Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 47— Helgihald hvíldardags Guðs

    Miklar blessanir felast í því að halda helgan hvíldardaginn og Guð vill að hvíldardagurinn sé okkur fagnaðardagur. Það var fögnuður við stofnsetningu hvíldardagsins. Guð leit með gleði á verk handa sinna. Allt sem hann gjörði var sagt „harla gott.” (1. Mós. 1, 31.) Himinn og jörð fögnuðu. „Morgunstjörnurnar sungu gleðisöng allar saman og allir Guðs synir fögnuðu.” Job. 38, 7. Þó að syndin hafi komið í heiminn og sett blett á hin fullkomnu verk Guðs gefur hann okkur enn hvíldardaginn sem vitnisburð um það að almáttugur Guð, óendanlegur í gæsku og náð, skapaði alla hluti. Okkar himneski faðir vill að við fyrir helgihald hvíldardagsins höldum við þekkingu á honum á meðal mannanna. Hann vill að hvíldardagurinn beini huga okkar til sín sem hins sanna og lifanda Guðs svo að við fyrir þekkinguna á honum getum haft líf og frið.BS2 305.1

    Þegar Drottinn frelsaði lýð sinn Ísrael úr Egyptalandi og fól honum lög sín kenndi hann honum að fyrir helgihald hvíldardagsins ætti hann að greinast frá skurðgoðadýrkendum. Það var þetta sem gerði greinarmuninn á þeim sem viðurkenndu alveldi Guðs og hinum sem neituðu að veita honum viðtöku sem skapara og konungi. „Ævinlega skal hann vera teikn milli mín og Ísraelsmanna,” sagði Drottinn. „Fyrir því skulu Ísraelsmenn gæta hvíldardagsins svo að þeir haldi hvíldardaginn heilagan frá kyni til kyns sem ævinlegan sáttmála.” 2. Mós. 31,17.BS2 305.2

    Eins og hvíldardagurinn var tákn sem aðgreindi Ísrael þegar hann kom út úr Egyptalandi á leið sinni til hins jarðneska Kanaans þannig er hann tákn sem aðgreinir núna Guðs fólk er það kemur út úr heiminum til þess að ganga inn til hinnar himnesku hvíldar. Hvíldardagurinn er tákn um sambandið sem er milli Guðs og fólks hans, tákn um að það heiðri lögmál hans. Hann greinir á milli hinna löghlýðnu þegna og lögbrjótanna.BS2 305.3

    Úr skýstólpanum lýsti Guð yfir varðandi hvíldardaginn: „Sannlega skuluð þið halda mína hvíldardaga því að það er teikn milli mín og yðar frá kyni til kyns svo að þér vitið að ég er Drottinn sá er yður helgar.” 2. Mós. 31, 13. Hvíldardagurinn sem gefinn var heiminum sem tákn um að Guð væri skapari, er einnig tákn um að hann sé sá sem helgar. Krafturinn sem skapaði alla hluti er sá kraftur sem endurskapar sálina í líkingu hans. Fyrir þá sem halda helgan hvíldardaginn er það tákn um helgun. Sönn helgun þýðir samræmi við Guð, að vera líkur honum í lunderni. Hún fæst fyrir hlýðni við þær meginreglur sem eru eftirrit af lunderni hans. Hvíldardagurinn er tákn um hlýðni. Sá sem af öllu hjarta hlýðir fjórða boðorðinu mun hlýða öllu lögmálinu. Hann er helgaður fyrir hlýðni.BS2 306.1

    Hvíldardagurinn er gefinn okkur eins og Ísrael til forna til að vera „ævinlegur sáttmáli.” Þeim sem virða helgan dag Guðs er hvíldardagurinn tákn um að Guð skoði þá sem útvalið fólk sitt. Hann er pantur þess að hann uppfylli á þeim sáttmála sinn. Hver sú sál sem veitir viðtöku þessu tákni um stjórn Guðs beygir sjálfan sig undir hinn guðlega og ævinlega sáttmála. Hann tengist hinni gullnu keðju hlýðninnar en hver hlekkur hennar hefur fyrirheit að geyma.16T, bls. 349, 350;

    BS2 306.2

    „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan”

    Við upphaf fjórða boðorðsins sagði Drottinn: „Minnstu þess.” Hann vissi að maðurinn mundi freistast til þess í öllum önnum sínum og áhyggjum að uppfylla ekki allar kröfur lögmálsins eða gleyma þýðingu þess. Þess vegna sagði hann: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.” 2. Mós. 20, 8.BS2 306.3

    Við eigum yfir alla vikuna að hafa hvíldardaginn í huga og gera viðbúnað til að halda hann samkvæmt boðorðinu. Við eigum ekki einungis að halda helgan hvíldardaginn lagalega séð. Við eigum að gera okkur ljósa grein fyrir andlegum áhrifum þess á allar athafnir lífsins. Allir sem skoða hvíldardaginn sem tákn milli sín og Guðs sem sýnir að hann er sá Guð sem helgar þá, munu virða í lífi sínu meginreglur stjórnar hans. Þeir munu iðka í daglegu lífi lögmál ríkis hans. Þeir munu biðja þess daglega að helgun hvíldardagsins megi hvíla yfir þeim. Á hverjum degi munu þeir njóta samvista við Krist og leitast við að líkja eftir fullkominni lyndiseinkunn hans. Á hverjum degi mun ljós þeirra skína til annarra í góðum verkum.BS2 306.4

    Fyrstu sigrana í öllu því sem snertir framgang Guðs málefnis verður að vinna heima. Það er þar sem undirbúningurinn fyrir hvíldardaginn verður að byrja. Foreldrar ættu að minnast þess alla vikuna að heimili þeirra á að vera skóli þar sem börn þeirra eru undirbúin undir hýbýlin hið efra. Þeim ber að velja réttu orðin. Þeir ættu ekki að tala nein þau orð sem börn þeirra mega ekki heyra. Foreldrarnir séu lausir við alla fyrtni. Foreldrar, lifið yfir vikuna eins og þið væruð í augsýn heilags Guðs sem hefur gefið ykkur börn til að ala upp fyrir sig. Alið upp fyrir hann lítinn söfnuð á heimilinu svo að þið á hvíldardeginum getið verið undir það búin að tilbiðja í helgidómi Drottins. Leggið börnin ykkar fram fyrir Guð kvölds og morgna sem arfleið sem Guð hefur keypt með blóði sínu. Kennið þeim að það er æðsta skylda þeirra og forréttindi að elska Guð og þjóna honum.BS2 307.1

    Þegar hvíldardagurinn er þannig hafður í heiðri mun hinu stundlega ekki vera leyft að taka tíma hins andlega. Engin þau skyldustörf sem tilheyra vinnudögunum sex verða skilin eftir fram á hvíldardaginn. Við munum ekki yfir vikuna slíta svo út kröftum okkar í daglegum störfum okkar að við á þeim degi sem Drottinn hvfldist og endurnærðist séum of þreytt til þess að taka þátt í þjónustu hans.BS2 307.2

    Undirbúningur fyrir hvíldardaginn á að fara fram alla vikuna en föstudagurinn er sérstakur aðfangadagur. Drottinn sagði Ísrael fyrir Móse: „Á morgun er hvíldardagur, heilagur hvfldardagur Drottins. Bakið það sem þér viljið baka og sjóðið það sem þér viljið sjóða en allt það sem af gengur skuluð þér leggja fyrir og geyma til morguns.” „Fólkið fór á víð og dreif og tíndi og þeir möluðu það í handkvörnum eða steyttu það í mortéli, suðu því næst í pottum og gjörðu úr því köku en það var á bragðið eins og olíukökur” 2. Mós. 16, 23; 4. Mós. 11, 8. Það þurfti eitthvað að gera til þess að matbúa brauðið af himnum fyrir Ísrael. Drottinn sagði þeim að það starf yrði að vinna á föstudegi, aðfangadeginum.BS2 307.3

    Á föstudeginum átti að ljúka undirbúningi fyrir hvíldardaginn. Sjáið til þess að öll föt séu tilbúin og allri matreiðslu sé lokið. Ljúkið við að bursta skóna og fara í bað. Það er mögulegt að gera þetta. Ef þið gerið það að venju getið þið gert það. Hvíldardaginn á ekki að nota til að gera við föt, elda mat, til skemmtana eða neinna annarra heimslegra starfa. Leggið öll heimsleg störf til hliðar fyrir sólarlag og öll heimsleg blöð úr augsýn. Foreldrar, útskýrið verk ykkar og tilgang þess fyrir börnum ykkar og látið þau taka þátt í undirbúningi ykkar fyrir hvíldardaginn samkvæmt boðorðinu. Við ættum að gæta vandlega takmarka hvíldardagsins. Minnist þess að hvert augnablik hans er helgaður og heilagur tími. Vinnuveitendur ættu, hvenær sem mögulegt er, að gefa starfsmönnum sínum frí frá hádegi á föstudegi fram að byrjun hvíldardagsins. Gefið þeim tíma til undirbúnings svo að þeir geti boðið Drottins dag velkominn með kyrrð og frið í huga. Slík ákvörðun mun ekki leiða til neins tjóns, jafnvel ekki í tímanlegum efnum.BS2 307.4

    Það er annað starf sem við ættum að sinna á aðfangadeginum. Á þessum degi ætti að setja niður öll ágreiningsmál milli bræðra, hvort sem það er í fjölskyldunni eða í söfnuðinum. Alla beiskju, reiði og vonsku ætti að reka úr sálinni. Með auðmjúku hugarfari skuluð þið „játa hver fyrir öðrum syndir yðar og biðja hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir.” Jak. 5,16.26T, bls. 353—356;BS2 308.1

    Ekkert það sem himinninn skoðar sem brot á helgi hvíldardagsins ætti að vera látið ósagt eða ógjört til þess eins að segja það eða gjöra á hvíldardeginum. Guð krefst þess að við ekki aðeins höldum okkur frá líkamlegum störfum á hvíldardeginum heldur ögum við hugann til þess að dvelja við heilög efni. Fjórða boðorðið er brotið í reynd með því að tala saman um heimslega hluti eða með því að taka þátt í léttúðugu samtali. Að tala um hvað sem kann að koma upp í hugann er að tala okkar eigin orð. Hvert frávik frá hinu rétta fellir okkur í fjötra og fordæmingu.32T, bls. 703;

    BS2 308.2

    Sólarlagsbæn

    Mun meiri helgi er tengd hvíldardeginum en margir þeir sýna honum sem halda hann. Drottinn hefur mikið verið vanheiðraður af þeim sem hafa ekki haldið hvíldardaginn samkvæmt boðorðinu, hvort sem það var heldur í bókstaf eða í anda. Hann kallar eftir umbótum hvað snertir helgihald hvíldardagsins.BS2 308.3

    Fyrir sólarlag ættu fjölskylduliðarnir að safnast saman til þess að lesa Guðs orð, til að syngja og til að biðja. Hér þarf siðbót að verða því að margir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Við þurfum að játa syndir okkar fyrir Guði og fyrir hvert öðru. Við ættum að byrja upp á nýtt og gera sérstakar ráðstafanir til þess að hver fjölskylduliði geti verið undir það búinn að heiðra daginn sem Guð hefur blessað og helgað.BS2 308.4

    Börnin ættu að taka þátt í tilbeiðslustundum fjölskyldunnar. Allir ættu að koma með Biblíuna sína og hver um sig að lesa eitt eða tvö vers. Síðan ætti að syngja vel þekktan sálm og hafa bæn á eftir. Í þessu efni hefur Kristur gefið okkur fyrirmynd. Ekki var ætlast til þess að væri farið með faðirvorið sem formið eitt heldur sem dæmi um það sem bænir okkar ættu að vera — einfaldar, einlægar og yfirgripsmiklar. Segið Drottni með einföldum bænarorðum frá þörfum ykkar og tjáið þakklæti ykkar fyrir náðargjafir hans. Þannig bjóðið þið Jesúm sem velkominn gest inn á heimili ykkar og hjarta. Í fjölskyldunni eru langar bænir um fjarlæg efni ekki viðeigandi. Þær gera bænastundina þreytandi þegar ætti að skoða hana sem forréttindi og blessun. Gerið hana áhugavekjandi og gleðilega.BS2 309.1

    Þegar sólin sest (við lok hvíldardagsins) ætti bæn og sálmasöngur að einkenna lok hinna helgu stunda og þannig ættum við að æskja eítir nálægð Guðs í amstri og áhyggjum starfsvikunnar.BS2 309.2

    Það þýðir eilíft hjálpræði að halda hvíldardaginn heilagan fyrir Drottni. Guð segir: „Ég heiðra þá sem mig heiðra.”Sam. 2, 30.46T, bls. 353—359;

    BS2 309.3

    Helgustu stundir fjölskyldunnar

    Hvíldardagsskólinn og guðsþjónustan taka aðeins hluta af tíma hvíldardagsins. Þann hluta sem fjölskyldan á eftir fyrir sig má gera að helgasta og dýrmætasta tíma alls hvíldardagsins. Miklu af þeim tíma ættu foreldrarnir að verja með börnum sínum. Í mörgum fjölskyldum eru yngri börnin látin eiga sig og hafa ofan af fyrir sér eins vel og þau geta. Ef börnin eru skilin eftir ein verða þau fljótt eirðarlaus og fara að leika sér eða lenda út í einhvers konar óknyttum. Þannig hefur hvíldardagurinn enga heilaga merkingu í þeirra augum. Í skemmtilegu veðri ættu foreldrar að ganga með börnin sín út á tún eða í trjálundina. Í fegurð náttúrunnar skuluð þið segja þeim frá ástæðunum fyrir stofnun hvíldardagsins. Lýsið fyrir þeim hinu mikla sköpunarverki Guðs. Segið þeim að þegar jörðin kom frá hendi hans var hún heilög og fögur. Hvert blóm, hver runni, hvert tré uppfyllti tilgang skaparans. Allt það sem augað festist við var yndislegt og fyllti hugann hugsunum um kærleika Guðs. Hver hljómur var tónlist sem var í samræmi við raust Guðs. Sýnið fram á það að það var syndin sem setti blett á hið fullkomna verk Guðs, að þyrnar og þistlar, sorg, kvöl og dauði eru allt afleiðingar óhlýðni við Guð. Biðjið þau að sjá hversu jörðin opinberi enn gæsku Guðs þó að hún hafi blett á sér vegna bölvunar syndarinnar. Grænir akrar, tíguleg tré, glaða sólskinið, skýin, döggin, hin hátíðlega kvrrð næturinnar, dýrð stjörnuhiminsins og tunglið í allri sinni fegurð ber allt vitni um skaparann. Ekki fellur einn regndropi til jarðar, ekki berst einn ljósgeisli til okkar vanþakkláta heims nema til þess að bera vitni um umburðarlyndi og kærleika Guðs.BS2 309.4

    Segið þeim frá vegi hjálpræðisins, hvernig „Guð elskaði heiminn svo að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3, 16. Endurtakið hina indælu sögu um Betlehem. Segið börnunum frá Jesú sem barni sem var hlýðið foreldrum sínum sem æskumanni sem var trúr og iðinn og hjálpaði til þess að vinna fyrir fjölskyldunni. Þannig getið þið kennt þeim að frelsarinn var kunnugur reynslum, erfiðleikum og freistingum, fögnuði ög gleði hinna ungu og að hann getur veitt þeim samúð og hjálp. Öðru hvoru skuluð þið lesa fyrir þau hinar skemmtilegu sögur í Biblíunni. Spyrjið þau um það hvað þau hafa lært í hvíldardagsskólanum og rannsakið með þeim lexíu næsta hvíldardags.56T, bls. 358, 359;Á hvíldardeginum ætti fjölskyldan að helga sig hátíðlega Guði. Boðorðið felur í sér alla þá sem innan okkar hliða eru, allir þeir sem í húsinu búa eiga að leggja til hliðar heimsleg störf og nota helgar stundir hvíldardagsins til helgunar. Allir standi saman um það að heiðra Guð með glaðværri þjónustu á hinum helga degi.62TT, bls. 185;

    BS2 310.1

    „Komið, föllum fram og krjúpum niður”

    Kristur sagði: „Þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. Matt. 18, 20. Hvar sem tveir eða þrír trúaðir eru samankomnir ættu þeir að koma saman á hvíldardeginum og gera tilkall til fyrirheits Drottins.BS2 310.2

    Litlu hóparnir, sem koma saman til að tilbiðja Guð á hans helga degi, hafa rétt til þess að fara fram á hina ríkulegu blessun Jehóva. Þeir ættu að trúa því að Drottinn Jesús er heiðursgestur á samkomu þeirra. Hver sannur tilbiðjandi, sem heldur hvíldardaginn heilagan, ætti að minna Drottin á fyrirheitið: „Svo að þeir viti að ég er Drottinn, sá er yður helgar.” 2. Mós. 31, 13.76T, bls. 360, 361;BS2 310.3

    Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, til þess að vera blessun fyrir hann með því að kalla huga hans frá heimslegum störfum til þess að íhuga gæsku og dýrð Guðs. Það er nauðsynlegt að fólk Guðs safnist saman til að tala um hann, til þess að skiptast á hugsunum og hugmyndum hvað snertir þann sannleika sem er að finna í orði hans og helga hluta af tíma sínum til að biðja. Þessar stundir, jafnvel þó á hvíldardögum séu, ættum við ekki að gera leiðinlegar vegna skorts á áhuga eða með því að hafa þær langar.82T, bls. 583;BS2 310.4

    Þegar söfnuðurinn hefur ekki prest ætti einhver að vera settur sem stjórnandi samkomunnar en það er ekki nauðsynlegt fyrir hann að halda ræðu eða að nota mikinn hluta af tíma samkomunnar. Stuttur, áhugavekjandi Biblíulestur mun oft vera til meira gagns en ræða og þar á eftir gæti verið bænastund og vitnisburðir.BS2 311.1

    Hver og einn ætti að telja sig hafa hlutverki að gegna í því að gera hvíldardagssamkomurnar skemmtilegar. Það á ekki einungis að vera formsatriði fyrir þig að koma saman með öðrum heldur til þess að skiptast á hugsunum, að segja frá daglegum reynslum þínum, tjá þakklæti þitt, láta í ljós einlæga löngun þína og þrá eftir því að Guð upplýsi þig, að þú fáir að þekkja Guð og Jesúm Krist sem hann sendi. Að ræða saman um Krist mun styrkja sálina til þess að horfast í augu við reynslur lífsins og baráttu. Aldrei skaltu ímynda þér að þú getir verið kristinn maður og samt dregið þig inn í skel þína. Hver og einn er hluti af hinum mikla vef mannkynsins og reynsla hvers um sig mun ákvarðast af miklu leyti af reynslu samferðamannanna.96T, bls. 361, 362;

    BS2 311.2

    Hvíldardagsskólinn

    Markmið hvíldardagsskólans ætti að vera að safna inn sálum. Starfsaðferðir kunna að vera gallalausar, starfsaðstaðan öll á þann veg sem best verður á kosið, en ef börnin og ungmennin eru ekki leidd til Krists er skólastarfið unnið fyrir gýg því að laðist sálir ekki til Krists verður erfiðara og erfiðara að hafa áhrif á þær vegna áhrifa yfirborðstrúar. Kennarinn ætti að gera sinn hluta er hann knýr dyra hjartans hjá þeim sem hjálpar þurfa. Ef nemendurnir svara kalli Andans og opna dyr hjartans svo að Jesú geti komið inn mun hann opna skilning þeirra svo þeir geti gripið það sem Guðs er. Verk kennarans er einfalt verk en sé það gert í anda Jesú mun dýpt og áhrifamáttur veitast því fyrir starf Anda Guðs.BS2 311.3

    Foreldrar, takið til svolítinn tíma á hverjum degi til að rannsaka hvíldardagsskólalexíuna með börnum ykkar. Hættið við heimsókn til kunningjanna ef þörf krefur fremur en að fórna stundinni sem helguð er hinni dýrmætu lexíu úr Biblíunni. Bæði foreldrar og börn munu hljóta gagn af þessari rannsókn. Þýðingarmestu ritningarversin úr lexíunni ætti að læra utanbókar og ætti ekki að skoða það sem byrði heldur forréttindi. Þó að minnið kunni að vera brigðult til að byrja með mun það öðlast styrk við notkun svo að eftir nokkurn tíma munið þið njóta þess að hafa geymt í huganum hin dýrmætu orð sannleikans. Og þessi venja mun reynast dýrmætasta hjálp til trúarlegs vaxtar...BS2 312.1

    Hafið reglu í rannsókn ritninganna í fjölskyldum ykkar. Vanrækið hvað sem þið viljið af því sem er tímanlegs eðlis. Hættið við allan ónauðsynlegan saumaskap og þarflausan matartilbúning en verið viss um að sálin fái að nærast á brauði lífsins. Það er útilokað að meta sem skyldi hinar góðu afleiðingar þess að verja einni stund eða jafnvel hálfri stund á dag til að lesa með fögnuði orð Guðs í samfélagi við aðra. Látið Biblíuna skýra sig sjálfa, takið saman allt það sem sagt er um ákveðið efni á mismunandi tímum og undir ýmsum kringumstæðum. Leysið ekki upp rannsóknarhóp heimilisins vegna gesta sem að garði bera. Komi þeir meðán á rannsókninni stendur skuluð þið bjóða þeim að taka þátt í henni. Látið það sjást að þið teljið það þýðingarmeira að öðlast þekkingu á orði Guðs en að hljóta auð eða skemmtanir.BS2 312.2

    Mér þykir leitt að segja að í sumum (hvíldardags) skólum er venjan sú að lesa lexíuna úr lexíuheftinu. Þannig ætti það ekki að vera. Svo þyrfti ekki að vera ef sá tími sem oft er eytt í óþarfa og jafnvel á syndsamlegan hátt væri helgaður til rannsóknar á Ritningunni. Það er engin ástæða fyrir því að hvíldardagsskólalexían sé síður lesin og lærð af kennurum og nemendum en lexíur í öðrum skólum. Þær ætti að læra betur þar sem þær fjalla um efni sem eru óendanlega þýðingarmeiri. Vanræksla á þessu sviði er vanþóknanleg í augum Guðs.BS2 312.3

    Þeir sem kenna í hvíldardagsskóla verða að láta sannleika Guðs ylja sér um hjartaræturnar og styrkja sig og vera ekki aðeins heyrendur heldur gjörendur orðsins. Þeir ættu að hljóta næringu sína frá Kristi eins og greinarnar hljóta næringu frá vínviðnum. Dögg himneskrar náðar ætti að falla á þá svo að hjörtu þeirra geti verið eins og dýrmætar plöntur sem opna brum sín og gefa frá sér þægilegan ilm eins og blóm í garði Guðs. Kennararnir ættu að rannsaka orð Guðs af krafti og hjá þeim ætti stöðuglega að koma fram sú staðreynd að þeir eru að læra daglega lexíu í skóla Krists og eru færir um að veita öðrum það ljós sem þeir hafa tekið á móti frá honum sem er kennarinn mikli, ljós heimsins.BS2 312.4

    Þegar valdir eru starfsmenn hvíldardagsskólans ættum við að vera viss um að persónulegar skoðanir séu ekki látnar ráða heldur séu þeir settir í ábyrgðarstöðu sem þið eruð sannfærð um að elski og óttist Guð og geri hann að ráðgjafa sínum.102TT, bls. 557—566;

    BS2 313.1

    „Það er leyfilegt að gera gott á hvíldardegi”

    Bæði heima og í söfnuðinum á að birtast fúsleiki til að þjóna. Sá sem gaf okkur sex daga til veraldlegra starfa hefur blessað og helgað sjöunda daginn og sett hann til hliðar sér til handa. Á þessum degi mun hann á sérstakan hátt blessa alla þá sem helga sig þjónustu hans.BS2 313.2

    Allur himinninn heldur hvíldardaginn en ekki í deyfð og aðgerðarleysi. Á þessum degi ættu allir kraftar sálarinnar að vera vakandi því að eigum við ekki að mæta Guði og Kristi frelsara okkar? Við getum séð hann í trú og hann þráir að endurnæra og blessa sérhverja sál.116T, bls. 361, 162;BS2 313.3

    Guðleg náð hefur mælt svo fyrir að annast ætti um sjúka og þjáða. Það starf sem þarf að inna af hendi til að þeim líði vel er nauðsynlegt og ekkert brot á hvíldardeginum. En það ætti að komast hjá öllu ónauðsynlegu starfi. Margir fresta af kæruleysi þar til hvíldardagurinn er byrjaður ýmsu smávegis sem hefði átt að koma í verk á aðfangadeginum. Þetta ætti ekki svo að vera. Hvert það starf sem vanrækt er fram að byrjun hinna helgu tíða ætti að láta ógert þar til hvíldardagurinn er liðinn.122TT, bls. 184, 185;BS2 313.4

    Þó að komast ætti hjá matreiðslu á hvíldardeginum er ekki nauðsynlegt að borða kaldan mat. Í köldu veðri ætti að hita upp þann mat sem matbúinn hefur verið deginum áður og maturinn ætti að vera bragðgóður og aðlaðandi þó að hann sé einfaldur. Reiðið fram eitthvað það sem talið er vera sérstakt, eitthvað það sem fjölskyldan fær ekki á hverjum degi.BS2 313.5

    Ef við þráum þá blessun sem heitin er hinum hlýðnu verðum við að halda hvíldardaginn nákvæmar. Ég óttast það að við ferðumst oft á þessum degi þó að hægt væri að komast hjá slíku. Í samræmi við það ljós sem Drottinn hefur gefið mér varðandi helgihald hvíldardagsins ættum við að sýna meiri aðgæslu hvað snertir ferðalög á skipum eða bílum á þessum degi. Í þessum efnum ættum við að setja rétt fordæmi börnum okkar og æsku. Til þess að komast til þeirra safnaða sem þurfa á hjálp okkar að halda og flytja þann boðskap sem Guð vill að þeir heyri kann það að vera nauðsynlegt fyrir okkur að ferðast á hvíldardegi en við ættum, að svo miklu leyti sem mögulegt er, að kaupa farmiða okkar og gera allan nauðsynlegan undirbúning á öðrum degi. Þegar við hefjum ferðalag ættum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að leggja áformin þannig að komist verði hjá því að ná til ákvörðunarstaðar á hvíldardeginum.BS2 313.6

    Þegar við neyðumst til þess að ferðast á hvíldardeginum ættum við að leitast við að forðast félagsskap þeirra sem munu draga athygli okkar til þess sem heimslegt er. Við ættum að halda huga okkar við Guð og hafa samfélag við hann. Hvenær sem tækifæri gefst ættum við að tala við aðra varðandi sannleikann. Við ættum ávallt að vera tilbúin til að lina þjáningar og hjálpa þeim sem í þörf eru. Í slíkum tilvikum óskar Guð að við notum þá þekkingu og visku sem hann hefur gefið okkur. Við ættum ekki að tala um verslunarmál eða taka þátt í neinu almennu, heimslegu tali. Ávallt og alls staðar ætlast Guð til þess að við sýnum hlýðni gagnvart honum með því að heiðra hvíldardaginn.136T, bls. 357—360;

    BS2 314.1

    Að sækja skóla á hvíldardeginum

    Hver sem hlýðir fjórða boðorðinu mun finna það að aðskilnaðarlína er dregin milli hans og heimsins. Hvíldardagurinn er próf, ekki settur af mönnum, heldur próf Guðs. Það er það sem aðgreinir milli þeirra sem þjóna Guði og þeirra sem þjóna honum ekki og í þessu efni mun eiga sér stað hin mikla lokabarátta deilunnar milli sannleika og villu.BS2 314.2

    Sumt af fólki okkar hefur sent börnin sín í skóla á hvíldardeginum. Það neyddist ekki til að gera þetta en skólayfirvöldin höfðu á móti því að veita börnunum viðtöku nema þau sæktu skólann sex daga vikunnar. Í sumum þessara skóla er nemendum ekki aðeins kennt hinar venjulegu námsgreinar heldur er þeim kennt að vinna ýmis konar störf og í slíka skóla hafa börn þeirra sem segjast vera hlýðið fólk Guðs verið send á hvíldardeginum. Sumir foreldrar hafa reynt að réttlæta stefnu sína með því að hafa yfir orð Krists að það sé rétt að gera gott á hvíldardeginum. En sömu röksemdirnar mundu geta sannað það að menn geta starfað á hvíldardeginum af því að þau verða að vinna sér inn fyrir brauði handa börnum sínum og þá eru engin takmörk, engin markalína til að sýna hvað gera ætti og ekki ætti að gera.BS2 314.3

    Bræðurnir geta ekki búist við samþykki Guðs á sama tíma og þeir setja börn sín á þá staði þar sem ómögulegt er fyrir þau að hlýða fjórða boðorðinu. Þeir ættu að leitast við að gera samkomulag við yfirvöldin til þess að börnin þurfi ekki að sækja skóla á sjöunda deginum. Ef það bregst er skylda þeirra skýr, að hlýða boðum Guðs hvað sem það kostar.BS2 315.1

    Sumir munu reyna að sýna fram á það að Drottinn sé ekki svo nákvæmur varðandi boð sín að það sé ekki skylda þeirra að halda hvíldardaginn svo nákvæmlega og verða fyrir svo miklu tjóni eða koma sjálfum sér í andstöðu við lög landsins. En það er einmitt í því sem prófið felst, hvort við viljum heiðra lög Guðs fremur en manna. Það er einmitt það sem mun greina á milli þeirra sem heiðra Guð og þeirra sem vanheiðra hann. Það er í þessu efni sem við eigum að sanna hlýðni okkar. Saga afskipta Guðs af fólki á öllum öldum sýnir að hann ætlast til nákvæmrar hlýðni.BS2 315.2

    Ef foreldrar leyfa börnum sínum að öðlast menntun heimsins og gera hvíldardaginn að almennum degi er ekki hægt að setja innsigli Guðs á þau. Þeim mun verða eytt með heiminum og mun ekki blóð þeirra hvíla á foreldrunum? En ef við af trúmennsku kennum börnum okkar boð Guðs og leiðum þau til undirgefni undir foreldravaldið og í trú og bæn felum þau Guði mun hann vinna með okkur í viðleitni okkar, því hefur hann lofað. Og þegar plágurnar munu herja á landið munu þau ásamt okkur vera falin í fylgsnum tjalds Drottins.142TT, bls. 180—184;

    BS2 315.3

    Dagur hvíldar frá heimslegum störfum

    Það er grófasta ofdirfska af dauðlegum manni að voga sér að sýna undanslátt gagnvart málefni Drottins til þess að hlúa að eigin lítilfjörlegu, tímanlegu áhugamálum. Það er jafn miskunnarlaust brot á lögmálinu að nota hvíldardaginn öðru hvoru til heimslegra starfa eins og að hafna honum algjörlega því að með því byggist afstaða okkar til boðorða Drottins á aðstæðum. „Ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð,” þrumaði frá Sínaífjalli. Engin hálfgildings hlýðni, enginn skiptur áhugi er tekinn gildur af honum sem lýsir því yfir að synda feðranna verði vitjað á börnunum í þriðja og fjórða lið, þeirra sem hata hann og hann muni sýna miskunn þúsundum þeirra sem elska hann og halda boðorð hans. Það er ekki smávægilegt mál að ræna nágranna sinn og mikill smánarblettur festist við þann sem fundinn er sekur vegna slíks athæfis. Samt mun sá sem telur sér ósamboðið að svíkja náungann geta kinnroðalaust rænt sinn himneska föður þeim tíma, sem hann hefur blessað og sett til hliðar í sérstökum tilgangi.154T, bls. 249, 250;BS2 315.4

    Gæta ætti orða og hugsana. Þeir sem raeða viðskiptamál og leggja áform á hvíldardeginum eru skoðaðir af Guði sem væru þeir að taka þátt í framkvæmd hinna raunverulegu viðskiptastarfa. Til þess að halda hvíldardaginn heilagan ættum við ekki einu sinni að leyfa huga okkar að dvelja við heimsleg efni.162TT, bls. 185;BS2 316.1

    Guð hefur talað og hann ætlast til þess að menn hlýði. Hann spyr ekki hvort það sé þægilegt fyrir okkur eða ekki. Drottinn lífsins og dýrðarinnar skoðaði ekki hvað væri þægilegt fyrir sig eða skemmtilegt þegar hann yfirgaf hina háleitu stöðu sína og varð maður sorgar og kunnugur þjáningum og tók á sig smán og leið dauða til þess að frelsa manninn frá afleiðingum óhlýðni sinnar. Jesús dó, ekki til þess að frelsa manninn í syndum hans, heldur frá syndum hans. Maðurinn á að segja skilið við villu vegar síns og fylgja fordæmi Krists, taka upp krossinn og fylgja honum, afneita sjálfum sér og hlýða Guði hvað sem það kostar.BS2 316.2

    Aðstæður munu ekki réttlæta það að neinn vinni á hvíldardeginum til þess að öðlast heimslegan hagnað. Afsaki Guð einn mann getur hann eins afsakað alla. Hví getur ekki bróðir L, sem er fátækur maður, unnið á hvíldardeginum til þess að vinna fyrir lífsviðurværi þegar hann gæti með því betur stutt fjölskyldu sína? Hví geta ekki aðrir bræður eða við öll haldið hvíldardaginn aðeins þegar það er þægilegt fyrir okkur? Röddin frá Sínaí svarar: „Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk en sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins.” 2. Mós. 20, 9. 10.BS2 316.3

    Aldur þinn afsakar þig ekki frá að hlýða fyrirmælum Guðs. Abraham varð fyrir hörðum reynslum á efri árum. Orð Drottins virtust hræðileg og óæskileg fyrir hið hrjáða gamalmenni en samt dró hann aldrei í efa réttlæti þeirra eða hikaði í hlýðni sinni. Hann kynni að hafa sagt sem svo að hann væri gamall og lasburða og gæti ekki fórnfært syni sínum sem var gleðigeisli lífs hans. Hann hefði getað minnt Drottin á að boð hans væri í andstöðu við fyrirheit hans sem hann hafði veitt varðandi son sinn. En hlýðni Abrahams var án möglunar eða kvörtunar. Traust hans á Guði var óhaggað.174T, bls. 250—253;BS2 316.4

    Prestar Jesú ættu að standa sem áminnendur gagnvart þeim sem bregðast þeirri skyldu sinni að minnast þess að halda hvíldardaginn. Þeir ættu vingjarnlega en alvarlega að áminna þá sem taka þátt í heimslegu samtali á hvíldardeginum og á sama tíma sem þeir segjast halda hvíldardaginn. Þeir ættu að hvetja til helgunar gagnvart Guði á helgum degi hans.BS2 317.1

    Engum ætti að finnast þeir vera frjálsir til að verja helguðum tíma á gagnslausan hátt. Guði er það vanþóknanlegt þegar þeir sem hvíldardaginn halda sofa mikið af hvíldardeginum. Þeir vanheiðra skaparann með því að gera þetta og segja þannig með fordæmi sínu að dagarnir sex séu of dýrmætir til þess að verja þeim til hvíldar. Þeir verða að vinna sér inn fé þó að það kosti það að ræna sjálfa sig nauðsynlegum svefni sem þeir vinna upp með því að sofa á helgum tíma. Þá afsaka þeir sig með því að segja: „Hvíldardagurinn var gefinn til hvíldar. Ég ætla ekki að neita mér um hvíld með því að sækja samkomu því að ég þarfnast hvíldar.” Slíkir nota helgan dag á rangan hátt. Þeir ættu á þeim degi að vekja á sérstakan hátt áhuga fjölskyldna þeirra á helgihaldi hans og koma saman í bænahúsinu með fáum eða mörgum eins og verða vill. Þeir ættu að helga tíma sinn og krafta til andlegra athafna til þess að hin guðlegu áhrif sem hvíla yfir hvfldardeginum geti fylgt þeim alla vikuna. Af öllum dögunum í vikunni er enginn eins góður til helgra hugsana og tilfinninga og hvíldardagurinn.182T, bls. 704;BS2 317.2

    Hefði hvíldardagurinn ávallt verið haldinn helgur væri ekki guðleysingi eða skurðgoðadýrkandi til. Hvíldardagurinn, sem átti upphaf sitt í Eden, er eins gamall og heimurinn sjálfur. Hann var haldinn helgur af öllum ættfeðrunum allt frá sköpuninni. Í útlegðinni í Egyptalandi neyddu verkstjórar Ísraelsmanna þá til þess að brjóta hvíldardaginn og þeir glötuðu að miklu leyti þekkingunni á helgi hans. Þegar lögmálið var boðað frá Sínaí voru fyrstu orð fjórða boðorðsins: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan” — sem sýndu að hvíldardagurinn var ekki stofnsettur þá. Til þess að finna upphaf hans er okkur bent aftur til sköpunarinnar. Til þess að má hugsunina um Guð út úr hugum manna leitaðist Satan við að rífa niður þetta mikla minnismerki. Væri hægt að leiða menn til þess að gleyma skapara sínum mundu þeir enga viðleitni sýna til þess að hamla á móti krafti hins illa og væri Satan þá öruggur um bráð sína.19PP, bls. 336;

    BS2 317.3

    Blessanir hvíldardagshelgihalds

    Mér var sýnt að allur himinninn aðgætti og skoðaði á hvíldardeginum þá sem viðurkenna kröfur fjórða boðorðsins og halda hvíldardaginn. Englar voru að taka eftir áhuga þeirra á þessari guðlegu stofnun og virðingu þeirra gagnvart henni. Þeir sem helguðu Drottin Guð í hjörtum sínum með því að varðveita andlegt hugarfar og leituðust við að nýta hinar helgu stundir með því að halda hvíldardaginn eins vel og þeir gátu og heiðruðu Guð með því að kalla hvíldardaginn feginsdag — slíka blessuðu englarnir á sérstakan hátt með ljósi og heilsu og sérstakur styrkur var gefinn þeim.202T, bls. 704, 705;BS2 318.1

    Það færir tímanlegar jafnt sem andlegar blessanir að fylgja nákvæmlega kröfum himinsins.21PK, bls. 546;BS2 318.2

    „Sæll er sá maður sem gjörir þetta og það mannsbarn sem heldur fast við það: sá sem gætir þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og varðveitir hönd sína frá því að gjöra nokkuð illt.” „Og útlendinga sem gengið hafa Drottni á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar hans: alla þá sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála.” Jes. 56, 2. 6.22GC, bls. 451;BS2 318.3

    Svo lengi sem himinn og jörð standa mun hvíldardagurinn halda áfram að vera tákn um mátt skaparans. Og þegar Eden mun blómstra á jörðinni á ný mun hinn heilagi hvíldardagur Guðs aftur vera heiðraður af öllum undir sólinni.” I viku hverri hvíldardaginn” munu íbúar endurnýjaðrar jarðar fara „til þess að falla fram fyrir mér, segir Drottinn.”23DA, bls. 283.BS2 318.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents