Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 22—Sambandið milli eiginmanns
    og eiginkonu

    Þeir sem skoða hjúskapinn sem eina af heilögum. tilskipunum Guðs sem studd er af heilögum boðum hans munu stjórnast af heilbrigðri skynsemi.BS 148.1

    Jesús krafðist ekki einlífis af neinum hóp manna. Hann kom ekki til þess að brjóta niður hið heilaga hjúskaparsamband, heldur til að göfga það og hefja til upprunalegrar helgunar. Hann lítur með ánægju á fjölskyldubönd, þar sem heilagur og óeigingjarn kærleikur fær að ráða.

    BS 148.2

    Hjúskapurinn er löglegur og heilagur

    Það er í sjálfu sér engin synd í því að eta og drekka eða giftast og kvænast. Það var löglegt að giftast á tímum Nóa og er löglegt að giftast núna, ef það, sem löglegt er, er gert á viðeigandi hátt og ekki farið með það út í öfgar á syndsamlegan hátt. En á dögum Nóa kvæntust menn, án þess að hafa samráð við Guð eða leita leiðsagnar hans og ráða.BS 148.3

    Sú staðreynd, að öll sambönd eru hverful í eðli sínu, ætti að hafa mótandi áhrif á allt, sem við gerum og segjum. Á dögum Nóa var það hinn öfgafulli, óhóflegi kærleikur til þess, sem í sjálfu sér var löglegt — væri það notað á viðeigandi hátt — sem gerði hjúskapinn syndsamlegan í augum Guðs. Það eru margir, sem eru að glata sálum sínum á þessum tímum heimssögunnar, með því að verða gagnteknir af hugsuninni um hjúskap og í hjúskapnum sjálfum.BS 148.4

    Hjúskaparsambandið er heilagt, en á þessari spilltu öld hylur það yfir alls konar svívirðingu. Það er afbakað og er orðinn glæpur, sem nú felur í sér eitt af táknum síðustu daga rétt eins og hjúskapurinn eins og til hans var stofnað fyrir flóðið var þá glæpur. Þegar fólk skilur hið heilaga eðli og kröfur hjúskaparins mun hann jafnvel nú hljóta samþykki himinsins og leiða til hamingju beggja aðila og Guð mun verða vegsamaður.

    BS 148.5

    Forréttindi hjúskaparins

    Þeir, sem segjast vera kristnir, ættu á tilhlýðilegan hátt að íhuga afleiðingar sérhverra forréttinda, sem hjúskapurinn felur í sér og heilagar meginreglur ættu að vera grundvöllur hverrar athafnar. Í mjög mörgum tilfellum hafa foreldrar misnotað forréttindi sín í hjúskapnum og með eftirlátssemi hafa þeir styrkt dýrslegar ástríður sínar.BS 148.6

    [Á öðrum stöðum talar frú White um „einkamál og forréttindi hjúskaparins”.]BS 149.1

    Að fara með það, sem löglegt er, út í öfgar gerir það að hræðilegri synd.BS 149.2

    Margir foreldrar afla sér ekki þeirrar þekkingar, sem þeir ættu að afla sér í hjúskapnum. Þeir eru ekki á varðbergi gegn því að Satan noti tækifæri til að stjórna huga þeirra og lífi. Þeir sjá ekki, að Guð krefst þess að þeir hamli gegn öfgum í hjúskap sínum. En mjög fáum finnst það vera trúarleg skylda sín að stjórna ástríðum sínum. Þeir hafa sameinazt í hjúskap þeim einstakling, sem þeir hafa valið, og þess vegna álíta þeir, að hjúskapurinn leggi blessun sína yfir eftirlátssemi við lægri hvatir. Jafnvel karlar og konur, sem segjast vera guðrækin, gefa lostafullum ástríðum sínum lausan tauminn og þeim dettur ekki í hug, að Guð telji þau ábyrg fyrir eyðslu á lífsorku sem veikir tak þeirra á lífinu og lamar allt líkamskerfið.

    BS 149.3

    Iðkið sjálfsstjórn og bindindi

    Ó, að ég gæti fengið alla til að skilja skyldu sína við Guð um að varðveita andleg og líkamleg líffæri í sem beztu ástandi og veita höfundi lífsins fullkomna þjónustu! Hin kristna eiginkona ætti að forðast bæði í orði og athöfn að æsa upp dýrslegar hvatir eiginmannsins. Margir hafa alls engan styrk til að sóa í slíkt. Allt frá æsku sinni hafa þeir veiklað heilann og reynt of mikið á líkamskerfið með því að fullnægja lægri hvötum. Sjálfsafneitun og bindindi ætti að vera varnaðarorð þeirra í hjúskapnum.BS 149.4

    Við erum undir heilagri skyldu gagnvart Guði að halda huganum hreinum og líkamanum hraustum, svo að við getum verið mannkyninu blessun og veitt Guði fullkomna þjónustu. Postulinn segir þessi aðvörunarorð: „Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans.” Hann hvetur okkur áfram með því að segja okkur, að „sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum er bindindissamur í öllu.” Hann hvetur alla, sem kalla sjálfa sig kristna, að „færa líkama sinn sem lifandi, heilaga og Guði þóknanlega fórn.” Hann segir: „Ég leik líkama minn hart og geri hann að þræli mínum til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gerður rækur.”BS 149.5

    Það er ekki hreinn kærleikur, sem eggjar mann til að gera konuna sína að tæki til að þjóna hans eigin girnd. Það eru dýrslegar hvatir, sem krefjast eftirlátssemi. En hvað það eru fáir menn, sem sýna kærleika sinn á þann hátt sem postulinn segir: „Að sínu leyti eins og Kristur elskaði söfnuð sinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann, til þess að hreinsa hann og helga hann [ekki saurga] að hann væri heilagur og lýtalaus.” Það er þess konar kærleikur í hjúskapnum, sem Guð telur heilagan. Kærleikurinn er hrein og heilög meginregla. En lostafull ástríða mun ekki leyfa aðhald og mun ekki láta segja sér fyrir verkum eða stjórnast af skynsemi. Hún er blind fyrir afleiðingunum. Hún ályktar ekki frá orsökum til afleiðinga. Satan leitast við að veikja sjálfstjórn. Satan leitast við að lækka staðal hreinleika og veikja sjálfsstjórn þeirra, sem ganga til hjúskapar, sökum þess að hann veit, að meðan lægri hvatir hafa yfirhöndina verða siðferðiskraftarnir stöðugt veikari og þarf hann þá ekki að hafa neinar áhyggjur af andlegum vexti þeirra. Hann veit líka, að hann getur ekki á neinn annan hátt betur prentað sína hræðilegu mynd á afkomendur þeirra og þannig mótað lunderni þeirra jafnvel enn betur og skjótar en lunderni foreldranna.BS 149.6

    Karlar og konur, einn dag munuð þið komast að því, hvað lostinn er og hverjar afleiðingar þess eru að fullnægja honum. Alveg jafn lágkúrulegar ástríður er hægt að finna innan hjúskaparins og utan hans. Hverjar eru afleiðingar þess að gefa lægri hvötum lausan tauminn? Svefnherbergið, þar sem englar Guðs ættu að ráða, er vanhelgað með því að iðka það, sem ljótt er. Og sökum þess að svívirðilegt, dýrslegt eðli ræður, er líkamanum spillt: Viðbjóðslegar venjur leiða til viðbjóðslegra sjúkdóma. Það, sem Guð hefur gefið sem blessun, er gert að bölvun.BS 150.1

    Sé farið með kynlífið út í öfgar, mun það á áhrifaríkan hátt eyða löngun til guðræknistunda, taka frá heilanum það efni, sem þörf er til þess að næra líkamskerfið og á áhrifaríkan hátt draga úr líkamsþrekinu. Engin eiginkona ætti að hjálpa eiginmanni sínum í þessu sjálfseyðingarstarfi. Hún mun ekki gera það, ef hún er upplýst og hefur sannan kærleika til hans.BS 150.2

    Því meir sem látið er eftir hinum dýrslegu hvötum, þeim mun sterkari verða þær og þeim mun kröftugri verða kröfur þeirra um eftirlátssemi. Guðelskandi karlar og konur ættu að vakna til skyldu sinnar. Margir þeir, sem játa sig kristna, þjást af lömun á taugum og heila sökum bindindisleysis þeirra í þessu efni.

    BS 150.3

    Eiginmenn ættu að vera tillitssamir

    Eiginmenn ættu að vera aðgætnir, athugulir, stöðugir, trúir og meðaumkunarsamir. Þeir ættu að sýna kærleika og samúð. Ef þeir uppfylla orð Krists, verður kærleikur þeirra ekki af lágkúrulegu, jarðnesku og holdlegu eðli, sem hefði það í för með sér, að þeirra eigin líkama yrði eytt og konur þeirra yrðu þreklausar og sjúkar. Þeir munu ekki fullnægja lægri hvötum á sama tíma sem þeir láta klingja í eyrum eiginkvenna sinna að þær verði að vera undirgefnar eiginmanninum í öllu. Þegar eiginmaðurinn hefur göfuga lyndiseinkunn, hreint hjarta og háleitt hugarfar, sem hver sannur kristinn maður ætti að eiga, mun það birtast í hjúskapn- um. Ef hann hefur huga Krists, mun hann ekki eyða líkamanum, heldur vera fullur af blíðum kærleika og leitast við að ná hinum æðsta staðli í Kristi.BS 150.4

    Enginn maður getur í sannleika elskað konu sína þegar hún í þolinmæði beygir sig undir að verða þræll hans og þjóna lægri hvötum hans. í sinni hlutlausu undirgefni glatar hún því gildi, sem hún einu sinni hafði í augum hans. Hann sér hana dragast niður frá því, sem göfugt var, á lágt stig og þar kemur, að hann grunar, að hún muni jafn mótstöðulaust beygja sig undir það að vera dregin niður af öðrum eins og honum sjálfum. Hann dregur Í efa stöðugleika hennar og hreinleika og þreyttur á henni leitar hann nýrra leiða til að vekja og magna lágkúrulegar hvatir sínar. Lögmál Guðs er ekki virt. Þessir menn eru verri en hrottar. Þeir eru djöflar í mannsmynd. Þeir þekkja ekki hina tignu og göfgandi meginreglu hins sanna og helgaða kærleika.BS 151.1

    Eiginkonan verður einnig afbrýðisöm út í eiginmann sinn og grunar, að hann mundi rétt eins vera fús til þess að leita lags við aðrar eins og hana, ef tækifæri gæfist. Hún sér, að hann stjórnast ekki af samvizkunni eða af ótta til Guðs. Allar þessar helgandi hömlur eru brotnar niður af lostafullum ástríðum. Allt það, sem er Guði líkt í eiginmanninum, er látið þjóna lágkúrulegum og hrottafengnum losta.

    BS 151.2

    Þegar ósanngjarnar kröfur eru gerðar

    Málið sem nú þarf að ákvarða er þetta: Á eiginkonunni að finnast hún vera bundin af því að láta skilyrðislaust undan kröfum eiginmanns síns, þegar hún sér að ekkert nema lágkúrulegar ástríður stjórna honum og skynsemi hennar og dómgreind segja henni, að hún skaði með því líkama sinn, sem Guð hefur falið henni til að eiga í helgun og með heiðri og varðveita sem lifandi fórn fyrir Guð?BS 151.3

    Það er ekki hreinn, heilagur kærleikur sem leiðir konuna til að fullnægja dýrslegum hvötum eiginmanns síns á kostnað heilsu og lífs. Ef hún hefur sannan kærleika og vísdóm til að bera, mun hún leitast við að leiða huga hans frá því að fullnægja lostafullum girndum til þess sem er háleitt og andlegt með því að dvelja við skemmtileg, andleg efni. Þó að hætta sé á að ávinna sér vanþóknun hans, kann það að vera nauðsynlegt að leggja áherzlu á í auðmýkt og kærleika, að hún geti ekki hugsað sér að saurga líkama sinn með því að fara með kynlífið út í öfgar. Hún ætti á blíðan og vingjarnlegan hátt að minna hann á, að Guð hafi fyrstu og æðstu kröfu á allri hennar veru og að hún geti ekki vanvirt þessa kröfu, hún sé ábyrg á hinum mikla degi Guðs.BS 151.4

    Ef konan vill göfga kærleika sinn og í helgun og heiðri varð- veita sína fáguðu kvenlegu reisn, getur hún gert mikið með sínum skynsamlegu áhrifum til að helga eiginmann sinn og þannig uppfylla sitt háleita starf. Með því getur hún bæði bjargað eiginmanni sínum og sjálfri sér og framkvæmt þannig tvöfalt starf. Í þessu efni, sem er svo erfitt að fást við, er þörf á miklum vísdómi og þolinmæði en einnig siðferðilegu hugrekki og krafti. Styrk og náð er hægt að finna í bæn. Einlægur kærleikur á að vera stjórnandi meginregla hjartans. Það eitt getur orðið réttur grundvöllur athafnanna, að sýna kærleika til Guðs og sýna kærleika til eiginmanns síns.BS 151.5

    Þegar eiginkonan leggur líkama og huga undir stjórn eiginmanns síns og er hlutlaus gagnvart vilja hans í öllum hlutum og fórnar samvizku sinni, reisn og jafnvel persónueinkennum sínum, glatar hún tækifæri sínu til þess að hafa voldug áhrif til góðs, sem hún ætti að bera með sér til að göfga eiginmann sinn. Hún gæti mýkt harða eðlisgerð hans og helgandi áhrifum hennar væri hægt að beita til þess að fága og hreinsa og leiða hann til að keppa í einlægni eftir því að ráða yfir ástríðum sínum og verða meira andlega hugsandi til þess að þau gætu bæði orðið hluttakar í guðlegu eðli og umflúið girndaspillinguna, sem er í heiminum. Máttur áhrifanna getur verið mikill til þess að leiða ‘nugann til háleitra og göfugra efna, upp yfir lága og holdslega eftirlátssemi, sem hið óendurfædda hjarta eðlilega leitar eftir. Ef eiginkonunni finnst hún verða að koma niður á staðal eiginmanns síns til þess að geðjast honum, þegar dýrslegar hvatir eru meginregla kærleika hans og stjórna athöfnum hans, þá vanþóknast hún Guði, því að hún lætur undir höfuð leggjast að hafa helgandi áhrif á eiginmann sinn. Ef henni finnst hún verði að beygja sig undir dýrslegar hvatir hans án mótmæla, skilur hún ekki skyldur sínar til hans eða Guðs síns.

    BS 152.1

    Þér eruð verði keyptir

    Lægri hvatirnar hafa aðsetur sitt í líkamanum og starfa með tilstilli hans. Orðin „hold” eða „holdlegur” eða „holdlegar girndir” ná yfir lægra, spillta eðlið. Holdið getur af sjálfu sér ekki unnið gegn vilja Guðs. Okkur er boðið að krossfesta holdið með öllum þess ástríðum og girndum. Hvernig eigum við að gera það? Eigum við að valda líkamanum sársauka? Nei. Nei, en deyðið freistinguna til að syndga. Það á að reka í burtu hina spilltu hugsun. Hverja hugsun á að beygja til hlýðni til Jesú Krists. Allar dýrslegar tilhneigingar eiga að vera settar undir hina æðri hæfileika sálarinnar. Kærleikur Guðs verður að ríkja yfir öllu. Kristur einn verður að sitja við völd. Líkama okkar verðum við að skoða sem verði keypta eign hans. Limir líkamans eiga að verða tæki réttlætisins. 1AH, bls. 121-128.BS 152.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents