Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 48— Leiðbeiningar varðandi ráðsmennsku

  Hugarfar örlætis er hugarfar himinsins. Fórnandi kærleikur Krists kemur í ljós á krossinum. Hann gaf allt sem hann átti og gaf síðan sjálfan sig til þess að maðurinn gæti frelsast. Kross Krists skírskotar til góðvildar sérhvers fylgjenda frelsarans. Sú meginregla sem þar kemur fram er að gefa. Það er hinn sanni ávöxtur hins kristilega lífs sé það látið koma fram í raunverulegri góðvild og góðum verkum. Meginregla heimshyggjumanna er að fá og þannig vænta þeir þess að öðlast hamingju. En sé slíkt framkvæmt í öllum þess myndum er ávöxtur þess örbirgð og dauði.BS2 319.1

  Ljós fagnaðarerindisins sem skín frá krossi Krists slær á eigingirni og hvetur til örlætis og góðvildar. Það ætti ekki að harma að stöðugt er meira beðið um að gefa. Guð er í forsjón sinni að kalla fólk sitt út úr takmörkuðu athafnasviði til þess að taka þátt í stærra verkefni. Ótakmarkaðrar viðleitni er krafist á þessum tíma þegar siðferðismyrkur grúfir yfir heiminum. Margt af Guðs fólki er í þeirri hættu að festast í snöru heimshyggju og ágirndar. Það ætti að skilja að það er náð hans sem margfaldar kröfur um efni þess. Takmark verður að setja fyrir það sem kallar góðvild þess til athafna því að annars getur það ekki mótað lunderni sitt eftir hinni miklu fyrirmynd.BS2 319.2

  Þegar Kristur bauð lærisveinum sínum að fara „út um allan heiminn og prédika gleðiboðskapinn hverri skepnu” þá fól hann mönnum það starf að veita öðrum þekkingu á náð sinni. En á sama tíma og sumir ganga fram til að prédika þá kallar hann á aðra til að svara beiðni sinni um fórnir til að styðja málefni hans á jörðinni. Hann hefur lagt fjármuni í hendur manna til þess að guðlegar gjafir hans geti streymt fyrir tilstilli mannlegraver- færa til þess að vinna það verk sem þeim er falið til þess að frelsa samferðamennina. Þetta er ein af leiðum Guðs til þess að hefja manninn upp. Það er einmitt það starf sem maðurinn hefur þörf fyrir því að það mun vekja hinar dýpstu tilfinningar í hjarta hans og kalla til athafna æðstu hæfileika hugans.19T, bls. 254, 255;BS2 319.3

  Sé góðvildinni beint í rétta átt vekur hún andlega og siðferðilega krafta mannsins og leiðir þá til athafna til þess að blessa hina þurfandi og til þess að vinna að framgangi málefnis Guðs.23T, bls, 401;BS2 320.1

  Hvert tækifæri til að hjálpa bróður í þörf eða til að hjálpa málefni Guðs við boðun sannleikans er perla sem þú getur sent á undan og lagt inn í banka himinsins til varðveislu.33T, bls. 249;

  BS2 320.2

  „Sem gefur... af fúsum huga”

  Eina leiðin sem Guð hefur fyrirskipað til þess að framfleyta málefni sínu er að blessa menn með eignum. Hann gefur þeim sólskinið og regnið. Hann lætur gróðurinn blómgast. Hann gefur heilsu og hæfileika til þess að öðlast efni. Allar okkar blessanir koma úr ríkri hendi hans. Í staðinn vill hann að karlar og konur sýni þakklæti sitt með því að skila honum aftur hluta í tíundum og fórnum — í þakkarfórnum, frjálsum gjöfum, í syndafórnum.45T, bls. 150;BS2 320.3

  Örlæti Gyðinganna í sambandi við byggingu tjaldbúðarinnar og er musterið var reist sýnir hugarfar góðvildar sem kristnir menn síðari tíma hafa ekki náð að jafnast á við. Þeir voru nýlega lausir úr langri þrælkun í Egyptalandi og reikuðu um í eyðimörkinni, samt voru þeir varla lausir frá her Egypta sem elti þá á ferð þeirra þegar orð Drottins kom til Móse segjandi: „Seg Ísraelsmönnum að þeir færi mér gjafir, af hverjum þeim manni skuluð þér gjöf taka mér til handa sem gefur hana af fúsum huga.” 2. Mós. 25, 2.BS2 320.4

  Fólk hans átti litlar eignir og hafði ekki bjartar vonir um að bæta við þær en markmið var sett fyrir það — að byggja tjaldbúð fyrir Guð. Drottinn hafði talað og það varð að hlýða röddu hans. Það neitaði honum ekki um neitt. Allir gáfu af fúsum vilja ekki vissan skerf af viðbótartekjum sínum heldur stóran hluta af raunverulegum eignum. Það helgaði þær með gleði og af hjarta Drottni og það geðjaðist honum með því að gera það. Átti hann það ekki allt? Hafði hann ekki gefið þeim allt sem þeir áttu? Ef hann kallaði eftir því var það þá ekki skylda þeirra að gefa það aftur þeim sem hafði lánað það?BS2 320.5

  Ekki var þörf á að ýta fast á eftir. Fólkið kom jafnvel með meira en beðið var um og var sagt að hætta því það væri komið meira en nóg. Aftur gerðist það við byggingu musterisins að beiðnin um fjármuni fékk góðan hljómgrunn. Fólkið gaf ekki með tregðu. Þeir fögnuðu yfir tilhugsuninni um það að verið væri að reisa byggingu til að tilbiðja Guð og það gaf meira en nóg til þessa markmiðs.BS2 321.1

  Geta kristnir menn sem stæra sig af meira ljósi en Hebrearnir gefið minna en þeir? Geta kristnir menn sem lifa nálægt endalokunum látið sér lynda að fórnir þeirra séu ekki að hálfu leyti á við fórnir Gyðinganna?54T, bls. 77—79;BS2 321.2

  Drottinn hefur gert dreifingu ljóss og sannleika á jörðinni háða sjálfviljugri viðleitni og fórnum þeirra sem hafa verið hluttakendur himneskra gjafa. Tiltölulega fáir eru kallaðir til þess að ferðast sem prestar eða kristniboðar en margir eiga að samstarfa við það að dreifa sannleikanum með efnum sínum.BS2 321.3

  Jæja, segir einn, beiðnirnar koma í sífellu um að gefa til málefnisins. Ég er þreyttur á að gefa. Ertu það? Má ég þá spyrja þig: Ertu þreyttur á því að taka á móti úr gæskuríkri hendi Guðs? Það er ekki fyrr en hann hættir að blessa þig að þú losnar undan kvöðinni um að skila honum aftur þeim hluta sem hann fer fram á. Hann blessar þig svo að það geti orðið á þínu valdi að blessa aðra. Þegar þú ert orðinn þreyttur á að þiggja getur þú sagt: ég er orðinn þreyttur á svo mörgum beiðnum um að gefa. Guð áskilur sér hluta af öllu því sem við þiggjum. Þegar búið er að skila honum því aftur er sá hluti, sem eftir er, blessaður en þegar haldið er í hann fer allt fyrr eða síðar undir bölvun. Krafa Guðs er fyrst, allt annað er í öðru sæti.65T, bls. 148, 150;

  BS2 321.4

  Tíundin er tilskipuð af Guði

  Tekjur fagnaðarerindisins eru sjálfviljugar gjafir og tíund. Af þeim fjármunum sem Guð gefur manninum fer hann fram á vissan hluta — tíund.75T, bls. 149;BS2 321.5

  Allir ættu að minnast þess að kröfur Guðs á okkur koma á undan öllum öðrum kröfum. Hann gefur okkur af gnóttum sínum og sá samningur sem hann hefur gert við manninn er að tíunda hluta af eignum hans sé skilað aftur til Guðs. Drottinn felur í náð sinni fjársjóði sína ráðsmönnum sínum en um tíunda hlutann segir hann: Hann er minn. Í hlutfalli við það sem Guð hefur gefið manninum af eignum sínum á maðurinn að skila Guði aftur trúverðugri tíund af öllum eigum sínum. Þetta greinilega fyrirkomulag gerði Jesús Kristur sjálfur.86T, bls. 384; BS2 321.6

  Sannleikurinn fyrir þessa tíma verður að berast inn í dimmustu afkima jarðarinnar og þetta starf getur byrjað heima. Fylgjendur Krist ættu ekki að lifa eigingjörnu lífi, en íklæddir Anda Krists ættu þeir að vinna í samræmi við hann.93T, bls. 381;BS2 322.1

  Hið mikla starf sem Jesús sagðist vera kominn til að framkvæma var falið fvlgjendum hans á jörðu. Hann hefur lagt fyrir fólk sitt það áform að safna nægilegum upphæðum til þess að verkefnið geti orðið sjálfstætt og staðið undir sér. Áform Guðs í tíundakerfinu er fagurt í einfaldleika sínum og jafnrétti. Allir geta tileinkað sér það í trú og hugrekki því að það er guðlegt að uppruna. Í því sameinast einfaldleiki og nytsemi og það krefst ekki mikils lærdóms til þess að skilja það og framkvæma. Öllum getur fundist þeir hafi hlutverk að vinna við að stuðla að framgangi þessa dýrmæta hjálpræðisáforms. Sérhver karlmaður, kona eða hjónin geta orðið féhirðar fyrir Drottin og tæki til þess að uppfylla kröfur þær sem lagðar eru á fjárhirsluna. Postulinn segir: „Hver maður taki það frá heima hjá sér í hlutfalli við það sem Guð hefur blessað hann.” 1. Kor. 16, 2. (E. þýð.)BS2 322.2

  Miklu má koma í verk sé þessu kerfi fylgt. Ef sérhver veitti því viðtöku yrði hver og einn gerður að trúum féhirði Guðs og það yrði enginn skortur á fjármunum til þess að vinna að framgangi hins mikla verks að láta síðasta viðvörunarboðskapinn til heimsins hljóma. Fjárhirslan yrði full ef allir fylgdu þessu kerfi og þeir sem legðu til fé yrðu ekki fátækari eftir. Við hvert framlag yrðu þeir nátengdari málefni sannleikans fyrir þessa tíma. Þeir munu „safna handa sjálfum sér í fjársjóði góðri undirstöðu til hins ókomna til þess að þeir höndli hið sanna líf.” 1. Tím. 6, 19.BS2 322.3

  Þegar hinir þolgóðu og kerfisbundnu starfsmenn sjá að viðleitni þeirra í gjafmildi hneigist til þess að næra kærleika til Guðs og náungans og að persónuleg viðleitni þeirra eykur nytsemi þeirra munu þeir gera sér grein fyrir því að það er mikil blessun að vera samverkamenn Krists. Hinn kristni söfnuður, almennt talað, er að hafna kröfum Guðs um að gefa ölmusur af því, sem þeir eiga, til að veita stuðning herferðinni gegn siðferðismyrkrinu sem umlykur heiminn. Aldrei getur verk Guðs haft framgang sem skyldi fyrr en fylgjendur Krists verða virkir og áhugasamir starfsmenn.103T, bls. 388, 389;BS2 322.4

  Forréttindi þess að vera samverkamaður Guðs

  Guð er ekki háður manni um stuðning við málefni hans. Hann hefði getað sent fjármuni beint frá himnum til þess að fylla fjárhirsluna ef forsjón hans hefði séð það best fyrir manninn. Hann hefði getað fundið leið til þess að senda engla til þess að kunngera sannleikann öllum heiminum án tilverknaðar manna. Hann hefði getað ritað sannleikann á himnana og kunngjört þannig heiminum um kröfur sínar meó lifandi bókstöfum. Guð er ekki háður silfri mannsins og gulli. Hann segir: „Því að mín eru öll skógardýrin og skepnurnar á fjöllum þúsundanna.” „Væri ég hungraður mundi ég ekki segja þér frá því að jörðin er mín og allt sem á henni er.” Sálm. 50, 10. 12. Hvað sem nauðsynlegt er fyrir þátttöku okkar í framvindu málefnis Guðs hefur hann einsett sér að veita, okkur til góðs. Hann hefur heiðrað okkur með því að gera okkur samverkamenn sína. Hann hefur hagað því svo til að nauðsyn sé fyrir samvinnu manna svo að þeir geti þroskað góðvild sína.BS2 323.1

  Siðferðislögmálið fól í sér helgihald hvíldardagsins sem var ekki byrði nema þegar lögin voru brotin og þeir voru bundnir af þeim sektum sem fólust í því að brjóta það. Tíundakerfið var ekki byrði fyrir þá sem viku ekki frá áforminu. Sá sem fann upp tíundakerfið og lagði það fyrir Hebreana hefur ekki dregið úr kröfum þess eða tekið það til baka. Í stað þess að vera þýðingarminna núna átti það að vera nákvæmar framkvæmt og í ríkara mæli er hjálpræðið fyrir Krist yrði í ríkari mæli dregið fram í dagsbirtuna á tímabili kristninnar.BS2 323.2

  Þegar fagnaðarerindið færði út kvíarnar yrði þörf á meiri fjármunum til þess að styrkja það í stríðinu eftir dauða Krists og það gerði regluna um gjafir þýðingarmeiri en í stjórnartíð Hebrea. Nú krefst Guð ekki minni heldur meiri gjafa en á nokkru öðru stigi heimssögunnar. Sú meginregla sem sett var fram af Kristi er að gjafir og fórnir ættu að vera í samræmi við það ljós og þær blessanir sem veitt er viðtöku. Hann hefur sagt:„En af sérhverjum sem mikið er gefið mun mikils verða krafist.” Lúk. 12, 48.113T, bls. 390—392;BS2 323.3

  Ljósið bylgjast frá orði Guðs og við verðum að vakna til að skynja vanrækt tækifæri. Þegar allir eru trúir í því að gefa Guði aftur af því sem honum ber í tíund og fórnum mun vegurinn verða opnaður fyrir heiminn að heyra boðskapinn fyrir þessa tíma. Ef hjörtu Guðs folks eru fyllt af kærleika til Knsts, et sérhver safnaðarmeðlimur væri gagntekinn af anda sjálfsfórnar, ef allir sýndu algera einlægni, mundi ekki skorta fjármuni fyrir kristniboð heima og erlendis. Efni okkar mundu margfaldast, þúsundir leiða til nytsemi mundu opnast og okkur mundi verða boðið að ganga inn. Hefði fólk Guðs framkvæmt tilgang hans með því að boða heiminum boðskap náðarinnar væri Kristur núna kominn til jarðarinnar og hinir heilögu verið boðnir velkomnir inn í borg Guðs.126T, bls. 449, 450;

  BS2 323.4

  Guð biður um einn tíunda af þeim tekjum sem hann gefur

  Tíundarkerfið nær aftur fyrir daga Móse. Ætlast var til að menn færðu Guði gjafir í trúarlegum tilgangi áður en hið ákveðna kerfi var gefið Móse, jafnvel allt til daga Adams. Það var ætlun Guðs að þeir sýndu í fórnum sínum þakklæti sitt fyrir náðargjafir Guðs og blessanir þeim til handa. Þetta hélt áfram hjá komandi ættliðum og Abraham gerði þetta og gaf Melkísedek tíund, presti hins hæsta Guðs. Sama meginreglan er til á dögum Jobs. Þegar Jakob var útlagi og fjárvana ferðamaður í Betel lagðist hann niður að nóttu til einn og yfirgefinn með stein fyrir kodda og þar hét hann Drottni þessu: „Ég skal færa þér tíundir af öllu sem þú gefur mér.” 1. Mós. 28, 22. Guð þröngvar ekki mönnum til að gefa. Allt sem þeir gefa verður að vera sjálfviljugt. Hann vill ekki að fjárhirsla hans fyllist af þvinguðum fórnum.BS2 324.1

  Hvað snertir upphæðina sem krafist er hefur Guð tiltekið einn tíunda teknanna. Þetta ætti að vera hvatning til samvisku og góðvildar manna en dómgreind þeirra ætti ekki að vera settar skorður innan tíundakerfisins. Og þó að það sé sett frjálst undir samvisku manna hefur áform verið lagt sem er nógu ákveðið fyrir alla. Engrar þvingunar er krafist.BS2 324.2

  Guð kallaði á menn á tímum Móse til að gefa tíunda hlutann af öllum tekjum sínum. Hann fól þeim í hendur það sem tilheyrir þessu lífi og talentur sem þeir áttu að ávaxta og skila honum aftur. Hann hefur farið fram á tíunda hlutann og þetta gerir hann tilkall til sem hins minnsta sem maðurinn ætti að skila honum aftur. Hann segir: Ég gef ykkur níu tíundu en krefst sjálfur eins tíunda. Það er mitt. Þegar menn skila ekki aftur einum tíunda svikja þeir Guð. Syndafórnir, friðarfórnir og þakkarfórnir áttu einnig að færa auk tíunda hluta teknanna. Allt það sem haldið er eftir af því sem Guð krefst, tiunda hluta af tekjunum, er skráð í bækur himnanna gegnt nöfnum þeirra sem slíkt gjöra, sem rán. Slíkir menn svíkja skapara sinn og þegar þessi vanrækslusynd er lögð fyrir þá er ekki nóg fyrir þá að breyta um stefnu og byrja að vinna frá þeim tíma eftir réttum meginreglum. Slíkt mun ekki leiðrétta þær tölur sem skráðar voru í hinar himnesku bækur og sem fengust við að draga sér það fé sem þeim var treyst fyrir og átti að skila aftur til leiðtogans. Iðrunar er krafist vegna ótrúmennsku gegn Guði og lágkúrulegs vanþakklætis.BS2 324.3

  Hvenær sem Guðs fólk á einhverju stigi sögunnar hefur af gleði og fúsleik framkvæmt áform hans og fylgt kröfum hans og heiðrað hann með fjármunum sínum hafa hlöður þeirra verið nægtafullar. En þegar þeir prettuðu Guð í tíundum og fórnum fengu þau að skilja að þau voru ekki aðeins að pretta Guð heldur sjálf sig því að hann takmarkaði blessanir sínar til þeirra í hlutfalli við það sem þeir takmörkuðu fórnir sínar til hans.133T, bls. 393—395;BS2 325.1

  Sá maður sem hefur verið ólánssamur og er í skuld ætti ekki að taka hluta Drottins til þess að greiða niður skuldina til náungans. Hann skyldi íhuga að í þessum atburðum er verið að prófa hann og með því að ætla hluta Drottins til eigin nota er hann að pretta gjafarann. Hann er skuldunautur gagnvart Guði fyrir allt það sem hann á. En hann verður tvöfaldur skuldunautur þegar hann notar sjóð Drottins til að borga skuldir gagnvart mönnum. „Ótrúmennska gagnvart Guði” er ritað við nafn hans í bækur himnanna. Hann verður að gera Drottni skil fyrir það að nota fjármuni Drottins í eigin þágu. Og vöntun á nákvæmni, sem kemur fram í misnotkun á fjármunum Guðs, mun birtast í úrskurði hans og ráðstöfunum í öðrum efnum. Það mun sjást í öllum efnum sem snerta hans eigið fyrirtæki. Maðurinn sem prettar Guð er að rækta með sér skapgerðareinkenni sem mun útiloka hann frá fjölskyldu Guðs hið efra.146T, bls. 391;

  BS2 325.2

  Guð metur gjafir eftir þeim kærleika sem leiðir til fórnarinnar

  Á vogaskálum helgidómsins voru gjafir hinna fátæku sem gefnar voru af kærleika til Krists ekki metnar samkvæmt upphæðinni sem gefin var heldur samkvæmt þeim kærleika sem leiddi til fórnarinnar. Fyrirheit Jesú munu jafn vissulega ná til hins örláta fátæka manns sem hefur aðeins lítið að gefa en gefur það litla af fúsum og frjálsum vilja eins og auðuga mannsins sem gefur af nægtum sínum. Fátæki maðurinn fórnar hinu litla sem hann á og hann finnur raunverulega til þess. Hann neitar sér í raun og veru um suma af þeim hlutum sem hann þarfnast til eigin þæginda þegar auðugi maðurinn gefur af nægtum sínum og finnur ekki neinn skort og neitar sér ekki um neitt af því sem hann í raun og veru þarfnast. Þess vegna er helgi yfir fórn fátæka mannsins sem finnst ekki í gjöf ríka mannsins því að hinir ríku gefa af nægtum sínum. Guð hefur sett í forsjón sinni allt áformið um kerfisbundnar gjafir til gagns fyrir manninn. Forsjón hans hættir aldrei. Ef þjónar Guðs ganga inn um þær dyr sem forsjón hans opnar verða allir virkir starfsmenn.153T, bls. 398, 399;BS2 325.3

  Fórnir lítilla barna geta verið þóknanlegar í augum Guðs. Gildi fórnarinnar mun vera í samræmi við það hugarfar sem leiðir til gjafarinnar. Þegar hinir fátæku fylgja þeirri reglu postulans að leggja litla upphæð til hliðar í hverri viku hjálpa þeir til að fylla fjárhirsluna. Og Guð veitir gjöfum þeirra viðtöku því að þeir færa jafnmiklar og jafnvel meiri fórnir en auðugri bræður þeirra. Áformið um kerfisbundnar gjafir mun reynast vörn fyrir hverja fjölskyldu gegn þeirri freistingu að eyða fjármunum í þarflausa hluti og sérstaklega mun það reynast blessun fyrir hina ríku með því að vernda þá frá því að láta undan óhófi. 163T, bls. 412; BS2 326.1

  Launin sem hljótast af heilshugar örlæti eru þau að leiða huga og hjarta til nánara samfélags við Anda Guðs. 176T, bls. 390;BS2 326.2

  Páll setur reglu um gjafir til málefnis Guðs og segir okkur hverjar afleiðingarnar munu verða bæði varðandi okkur sjálf og Guð. „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung því að Guð elskar glaðan gjafara.” „En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera og sá sem sáir með blessunum mun og með blessunum uppskera.” „En Guð er þess megnugur að láta alla náð hlotnast yður ríkulega til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt það sem þér þarfnist og hafið gnægð til sérhvers góðs verks: (... en sá sem gefur sáðmanninum sæði og brauð til fæðu, hann mun og gefa yður sáð og margfalda það og auka ávexti réttlætis yðar) svo að þér verðið í öllu auðugir til hvers konar örlætis, sem fyrir oss kemur til leiðar þakklæti við Guð.” 2. Kor. 9, 6—11.185T, bls. 735;BS2 326.3

  Tilhlýðileg skipting eigna

  Meðan foreldrar eru með réttu ráði og óskerta dómgreind ættu þeir með bæn í huga og hjálp réttra leiðbeinenda sem hafa reynslu í sannleikanum og þekkingu á guðlegum vilja að ákveða skiptingu eigna sinna.BS2 327.1

  Ef þeir eiga börn sem eru þjáð af sjúkdómum eða berjast áfram í fátækt og koma til með að nota fjármuni á skynsamlegan hátt ættu þau að vera tekin til greina. En ef þau eiga vantrúuð börn sem hafa nóg af þessa heims gæðum og þjóna heiminum drýgja þau synd gegn meistaranum sem hefur gert þau að ráðsmönnum sínum ef þau leggja fjármuni í hendur þeirra aðeins vegna þess að þau eru börnin þeirra. Það á ekki að líta smáum augum á kröfur Guðs.BS2 327.2

  Og það ætti að vera greinilega skilið að vegna þess að foreldrar hafa gengið frá erfðaskrá sinni mun það ekki hindra þau í því að gefa fjármuni til málefnis Guðs á meðan þau eru á lífi. Það ættu þau að gera. Þau ættu að njóta gleðinnar af því hér og launanna á eftir að ráðstafa umframtekjum sínum á meðan þau lifa. Þau ættu að gera sinn hluta í því að vinna að framvindu málefnis Guðs. Þau ættu að nota þá fjármuni sem meistari þeirra hefur lánað þeim til að framkvæma það verk sem þarf að gera í víngarði hans.193T, bls. 121; BS2 327.3

  Þeir sem halda fjármunum sínum frá fjárhirslu Guðs og hlaða þau á börn sín setja í hættu andlegan áhuga barna sinna. Þeir leggja eigur sínar, sem eru hrösunarhella þeim sjálfum, í götu barna sinna svo að þau geti hrasað um þær sér til glötunar. Margir gera mikil mistök hvað snertir þá hluti sem varða þetta líf. Þeir spara og neita sjálfum sér og öðrum um þau gæði sem þeir gætu öðlast fyrir rétta notkun þeirra fjármuna sem Guð hefur lánað þeim og verða eigingjarnir og ágjarnir. Þeir vanrækja sín andlegu mál og verða dvergvaxnir trúarlega, allt fyrir það að þeir hlóðu upp auði sem þeir geta ekki notað. Þeir skilja eftir eignir sínar handa börnum sínum og í níu skipti af tíu er það jafnvel ennþá meiri bölvun fyrir erfingjana en það hefur verið þeim sjálfum. Börnum sem treysta á eignir foreldra sinna mistekst oft að ná árangri í lífinu og yfirleitt mistekst þeim algjörlega að ná taki á hinu komandi lífi.BS2 327.4

  Sá besti arfur sem foreldrar geta skilið eftir handa börnum sínum er þekking á nytsömu starfi og fordæmi þess lífs sem einkennist af óeigingjarnri góðgerðarsemi. Með slíku lífi sanna þeir hið rétta gildi peninganna, að þá á aðeins að meta í hlutfalli við hið góða sem þeir geta framkvæmt í því að leysa eigin þarfir og nauðþurftir annarra og framfleyta málefni Guðs. 203T, bls. 399;

  BS2 327.5

  „Þótt audurinn vaxi, þá gefið því engan gaum”

  Hið sérstaka tíundakerfi var grundvallað á meginreglu sem er eins varanleg og lögmál Guðs. Þetta tíundakerfi var blessun Gyðingum, annars mundi Guð ekki hafa gefið þeim það. Þannig mun það einnig vera blessun þeim sem framkvæma það til enda tímans.BS2 328.1

  Þeir söfnuðir sem eru kerfisbundnastir og örlátastir í að halda uppi málstað Guðs eru þeir sem vegnar best andlega. Hið sanna örlæti hjá fylgjanda Krists tengir áhugamál hans við áhugamál meistara síns. Ef þeir sem fjármuni eiga gerðu sér grein fyrir því að þeir eru ábyrgir gagnvart Guði fyrir sérhverja krónu sem þeir eyða yrðu ímyndaðar þarfir þeirra miklu færri. Ef samviskan væri vakandi mundi hún vitna um þarflausa eyðslu vegna matarlystarinnar, hrokans, hégómans og ástar á skemmtunum og sýna fram á sóun á fjármunum Drottins sem hefðu átt að helgast málefni hans. Þeir sem sóa gæðum Drottins munu innan tíðar þurfa að gera meistaranum greinarskil fyrir lífsstefnu sína.BS2 328.2

  Ef þeir sem játa kristna trú notuðu minna af auði sínum í að skreyta líkamann og fegra eigin hús og mundu neyta minna af óhófssömum heilsuskemmandi munaði á matborðunum gætu þeir sett miklu hærri upphæðir í fjárhirslu Guðs. Þannig mundu þeir líkja eftir lausnara sínum sem yfirgaf himininn, auðæfi sín og dýrð og varð okkar vegna fátækur til þess að við gætum átt eilífan auð.BS2 328.3

  Það er svo með marga, er þeir fara út í það að safna jarðneskum auð, þá byrja þeir að reikna hversu lengi það muni taka þá að eignast ákveðna upphæð. í umhugsuninni um að safna auði handa sjálfum sér gleyma þeir því að verða ríkir í Guði. Góðgerðasemi þeirra heist ekki í hendur við auðsöfnunina. Eftir því sem ástríða þeirra í auðinn eykst tengjast þeir auði sínum fastari kærleiksböndum. Eignaaukningin styrkir löngun þeirra í meira þar til sumir telja að það að þeir gefa Drottni tíunda hluta eigna sinna sé þungur og óréttlátur skattur.BS2 328.4

  Í innblásinni leiðbeiningu segir: „Þótt auðurinn vaxi þá gefið því engan gaum.” Sálm. 62, 11. Margir hafa sagt: „Ef ég væri eins ríkur og þessi eða hinn mundi ég margfalda gjafir mínar til fjárhirslu Guðs. Ég mundi ekkert annað gera við auð minn en að nota hann til framvindu málefnis Guðs.” Guð hefur prófað suma af slíkum með því að gefa þeim auðæfi en með auðæfunum komu grimmilegri freistingar og góðgerðasemi þeirra varð miklu minni en á dögum fátæktarinnar. Sterk löngun í meiri auð fyllti huga þeirra og hjörtu og þeir fóru að iðka skurðgoðadýrkun.213T, bls. 401—405;

  BS2 328.5

  Heit gagnvart Guði er bindandi og heilagt

  Hver um sig á að vera eiginn dómari og á að gefa eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu. En til eru þeir sem eru sekir um sömu synd og Ananías og Saffíra og telja að ef þau halda eftir hluta af því sem Guð krefst í tíundakerfinu munu bræðurnir aldrei fá að vita um það. Þannig hugsuðu seku hjónin en dæmi þeirra er gefið okkur sem viðvörun. Í þessu tilfelli sýnir Guð að hann rannsakar hjörtun. Hugsanir mannsins og tilgang er ekki hægt að fela fyrir honum. Hann hefur skilið eftir stöðuga viðvörun til allra kristinna manna á öllum öldum um að vara sig á þeirri synd sem liggur stöðuglega við dyrnar hjá hjörtum mannanna.BS2 329.1

  Þegar munnlegt eða skriflegt heit hefur verið unnið í návist bræðranna um að gefa vissa upphæð eru þeir hin sýnilegu vitni um samning á milli okkar og Guðs. Heitið er ekki gefið manni heldur Guði og er eins og áritað skjal sem rétt er nágranna. Enginn lagalegur samningur er meira bindandi fyrir kristna menn um borgun á peningum en heit sem gert er Guði.BS2 329.2

  Menn sem þannig gefa náunga sínum heit biðja ekki almennt um það að vera leystir frá heiti sínu. Loforð gagnvart Guði, gjafara allra gjafa, er enn þýðingarmeira. Því ættum við þá að leitast við að vera leyst undan heitum okkar gagnvart Guði? Mun maður telja loforð sitt síður bindandi af því að það var gefið Guði? Er heit hans minna virði vegna þess að það verður ekki lagt fyrir dómstóla? Ætlar maður sem segist vera frelsaður fyrir blóð hinnar óendanlegu fórnar Jesú Krists að „pretta Guð”? Eru ekki heit hans og athafnir vegnar á vogaskálum réttvísinnar í himneskum sölum?BS2 329.3

  Söfnuður er ábyrgur fyrir heitum einstakra meðlima sinna. Ef söfnuðurinn sér að bróðir vanrækir að uppfylla heit sín ættu þeir að hafa áhrif á hann vingjarnlega en skýrt og greinilega. Ef hann er í þeim aðstæðum sem gera honum ókleift að inna af hendi heit sitt og hann er góður og gildur meðlimur og á fúst hjarta ætti söfnuðurinn af samúð að reyna að hjálpa honum. Þannig geta þeir brúað bilið og öðlast sjálf blessun.224T, bls. 469—476;

  BS2 329.4

  Þakkarfórnir á að leggja til hliðar vegna hinna fátæku

  Í hverjum söfnuði ætti að setja á stofn sjóð fyrir hina fátæku. Síðan ætti hver meðlimur að koma með þakkarfórn til Guðs einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði eins og þægilegast er. Með þessari fórn tjáum við þakklæti okkar fyrir heilsu, mat og klæði. Og við leggjum til hliðar vegna hinna fátæku, þeirra sem líða, þeirra sem eru niðurbeygðir, í samræmi við það sem Guð hefur blessað okkur með þessum lífsþægindum. Ég vil vekja athygli bræðra okkar sérstaklega á þessu atriði. Minnist hinna fátæku. Neitið ykkur um sumt af munaði ykkar, já jafnvel þægindum ykkar og hjálpið þeim sem geta einungis leyft sér fábreytta fæðu og klæðnað. Með því að vinna fyrir þá ert þú að vinna fyrir Jesúm í persónu barna hans. Hann tengir sig líðandi mannkyni. Bíðið ekki eftir því að búið sé að uppfylla allar ykkar ímynduðu þarfir. Treystið ekki tilfinningum ykkar með því að gefa aðeins þegar ykkur finnst að þið ætluð að gera það og láta það vera þegar ykkur langar ekki til þess. Gefið reglulega ... jafnmikið og þið viljið sjá á hinum himnesku skrám á degi Guðs.235T, bls. 150, 151;

  BS2 330.1

  Eignir okkar og stuðningur við verk Guðs

  Við þá sem elska Guð einlæglega og hafa fjármuni var ég beðin um að segja þetta: Nú er tími fyrir ykkur að fjárfesta í verki Drottins. Nú er tími til þess að halda uppi höndum prestanna í sjálfsafneitandi viðleitni þeirra að bjarga sálum sem eru að farast. Þegar þið mætið í himinsölum þeim sálum, sem þið hafið hjálpað að bjarga munið þið þá ekki öðlast dýrleg laun?BS2 330.2

  Enginn ætti að halda eftir því litla sem hann hefur og þeir sem hafa mikið ættu að fagna yfir því sem þeir geta lagt fram sem fjársjóð á himnum sem ekki bregst. Það fé sem við neitum að fjárfesta í verki Drottins mun eyðast. Við það munu engir vextir bætast í banka himnanna.BS2 330.3

  Drottinn kallar nú á alla Sjöunda dags aðventista á öllum stöðum að helga sig honum og gera sitt allra besta samkvæmt þeim aðstæðum sem þeir eru í til að styðja verk hans. Með örlæti þeirra í að færa fórnir og gjafir langar þá að opinbera mat þeirra á blessunum hans og þakklæti þeirra fyrir náð hans. 249T, bls. 131,132;BS2 330.4

  Drottinn hefur sýnt mér aftur og aftur að það er gagnstætt Biblíunni að hafa nokkurn fyrirbúnað fyrir tímanlegum þörfum okkar á þrengingartímanum. Mér var sýnt að ef hinir heilögu hefðu mat geymdan fyrir sig eða fólginn á akri á þrengingartímanum þegar sverð, hungursneyð og drepsóttir eru í landinu mundu hendur ofbeldismanna hrifsa það af þeim og ókunnugir menn skera upp af ökrum þeirra. Þá verður tími fyrir okkur til að treysta algjörlega á Guð og hann mun þá halda okkur uppi. Mér var sýnt að brauð okkar og vatn mun verða öruggt á þeim tíma og að við munum ekki líða skort eða hungur því að Guð er fær um að leggja á borð fyrir okkur í eyðimörkinni. Ef nauðsyn krefur mundi hann senda hrafna til að fæða okkur eins og hann sendi þá til Elía eða lét rigna manna af himni eins og hann gerði fyrir Ísraelsmenn.BS2 331.1

  Hús og lendur munu verða einskis virði fyrir hina heilögu á þrengingartímanum, því að þá munum við þurfa að flýja undan trylltum skríl og þá geta þeir ekki losnað við eignir sínar til að stuðla að framvindu málefnis sannleikans fyrir þessa tíma. Mér var sýnt að það var vilji Guðs að hinir heilögu losuðu sig við hverja byrði áður en þrengingartíminn kemur og þeir geri sáttmála við Guð með fórn. Ef þeir hafa eignir sínar á altarinu og í einlægni spyrja Guð um skyldu sína mun hann kenna þeim hvenær eigi að losa sig við þessa hluti. Þá munu þeir vera frjálsir og fríir á þrengingartímanum og ekki hafa neitt til þess að íþyngja sér.25EW, bls. 56,57;

  BS2 331.2

  Hugarfar sjálfsafneitunar og fórnar

  Hjálpræðisáformið var lagt fyrir óendanlega fórn sonar Guðs. Ljós fagnaðarerindisins, er skín frá krossi Krists, ávítar eigingirni og hvetur til örlætis og fórnarlundar. Það á ekki að harma að það eru vaxandi beiðnir um að gefa. Guð í forsjón sinni er að kalla fólk sitt út úr takmörkuðu athafnasviði sínu til að taka þátt í stærri verkefnum. Ótakmarkaðrar viðleitni er krafist á þeim tíma þegar siðferðismyrkur grúfir yfir heiminum. Heimshyggja og ágirnd munu naga lífsrætur Guðs fólks. Það ætti að skilja að það er náð hans sem margfaldar kröfurnar eftir efnum þeirra. Engill Guðs setur góðgerðasemi á við bæn. Hann sagði við Kornelíus: „Bænir þínar og ölmusugjörðir eru stignar upp svo að Guð minnist þeirra.” Post. 10, 4. 263T, bls. 405;BS2 331.3

  Iðkið hagsýni á heimilum ykkar. Margir tilbiðja og dýrka skurðgoð. Ytið til hliðar skurðgoðum ykkar. Hættið við eigingjarnar skemmtanir ykkar. Ég bið ykkur að eyða ekki fé í það að skreyta hús ykkar. Þetta eru peningar Guðs og þeirra mun verða krafist af ykkur aftur. Foreldrar, fyrir sakir Krists, notið ekki peninga Drottins til þess að geðjast duttlungum barna ykkar. Þið ættuð að kenna þeim að hlaupa ekki eftir tísku og tildri til þess að öðlast áhrif í heiminum. Mun þetta hvetja þau til þess að bjarga sálum sem Kristur dó fyrir? Nei. Slíkt mun skapa öfund, afbrýðisemi og illar hugsanir. Börn ykkar munu leiðast til að keppa við tildur og íburð heimsins og að verja peningum Drottins í það sem er ekki nauðsynlegt fyrir heilsu og hamingju.BS2 332.1

  Alið ekki börn ykkar upp í því að hugsa að kærleikur ykkar til þeirra verði að koma í ljós í eftirlátssemi við hroka þeirra, óhóf og sýndarmennsku. Nú er ekki tími til að finna upp leiðir til að eyða peningum. Notið sköpunargáfu ykkar til þess að leitast við að spara. í stað þess að láta eftir eigingjörnum tilhneigingum, verja fé í þá hluti sem eyða hæfileika til skynsamlegrar hugsunar, skulið þið leitast við að afneita eigingirninni svo að þið getið haft eitthvað til þess að fjárfesta í því er lyftir staðli sannleikans á nýjum svæðum. Vitsmunirnir eru talenta. Notið þá til þess að athuga hvernig þið á bestan hátt getið notað fjármuni ykkar til frelsunar sálna.276T, bls. 450,451;BS2 332.2

  Þeir sem afneita sjálfum sér til þess að gera öðrum gott og helga sig og allt sem þeir hafa þjónustu Krists munu finna þá hamingju sem hinn eigingjarni maður leitar eftir árangurslaust. Frelsari okkar sagði: „Þannig getur þá enginn af yður, er eigi sleppir öllu sem hann á, verið lærisveinn minn.” Lúk. 14, 33. Kærleikurinn „leitar ekki síns eigin.” Þetta er ávöxtur þess óhlutdræga kærleika og góðvildar sem einkenndi líf Krists. Lögmál Guðs í hjörtum okkar mun leiða áhuga okkar til þess að lúta háleitum og eilífum málum.283T, bls. 397.BS2 332.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents