Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 63—Nokkur minnisatriði

    Frelsarinn lét lærisveinum sínum fræðslu sína í té til blessunar fylgjendum sínum á öllum tímum. Hann hafði þá í huga sem uppi voru nálægt endalokunum, þegar hann sagði: „gætið að sjálfum yður.” Það er okkar starf hvers um sig að hlúa að hinum dýrmætu náðargjöfum Heilags anda í hjörtum okkar.15T, bls. 102;BS2 408.1

    Mikill örlagatími er rétt framundan. Það mun krefjast þolgóðrar trúar að mæta reynslum hans og freistingum og framkvæma allar skyldur hans. En við getum farið sigri hrósandi af hólmi. Ekki mun ein vakandi og biðjandi og trúuð sál falla í snöru óvinarins.BS2 408.2

    Bræður mínir, þið sem hafið fengið sannleika Guðs orðs lokið upp fyrir ykkur, hvaða þátt ætlið þið að eiga á lokasviði heimssögunnar? Eruð þið vakandi gágnvart þessum alvarlegu atburðum? Gerið ykkur grein fyrir hinu stöðuga undirbúningsstarfi sem fer fram á himnum og jörðu? Allir sem hafa meðtekið ljósið, sem hafa haft tækifæri til að lesa spádómana og hlýða á þá, skyldu gæta að því sem þar er ritað, því að tíminn er í nánd.” Enginn skyldi gæla við syndina, rót allrar örbirðar og eymdar í heiminum. Ekki á að halda áfram í sinnuleysi. Látið ekki örlög ykkar hvíla í óvissu. Verið viss um að þið séuð Drottins megin. Spyrjið af einlægum hjörtum og titrandi vörum: „Hver mun standast?” Hafið þið á þessum dýrmætu stundum náðartímans verið að leggja hið besta efni inn í skapgerðarbyggingu ykkar? Hafið þið verið að hreinsa hvern blett af sálu ykkar? Hafið þið fylgt ljósinu? Hafa verk ykkar samsvarað trúarjátningu ykkar?BS2 408.3

    Það er hægt að vera trúaður á vissan hátt og á ytra borði en vanta samt á og glata eilífu lífi. Það er mögulegt að iðka sum fyrirmæli Biblíunnar og vera skoðaður sem kristinn maður en farast samt vegna skorts á þeim eiginleikum sem nauðsynlegir eru kristilegri skapgerð. Ef þú vanrækir viðvaranir þær sem Guð hefur gefið þér eða kærir þig kollóttan um þær, ef þú elur á synd eða afsakar hana, ert þú að innsigla örlög sálar þinnar. Þú munt verða veginn á skálum og léttvægur fundinn. Náð, friður og fyrirgefning munu að eilífu vera tekin frá þér. Jesús mun farinn fram hjá og aldrei aftur koma svo nálægt að bænir þínar og beiðnir berist til hans. Meðan náðin varir, meðan frelsarinn biður fyrir þér, skulum við vinna gagngert starf fyrir eilífðina.26T, bls. 404, 405;BS2 408.4

    Satan er ekki sofandi. Hann er vel vakandi til þess að gera áhrifalaust hið örugga spádómsorð. Hann vinnur af hæfni og með blekkingakrafti sínum til þess að vinna á móti opinberuðum vilja Guðs sem gerður er skýr í orði hans. Árum saman hefur Satan verið að ná stjórn á mannshuganum með slóttugum orðkrókum sem hann hefur fundið upp til þess að koma í stað sannleikans. Á þessum hættutímum munu þeir sem iðka réttlæti í ótta Guðs vegsama nafn hans með því að hafa yfir orð Davíðs: „Tími er kominn fyrir Drottin að taka í taumana, þeir hafa rofið lögmál þitt.” Sálm. 119,126.39T, bls. 92;BS2 409.1

    Við sem söfnuður segjumst hafa sannleika umfram alla aðra menn á jörðinni. Þá ætti líf okkar og lunderni að vera í samræmi við slíka trú. Sá dagur er að rísa er réttlátir verða bundnir saman eins og dýrmætt korn í knippi við hina himnesku uppskeru og hinum óguðlegu verður sem illgresi safnað saman til elds hins síðasta mikla dags. En hveitið og illgresið munu „vaxa saman til kornskurðarins.”BS2 409.2

    Hinir réttlátu munu allt til síðustu stundar komast í snertingu við óguðlega menn í daglegum skyldustörfum. Börn ljóssins eru dreifð á meðal barna myrkursins svo að andstæðan geti verið öllum augljós. Þannig eiga börn Guðs að „víðfrægja dáðir hans sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.” Glóð guðlega kærleika í hjartanu, Kristi líkt samræmi sem birtist í lífinu mun vera sem glampi himinsins veittur mönnum heimsins að þeir geti séð og metið yfirburði hans.45T, bls. 100;BS2 409.3

    Enginn maður getur þjónað Guði án þess að fá gegn sér illa menn og illa engla. Illir andar munu vera á höttunum eftir hverri sál sem leitast við að slást í hóp Krists því að Satan vill ná þeirri bráð sem hefur verið tekin úr greip hans. Illir menn munu gefa sig að því að trúa megnri villu til að hljóta bölvun. Þessir menn munu hafa á sér yfirvarp einlægninnar og leiða í villu, ef verða mætti jafnvel útvalda.54T, bls. 595;BS2 409.4

    Endirinn er nálægur

    Endurkoma Krists til heimsins mun ekki dragast lengi. Þetta ætti að vera þungamiðja hverrar ræðu.BS2 410.1

    Anda Guðs sem hamlar gegn hinu illa er núna verið að fjarlægja frá heiminum. Hvirfilvindar, stormar, fárviðri, eldur og flóð, slys á sjó og landi fylgja þétt hvert á eftir öðru. Vísindamenn leitast við að útskýra allt þetta. Táknin sem hrannast upp allt umhverfis okkur og greina frá því að koma mannssonarins sé fyrir dyrum eru tengd öllum öðrum orsökum en hinni sönnu. Menn geta ekki greint varðenglana sem halda aftur af vindunum fjórum svo að þeir blási ekki þar til þjónar Guðs hafa verið innsiglaðir. En þegar Guð biður engla sína að sleppa vindunum munu rísa upp þvílíkar deilur að enginn mun megna að lýsa því.BS2 410.2

    Væri hægt að ýta tjaldinu til hliðar, gætuð þið greint tilgang Guðs og dómana sem eru um það bil að falla yfir dæmdan heim, gætuð þið séð ykkar eigin afstöðu munduð þið óttast og skjálfa yfir eigin sálarvelferð og sálarvelferð samferðamanna ykkar. Einlægar bænir og sár andvörp mundu stíga upp til himins. Þið munduð gráta milli forsalarins og altarisins og játa ykkar andlegu blindu og fráhvarfssyndir.66T, bls. 406, 408;

    BS2 410.3

    Hættan á því að telja að töf verði á komu Krists

    Illi þjónninn sem sagði í hjarta sínu: „húsbónda mínum dvelst” (Matt. 24, 28) sagðist vera að bíða eftir Kristi. Hann var „þjónn” sem að ytra hætti var helgaður þjónustu Guðs en í hjarta hafði hann beygt sig fyrir þjónustu Satans.BS2 410.4

    Hann afneitar ekki opinberlega sannleikanum eins og háðfuglinn en opinberar samt í lífi sínu tilfinningar hjartans — að töf verði á komu Drottins. Ofdirfska hans leiðir til kæruleysis gagnvart eilífum verðmætum. Hann beygir sig undir boð heimsins og fylgir siðum hans og tísku. Eigingirni, heimslegt stolt og framagirni sitja við stjórnvölinn. Hann óttast það að bræður hans kunni að standa hærra en hann sjálfur og byrjar því að gera lítið úr viðleitni þeirra og varpa rýrð á hvatir þeirra. Þannig slær hann samþjóna sína.BS2 410.5

    Eftir því sem hann skilur sig meira og meira frá fólki Guðs tengist hann æ betur hinum óguðlegu. Hann sést eta og drekka „með svöllurum” — slæst í hóp með heimshyggjumönnum og verður gagntekinn af hugarfari þeirra. Þannig sofnar hann í holdlegri öryggiskennd og lýtur í lægra haldi vegna gleymsku, kæruleysis og deyfðar.75T, bls. 101, 102;

    BS2 410.6

    Svo kallað nýtt ljós mun blekkja marga

    Satan væntir þess að leiða yfír síðasta söfnuð Guðs þá almennu eyðileggingu sem er að koma yfir jörðina. Eftir því sem koma Krists nálgast verður hann ákveðnari og sterkari í viðleitni sinni til þess að vinna þeim tjón. Karlar og konur munu rísa upp sem segjast hafa eitthvert nýtt ljós eða einhverja nýja opinberun sem leiðir til þess að trúin á gömlu göturnar verður ótraustari. Kenningar þeirra munu ekki standast Guðs próf en samt munu sálir láta blekkjast.BS2 411.1

    Gróusögum mun verða komið af stað og sumir munu falla í þá snöru. Þeir munu trúa þessum sögusögnum og koma þeim áfram og þannig myndast hlekkur sem tengir þá við erkióvininn. Slíkt hugarfar mun ekki alltaf birtast sem opinber ögrun við þann boðskap sem Guð sendir heldur mun ákveðin vantrú verða látin í ljós á marga vegu. Hver fölsk umsögn sem látin er í ljós nærir og styrkir þessa vantrú og á þennan hátt mun mörgum sálum verða beint í ranga átt.BS2 411.2

    Við getum ekki verið of vel á varðbergi gegn hverri mynd villunnar því Satan er stöðugt að reyna að draga menn frá sannleikanum.85T, bls. 295, 296;

    BS2 411.3

    Þýðing persónulegra guðræknisstunda

    Þegar vanrækt er í dag einrúmsbæn og Biblíulestur verður hægt á morgun að fella þetta niður með minna samviskubiti. Það verður langur listi af eyðum sem afleiðing af einu sáðkorni er sáð var í jarðveg hjartans. Á hinn bóginn mun hver ljósgeisli sem hlúð er að gefa af sér uppskeru ljóssins. Sé hamlað gegn freistingu einu sinni mun það gefa kraft til þess að standa fastar á móti öðru sinni. Hver nýr sigur sem við vinnum yfir eigingirninni mun ryðja braut fyrir meiri og stærri sigra. Sérhver sigur er sæði sem sáð er til eilífs lífs.95T, bls. 120;BS2 411.4

    Hver helgur maður sem kemur til Guðs með sönnu hjarta og sendir heiðvirðar bænir til hans í trú mun hljóta svar við bænum sínum. Trú ykkar má ekki fara út fyrir fyrirheit Guðs þó að þið sjáið ekki og finnið ekki tafarlaust svar við bænunum. Verið ekki hrædd við að treysta Guði. Treystið öruggum fyrirheitum hans: „Biðjið og þér munuð öðlast.” Jóh. 16, 24.BS2 411.5

    Guð er vísari en svo að honum skjátlist og betri en svo að hann neiti sínum heilögu sem ganga í grandvarleik um nokkur gæði. En manninum skjátlast og þó að bænir hans stígi upp frá heiðvirðu hjarta biður hann ekki alltaf um þá hluti sem eru honum fyrir bestu eða þá sem munu vegsama Guð. Þegar slíkt gerist heyrir okkar vitri og góði faðir bænir okkar og mun svara stundum tafarlaust en hann gefur okkur það sem er okkur fyrir bestu og honum til dýrðar. Guð gefur okkur blessanir. Ef við gætum litið á áform hans gætum við skýrt séð að hann veit hvað er okkur fyrir bestu og jafnframt að bænum okkar er svarað. Ekkert skaðlegt er látið í té heldur aðeins þær blessanir sem við þörfnumst í stað einhvers sem við báðum um sem hefði ekki orðið okkur til góðs heldur til skaða.BS2 412.1

    Ég sá að ef okkur finnst við ekki fá tafarlaust svar við bænum okkar ættum við að halda fast í trú okkar og ekki leyfa vantrú að koma inn því hún aðskilur okkur frá Guði. Ef trú okkar er hikandi munum við ekki hljóta neitt frá honum. Traust okkar á Guði ætti að vera sterkt og þegar við þörfnumst þess mest mun blessunin falla yfir okkur eins og regnskúr.101T, bls. 120, 121;

    BS2 412.2

    Kristnir menn elska að hugsa og tala um það sem himneskt er

    Í himninum er Guð allt í öllu. Þar er heilagleikinn í æðsta sessi. Þar er ekkert sem setur blett á fullkomið samræmi við Guð. Ef við erum í sannleika á leið þangað mun Andi Guðs dvelja í hjörtum okkar hér. En ef við finnum enga ánægju núna í því að íhuga það sem himneskt er, ef við höfum engan áhuga á því að leita þekkingar Guðs, enga gleði af því að sjá lunderni Krists, ef heilagleikinn hefur ekkert aðdráttarafl fyrir okkur — þá getum við verið viss um að von okkar um himininn er til einskis.BS2 412.3

    Fullkomið samræmi við vilja Guðs er það háa takmark sem stöðugt á að vera fyrir hugskotssjónum hins kristna manns. Hann mun elska að tala um Guð, um Jesúm og um heimili saelu og hreinleika sem Kristur hefur búið þeim er elska hann. Að íhuga þessi efni þegar sálin nærist á hinum sælu loforðum Guðs segir postulinn vera að smakka „krafta komandi veraldar.”BS2 412.4

    Framundan er lokabarátta deilunnar miklu þegar Satan mun með „alls konar krafti og táknum og undrum lyginnar og með alls konar vélum ranglætisins” vinna að því að rangtúlka skapgerð Guðs til þess að hann mætti „leiða í villu ef verða mætti jafnvel útvalda.” Ef fólk hefur einhvern tíma verið í þörf fyrir sívaxandi ljós frá himni þá er það fólkið sem Guð hefur á þessari hættustundu kallað til þess að varðveita heilagt lögmál og að verja lunderni hans frammi fyrir öllum heiminum. Þeir sem hefur verið treyst fyrir slíku hljóta að verða hafnir upp og öðlast andlegan styrk fyrir þann sannleika sem þeir segjast trúa.115T, bls. 745, 746;

    BS2 412.5

    Guðs fólk stígi fram án tillits til efa og ótta

    Drottinn er nú að fást við fólk sitt sem trúir sannleikanum fyrir þessa tíma. Hann ætlar að koma stórkostlegum hlutum til leiðar og meðan hann er í forsjón sinni að vinna að þessu marki segir hann við fólk sitt: „Stigið fram.” Satt er það að vegurinn hefur ekki enn opnast en þegar fólkið stígur fram í styrk trúar og hugrekkis mun Guð greiða götuna fyrir augum okkar. Það eru ávallt þeir sem kvarta eins og í Israel til forna og kenna þeim um vandræði sín sem Guð hefur vakið upp í þeim sérstaka tilgangi að vinna að framgangi málefnis síns. Þeir sjá ekki að Guð er að prófa þá með því að leiða þá í erfiðleika sem ekki er hægt að fá lausn frá nema fyrir armlegg hans.BS2 413.1

    Stundum er hinn kristni umsetinn hættum og erfitt virðist að framkvæma skylduverkin. Í huganum sjáum við yfirvofandi eyðingu fyrir framan og fjötra og dauða að baki. Samt mælir raust Guðs ofar öllum vonbrigðistónum: „Stigið fram.” Við ættum að hlýða þessu boði og láta skeika að sköpuðu jafnvel þó að augu okkar geti ekki rýnt í gegnum myrkrið og þó við finnum kaldar öldur við fætur okkar.124T, bls. 26;BS2 413.2

    Í tvískiptu og óeinlægu lífi munuð þið finna efa og myrkur. Þið getið þá ekki notið huggunar trúarinnar og ekki heldur þess friðar sem heimurinn gefur. Setjist ekki niður í hægindastól Satans til þess að hafast ekkert að heldur rísið upp og stefnið að þeim göfuga staðli sem er ykkar forréttindi að ná. Það eru sæl forréttindi að segja skilið við allt fyrir Krists. Lítið ekki á líf annarra til þess að líkja eftir þeim og rísa þá ekki hærra. Þið hafið aðeins eina óskeikula fyrirmynd. Það er aðeins öruggt að fylgja Jesú. Ef aðrir koma fram sem andlegir slóðar skulið þið einsetja ykkur að yfirgefa þá og stíga fram til síaukins þroska kristilegrar lyndiseinkunnar. Myndið lyndiseinkunn fyrir himininn. Sofið ekki á verðinum. Komið fram af trúmennsku og sannleika við ykkar eigin sál.131T, bls. 241.BS2 413.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents