Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 46— Framkoma við villuráfandi

    Kristur kom til þess að veita öllum mönnum möguleika á hjálpræði. Á krossinum á Golgata galt hann óendanlegt lausnargjald fyrir glataðan heim. Sjálfsafneitun hans og sjálfsfórn, hið óeigingjarna starf hans, auðmýkt og fremur öllu öðru fórn hans vitnar um djúpan kærleika hans til fallinna manna. Hann kom til jarðarinnar til að leita að hinu týnda og frelsa það. Hann var sendur til syndara, alls konar syndara af sérhverri kynkvísl og þjóð. Hann galt verðið fyrir alla til að leysa þá og að leiða þá til sambands og samfélags við sig sjálfan. Ekki var gengið fram hjá þeim sem lengst höfðu vikið af vegi og voru syndugastir. Starf hans var einkum fyrir þá sem mesta þörf höfðu fyrir það hjálpræði sem hann kom til að veita. Því meiri sem þörf þeirra var á siðbót þeim mun meiri var áhugi hans, samúð og viðleitni. Kaerleiksríka hjartað hans komst við að dýpstu rótum yfir ástandi þeirra sem voru vonlausastir og höfðu mesta þörf fyrir ummyndandi náð hans.BS2 297.1

    En hjá okkur sem söfnuði hefur verið mikill skortur á djúpum, einlægum, viðkvæmum kærleika og samúð gagnvart þeim sem verða fyrir freistingu og eru villuráfandi. Margir hafa sýnt mikinn kulda og syndsamlega vanrækslu eins og Kristur vildi víkja langt í burtu og halda sig eins langt og mögulegt er frá þeim sem mest þarfnast hjálpar. Sá sem er nýlega endurfæddur á oft í mikilli baráttu við gamlar venjur eða einhverjar sérstakar freistingar og þegar einhver sterk ástríða eða hneigð nær undirtökunum er hann sekur um óaðgæslu eða raunverulega synd. Það er einmitt þá sem þörf er á krafti, kunnáttu og visku frá bræðrum hans til þess að þeir geti leitt hann aftur til andlegrar heilsu. Í slíkum tilfellum eiga leiðbeiningar Guðs orðs við: „Bræður, ef einhver misgjörð kann að henda mann þá leiðréttið þér sem andlegir eruð þann mann með hógværðar anda og haf gát á sjálfum þér að þú syndgir ekki líka.” Gal. 6, 1. „Skylt er oss, hinum styrku, að umbera veikleika hinna óstyrku og þóknast ekki sjálfum oss.” Róm. 15,1.15T, bls. 603—605;BS2 297.2

    Mild afstaða, mjúk andsvör og þægileg orð eru mun betur fallin til að siðbæta og bjarga en strangleiki og harka. Að sýna heist til mikið af óvingjarnleika kann að leiða til þess að þú hættir að ná til manna en sáttfýsi og hlýja mundi vera leiðin til þess að tengja þá ykkur svo að þið gætuð leitt þá inn á réttan veg. Þið ættuð einnig að vera fús til þess að fyrirgefa og virða hverja góða ætlun og athöfn þeirra sem umhverfis ykkur eru.24T, bls. 65;

    BS2 298.1

    „Elskið hver annan eins og ég hefi elskað yður”

    Guð hefur gert sinn hluta af hjálpræðisstarfinu fyrir menn og nú biður hann um samstarf safnaðarins. Annars vegar er blóð Krists, orð sannleikans og Heilagur andi og hins vegar eru sálir sem eru að glatast. Hver fylgjandi Krists hefur sínu hlutverki að gegna til að leiða menn til þess að veita viðtöku þeim blessunum sem Guð hefur séð fyrir. Við skulum prófa okkur sjálf nákvæmlega og sjá hvort við höfum gert þetta verk. Við skulum athuga hvatir okkar og hverja athöfn lífs okkar.BS2 298.2

    Eru ekki margar óskemmtilegar myndir sem hanga á hallarsölum minninganna? Þið hafið oft þurft á fyrirgefningu Jesú að halda. Þið hafið stöðugt verið háð samúð hans og kærleika. En hafið þið samt ekki látið undir höfuð leggjast að sýna öðrum það hugarfar sem Kristur hefur borið til ykkar? Hafið þið borið fyrir brjósti þann sem þið sáuð hætta sér út á forboðnar slóðar? Hafið þið áminnt hann vinsamlega? Hafið þið grátið yfir honum og beðið með honum og fyrir honum? Hafið þið sýnt með blíðum orðum og vingjarnlegum athöfnum að þið elskið hann og þráið að bjarga honum?BS2 298.3

    Hafið þið í samskiptum ykkar við þá sem voru að kikna og riða til falls undir byrði eigin skapgerðargalla og rangra venja látið þá berjast eina á sama tíma og þið hefðuð getað orðið þeim til hjálpar? Hafið þið ekki gengið framhjá þessum aðþrengdu mönnum á sama tíma og heimurinn stóð tilbúinn til að veita þeim samúð og ginna þá inn í net Satans? Hafið þið ekki eins og Kain verið tilbúin að segja: „Á ég að gæta bróður míns?” 1. Mós 4, 9.BS2 298.4

    Hvernig hlýtur hið mikla höfuð safnaðarins að skoða verk lífs ykkar? Hvernig lítur hann, sem telur hverja sál dýrmæta, sem gjaldið fyrir blóð hans, á sinnuleysi ykkar gagnvart þeim sem ráfa í burtu af réttum vegi? Eruð þið ekki hrædd um að hann muni skilja ykkur eftir rétt eins og þið yfirgefið þá? Verið viss um að hann, sem er hinn sanni vökumaður í húsi Drottins, hefur tekið eftir sérhverri vanrækslu.BS2 298.5

    En það er enn ekki of seint að bæta fyrir vanrækslu fortíðarinnar. Það þarf að vera endurvakning hins fyrsta kærleika, hins fyrsta eldmóðs. Leitið þeirra sem þið hafið rekið í burtu, bindið með játningu um sárið sem þið hafið gert. Nálægist Krist sem ber elsku til ykkar og fyllist sjálf af sama hugarfari og látið kærleikann frá ykkur berast til annarra. Látið blíðu þá og náð sem Jesús hefur sýnt í eigin lífi vera okkur fordæmi um það hvernig við eigum að koma fram við náungann, einkum þá sem eru bræður okkar í Kristi. Margir hafa fallið og misst móðinn í hinni miklu baráttu lífsins, sem hefðu getað styrkst og sigrað ef þeir hefðu fengið að heyra eitt vingjarnlegt uppörvunarog hvatningarorð. Verið aldrei, aldrei, tilfinningalaus, köld, hörð og ávítandi. Látið aldrei ganga úr greipum ykkar tækifæri til að segja hvatningarog vonarorð. Við getum ekki sagt fyrir um það hversu víðtæk kunna að vera hin vingjarnlegu orð okkar og kristileg viðleitni til að létta byrði einhvers. Hina villuráfandi er aðeins hægt að leiða inn á betri veg með hugarfari auðmýktarinnar, blíðunnar og viðkvæms kærleika.35T, bls. 610—613;

    BS2 299.1

    Aðferðir Krists við safnaðaraga

    Guðs börn eiga að fylgja vandlega leiðbeiningum sem frelsarinn gaf í átjánda kapítula Matteusarguðspjalls þegar þau fást við villuráfandi safnaðarfólk.BS2 299.2

    Mannlegar verur eru eign Krists sem hann hefur keypt fyrir óendanlega mikið verð, tengdar honum með böndum þess kærleika sem hann og faðir hans hafa sýnt þeim. En hvað við ættum því að gæta okkar í viðskiptum okkar hvert við annað! Menn hafa því engan rétt til þess að ætla öðrum mönnum illt. Safnaðarfólk hefur ekki rétt til þess að fylgja sínum eigin hvötum og hneigðum í viðskiptum sínum við safnaðarfólk sem hefur farið villt vega. Það ætti ekki einu sinni að láta í ljós hleypidóma sína varðandi hina villuráfandi því að þannig leggja þeir í huga annarra súrdeig syndarinnar. Sögur sem halla á bróður eða systur í söfnuðinum berast frá einum til annars frá einum safnaðarmanni til annars. Mistök eru gerð og ranglæti er framið vegna ófúsleika af hálfu einhvers til að fylgja leiðbeiningum þeim sem Drottinn Jesús gaf.BS2 299.3

    „En ef bróðir þinn syndgar á móti þér þá far og vanda um við hann að þér og honum einum saman.” Matt. 18, 15. Segið ekki öðrum frá ranglætinu. Einum er sagt frá, síðan öðrum og enn öðrum og stöðugt magnast sagan og hið illa vex þar til allur söfnuðurinn líður. Gerðu út um málið „að þér og honum einum saman.” Þetta er áform Guðs. „Ver eigi fljótur til að hleypa þér út í deilu, því að hvað ætlar þú síðan að gjöra þá er náungi þinn gerir þér sneypu? Rek þú mál þitt gegn náunga þínum. Ljóstra eigi upp leyndarmáli annars manns.” Orðskv. 25, 8. 9. Þoldu ekki synd hjá bróður þínum en flettu ekki ofan af honum til þess að auka erfiðleika hans svo að ávíturnar virðist eins og hefnd. Leiðréttið hann á þann hátt sem mælt er fyrir í orði Guðs.BS2 300.1

    Leyfðu ekki gremju að þróast upp í óvild. Látið ekki sárið bólgna upp og brjótast út í eitruðum orðum sem setja blett á huga þeirra sem á hlýða. Leyfið ekki beiskum hugsunum að halda áfram að fylla huga ykkar og hans. Farið til bróður ykkar og í auðmýkt og einlægni skuluð þið tala við hann um málið.BS2 300.2

    Eðli afbrotsins breytir ekki því áformi sem Guð hefur gert til að setja niður misskilning og lækna persónuleg særindi. Að tala í einrúmi og með hugarfari Krists við hinn seka mun oft fjarlægja erfiðleikana. Farið til hins villuráfandi með hjarta ykkar fullt af kærleika Krists og hlýju og leitist við að laga málið. Rökræðið við hann rólega og hljóðlega. Reiðileg orð mega ekki koma ykkur á vör. Ræðið við hann á þann hátt sem skírskotar til hans betri dómgreindar. Munið eftir orðunum: „Hver sem snýr syndara frá villu hans mun frelsa sálu frá dauða og hylja fjölda synda.” Jak.5, 20.BS2 300.3

    Færið bróður ykkar það lyf sem mun lækna sjúkdóm óánægjunnar. Gerið ykkar hlut í að hjálpa honum. Vegna friðar og sanieiningar safnaðarins skuluð þið skoða þetta sem forréttindi jafnt sem skyldu. Ef hann vill hlýða á ykkur hafið þið áunnið hann sem vin.BS2 300.4

    Allur himinninn hefur áhuga á samtalinu milli þess sem hefur verið særður og hins sem hefur farið villur vega. Þegar hinn villuráfandi veitir viðtöku aðfinnslunum sem færðar eru fram í kærleika Krists og viðurkennir ranglæti sitt og biður um fyrirgefningu frá Guði og bróður sínum mun sólarljós himinsins fylla hjarta hans. Deilunni er lokið, vináttu og tiltrú komið á aftur. Olía kærleikans fjarlægir særindin sem syndin hefur bakað. Andi Guðs tengir hjarta við hjarta og það er hljómlist á himnum vegna þess að sameining er komin á.BS2 300.5

    Þegar þeir sem þannig hafa tengst í kristnu samfélagi flytja bæn til Guðs og lofa að koma réttlátlega fram hver við annan, að elska miskunnsemina og framganga í auðmýkt með Guði veitist þeim mikil blessun. Ef þeir hafa gert öðrum rangt til halda þeir áfram verki iðrunarinnar, játningarinnar og endurreisnarinnar og eru fastákveðnir í því að gera hver öðrum gott. Með þessu móti uppfylla þeir lögmál Krists.BS2 301.1

    „En láti hann sér ekki segjast þá tak að auki með þér einn eða tvo til þess að hver framburður verði gildur við það að tveir eða þrír beri.” Matt. 18, 16. Takið með ykkur þá sem eru andlega hugsandi og talið við hinn villuráfandi um villu hans. Hann kann að láta undan sameinuðum hvatningarorðum bræðra sinna. Þegar hann sér að þeir eru á einu máli kann hugur hans að upplýsast.BS2 301.2

    „En hlýðnist hann þeim eigi,” hvað á þá að gera? Eiga fáeinir einstaklingar á stjórnarfundi að taka á sig þá ábyrgð að strika hinn villuráfandi út úr söfnuðinum? „En hlýðnist hann þeim eigi þá seg það söfnuðinum.” 17. vers. Söfnuðinum ber að taka ákvörðun um meðlimi sína.BS2 301.3

    „En ef hann einnig óhlýðnast söfnuðinum þá sé hann þér eins og heiðingi og tollheimtumaður.” 17. vers. Hlýði hann ekki raust safnaðarins, hamli hann á móti allri þeirri viðleitni sem gerð er til að ávinna hann aftur, hvílir á söfnuðinum sú ábyrgð að víkja honum burt. Nafn hans ætti þá að vera strikað út af bókunum.47T, bls. 260—262;

    BS2 301.4

    Skylda safnaðarins gagnvart þeim sem neitar að fara eftir leiðbeiningum hans

    Enginn safnaðarstarfsmaður ætti að leggja til, engin nefnd ætti að mæla með því og ekki ætti heldur neinn söfnuður að greiða því atkvæði að nafn manns sem misgert hefur sé strikað út af safnaðarbókunum fyrr en farið hefur verið eftir leiðbeiningum þeim sem Kristur hefur gefið. Þegar þessum leiðbeiningum hefur verið fylgt hefur söfnuðurinn hreinsað sig fyrir Guði. Hið illa verður þá að koma fram eins og það er og verður að fjarlægjast til þess að það breiðist ekki meira út. Styrk og hreinleika safnaðarins verður að varðveita svo að hann geti staðið óflekkaður fyrir Guði klæddur í réttlætisskrúða Krists.BS2 301.5

    Ef hinn villuráfandi iðrast og beygir sig undir aga Krists á hann að fá annað tækifæri. Jafnvel þótt hann iðrist ekki, jafnvel þó að hann standi utan safnaðarins, hafa þjónar Guðs enn verk að vinna fyrir hann. Þeir verða að leitast við í einlægni að vinna hann til iðrunar. Það á að fyrirgefa honum og bjóða hann velkominn í sauðabyrgið aftur, ef hann hlýðir kalli Heilags anda og sýnir iðrun með því að játa og yfirgefa syndir sínar og skiptir þá ekki máli hversu brot hans kann að hafa verið gróft. Systkini hans eiga að hvetja hann til þess að ganga réttan veg og koma fram við hann eins og þau vildu að komið væri fram við þau í hans stað og líta í eigin barm svo að þeirra verði ekki freistað.BS2 302.1

    „Sannlega segi ég yður,” hélt Kristur áfram, „hvað sem þér bindið á jörðu skal vera bundið á himni og hvað sem þér leysið á jörðu skal vera leyst á himni.” 18. vers.BS2 302.2

    Þessi setning hefur sitt gildi á öllum tímum. Söfnuðinum hefur verið veitt það vald að koma fram í Krists stað. Hann er tæki í höndum Guðs til þess að halda uppi reglu og aga á meðal fólks hans. Drottinn hefur veitt honum vald til að útkljá öll mál sem snerta framgang, hreinleika og reglu. Á honum hvílir sú ábyrgð að visa úr samfélaginu þeim sem eru óverðugir, þeim sem með ókristilegri hegðun sinni setja blett á sannleikann. Hvað sem söfnuðurinn gerir, sem er í samræmi við leiðbeiningarnar sem gefnar eru í Guðs orði, mun verða staðfest á himni.BS2 302.3

    Það kemur til kasta safnaðarins að skera úr í alvarlegum málum. Eftir að prestar Guðs sem skipaðir eru af honum sem leiðsögumenn fólks hans hafa gert sinn hlut eiga þeir að leggja allt málið fyrir söfnuðinn svo að það geti verið sameining í þeirri ákvörðun sem tekin er.BS2 302.4

    Drottinn vill að fylgjendur hans sýni mikla aðgæslu er þeir fást við hver annan. Þeir eiga að hefja upp, endurreisa, lækna. En það á ekki að vera í söfnuðinum nein vanræksla á viðeigandi aga. Meðlimirnir eiga að skoða sjálfa sig sem nemendur í skóla sem eru að læra að mynda lunderni sem verðugt er hinnar háu köllunar. í söfnuðinum hér neðra á að búa börn Guðs undir hina miklu samfundi í söfnuðinum efra. Þeir sem lifa í samræmi við Krist hér geta litið fram til endalauss lífs í fjölskyldu endurleystra.57T, bls. 262—264;BS2 302.5

    Fyrir hverjum á að játa

    Allir sem að leitast við að afsaka eða hylja syndir sínar og leyfa þeim að vera áfram á bókum himinsins ójátuðum og ófyrirgefnum munu lúta í lægra haldi fyrir Satan. Því háleitari sem játning þeirra er og hærri staðan sem þeir halda þeim mun hörmulegri er stefna þeirra fyrir augliti Guðs og öruggari sigur hins mikla óvinar þeirra. Þeir sem slá á frest undirbúningi fyrir dag Guðs geta ekki öðlast hann á þrengingartímanum eða neinum tíma á eftir. Mál allra slíkra er vonlaust.6GC, bls. 620;BS2 303.1

    Þess er ekki krafist af þér að játa fyrir þeim sem þekkja ekki synd þína og villu. Það er ekki skylda þín að gera opinbera játningu sem mun leiða til þess að vantrúaðir fara sigri hrósandi af hólmi. Það á að játa fyrir þeim sem það á við, játið í samræmi við Guðs orð og látið þá biðja fyrir ykkur og Guð mun taka það gilt sem þið hafið gert og lækna ykkur. Fyrir alla muni gerið heila og óskerta játningu fyrir eilífðina. Víkið í burtu hroka ykkar og hégóma og leggið ykkur fram. Komið aftur inn í sauðabyrgið. Hirðirinn bíður til að taka á móti ykkur. Iðrist og vinnið fyrri verkin og sækist aftur eftir hylli Guðs.72T, bls. 296;BS2 303.2

    Kristur er endurlausnari ykkar. Hann mun ekki notfæra sér auðmýkjandi játningu ykkar. Ef þið hafið drýgt synd í einkalífi ykkar skuluð þið játa hana fyrir Kristi sem er eini meðalgangari milli Guðs og manns. „Jafnvel þótt einhver syndgi þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta.” 1. Jóh. 2, 1. Ef þið hafið syndgað með því að synja Guði um tíund og fórnir skuluð þið játa sekt ykkar fyrir Guði og fyrir söfnuðinum og fara eftir leiðbeiningunni sem hann hefur gefið ykkur: „Færið alla tíundina í forðabúrið.” Mal. 3, 10. 82T, bls. 296; (8) CH, bls. 374;BS2 303.3

    Fólk Guðs verður að koma fram af skilningi. Það ætti ekki að vera í rónni fyrr en hver þekkt synd er játuð. Eftir það eru það forréttindi þeirra og skylda að trúa því að Jesús veiti þeim viðtöku. Þau mega ekki bíða eftir því að aðrir treysti sér í gegnum dimmuna og vinni sigurinn fyrir þau. Slíkur fögnuður mundi aðeins standa samkomuna á enda. En það verður að þjóna Guði af meginreglu en ekki af tilfinningu. Kvölds og morgna skuluð þið öðlast sigurinn sjálf í ykkar eigin fjölskyldu. Látið ekki dagleg störf halda ykkur frá þessu. Takið tíma til að biðja og er þið biðjið skuluð þið trúa því að Guð hlýði á bænir ykkar. Hafið trú samfara bænum ykkar. Þið kunnið kannski ekki alltaf að finna svar tafarlaust. En það er einmitt þá sem reynir á trúna.91T, bls. 167;

    BS2 303.4

    Kristur einn getur dæmt manninn

    Kristur lítillækkaði sig til að standa sem höfuð mannkynsins, að horfast i augu við freistingar og þola reynslur sem mannkynið verður að mæta og standast. Hann varð að fá að vita hvað mannkynið verður að þola af hinum fallna óvini til þess að hann geti vitað hvernig átti að hjálpa þeim sem verða fyrir freistingum.BS2 304.1

    Og Kristur hefur verið gerður að dómara okkar. Faðirinn er ekki dómarinn. Englarnir eru það ekki. Sá sem íklæddist mannlegu holdi og lifði í þessum heimi fullkomnu lífi á að dæma okkur. Hann einn getur verið dómari okkar. Þið ætlið að muna eftir þessu, bræður? Viljið þið minnast þess, prestar? Viljið þið minnast þess, feður og mæður? Kristur íklæddist mannlegu holdi til þess að hann gæti orðið dómari okkar. Enginn ykkar hefur verið settur sem dómari yfir öðrum. Það eina sem þið getið gert er að aga ykkur sjálf. Í nafni Krists bið ég ykkur um að fara eftir beiðninni sem hann gefur ykkur um að setjast aldrei í dómarasætið. Aftur og aftur hefur þessi boðskapur hljómað í eyrum mínum: „Komið niður úr dómarasætinu. Komið niður í auðmýkt.”109T,bls. 185, 186;BS2 304.2

    Guð lítur ekki allar syndir sem jafn stórar. Það er styrksmunur á sektinni að mati hans jafnt sem manna. En hversu lítilfjörleg sem þessi syndin eða hin kann að vera í augum manna er engin synd lítil í augum Guðs. Syndirnar sem maðurinn vill líta á sem smáar kunna að vera einmitt þær sem Guð telur mikla glæpi. Drykkjumaðurinn er fyrirlitinn og honum sagt að synd hans muni útiloka hann frá himnum á sama tíma og hroki, eigingirni og ágirnd er látið óátalið. En þetta eru þær syndir sem eru sérstaklega ljótar í augum Guðs. Hann „stendur í gegn hinum drambláta” og Páll segir að ágirnd sé skurðgoðadýrkun. Þeir sem þekkja fordæminguna á skurðgoðadýrkun í orði Guðs munu strax sjá hversu alvarlegt brot þessi synd er.115T, bls. 337.BS2 304.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents