Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 12—Í heiminum en ekki af heiminum

  Mér var sýnt, að við sem söfnuður værum í þeirri hættu að verða lík heiminum fremur en mynd Krists. Við erum nú við sjálf mörk hinnar eilífu veraldar, en það er ætlun sálnaóvinarins að leiða okkur til að skjóta lengi á frest lokum tímans. Satan mun á allan hugsanlegan hátt herja á þá, sem segjast vera lýður Guðs, sem boðorðin varðveitir og bíða eftir endurkomu frelsarans í skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun leiða svo marga sem mögulegt er til að slá á frest hinum vonda degi og að verða í anda líkir heiminum og herma eftir siðum hans.BS 91.1

  Ég var skelfingu lostin, er ég sá, að andi heimsins stjórnaði hjarta og huga margra, sem hátíðlega játast sannleikanum. Þeir ala á eigingirni og eftirlátssemi við sjálfa sig, en hlúa eigi að sannri guðrækni og ósvikinni ráðvendni.

  BS 91.2

  Kristileg ráðvendni

  Verið strangheiðarleg í öllum ykkar viðskiptum. Verið aldrei með blekkingar né undanbrögð, jafnvel ekki í hinu smæsta, hversu sterk sem freistingin verður til þess. Stundum kann sterk hvöt að leiða yfir okkur þá freistingu að hverfa af beinum vegi heiðarleikans, en víkið samt ekki hársbreidd. Látið þið orð falla um eitthvað, sem þið ætlið að gera, en sjáið síðar, að þið hafið ívilnað öðrum á kostnað ykkar sjálfra, skuluð þið eigi vikja hársbreidd frá meginreglunni. Standið við orð ykkar.BS 91.3

  Biblían fordæmir með sterkum orðum alla lygi, svik í viðskiptum og óheiðarleika. Rangt og rétt er skýrt fram sett. En mér var sýnt að börn Guðs hafa staðsett sig á landi óvinarins. Þau hafa fallið fyrir freistingum hans og látið ginnast af vélabrögðum hans, unz næmleiki þeirra var orðinn hræðilega sljóvgaður. Lítilfjörlegt fráhvarf frá sannleikanum, að víkja örlítið frá kröfum Guðs, er ekki álitið vera svo mjög syndsamlegt, þegar allt kemur til alls, sé fjárhagslegt tjón eða ábati annars vegar. En synd er synd, hvort sem milljónamæringur eða beiningamaður á strætinu drýgir hana. Þeir, sem ávinna sér eignir með því að villa á sér, leiða áfellisdóm yfir sál sína. Allt, sem fæst með svikum og blekkingum verður ekkert annað en bölvun fyrir þiggjandann. 34T, bls. 311:BS 91.4

  Hann (sá, sem fer með lygi og iðkar blekkingar) glatar eigin sjálfsvirðingu. Má vera að hann sé eigi vitandi þess, að Guð sér hann og er kunnur öllum viðskiptum, að heilagir englar vega og meta það hugarfar, sem að baki athöfnunum liggur og hlýða á orð hans og að laun hans verða samkvæmt verkum hans. Sú staðreynd, að hann þekkir sjálfur misgjörðir sínar, saurgar huga hans og lunderni, jafnvel þótt hægt væri að hylja þær fyrir sjónum Guðs og manna. Ein athöfn sker eigi úr um lundernið, en hún rífur niður varnarvegginn, svo að næsta freisting fær betra fóstur, unz búið er að venja sig á óhreinskilni og óheiðarleika í viðskiptum og ekki er lengur hægt að treysta manninum.45T, bls. 396:BS 92.1

  Guð vill, að menn í hans þjónustu, undir herfána hans, séu strangheiðarlegir, lýtalausir í lund og munnur þeirra mæli ekki minnstu lygi. Munnurinn verður að vera sannur, augun verða að vera sönn, athafnirnar slíkar, að Guði líki þær. Við lifum fyrir sjónum heilags Guðs, sem lýsir alvarlega yfir: „Ég þekki verkin þín.” Augu Guðs fylgja okkur stöðugt eftir. Við getum ekki hulið eina óréttláta athöfn augum Guðs. Það er sannleikur, sem fáir skynja, að Guð er vitni að hverri athöfn okkar.5CG, bls. 152:

  BS 92.2

  Hinn trúaði — betri maður í viðskiptum

  Samkvæmt mælisnúru Krists er heiðarlegur maður sá, sem sýnir óhvikula ráðvendni. Svikalóð og skakkar vogir, sem margir nota sér til framdráttar í heiminum, eru viðurstyggð í augum Guðs. Samt nota margir, sem segjast halda boð Guðs, svikalóð og skakkar vogir. Þegar maður er í rauninni tengdur Guði og heldur lög hans í sannleika, mun sú staðreynd birtast í lífi hans, því að allar athafnir hans munu vera í samræmi við kenningar Krists. Hann mun eigi selja heiður sinn fyrir ávinning. Meginreglur hans eru byggðar á öruggum grunni og hegðun hans í veraldlegum efnum er afrit af meginreglum hans. Óhvikul ráðvendni skín sem gull innan um sora og sorp heimsins.BS 92.3

  Blekkingar, svik og ótrúmennsku er hægt að breiða yfir og hylja sjónum manna, en ekki sjónum Guðs. Englar Guðs, sem fylgjast með lundernisþroskanum og vega siðferðisgildið, skrá í bækur himinsins þessar minni háttar gjörðir, sem opinbera lundernið. Sé verkamaður ótrúr við dagleg störf sín og varpi rýrð á verk sitt, mun heimurinn eigi fara villur vega í dómum sínum, ef hann telur staðal mannsins í trúarefnum vera ámóta staðli hans í viðskiptum.BS 92.4

  Trú á nálæga komu manns-sonarins í skýjum himinsins mun ekki leiða hinn sannkristna mann til að vanrækja vanaleg lífsstörf sín og gerast kærulaus um þau. Þeir, sem bíða og vænta þess, að Kristur komi skjótt, munu ekki halda að sér höndum, heldur vera sístarfandi. Þeir munu eigi vinna verk sín með kæruleysi og óheiðarlega, heldur sýna við þau trúmennsku, skjótleika og nákvæmni. Þeir, sem telja sér trú um að afskiptaleysi og kæruleysi gagnvart málefnum þessa lífs sé vottur um andlegan áhuga þeirra og aðskilnað frá heiminum, eru haldnir mikilli villu. Sannsögli þeirra, trúmennska og ráðvendni eru prófuð og sönnuð í tímanlegum efnum. Séu þeir trúir í því, sem minnst er, munu þeir verða trúir í miklu.BS 92.5

  Mér hefur verið sýnt, að það sé einmitt í þessu, sem mörgum muni mistakast að standast prófið. Hið sanna lunderni þeirra kemur í ljós í því, hvernig þeir haga til tímanlegum viðskiptum sínum. Þeir sýna ótrúmennsku, vélabrögð og óheiðarleika í samskiptum sínum við náungann. Þeir líta eigi svo á, að tak þeirra á framhaldslífinu ófölnandi sé háð því hvernig þeir hegði sér í viðskiptum þessa lífs og óhvikul ráðvendni sé ómissandi við mótun réttlátrar lyndiseinkunnar. Óheiðarleiki er orsök hálfvelgju hjá mörgum, sem segjast trúa sannleikanum. Þeir eru eigi tengdir Kristi og blekkja sína eigin sál. Mér er kvöl að segja, að það er hræðilegur skortur á heiðarleika, jafnvel meðal þeirra, sem halda hvíldardaginn.64T, bls. 309-311:

  BS 93.1

  Viðskiptatengsl við heiminn

  Sumir kunna ekki réttu tökin á því að stjórna viturlega veraldlegum málum. Þá skortir nauðsynlega eiginleika og Satan blekkir þá. Þegar málum er þannig farið, ættu slíkir ekki að halda áfram að vera fákunnandi um hlutverk sitt. Þeir ættu að vera nógu auðmjúkir til að sækja ráð til bræðra, sem hafa dómgreind, er þeir geta treyst, áður en þeir framkvæma áform. Mér var bent á þetta vers: „Berið hver annars byrðar” (Gal. 6, 2). Sumir eru ekki nógu auðmjúkir til að leyfa þeim, sem hafa dómgreind, að leggja á ráðin fyrir sig, fyrr en þeir hafa farið eigin götur og flækt sig í vanda. Þá sjá þeir nauðsyn þess að hlýða á ráð og dóma bræðra sinna. En hve byrðin er þyngri þá en í fyrstu! Bræður ættu ekki að leggja mál sín undir dómstóla, ef mögulegt er að komast hjá því, sökum þess að þá gefa þeir óvininum mikla yfirburði við að flækja þá og hrella. Það væri betra að komast að samkomulagi sér í óhag.BS 93.2

  Mér var sýnt að Guði mislíkaði það, að fólk hans gerðist ábyrgðarmenn fyrir óguðlega. Mér var bent á þessi vers: Orðskv. 22, 26: „Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum.” Orðskv. 11, 15: „Hrapalega fer fyrir þeim, er gengur í ábyrgð fyrir annan mann, en sá, er hatar handsöl er óhultur.” Ótrúir ráðsmenn! Þeir veðsetja það, sem tilheyrir öðrum — þeirra himneska föður — og Satan stendur tilbúinn til að hjálpa börnum sínum til að snúa það út úr höndunum á þeim. Þeir, sem halda hvíldardaginn ættu ekki að vera í félagsskap með vantrúuðum. Lýður Guðs treystir um of á orð ókunnugra og leitar þeirra leiðbeininga og ráða, þegar hann ætti ekki að gera það. Óvinurinn gerir slíka að erindrekum sínum og vinnur fyrir áhrif þeirra að því að hrella Guðs fólk og taka frá því.71T, bls. 200, 201.BS 93.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents