Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 31—Val lesefnis

  Menntun er það að undirbúa líkamlega, vitsmunalega og andlega hæfileika til þess að framkvæma allar skyldur lífsins á sem beztan hátt. Þolgæði og styrkur og starf heilans minnkar eða eykst eftir því, hvernig þetta er notað. Það verður að aga hugann þannig, að allir hæfileikar hans þroskist á samræmdan hátt.BS 187.1

  Margt æskufólk þyrstir í bækur. Það langar að lesa allt, sem það getur fengið. Það skyldi gæta að, hvað það les, eins og hvað það heyrir. Mér hefur verið sýnt, að það sé í mikilli hættu að spillast af óviðeigandi lestri. Satan hefur þúsund leiðir til að koma vafa inn í huga ungmenna. Það er ekki öruggt fyrir þau að fara af varðstöðu sinni. Þau verða að setja vörð við huga sinn svo að þau láti ekki tælast af freistingum óvinarins.1MYP, bls. 271:

  BS 187.2

  Áhrif óheilnœms lesefnis

  Satan veit, að hugurinn verður að miklu leyti fyrir áhrifum af því, sem hann nærist á. Hann leitast við að fá jafnt unga sem eldri til að lesa sögubækur, ævintýri og önnur rit. Þeir, sem slík rit lesa, missa hæfileika sinn til að sinna þeim skyldum, sem þeirra bíða. Þeir lifa óraunverulegu lífi og hafa enga löngun til þess að rannsaka ritningarnar, til að nærast á hinu himneska manna. Sá hugur, sem einmitt þarfnast styrktar, er lamaður, og hann missir hæfileika til að rannsaka hin miklu sannleiksatriði, sem snerta starf Krists — sannleiksatriði, sem megna að styrkja hugann, vekja hugsanirnar og kveikja sterka og einlæga löngun til þess að sigra eins og Kristur sigraði.BS 187.3

  Með því að brenna stóran hluta af þeim bókum, sem gefnar eru út, væri hægt að stöðva pláguna, sem hefur hræðileg áhrif á huga og hjarta. Ástarsögur, léttúðug og æsandi ævintýri og jafnvel sá flokkur bóka, sem kallaður er trúarlegar skáldsögur, — bækur þar sem höfundurinn tengir við sögu sína siðferðilega lexíu — eru bölvun lesendunum. Trúarlegar hugsanir kunna að vera samofnar efni sögubókar, en í flestum tilfellum er Satan aðeins klæddur englaskikkju til að svíkja betur og ginna. Engir eru svo grundvallaðir í réttum meginreglum, engir svo öruggir gegn freistingum, að þeim sé óhætt að lesa þessar sögur.BS 187.4

  Þeir, sem lesa skáldsögur, stunda illt, sem skemmir andlegt líf og dregur úr fegurð hinnar helgu bókar. Það skapar óheilsusamlega æsingu, kemur ólgu í hugsanirnar, gerir hugann óhæfan til nytsams starfs, venur sálina af bæninni og hindrar hana í andlegum iðkunum.BS 187.5

  Guð hefur veitt mörgu æskufólki okkar stórkostlega hæfileika, en alltof oft hefur það lamað krafta sína, og truflað og veiklað huga sinn, svo að það hefur árum saman engum framförum tekið í náðinni eða í þekkingu á ástæðunum fyrir trú okkar, þar sem það hefur valið lesefni sitt óviturlega. Þeir, sem vænta þess að Drottinn komi skjótlega og bíða hinnar undursamlegu breytingar, þegar „þetta dauðlega skal klæðast ódauðleikanum”, ættu á þessum reynslutíma að standa á hærra athafnasviði.BS 188.1

  Kæru ungu vinir mínir, athugið ykkar eigin reynslu, hvað snertir áhrif æsandi sagna. Getið þið opnað Biblíuna eftir að hafa verið við slíkan lestur og lesið orð lífsins af áhuga? Finnst ykkur ekki bók Guðs óskemmtileg? Töfraáhrif ástarsögunnar hafa búið um sig í huganum og eyðilagt heilsusamlegan blæ hans og gert ykkur ókleift að festa athyglina við hin þýðingarmiklu, alvarlegu sannleiksatriði, sem snerta eilífðarvelferð ykkar.BS 188.2

  Verið ákveðin í að hafna öllu lélegu lesefni. Það mun ekki styrkja andlegt líf ykkar, heldur mun það veita hugrenningum inn í huga ykkar, sem spilla hugsununum, fá ykkur til að finnast minna til um Jesúm og dvelja sjaldnar við dýrðlegar lexíur hans. Losið hugann við allt það, sem gæti leitt hann í ranga átt. Íþyngið honum ekki með lélegum sögum, sem veita andlegum kröftum ykkar engan styrk. Hugsanirnar eru sama eðlis og fæðan, sem huganum er gefin.2MYP, bls. 271—273:

  BS 188.3

  Lesefni sem eyðileggur sálina

  Með gífurlegri flóðöldu prentaðs máls, sem stöðugt berst frá prentsmiðjunum, venja ungir og eldri sig á það að lesa hratt og yfirborðskennt svo að hugurinn missir hæfileika til samtengdrar og öflugrar hugsunar. Auk þess er mikill hluti af tímaritum þeim og bókum, sem landið morar af eins og Egyptaland af froskum, ekki aðeins hversdagslegur, fánýtur og lamandi, heldur ósiðlegur og skemmandi. Áhrif þeirra leiða ekki aðeins til þess að æsa og skemma hugann heldur spilla þau sálinni og eyðileggja hana.3Ed, bls. 189, 190:BS 188.4

  Í menntun barna og unglinga er nú álfasögum, skröksögum og skáldsögum gefið mikið rúm. Bækur af þessari tegund eru notaðar í skólum, og þær er að finna á mörgum heimilum. Hvernig geta kristnir foreldrar leyft börnum sínum að nota þær, sem eru þannig fullar af lygum? Þegar börnin spyrja um merkingu sagna, sem ganga í berhögg við kenningu foreldra þeirra, er svarið það, að sögurnar séu ekki sannar. En það bætir ekki fyrir það illa, sem fæst við lestur þeirra. Hugmyndir þær, sem settar eru fram í bókum þessum, leiða börnin afvega. Þær gefa þeim skakkar hugmyndir um lífið og vekja og fóstra löngun í það, sem er óraunverulegt.BS 188.5

  Aldrei ætti að leggja í hendur barna eða ungmenna bækur, sem hafa að geyma afbökun á sannleikanum. Látum ekki börn okkar fá hugmyndir á skólagöngu sinni, sem munu reynast sæði syndar.4CT, bls. 384, 385:BS 189.1

  Önnur hætta, sem við eigum stöðugt að vara okkur á, er lestur vantrúarhöfunda. Slík verk eru innblásin af óvini sannleikans, og ekki er hægt að lesa þau án þess að stofna sálu sinni í voða. Satt er það, að sumir, sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, kunna að lokum að ná sér, en allir, sem koma nálægt áhrifavaldi þeirra, taka sér stöðu á svæði Satans og mun hann færa sér það sem bezt í nyt. Þar sem þeir bjóða heim freistingum hans, hafa þeir ekki vizku til að greina þær eða styrk til að standast þær. Með hrífandi töfrakrafti ná vantrúin og ótrúmennskan taki á huganum.5CT, bls. 135, 136:

  BS 189.2

  Hœttan við að lesa œsandi sögur

  Hvað eiga börnin okkar að lesa? Þetta er alvarleg spurning, og krefst alvarlegs svars. Það veldur mér áhyggjum að sjá hjá fjölskyldum, sem halda hvíldardaginn, tímarit og dagblöð, sem hafa að geyma framhaldssögur, sem skilja ekki eftir nein áhrif til góðs á hugi barna og ungmenna. Ég hef fylgzt með þeim, sem hafa þannig fengið löngun til skáldsagnalesturs. Þeir hafa búið við þau forréttindi að hlýða á sannleikann, að kynnast ástæðunum fyrir trú okkar, en þeir hafa vaxið upp til fullorðinsára sneyddir sönnum guðsótta og guðrækni í verki.BS 189.3

  Þeir, sem lesa ómerkilegar og æsandi sögur, verða óhæfir til að sinna skyldustörfum daglegs lífs. Þeir lifa í óraunverulegum heimi. Ég hef fylgzt með börnum, sem hefur verið leyft að venja sig á að lesa slíkar sögur. Hvort sem þau voru heima eða að heiman, voru þau eirðarlaus, dreymin og ófær til samræðna nema um hin allra hversdagslegustu efni. Trúarleg hugsun og samtal var algerlega fjarlægt huga þeirra. Við það að rækta með sér löngun í æsandi sögur, spillist andlegur smekkur, svo að hugurinn er ekki ánægður nema hann nærist á óheilsusamlegri fæðu. Ég get ekki látið mér detta í hug betra nafn fyrir þá, sem stunda slíkan lestur, en andlega ofdrykkjumenn. Hóflausar lestrarvenjur hafa svipuð áhrif á heilann og hóflausar matarog drykkjarvenjur á líkamann.6CT, bls. 132—135:BS 189.4

  Sumir, sem höfðu tekið við sannleikanum fyrir þessa tíma, höfðu áður vanið sig á skáldsagnalestur. Þegar þeir sameinuðust söfnuðinum, reyndu þeir að sigra þessar venjur. Að setja fyrir þennan hóp manna slíkt lesefni og þeir hafa hafnað er eins og að bjóða ofdrykkjumanninum áfengi. Með því að láta undan freistingunni, sem stöðugt liggur við dyrnar hjá þeim, missa þeir fljótt löngun í staðgott lesefni. Þeir hafa engan áhuga á Biblíunámi. Siðferðiskraftar þeirra veiklast. Syndin verður minna og minna viðbjóðsleg. Það fer að bera á vaxandi ótrúmennsku, vaxandi óbeit á hagnýtum skyldum lífsins. Eftir því sem hugurinn spillist, er hann tilbúnari að grípa hvert lesefni, sem örvar. Þannig er leiðin opnuð til að Satan beygi sálina algerlega undir yfirráð sín.77T, bls. 203:

  BS 189.5

  Bók bókanna

  Eðli trúarreynslu mannsins birtist í því, hvernig bækur hann velur sér til að lesa í frístundum sínum. Ef æskufólkið á að hafa rétt hugarfar og réttar trúarreglur, verður það að lifa í samfélagi við Guð í orði hans. Þar sem Biblían bendir á veg hjálpræðisins fyrir Krist, er hún leiðsögn okkar til æðra og betra lífs. Hún hefur að geyma þá skemmtilegustu og fróðlegustu sögu og ævisögu, sem rituð hefur verið. Þeir, sem hafa ekki spillzt í hugsun af skáldsagnalestri, munu telja Biblíuna skemmtilegasta allra bóka. Biblían er bók bókanna. Ef þú elskar orð Guðs og rannsakar það eftir því sem þú hefur tækifæri til, svo að þú getir eignazt mikil auðæfi og orðið altygjaður til allra verka, mátt þú vera fullviss um, að Jesús er að draga þig til sín. En það er ekki nóg að lesa ritningarnar á tilviljunarkenndan hátt, án þess að leitast við að skilja lexíur Krists til að geta uppfyllt skilyrði hans. Það er fjársjóður í orði Guðs, sem einungis er hægt að finna með því að kafa djúpt í námu sannleikans.BS 190.1

  Holdleg hugsun hafnar sannleikanum, en sálin, sem er endurfædd, tekur dásamlegum breytingum. Sú bók, sem áður fyrr var óaðlaðandi, sökum þess að hún birti sannleiksatriði, sem töluðu á móti syndaranum, verður nú fæða sálarinnar, fögnuður og huggun lífsins. Sál réttlætisins upplýsir hinar helgu síður og Heilagur andi talar af þeim til sálarinnar.BS 190.2

  Allir þeir, sem ræktað hafa með sér löngun í létt lesefni, skyldu nú snúa athygli sinni að hinu örugga spádómsorði. Takið Biblíuna ykkar og byrjið að nema af nýjum áhuga hina helgu frásögn í Gamla og Nýja testamentinu. Því oftar og ákafar sem þið rannsakið Biblíuna þeim mun fegurri mun hún virðast og þeim mun minni löngun munið þið hafa í létt lesefni. Tengið þessa dýrmætu bók hjarta ykkar. Hún mun reynast ykkur vinur.8MYP, bls. 273—274.BS 190.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents