Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 14—Vitnisburðirnir handa söfnuðinum

    Þegar endirinn nálgast og það starf að boða heiminum síðasta viðvörunarboðskapinn færir út kvíarnar, verður það þýðingarmeira fyrir þá, sem taka á móti sannleikanum fyrir þessa tíma, að hafa skýran skilning á eðli og áhrifum Vitnisburðanna, sem Guð í forsjón sinni hefur tengt starfi þriðja engilsins frá upphafi þess.BS 101.1

    Fyrr á öldum talaði Guð til manna fyrir munn spámanna og postula. Nú á dögum talar hann til þeirra fyrir áhrif Vitnisburða Anda síns. Ekki hefur Guð á neinu öðru skeiði frætt börn sín af meiri ákafa en nú varðandi vilja sinn og þá stefnu, sem hann vill að þau fylgi.BS 101.2

    Eigi eru aðvaranir og ávítur veittar hinum villuráfandi meðal Sjöundadags aðventista sökum þess að í lífi þeirra sé fleiri ávirðingar að finna en í lífi kristinna manna nafnkristinna kirkjudeilda . . . heldur af því að þeir hafa mikið ljós og hafa með játningu sinni tekið afstöðu sem Guðs sérstaki, útvaldi lýður, er hafi ög Guðs rituð á hjörtu sín.BS 101.3

    Þann boðskap, sem mér var gefinn handa ýmsum einstaklingum, ritaði ég oft niður handa þeim, og gerði ég þetta oft samkvæmt eindreginni ósk þeirra. Þegar starf mitt óx, varð þetta þýðingarmikill og þreytandi þáttur í verki mínu.BS 101.4

    Í sýn, sem mér var gefin fyrir um tuttugu árum (1871), var mér sagt að setja fram alhliða meginreglur, í mæltu máli og rituðu, en samtímis að tilgreina hættur, villur og syndir sumra einstaklinga, til þess að allir gætu hlotið viðvaranir, ávítur og ráð. Mér var sýnt, að allir ættu að rannsaka nákvæmlega eigin hjörtu og líf til að sjá, hvort þeim hefðu eigi orðið á sömu mistök og verið er að ávíta aðra fyrir og hvort viðvaranir, sem aðrir hafa hlotið, eigi ekki við í þeirra eigin tilviki. Sé svo, ætti þeim að finnast ráðin og ávíturnar veittar þeim sérstaklega og ættu að hagnýta þær í verki eins og þeim væri sérstaklega beint til þeirra.BS 101.5

    Guð ætlar sér að reyna trú allra þeirra, sem segjast vera fylgjendur Krists. Hann mun reyna einlægni bæna allra þeirra, sem segjast þrá í einlægni að þekkja skyldu sína. Hann mun gera þeim ljósa skyldu þeirra. Hann mun veita öllum næg tækifæri til að láta koma í ljós það, sem innra með þeim býr.BS 101.6

    Drottinn ávítar og leiðréttir það fólk, sem segist halda lög hans. Hann bendir á syndir þess og afhjúpar afbrot þess, þar sem hann vill skilja alla synd og óguðleika frá því, svo að það geti ástundað fullkominn heilagleika í guðsótta. Guð áminnir það, ávítar og leiðréttir, svo að það geti hreinsazt, helgazt og hafizt upp og því verið að lokum lyft upp á hans eigin hásæti.15T, bls. 654-662:

    BS 101.7

    Að benda mönnum á Biblíuna

    Hinir rituðu vitnisburðir eiga ekki að veita nýtt ljós, heldur að gera mönnum ljóslifandi þau innblásnu sannleiksatriði, sem þegar er búð að opinbera. Skylda mannsins við Guð og náungann hefur verið tilgreind ljóslega í orði Guðs, en samt eru aðeins fá ykkar hlýðin ljósinu, sem gefið er. Eigi er bætt við sannleika, en Guð hefur með hjálp Vitnisburðanna einfaldað þau miklu sannleiksatriði, sem þegar eru komin, og á sinn eigin útvalda hátt sett þau fram fyrir fólkið til að vekja huga þess og hafa áhrif á hann, svo að allir séu án afsökunar. Vitnisburðirnir eru eigi til að gera lítið úr orði Guðs, heldur til að hefja það upp og laða hugann til þess, svo að allir geti orðið fyrir áhrifum af hinum fagra einfaldleika sannleikans. 25T, bls. 665:BS 102.1

    Andinn var ekki gefinn — og ekki verður heldur nokkru sinni hægt að veita hann — til að koma í stað Biblíunnar, því að Ritningin greinir skýrt frá því að orð Guðs sé staðall, sem mæla verður eftir alla kenningu og reynslu . . . Jesaja segir: „Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins! Ef þeir tala ekki samkvæmt þessu orði, þá er það af því að það er ekkert ljós í þeim (eru án morgunroða)” Jes. 8, 20 (e. þýð.).3GC, inngangur bls. vii:BS 102.2

    Bróðir J ætlar að villa hugann með því að reyna að láta líta svo út sem ljósið, er Guð hefur gefið með hjálp Vitnisburðanna sé viðbót við orð Guðs, en með þessu setur hann málið fram í skökku ljósi. Guð hafði séð það hæfa að leiða huga fólks síns á þennan hátt að orði sínu, til að gefa því skýrari skilning á því. Orð Guðs getur uppljómað hinn myrkasta huga og þeir, sem hafa einhverja löngun til að skilja það, geta skilið það. En þrátt fyrir allt þetta má sjá suma, sem segjast gera orð Guðs að rannsóknarefni sínu, lifa í beinni andstöðu við skýrustu kenningar þess. Þá er það, að Guð gefur skýra og beinskeytta vitnisburði, til þess að karlar og konur séu án afsökunar, og með þeim leiðir hann þau aftur til orðs Guðs, sem þau hafa vanrækt að fylgja. Í orði Guðs er mikið af alhliða meginreglum varðandi mótun réttra lífsvenja, og vitnisburðunum, almennum og persónulegum, hefur verið ætlað að beina athygli þeirra sér í lagi að þessum meginreglum.BS 102.3

    Ég tók Biblíuna dýrmætu og setti umhverfis hana marga Vitnisburði til safnaðarins, sem gefnir hafa verið lýð Guðs. Hér, sagði ég, er snert við málum nær allra manna. Það er bent á syndirnar, sem þeir eiga að forðast. Ráðin, sem þeir vilja fá, geta þeir fengið hér. Þau eru gefin öðrum í líkum aðstæðum og þeir sjálfir. Guð er glaður að gefa ykkur eitt atriði við annað og eitt fyrirmæli við hitt.BS 102.4

    En það eru ekki mörg ykkar, sem í sannleika vita, hvað Vitnisburðirnir hafa að geyma. Þið þekkið ekki Biblíuna. Hefðuð þið gert orð Guðs að rannsóknarefni ykkar af löngun til að ná staðli Biblíunnar og komast til kristilegrar fullkomnunar, munduð þið ekki hafa þarfnazt Vitnisburðanna. Sökum þess að þið hafið vanrækt að kynnast Guðs innblásnu bók, hefur hann reynt að ná til ykkar með einföldum, beinum vitnisburðum, að beina athygli ykkar að innblásnum orðum, sem þið hafið vanrækt að hlýða og að ýta á eftir ykkur til að móta líf ykkar samkvæmt hreinum og göfugum kenningum þeirra.45T, bls. 663-665:

    BS 103.1

    Dæmið vitnisburðina eftir ávöxtum þeirra

    Vitnisburðirnir séu dæmdir eftir ávöxtum þeirra. Hver er andinn í kenningu þeirra? Hverjar hafa verið afleiðingarnar af áhrifum þeirra? Allir, sem þess óska, geta kynnt sér ávexti þessara sýna. Guð hefur séð það bezt vera að láta þá lifa og styrkjast gegn andstöðu afla Satans og áhrifa mannlegra verkfæra, sem hafa hjálpað Satan í starfi hans.BS 103.2

    Guð er annaðhvort að kenna söfnuði sínum, ávíta hann fyrir syndir hans og styrkja trú hans eða hann er ekki að gera það. Þetta starf er Guðs eða það er það ekki. Guð gerir ekkert í samfélagi við Satan. Starf mitt . . . ber merki Guðs eða merki óvinarins. Það er enginn millivegur í málinu. Vitnisburðirnir eru af Anda Guðs eða frá djöflinum.BS 103.3

    Þegar Drottinn hefur birzt fyrir Anda spádómsins, hefur fortíð, nútíð og framtíð borið fyrir augu mér. Mér hafa verið sýnd andlit, sem ég hafði aldrei áður séð, og mörgum árum síðar þekkti ég þau, þegar ég sá þau. Ég hef verið vakin af svefni með ljóslifandi í huga mínum efni, sem mér hafði áður verið sýnt. Og ég hef um miðnæturskeið ritað bréf, sem hafa farið heimsálfa á milli, borizt á örlagastundu og komið í veg fyrir mikinn voða í verki Guðs. Þetta hefur verið verk mitt árum saman. Afl hefur knúið mig til að ávíta og áminna um ranglæti, sem mér hafði ekki komið til hugar. Er þetta starf að ofan komið eða neðan?

    BS 103.4

    Markmið Satans er að koma inn efasemdum

    Víða er Vitnisburðunum vel tekið, syndin og eftirlátssemin fjarlægð og þá hefst strax siðbótin í samræmi við ljósið, sem Guð gaf. Í öðrum tilvikum er alið á syndsamlegri eftirlátssemi, Vitnisburðunum er vísað á bug og margar ósannar afsakanir bornar fram við aðra sem ástæða til að synja þeim. Rétta ástæðan er eigi gefin. Hún er skortur á siðferðisþreki — vilja, styrktum og stjórnuðum af Anda Guðs, til að hafna skaðlegum venjum.BS 103.5

    Satan hefur hæfni til að lauma inn efasemdum og finna upp mótbárur gegn beinskeyttum vitnisburðum, sem Guð sendir og margir álíta bað dyggð, vott um vitsmuni hjá sér að vera vantrúaðir og spyrja og hártoga. Þeir, sem vilja efast, munu hafa nóg olnbogarými til þess. Guð ætlar sér ekki að fjarlægja allar ástæður til vantrúar. Hann veitir sönnunargögn, sem verður að rannsaka vandlega með auðmjúku hugarfari og fróðleiksfúsum anda og verða allir að taka ákvörðun eftir því, hve þau eru þung á metunum. Guð gefur þeim, sem hefur opinn huga, nægar sannanir til að trúa, en sá, sem snýr sér frá sterkum sönnunum, af því að bað eru fáein atriði, sem eru ofvaxin takmörkuðum skilningi hans að greina skýrt, verður eftir skilinn í köldu, hrollvekjandi andrúmslofti vantrúar og síspyrjandi efasemda,og mun hann brjóta skip trúar sinnar.BS 104.1

    Það er áform Satans að veikja trú barna Guðs á Vitnisburðina. Satan veit, hvernig hann á að haga til árásum sínum. Hann verkar á hugann til að örva til öfundar og óánægju gegn þeim, sem standa fyrir starfinu. Næst beinast spurningar að gjöfunum. Þá hafa þær auðvitað lítið gildi og fræðsla, sem veitt er í sýn, er misvirt. Á eftir fylgir efi varðandi höfuðatriði trúar okkar, þær burðarsúlur, sem afstaða okkar byggist á, þá efasemdir varðandi Biblíuna og síðan gangan niður á við til glötunar. Þegar Vitnisburöirnir, sem eitt sinn var trúað, eru dregnir í efa og hætt við þá, veit Satan, að hinir blekktu munu eigi stanza þar. Færist hann þá allur í aukana þar til hann kemur þeim í opinbera uppreisn, sem verður ólæknanleg og endar í eyðingu. Með því að veita rúm efasemdum og vantrú gagnvart starfi Guðs og með því að ala á tilfinningum vantrausts og grimmilegrar afbrýðisemi, eru þeir að tygja sig fyrir algera blekkingu. Þeir rísa upp með beizkar tilfinningar gegn þeim, sem voga sér að tala um villu þeirra og lasta syndir þeirra.BS 104.2

    Það eru eigi þeir einir, sem opinberlega hafna Vitnisburðunum eða ala á efasemdum varðandi þá, sem eru á hættusvæði. Að kæra sig kollóttan um ljósið er að hafna því.BS 104.3

    Ef þú missir trú á Vitnisburðina, muntu berast í burtu frá sannleika Biblíunnar. Ég hef óttazt, að margir tækju þá afstöðu að spyrja og efast og í skelfingu minni yfir sálarheill ykkar vil ég aðvara ykkur. Hve margir munu taka viðvörunina til greina?65T, bls. 672-680:

    BS 104.4

    Að vera ófróður um Vitnisburðina er engin afsökun

    Margir ganga beint gegn ljósi því, sem Guð hefur veitt lýð sín¬um, af því þeir lesa eigi bækurnar, sem geyma ljósið og þekking- una í áminningum, ávítum og viðvörunum. Áhyggjur heimsins, ást á tízku og trúarskortur hafa snúið athyglinni frá ljósinu, sem Guð hefur í náð sinni veitt, á sama tíma og bækur og blöð, sem geyma villu, berast um landið þvert og endilangt. Efasemdir og ótrúmennska magnast alls staðar. Ljósið dýrmæta, sem kemur frá hásæti Guðs, er falið undir mælikeri. Guð mun gera fólk sitt ábyrgt fyrir þessari vanrækslu. Það verður að gera honum reikningsskil fyrir hvern ljósgeisla, sem hann hefur látið skína á vegferð okkar, hvort sem hann var nýttur til vaxtar í því, sem Guðs er, eða honum hafnað af því að þægilegra var að fylgja eigin hyggju.BS 104.5

    Vitnisburðina ætti að kynna í hverri fjölskyldu, sem heldur hvíldardag og bræðurnir ættu að þekkja gildi þeirra og vera hvattir til að lesa þá. Það var eigi viturlegt áform að hafa þbessar bækur á lágu verði og hafa aðeins eitt eintak af hverju bindi í söfnuði. Þær ættu að vera í bókasafni hverrar fjölskyldu og vera lesnar aftur og aftur. Geymið þær, þar sem margir geta lesið þær.75T, bls. 681:BS 105.1

    Mér hefur verið sýnt, að vantrú á Vitnisburðina með aðvörunum þeirra, hvatningum og ávítum, er að útiloka ljósið frá fólki Guðs. Vantrúin er að loka augum þess, svo að það er ófrótt um eigið ástand. Því finnst vitnisburður Anda Guðs í ávítum sé óumbeðinn eða eigi ekki við það. Slíkir eru í brýnustu þörf fyrir náð Guðs og andlegt greinivit, svo að þeir megi sjá vöntun sína á andlegri bekkingu.BS 105.2

    Margir, sem hafa horfið frá sannleikanum, færa fram sem ástæðu fyrir atferli sínu það, að þeir hafi eigi trú á Vitnisburðina. Spurningin er nú: Munu þeir sleppa skurðgoði sínu, sem Guð fordæmir eða munu þeir halda áfram á sinni skökku braut eftirlátssemi og hafna ljósinu, sem Guð hefur gefið þeim og ávítar þá fyrir einmitt það, sem þeir fagna yfir? Spurningin, sem krefst svars hjá þeim er þessi: Á ég að afneita sjálfum mér og meðtaka eins og frá Guði Vitnisburðina, sem lasta syndir mínar eða á ég að hafna Vitnisburðunum af því að þeir lasta syndir mínar? 85T, bls. 674, 675:

    BS 105.3

    Röng notkun Vitnisburðanna

    Í fyrsta hefti Vitnisburðanna, sem út var gefið, er aðvörun gegn óskynsamlegri notkun ljóssins, sem Guð veitti bannig fólki sínu. Ég sagði, að sumir hefðu farið óviturlega að. Þegar þeir hefðu talað um trú sína við vantrúaða og sannana hefði verið óskað, höfðu þeir lesið úr ritum mínum í stað þess að leita til Biblíunnar eftir sönnunum. Mér var sýnt, að slíkt atferli væri órökrétt og mundi vekja hleypidóma hjá vantrúuðum gegn sannleikanum. Vitnisburðirnir hafa ekkert sönnunargildi hjá þeim, sem eigi þekkja til anda þeirra. Það ætti ekki að vitna í þá í slíkum tilvikum.BS 105.4

    Aðrar aðvaranir varðandi notkun Vitnisburðanna hafa verið gefnar öðru hvoru, eins og hér segir:BS 106.1

    „Sumir af prédikurunum eru langt á eftir. Þeir segjast trúa veittum vitnisburði og sumir gera mikinn skaða með því að gera þá að járnkaldri reglu fyrir þá, sem enga reynslu hafa haft varðandi þá, en sjálfir láta þeir undir höfuð leggjast að sýna þá í verki. Þeir hafa fengið síendurtekna vitnisburði, sem þeir hafa alveg látið sem vind um eyrun þjóta. Atferli slíkra er ekki sjálfu sér samkvæmt.”BS 106.2

    „Ég sá, að margir hafa fært sér í nyt bað, sem Guð hefur sýnt varðandi syndir og ranglæti annarra. Þeir hafa lesið öfgafulla meiningu út úr því, sem sýnt hefur verið í sýn og þrýst því síðan fram unz það fór að veikja trú margra á það, sem Guð hefur sýnt og einnig að fylla söfnuðinn vonleysi og kjarkleysi.”95T, bls. 669, 670:

    BS 106.3

    Hættan við að gagnrýna Vitnisburðina

    Í draumi, sem mig dreymdi nýlega, var ég leidd fram fyrir mannsöfnuð, þar sem sumir voru að reyna að eyða áhrifum hins alvarlegasta viðvörunarvitnisburðar, sem ég hafði gefið þeim. Þeir sögðu: „Við trúum vitnisburðum systur White, en þegar hún segir okkur frá því, sem hún hefur eigi beinlínis séð í sýn í því sérstaka tilviki, sem um ræðir, hafa orð hennar eigi meiri býðingu fyrir okkur en orð hvers annars.” Andi Drottins kom yfir mig og ég reis upp og ávítaði þá í nafni Drottins.BS 106.4

    Ef nú þeir, sem þessum alvarlegu viðvörunum er beint til, segja: „Þetta er bara persónulegt álit systur White, ég ætla áfram að fylgja eigin dómgreind”, og haldi þeir áfram að gera einmitt bað, sem þeim var sagt að láta ógert, sýna þeir, að þeir fyrirlíta ráð Guðs, og afleiðingarnar eru nákvæmlega eins og Andi Guðs hefur sýnt mér, að þær yrðu — skaði fyrir málefni Guðs og eyðing fyrir þá sjálfa. Sumir, sem vilja styrkja eigin afstöðu, munu tína úr Vitnisburðunum setningar, sem þeir álíta, að styðji skoðanir sínar, og byggja allt það á þeim, sem hugsanlegt er. En það, sem dregur í efa réttlæti atferlis þeirra eða er ekki samhljóða skoðunum þeirra, segja þeir vera álit systur White og afneita himneskum uppruna þess og setja á sama stig og eigin dómgreind. Nú vil ég, bræður, biðja ykkur innilega um að standa ekki milli mín og fólksins og snúa burtu ljósinu, sem Guð vill að komist til þess. Takið ekki með gagnrýni ykkar allt aflið, allan broddinn og máttinn úr Vitnisburðunum. Teljið eigi, að þið getið limað þá sundur til að þóknast ykkar eigin hugmyndum með því að þið haldið því fram að Guð hafi gefið ykkur hæfni til að greina, hvað sé ljós frá himni og hvað sé einungis tjáning mannlegrar speki. Tali Vitnisburðirnir eigi samkvæmt orði Guðs, skulið þið hafna þeim. Það er eigi hægt að sameina Krist og Belíal. Villið eigi, sakir Krists, um fyrir fólki með orðkrókum og efasemdum manna, sem gera áhrifalaust það verk, sem Drottinn vill vinna. Gerið eigi með skorti á andlegri sýn þetta tæki Guðs að hneykslunarhellu, sem margir hrasa um og falla og „festast í snörunni og verða veiddir.”

    BS 106.5

    Hvernig á að taka áminningum

    Þeir, sem fá ávítur hjá Anda Guðs, ættu eigi að rísa í gegn hinu lítilmótlega tæki. Það er Guð og eigi villuráfandi, dauðlegur maður, sem hefur talað til að bjarga þeim frá glötun. Mannlegu eðli geðjast ekki að því að fá áminningu. Ekki er það heldur mögulegt fyrir hjarta mannsins, sem er óupplýst af Anda Guðs, að sjá nauðsyn áminninga eða blessun þá, sem þær eiga að veita. Þegar maðurinn lætur undan freistingunni og drýgir synd, myrkvast hugur hans. Siðferðisskynið sljóvgast. Viðvaranir samvizkunnar eru látnar sem vindur um eyrun þjóta og raust hennar heyrist óskýrar. Hann missir smám saman hæfileikann til að greina milli hins rétta og ranga, unz hann hefur eigi lengur rétt skyn á stöðu sinni gagnvart Guði. Hann kann að virða form trúarinnar og halda með ákafa fram kenningum hennar, en skorta algerlega anda hennar. Ástand hans er eins og votturinn sanni lýsir því: „Þú segir: Ég er ríkur og er orðinn auðugur og þarfnast einskis — og þú veizt ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn.” Þegar Andi Guðs lýsir því yfir í áminningarboðskap, að betta sé ásigkomulag hans, getur hann eigi séð að boðskapurinn sé sannur. Á hann þá að hafna viðvöruninni? Nei.BS 107.1

    Guð hefur veitt næg sönnunargögn til að hver, sem þess óskar, geti sannfærzt um eðli Vitnisburðanna? Þegar þeir hafa viðurkennt þá vera frá Guði, er það skylda þeirra að taka við áminningum, jafnvel þótt þeir sjái ekki, hve atferli þeirra er syndsamlegt. Hvaða þörf væri fyrir áminningar, ef þeir gerðu sér að fullu ljóst ásigkomulag sitt? Af pví að þeir þekkja það ekki, setur Guð þeim það fyrir sjónir í náð sinni, svo að þeir geti iðrazt og breytzt til batnaðar, áður en það verður of seint. Þeir, sem láta viðvaranirnar sem vind um eyrun þjóta, verða skildir eftir í blindu sinni og munu verða sjálfsblekkingum að bráð, en þeir, sem taka þær til greina og hefjast handa af ákafa við að fjarlægja syndir sínar til að eignast nauðsynlegar náðargjafir, munu við það opna dyr hjartna sinna, svo að frelsarinn ástkæri geti komið inn og búið hjá þeim. Þeir, sem eru nátengdastir Guði, eru þeir, sem þekkja rödd hans, þegar hann talar til þeirra. Þeir, sem andlegir eru, skynja það, sem andlegt er. Slíkir munu vera þakklátir fyrir, að Drottinn hafi bent á villu þeirra.BS 107.2

    Davíð nam speki af viðskiptum Guðs við hann og beygði sig í auðmýkt undir ögun hins hæsta. Þegar Natan spámaður gaf hon¬um raunsanna mynd af ástandi hans, kynntist Davíð eigin syndum og hún hjálpaði honum að fjarlægja þær. Hann tók ráðleggingum af auðmýkt og lítillækkaði sig frammi fyrir Guði. „Lögmál Drottins”, segir hann „er lýtalaust, hressir sálina.” Sálm. 19, 7.BS 108.1

    „En séuð þér án aga, sem allir hafa fyrir orðið, þá eruð þér . . . ekki synir.” Heb. 12, 8. Drottinn okkar hefur sagt: „Alla þá, sem ég elska, þá tyfta ég og aga.” Op. 3, 19. „Allur agi virðist að vísu í bili ekki vera gleðiefni, heldur sorgar, en eftir á gefur hann friðsælan ávöxt réttlætisins, þeim er við hann hafa tamizt.” Heb. 12, 11. Þó að agi sé beizkur, er það blíður kærleikur föðurins, sem tilskipar hann, svo að „vér getum orðið hluttakendur í heilagleika hans.”115T, bls. 682, 683.BS 108.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents