Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 45— Hús Guðs

  Hús Guðs á jörðu er hinni auðmjúku, trúuðu sál sem hlið himinsins. Lofsöngurinn, bænin og orð þau sem fulltrúi Krists talar eru tæki af Guði sett til að búa fólk hans undir söfnuðinn hið efra, undir hina háleitu tilbeiðslu þar sem ekkert sem saurgar getur verið með í.BS2 291.1

  Húsið er helgidómur fjölskyldunnar og einkaherbergið eða trjálundurinn er kyrrlátasti staðurinn fyrir tilbeiðslu einstaklingsins en kirkjan er helgidómur safnaðarins. Það ætti að vera regla varðandi tíma, stað og tilbeiðsluhátt. Ekkert það sem heilagt er, ekkert það sem snertir tilbeiðslu Guðs ætti að skoða af kæruleysi eða afskiptaleysi. Til þess að fólk geti gert sitt besta til að víðfrægja dáðir Guðs verður það að gæta þess í samskiptum sínum við aðra að halda aðgreindu í huga sér hinu heilaga og almenna. Þeir sem eru víðsýnir og hafa til að bera háleitar hugsanir og hneigðir eru jafnan í félagsskap sem styrkir alla hugsun um guðlega hluti. Sælir eru þeir sem eiga sér helgidóm, hvort sem hann er hár eða lágur, í borg eða ósléttum helli, í lágreistum kofa eða í eyðimörkinni. Ef það er það besta sem þeir geta fengið fyrir meistarann, mun hann helga staðinn með návist sinni og hann mun verða heilagur vegna Drottins hersveitanna.

  BS2 291.2

  Bænrækið hugarfar í húsi Guðs

  Þegar tilbiðjendurnir ganga inn í samkomustaðinn, ættu þeir að gera það með háttprýði og ganga hljóðlega til sæta sinna. Sé ofn í herberginu er ekki viðeigandi að hópast í kringum hann á letilegan og kæruleysislegan hátt. Samræður um veraldlega hluti, hvísl og hlátur ætti ekki að leyfa í húsi Guðs, hvorki á undan eða á eftir samkomunni. Einlæg og virk guðhræðsla ætti að einkenna tilbiðjendurna.BS2 291.3

  Þurfi sumir að bíða fáeinar mínútur eftir því að samkoman hefjist ættu þeir að varðveita með sér hugarfar sannrar helgunar með hljóðri íhugun og lyfta hjartanu til Guðs í bæn um að samkoman verði þeirra eigin hjörtum til sérstaks gagns og leiði til sannfæringar og afturhvarfs annarra. Þeir ættu að minnast þess að himneskir sendiboðar eru í húsinu. Við verðum öll af indælu samfélagi við Guð vegna eirðarleysis okkar, vegna þess að við eigum ekki stundir til íhugunar og bænar. Það þarf oft að íhuga upp á nýtt andlegt ástand hjartans og laða þarf huga og hjarta til sólar réttlætisins.BS2 291.4

  Hafi fólkið til að bera sanna lotningu gagnvart Drottni þegar það kemur inn í helgidóminn og minnist þess að það er í návist hans mun í þögninni birtast mikil mælska. Hvíslið, hláturinn og orðræðurnar sem kynnu að vera saklausar á almennum verslunarstað ættu ekki að eiga sér stað í því húsi þar sem Guð er tilbeðinn. Það ætti að búa hugann undir það að hlýða á orð Guðs, svo að mark sé á því tekið og það hafi á viðeigandi hátt áhrif á hjartað.BS2 292.1

  Þegar presturinn gengur inn, ætti hann að gera það virðulega og alvarlega. Hann ætti að krjúpa niður í hljóðri bæn strax og hann stígur í ræðupúltið og í einlægni biðja Guð um hjálp. Það mun hafa mikil áhrif. Fólkið mun fyllast alvöru og lotningu. Prestur þeirra hefur samfélag við Guð. Hann er að fela sjálfan sig Guði, áður en hann vogar sér að standa frammi fyrir fólkinu. Hátíðleiki er yfir öllum og englar Guðs laðast að. Hver einstakur í söfnuðinum, sem óttast Guð, ætti einnig að taka þátt í hljóðri bæn og lúta höfði með prestinum til þess að Guð geti veitt blessun sína á samkomunni með návist sinni og gefið kraft sannleika sínum sem boðaður er af mannlegum vörum.15T, bls. 491—493;BS2 292.2

  Samkomur til ráðstefnu og bæna ættu ekki að vera gerðar leiðinlegar. Ef mögulegt er ættu allir að vera stundvísir. Og komi einhverjir of seint, eru hálfri stundu eða jafnvel fimmtán mínútum á eftir tíma, ætti ekki að bíða. Þó ekki séu nema tveir viðstaddir geta þeir tekið til sín fyrirheitið. Samkoman ætti að hefjast á tilsettum tíma, ef mögulegt er, hvort sem eru fáir eða margir til staðar.22T, bls. 577, 578;

  BS2 292.3

  Hegðið ykkur eins og þið séuð í návist Guðs

  Sönn lotning fyrir Guði kemur af tilfinningunni um óendanlegan mikilleik hans og fyrir skilning á nærveru hans. Þessi tilfinning um hinn ósýnilega Guð ætti að hafa mikil áhrif á hvert hjarta. Stund og staður fyrir bæn eru heilög því að Guð er þar og þegar lotning er sýnd í afstöðu og hegðun vex sú tilfinning sem kemur þessu af stað. „Heilagt og óttalegt er nafn hans,” sagði sálmaskáldið. Sálm. 111, 9.3GW, bls. 176—178;BS2 292.4

  Þegar samkoman hefst með bæn ætti hvert kné að beygja sig í návist hins heilaga og hvert hjarta ætti að stíga upp til Guðs í hljóðri helgun. Bænir trúrra tilbiðjenda munu verða heyrðar og boðun orðsins mun reynast áhrifamikil. Lífvana afstaða tilbiðjendanna í húsi Guðs er ein af höfuðástæðunum fyrir því að starf presta ber ekki meiri árangur. Söngur sem úthellt er úr hjörtum margra saman í skýrum og greinilegum tónum er eitt af tækjum Guðs til þess að bjarga sálum. Öll samkoman ætti að fara fram með hátíðleik og lotningu eins og fólkið væri í návist meistarans.BS2 293.1

  Þegar orðið er talað ættuð þið að muna bræður að þið eruð að hlýða á rödd Guðs af munni þjóns hans. Hlustið með athygli. Sofið ekki augnablik því að með svefninum getið þið misst af þeim orðum sem þið þurftuð mest á að halda — þeim orðum sem hefðu bjargað ykkur frá því að villast á rangar slóðir ef þið hefðuð farið eftir þeim. Satan og englar hans eru önnum kafnir við að lama skilningarvitin svo að viðvaranir og ávítur heyrist ekki, eða ef þær heyrast, þá hafi þær ekki áhrif á hjarta og líf. Stundum getur lítið barn dregið svo að sér athygli þeirra sem hlusta að hið dýrmæta sæði falli ekki í góða jörð og gefi af sér ávöxt. Stundum hafa ungir menn og konur svo litla lotningu fyrir húsi og tilbeiðslu Guðs að þau eru í stöðugum samræðum hvert við annað meðan á ræðunni stendur. Gætu þau séð engla Guðs líta á sig og veita athygli framkomu sinni mundu þau fyllast fyrirlitningu og smán á sjálfum sér. Guð vill eftirtektarsama tilheyrendur. Það var á meðan fólkið svaf, að Satan sáði illgresi sínu.BS2 293.2

  Allir ættu að vera hljóðir meðan lokabænin er flutt eins og þeir óttuðust að missa af friði Krists. Allir ættu að fara út án þess að stimpast eða vera í háværum samræðum og hafa það á tilfinningunni að þeir eru í návist Guðs, að auga hans hvílir á þeim og að þeir verða að koma fram eins og þeir væru í návist hans. Ekki ætti að stansa inni í kirkjunni til að rabba saman og hindra þannig útganginn svo að aðrir geti ekki komist leiðar sinnar. Við ættum að líta á kirkjubygginguna með heilagri lotningu. Hún ætti ekki að vera staður til að hitta gamla vini og rabba saman, koma á framfaeri almennum hugsunum og heimslegum viðskiptum. Slíkt ættum við að skilja við fyrir utan kirkjudyrnar. Guð og englarnir hafa verið vanheiðraðir með kæruleysislegum og hávaðasömum hlátri og fótataki sem heyrst hefur á sumum stöðum.

  BS2 293.3

  Börn eiga að sýna lotningu

  Foreldrar, hefjið upp staðal kristindómsins í hugum barna ykkar. Hjálpið þeim að hafa Jesúm sem daglegan förunaut. Kennið þeim að bera djúpa lotningu fyrir húsi Guðs og skilja að þegar þau ganga inn í hús Drottins ættu þau að vera lítillát og undirgefin í hjarta og hugsa sem svo: „Guð er hér. Þetta er húsið hans. Hugsanir mínar verða að vera hreinar og hvatir mínar heilagar. Ég má ekki byrgja með mér neinn hroka, öfund, afbrýðisemi, illar hugsanir, hatur eða blekkingu því að ég er að ganga inn í návist heilags Guðs. Þetta er sá staður þar sem Guð finnur fólk sitt og blessar það. Hinn hái og heilagi sem lítur á mig frá eilífðarbústað sínum, rannsakar hjarta mitt og les leyndustu hugsanir og athafnir lífs míns.”BS2 294.1

  Hugur barnanna er viðkvæmur og móttækilegur og mat þeirra á starfi þjóna Drottins fer eftir afstöðu foreldranna. Margir heimilisfeður leggja sig í líma við að gagnrýna guðsþjónustuna heima, hafa gott að segja um fáein atriði en fordæma önnur. Þannig er boðskapur Guðs til manna gagnrýndur og hártogaður og honum sýnt virðingarleysi. Aðeins bækur himnanna munu draga fram í dagljósið hvílík áhrif slíkar kæruleysislegar og virðingarlausar athugasemdir hafa á hina ungu. Börnin sjá og skilja þessa hluti miklu skjótar en foreldrarnir geta hugsað. Siðferðisskyn þeirra fær skakka mótun sem tíminn mun aldrei að fullu geta læknað. Foreldrarnir harma það hversu börn þeirra eru hörð í hjarta og erfitt að fá siðferðisskyn þeirra til að samsvara kröfum Guðs.45T, bls. 493—497;BS2 294.2

  Nafni Guðs ætti einnig að vera sýnd lotning. Aldrei ætti að nefna það nafn á léttvægan hátt eða í hugsunarleysi. Jafnvel í bæn ætti að forðast að nefna það of oft eða að þarflausu. „Heilagt og óttalegt er nafn hans.” Sálm. 111, 9. Þegar englar nefna það, hylja þeir ásjónu sína. Með hvílíkri lotningu ættum við, sem erum fallin og syndug að taka það okkur á vör!BS2 294.3

  Mér var sýnt að Guðs heilaga nafn ætti að nefna með virðingu og lotningu. Sumir nota saman í bæn orðin Guð almáttugur á kæruleysislegan og hugsunarlausan hátt sem er honum vanþóknanlegt. Slíkir menn skilja ekki Guð eða sannleikann því að annars mundu þeir ekki tala svo virðingarlaust um hinn mikla og óttalega Guð sem skjótlega mun daema þá á efsta degi. Engillinn sagði: „Tengið þau ekki saman því að óttalegt er nafn hans.” Þeir sem gera sér grein fyrir mikilleika og hátign Guðs munu taka sér nafn hans á vör með lotningu. Hann býr í ljósi sem ekki verður að komist. Enginn maður getur séð hann og þó lifað. Mér var sýnt að alla þessa hluti þarf söfnuðurinn að skilja og leiðrétta áður en honum getur vegnað vel.5EW, bls. 122;BS2 294.4

  Við ættum að sýna orði Guðs lotningu. Við ættum að sýna hinu prentaða orði virðingu og aldrei nota það á léttvægan hátt eða meðhöndla það kæruleysislega. Aldrei ætti að vitna í Ritninguna í gríni eða draga saman efni úr henni til að ná fyndnu orðalagi. „Sérhvert orð Guðs er hreint,” sem „skírt silfur, sjöhreinsað gull.” Orðskv. 30, 5; Sálm. 12, 7.BS2 295.1

  Umfram allt ætti að kenna börnum að sönn lotning kemur best fram í hlýðni. Guð hefur ekki boðið neitt sem er ónauðsynlegt. Það er engin betri leið til að sýna Guði lotningu sem honum geðjast að eins og hlýða því sem hann hefur talað.BS2 295.2

  Sýna ætti fulltrúum Guðs lotningu — prestum, kennurum og foreldrum sem eru kallaðir til að tala og koma fram í hans stað. Honum er sýndur heiður með þeirri virðingu sem þeim er sýnd.6Ed., bls. 236, 243, 244;Það væri vel við eigandi fyrir bæði unga sem eldri að íhuga þessi orð Ritningarinnar sem sýna hvernig ætti að líta þann stað þar sem návist Guðs er: „Drag skó þína af fótum þér,” bauð hann Móse við þyrnirunnann sem stóð í ljósum logum, „því að staður sá sem þú stendur á er heilög jörð.” 2. Mós. 3, 5. Jakob hrópaði upp yfir sig eftir að hafa séð engla í sýn, „sannlega er Drottinn á þessum stað og ég vissi það ekki...hér er vissulega Guðs hús og hér er hlið himinsins.” 1. Mós. 28,16.17.7GW, bls. 178, 179;BS2 295.3

  Þið verðið bæði með boðum ykkar og fordaemi að sýna að þið virðið trú ykkar og talið með lotningu um það sem heilagt er. Látið aldrei léttvæga athugasemd eða lítilfjörlega koma fram á varir ykkar þegar þið ætlið að hafa yfir ritningarvers. Er þið takið Biblíuna ykkur í hönd skuluð þið minnast þess að þið standið á helgri jörð. Englar eru umhverfis ykkur og væri hægt að opna augu ykkar gætuð þið séð þá. Hegðun ykkar ætti að vera þannig að hver sú sál sem þið hafið samneyti við verði fyrir þeim áhrifum að heilagt og hreint andrúmsloft umlyki ykkur. Eitt hégómlegt orð, einn kæruleysishlátur kynni að snúa einhverri sál í ranga átt. Skelfilegar eru afleiðingar þess að hafa ekki stöðugt samneyti við Guð.8FE, bls. 194, 195;

  BS2 295.4

  Klæðið ykkur eins og þið hafið Guð í huga

  Öllum ætti að vera kennt að vera snyrtilegir, hreinir í klæðaburði og ekki að bera ytra skart sem er algerlega óviðeigandi helgidóminum. Ekki ætti að berast á í klæðaburði því að það stuðlar að virðingarleysi. Athygli fólksins beinist oft að þessum eða hinum fína fatnaðinum og þannig vakna hugsanir sem ættu ekki að eiga sér sess í hjarta tilbiðjendanna. Hugsunin ætti að snúast um Guð og hann ætti að vera markmið tilbeiðslunnar og allt það sem dregur athygli hugans frá hinni alvarlegu og helgu guðsþjónustu er honum eigi að skapi.BS2 296.1

  Það ber að gæta sín í öllu, sérstaklega í klæðaburði, og fylgja nákvæmlega reglum Biblíunnar. Tískan hefur verið sú gyðja sem hefur stjórnað í heiminum og reynir oft að smeygja sér inn í söfnuðinn. Söfnuðurinn ætti að gera orð Guðs að staðli sínum og foreldrar ættu að hugsa með skynsemi um þetta efni. Þegar þau sjá börn sín hneigjast að því að fylgja tísku heimsins ættu þeir eins og Abraham að bjóða heimilisfólki sínu að fylgja sér. Tengið þau Guði í stað þess að sameina þau heiminum. Enginn ætti að vanheiðra helgidóm Guðs með því að klæðast áberandi búningi. Guð og englarnir eru þar. Hinn heilagi í Ísrael hefur talað fyrir munn postula síns: „Skart yðar sé ekki ytra skart, með því að flétta hárið og hengja á sig gullskraut eða klæðast viðhafnarbúningi, heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda, sem dýrmætur er í augum Guðs.” 1. Pét. 3, 3. 4.95T, bls. 499, 500.BS2 296.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents