir heilögu englar voru hjá honum og hjálpuðu honum til þess að skilja þessi guðdómlegu verk. Jafnframt því, sem hann óx og styrktist líkamlega, tók hann einnig framförum í vizku og þekkingu.KF 21.2

    Sérhvert barn getur aflað sér þekkingar á sama hátt og Jesús gjörði. Vér eigum að kappkosta að læra einnngis það, sem er satt og gott, það sem er þvaður og villa, er oss til engra nota.KF 21.3

    Einungis sannleikurinn hefir fullkomið gildi, og hann getum vér lært að þekkja af orði guðs og verkum hans. Þegar vér hugsum um þetta, munu englarnir hjálpa oss til þess ad skilja alt.KF 21.4

    Vér munum fá skilning á vísdómi og gæzku vors himneska föður. Sálu vorri mun veitast styrkur, hjarla vort hreinsast, og vér verða líkir Jesú.KF 21.5

    A hverju ári fóru Jósef og Maria til Jerusalem til þess að vera þar við páskahátiðina. Þegar Jesús var orðinn tólf ára gamall tóku þau hann með sér.KF 21.6

    Þetta var ánægjuleg ferð, fólkið gekk eða reið á uxum eða ösnum. Vegalengdin milli Nazaret og Jerusalem var hér um bil sjötiu mílur (enskar).KF 21.7

    Af öllu landinu, og einnig frá ödrum löndum kom fólk á þessa hátíð; og þeir, sem voru frá sama stað urðu samferða og mynduðu stóran hóp á veginum.KF 21.8

    Pessi hátíð var haldin í marz eða fyrst í apríl. Þá var vor á Gyðingalandi, og þar var gnægð blóma, og unaðslegur fuglasöngur fylti loftið.KF 21.9

    Á leiðinni sögðu foreldrarnir börnunum frá því, hversu dásamlega guð hefði stjórnað öllu í Israel á liðnum tíma. Og oft sungu þeir saman nokkra af hinum fögru sálmum Davids.KF 21.10

    A dögum Krists, var fólkið orðið hálfvolgt i guðrækni sinni, það hugsaði meir um sina eigin ánægju en um gæsku guðs.KF 21.11

    En þannig var það ekki fyrif Jesú; hann hugsaði mikið um guð. Þegar hann stóð ívrhusterinu, tók’ hann nákvætnlega eftir prestunum, og því, sem þeir gjörðu. Þegar fólkið kraup niður til þess að biðja, gjörði Jesús það einnig, og hann söng með því lofsöngva þess.KF 23.1

    A hverjum morgni og hverju kvöldi var fórnað lambi á altarinu, og átti það að tákna dauða frelsarans. Þegar barnið Jesu virti fyrir sér hið saklausa fórnardýr, þá veitti heilagur andi honum skilning á því, hvað þetta þýddi. Hann vissi, að hann sjálfur, sem guðs lamb, átti að deyja fyrir syndir mannanna.KF 23.2

    Jesús vildi helzt vera í einrúmi með slíkar hugsanir; hann var því ekki kyr hjá foreldrum sínum í musterinu; og þegar þau fóru af stað heimleiðis, var hann ekki með þeim.KF 23.3

    í herbergi, sem áfast var við musterið, var skóli, og þar kendu lærifeðurnir; þangað kom barnið Jesú inn eftir lítinn tíma. Hann sat með öðrum ungmennum við fætur hinna frægu lærifeðra og hlýddi á orð þeirra.KF 23.4

    Gyðingar höfðu margar rangar hugmyndir um Messías. Petta vissi Jesús, en hann mótmælti ekki þessum lærðu mönnum. Eins og sá, sem beiðist upplýsinga, bar bann upp spurningar um,hvað spámennirnir hefðu skrifað.KF 23.5

    I flmtugasta og þriðja kapitula i spádómsbók Esajasar, er talað um dauða frelsarans. Jesús lærði þenna kapitula og spurði hvað hann þýddi.KF 23.6

    Lærifeðurnir gátu ekki gefið neitt svar upp á það. Þeir byrjuðu að spyrja Jesúm og undruðust þekkingu hans á ritningunni.KF 23.7

    Þeir sáu, að hann skildi betur biblíuna, en þeir gjörðu. Þeir urðu að kannast við það fyrir sjálfum sér, að kenningar þeirra væru rangar, en þeir vildu ógjarna trúa öðru.KF 23.8

    Jesús var svo ljúfur og kurteis, að þeir gátu ekki reiðst honum. Þá langaði til að fá að bafa hann hjá sér sem lærisvein, og kenna honum að útskýra biblíuna á sama hátt og þeir gj ', örðuKF 23.9

    Þegar Jósef og Maria lögðu af stað frá Jerusalem, tóku þau ekki eftir því, að Jesú varð eftir. Þau ætluðu að hann væri með vinum þeirra, meðal samferðafólksins.KF 24.1

    En er þau fóru að reisa næturtjöld sín, söknuðu þau hans, því hann var ætíð svo duglegur að hjálpa þeim. Þau leituðu að honum meðal samferðafólksins, en árangurslaust.KF 24.2

    Jósef og María urðu þá mjög hrædd, þau mundu eftir því, hvernig Heródes hafði reynt að lífláta Jesúmj þegar hann var lítið barn, og nú voru þau hrædd um að einhver óhamingja hefði hent hann.KF 24.3

    Hrygg í huga sneru þau aftur til Jerusalem, en ekki fundu þau hann fyr en á þriðja degi.KF 24.4

    Þau urðu óumræðilega glöð, er þau sáu hann aftur; þó fanst Maríu að sök lægi á honum fyrir að hafa yfirgefið þau. Hún sagði:KF 24.5

    »Barn, því breyttir þú svo við okkur? Sjá, faðir þinn og eg leituðum þin harmþrungin«. Og hann sagði:KF 24.6

    »Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki, að mér ber að vera i því, sem míns föður er?« (Lúk. 2, 48. 49). Meðan Jesús mælti þessi orð, benti hann til himins, og af andliti hans ljómaði undraverð birta.KF 24.7

    Jesús vissi, að hann var guðs. sonur og að hann hafði gjört það, sem faðirinn hafði sent hann til að framkvæma á jörðunni.KF 24.8

    María gleymdi aldrei þessum orðum. Síðar meir skildi hún betur hina réttu þýðingu þeirra.KF 24.9

    Jósef og María elskuðu Jesúm og þó sýndu þau skeytingarleysi gagnvart honum. Þau gleymdu því verki, sem guð hafði trúað þeim fyrir. Fyrir eins dags vanrækslu mistu þau af honum.KF 24.10

    Nú á dögum hafna margir á sama hátt nærveru Jesú. Þegar vér hirðum ekki um að lyfta huga vorum til bans eða gleymum að biðja hann, þegar vér tölum gálauslega, óvingjarnlega eða Ijót orð, svo skiljum vér oss frá Jesú. An hans erum vér hryggir og einmana.KF 24.11

    En ef vér sannarlega æskjum eftir að vera i samfélagi við hann, þá mun hann ávalt vera hjá oss. Frelsara vorn langar til að vera hjá þeim, sem þrá nærveru hans. Hann getur upplýst hið fátæka heimili og glatt hið auðmjúka hjarla.KF 24.12

    Þótt Jesús vissi að hann væri guðs sonur, for hann með Jóseí og Mariu til Nazaret, og þar til hann var þrjátíu ára gamall var hann þeim undirgefinn.KF 25.1

    Hann, sem á himnum hafði verið fyrirliði englanna, var her á jörðunni hlýðinn og ástríkur sonur.KF 25.2

    Hinar alvarlegu hugsanir, sem höfðu þrengt sér inn i huga hans við guðsþjónustuna i musterinu, þær geymdi hann i hjarta sinu.KF 25.3

    Hann béið, þar til sá timi kom, er guð hafði ákveðið að hann skyldi byrja á því verki, sem honum var faiið á hendur ad vinna.KF 25.4

    Jesús ólst upp á fátæku bóndaheimili. Trúlyndur og iðinn, hjálpaði hann til þess að standa straum af fjölskyldunni.KF 25.5

    En jafnskjótt er hann hafði aldur til, lærði hann handiðn og vann sem trésmiður með Jósef.KF 25.6

    I óbrotnum erfiðismannaklæðnaði gekk hann gegnum götur bæjarins til vinnu sinnar. Hann notaði ekki guðdómskraft sinn, til þess að létta sér byrði lífsins.KF 25.7

    Við erfiðið á æskuárunum óx Jesús og varð hraustur til likama og sálar. Hann leitaðist við að nota krafta sína þannig, að hann gæti viðhaldið heilbrigði sinni, unnið sérhvert verk heiðarlega.KF 25.8

    Alt, sem hann gjörði, gjörði hann vel, hann vildi vera fullkominn í öllu, einnig í því að nola verkfæri. Með dæmi: sinu i hefir hann kent oss, að vér eigum að vera iðjusamir og gjöra sérhvert verk vel og trúlega, hann hefir sýnt oss, að slík vinna er heiðarleg. Allir eiga að hafa eitthvert starf, sem getur orðið sjálfum þeim og öðrum til gagns.KF 26.1

    Guð gaf oss vinnuna, oss til blessunar, og hann hefir velþóknun á þeim börnum, sem eru fús til að gjöra sinn hluta af heimilisverkunum, og Iétta byrðar föður og móður. Slík börn munu verða öðrum til blessunar, þá er þau koma út í heiminn.KF 26.2

    Þeir unglingar, sem leitast við að þóknast guði í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur, sem gjöra ætíð það, sem rétt.er, þeir munu verða nytsamir í mannfélaginu, þá er þeir eldast. Með því að véra trúir yfir litlu verða þeir settir yfir meira.KF 26.3

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents