Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 3—Heimsókn vitringanna.

  TILGANGUR guðs var að mennirnir vissu um komu Krists til jarðarinnar. Prestarnir hefdu átt ad kenna folkinu að vænta frelsarans; en sjálfir vissu þeir ekki um komu hans.KF 12.1

  Þess vegna sendi guð engla til hirdanna til þess ad segja þeim, ad Kristur væri fæddur, og hvar þeir gætu fundid hann.KF 12.2

  Þannig var þad einnig þegar Jesús var færdur til musterisins, ad nokkrir tóku móti honum sem frelsara; þad gerdu þau Simeon og Anna. Gud hafdi lofad þeim ad lifa, svo ad þau fengju þetta dýrmæta tækifæri til ad vitna um, ad Jesús væri hinn fyrirheitni Messias.KF 12.3

  Gud ætladist til þess ad adrir menn, engu sidur en Gydingarnir vissu um komu Krists. Í Austurlöndum voru vitringar, sem höfdu lesid spádómana um Messias, og sem einnig trúdu því, ad hans væri brátt von.KF 12.4

  Gydingar kölludu þessa menn heidingja, en þeir voru ekki hjágudadýrkendur. Þeir voru einlægir menn, sem höfdu vilja til ad læra ad þekkja sannleikann og gjöra guds vilja.KF 12.5

  Gud litur á hjartalagid, og hann vissi, ad hann gat reitt sig á þessa menn. Þeir voru móttækilegri fyrir himneskt Ijós, heldur en prestar Gyðinga, er voru fullir ofmetnadar og eigingirni.KF 12.6

  Þessir vitringar voru heimsspekingar, þeir höfðu virt fyrir sér verk guðs í náttúrunni, og af þvi lært að elska hann. Þeir höfðu tekið eftir stjörnunum og þektu göngu þeirra, og glöddust yfir því, að horfa á hreifíngar þeirra á nóttunni. Ef ný stjarna kom í ljós, fanst þeim það eins og stór viðburður.KF 13.1

  Menn þessir höfðu tekið eftir einkennilegri birtu á himninum þá sömu nótt, sem englarnir komu til hirðanna í Betlehem. Petta var sá dýrðlegi ljómi, sem umkringdi englana.KF 13.2

  Þegar þessi birta hvarf, höfðu þeir komið auga á eitthvað, sem liktist stjörnu, á himninum. Óðara kom þeim í hug spádómurinn, sem segir: »Stjarna upp rennur af Jakob, veldissproti rís af ísrael«. (4. Mós. 24, 17). Var þessi stjarna merki þess, að Messias væri kominn? Þeir ákváðu að fara af stað og hafa hana fyrir leiðarvísi Stjarnan vísaði þeim leið til Júdeu, en þegar þeir komu í nánd við Jerusalem, varð hún svo óskýr að þeir gátu ekki fylgt henni lengur.KF 13.3

  I þeirri von, að Gyðingarnir gætu strax sagt þeim, hvar frelsarinn ætti að’ fæðast, gengu vitringarnir inn í Jerusalem og sögðu; »Hvar er hann, sem borinn er, konungur Gyðinganna? Því áð vér höfum séð stjörnu hans i austrinu og erum komnir, til þess að veita honum lotningu«.KF 14.1

  En er Heródes konungnr heyrði þetta, varð hann felmtsfullur og oil Jerusalem með honum; og er hann hafði safnað saman öllum æðstu prestunum og fræðimönnum lýðsins, spurði hann þá hvar Kristur ætti að fæðast. Og þeir svöruðu honum: »í Betlehem í Júdeu; því þannig. var ritað af spámanninum«.KF 14.2

  Heródes féll ílla að heyra talað um konung, er með tímanum, ef til vill, kynni að setjast í hásæti hans. Hann kallaði því vitringana til sín á laun og fékk hjá þeim glögga grein fyrir því, hvenær sijarnan hefði birst; lét hann þá síðan fara til Betlehem og sagði: »Farið og haldið vandlega spurnum fyrir um barnið, og er þér hafið fundið það,. þá látið mig vita, til þess að eg geti einnig komið og auðsýnt þvi lotningu«.KF 14.3

  En er þeir höfðu hlýtt á konunginn, fóru þeir leiðar sinnar. Og sjá, stjarnan, sem þeir höfðu séð í austrinu, fór fyrir þeim, þar til hana bar þar yfir, sem barnið var.KF 14.4

  Og þeir gengu inn i húsið og sáu barnið ásamt Mariu, móður þess, og féllu fram og veitlu því lotningu. Opnuðu fjárhirzlur sinar og færðu þvi gjafir: gull, reykelsi og myrru. (Matt. 2, 2—11).KF 14.5

  Vitringarnir fóru með það bezta, sem þeir áttu, til þess að gefa Jesú, og með því hafa þeir gefið oss eftirdæmi. Margir gefa hinum jarðnesku vinum sínum gjafir en hafa ekkert til þess að gefa vorum himneska vini, sem vér höfum þegið svo margar velgjörðir af. Þannig eigum vér ekki að breyta. Vér eigum að færa Kristi alt það bezta af tíma vorum, fjármunum, kærleika vorum og lotningu.KF 14.6

  Vér getum fært honum gjafir með því, að gefa hinum fátæku, bæta úr þörfum þeirra, og kenna mönnum að þekkja frelsarann. Á þann hátt getum vér hjálpað til þess að frelsa þá, er hann dó fyrir. Slíkar gjafir mun Jesú rikulega blessa.KF 15.1

  * * * * *

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents