Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 32—Tónlist

    List helgra sönglaga var ákaft stunduð (í skólum spámannanna). Hvorki heyrðist þar ómerkilegur vals né léttúðugur söngur til að upphefja manninn og snúa athyglinni frá Guði, heldur heilagir og hátíðlegir lofgjörðarsálmar til skaparans til að vegsama nafn hans og telja upp undursamleg verk hans. Þannig var tónlistin látin þjóna heilögum tilgangi, að lyfta hugsununum upp til þess, sem var hreint, göfugt og háleitt og vekja í sálinni helgun og þakklæti til Guðs.1FE, bls. 97, 98:BS 191.1

    Tónlist er hluti af tilbeiðslu Guðs í himinsölum, og við ættum að leitast við í lofsöngvum okkar að komast eins nálægt samhljómi himnakórsins og mögulegt er. Tilhlýðileg raddþjálfun er þýðingarmikið atriði í menntun og hana ætti ekki að vanrækja. Söngur sem hluti af guðsþjónustu er eins mikil tilbeiðsluathöfn og bæn. Hjartað verður að finna anda söngsins til að gefa honum rétta tjáningu.2PP, bls. 594:BS 191.2

    Mér hefur verið sýnd regla himinsins, hin fullkomna regla, og ég hef orðið frá mér numin af gleði, er ég hlýddi á hina fullkomnu tónlist þar. Eftir að sýninni lauk fannst mér söngurinn hér hljóma mjög hrjúfur og ósamhljóma. Ég hef séð sveitir engla sem stóðu á hringlaga torgi, og hélt hver engill á gullhörpu. Við endann á hörpunni var tæki sem mátti snúa til að stilla hörpuna eða breyta laginu. Fingur þeirra runnu ekki yfir strengina kæruleysislega, heldur snertu þeir mismunandi strengi til þess að framkalla mismunandi hljóma. Það er alltaf einn engill, sem stjórnar, sem fyrstur snertir hörpuna og slær tóninn, og síðan taka allir þátt í því að skapa hina litríku og fullkomnu tónlist himinsins. Henni er ekki hægt að lýsa. Hún er himneskt, guðlegt sönglag, en af hverri ásjónu geislar ímynd Jesú, sem skín með óumræðilegri dýrð.31T, bls. 146:BS 191.3

    Mér var sýnt, að æskufólkið verður að taka háleitari afstöðu og gera orð Guðs að ráðgjafa sínum og leiðtoga. Alvarleg ábyrgð hvílir á hinum ungu, en þeir taka hana ekki alvarlega. Þegar tónlistin hóf innreið sína í heimili þeirra, hefur hún orðið tæki til þess að snúa huga þeirra frá sannleikanum í stað þess að hvetja til heilagleika og andlegs lífs. Léttúðugir söngvar og vinsæl dæg- urlög virðast falla þeim vel í smekk. Hljóðfærin hafa tekið tíma, sem hefði átt að helga til bænar. Sé tónlistin ekki misnotuð er hún mikil blessun, en þegar hún er notuð á rangan hátt er hún mikil bölvun. Hún æsir upp og veitir ekki þann styrk og það hugrekki, sem hinn kristni getur einungis fundið við hásæti náðarinnar, þegar hann gerir þarfir sínar kunnar með hrópum og tárum og biður um himneskan kraft til að styrkjast gegn kröftugum freistingum hins illa. Satan tekur hina ungu fangna. Ó, hvað get ég sagt til þess að leiða þá til að brjóta á bak aftur kraft hans til að blinda. Hann er hagur töframaður, sem leiðir þau áfram til glötunar.41T, bls. 496, 497BS 191.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents