Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 39— Þýðing hreinlætis

    Til þess að hafa góða heilsu verðum við að hafa gott blóð því að blóðið er lífsstraumurinn. Það bætir skemmdir og nærir líkamann. Þegar í því eru rétt næringarefni og þegar það er hreinsað og því gefinn kraftur fyrir snertingu við hreint loft flytur það með sér líf og kraft til allra hluta líkamskerfisins. Því fullkomnari sem blóðrásin er þeim mun betur verður þetta verk framkvæmt.1MH, bls. 271;BS2 253.1

    Að nota vatn utan á líkamann er ein af auðveldustu og bestu leiðunum til þess að stjórna blóðrásinni. Kalt bað er frábært hressingarlyf. Heit böð opna svitaholurnar og hjálpa þannig til við að losna við óhreinindi. Bæði heit böð og þau sem eru hvorki heit né köld sefa taugarnar og jafna blóðrásina.BS2 253.2

    Hreyfing örvar og jafnar blóðrásina en sé ekkert haft fyrir stafni er blóðrásin ekki nógu ör og þær breytingar sem verða við hana og eru svo nauðsynlegar lífi og heilsu eiga sér ekki stað. Húðin verður líka óvirk. Óhreinindi eru ekki fjarlægð eins og verða mundi ef blóðrásin hefði verið örvuð með mikilli hreyfingu, húðinni haldið í heilsusamlegu ásigkomulagi og lungun fengið nóg af hreinu og fersku lofti. 2MH, bls. 237, 238;BS2 253.3

    Lungun ættu að hafa allt það svigrúm sem mögulegt er. Rúmtak þeirra eykst við frjálsa athöfn. Það minnkar ef þau eru samanhnipruð og þjöppuð. Af því koma þau illu áhrif þeirrar venju sem svo algeng er, einkum þeirra sem sitja við vinnu sína, að lúta við störf. Í þeirri líkamsstöðu er ógerlegt að anda djúpt. Yfirborðskennd öndun verður fljótt að venju og lungun missa hæfileika sinn til að þenjast út.BS2 253.4

    Af því leiðir ónógt súrefnismagn. Blóðið berst treglega um. Eitruðum úrgangsefnum, sem ættu að hverfa við útöndun, er haldið eftir og blóðið verður óhreint. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á lungun heldur einnig maga, lifur og heila. Hörundið verður fölt, meltingin treg, heilinn myrkvaður, við beygð í hjarta og rugluð í hugsun, fjörið dvínar, allt líkamskerfið verður þrúgað og óvirkt og sérlega berskjaldað fyrir sjúkdómum.BS2 253.5

    Lungun eru stöðugt að losna við óhreinindi og þau þurfa stöðugt að fá nóg magn af fersku lofti. Óhreint loft veitir ekki nauðsynlegt magn af súrefni svo að blóðið hverfur til heilans og annarra líffæra án þess að hafa fengið lífgefandi kraft. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa góða loftræstingu. Að búa í þröngum, illa loftræstum herbergjum, þar sem loftið er dautt og mengað, veikir allt líkamskerfið. Það verður sérlega viðkvæmt fyrir áhrifum kulda og minnsta kuldakast leiðir til sjúkdóma. Að vera innilokaðar í þröngum vistarverum gerir margar konur fölar og veiklaðar. Þær anda að sér sama loftinu aftur og aftur þar til það verður hlaðið eiturefnum sem borist hafa gegnum lungu og svitaholur og þannig berast óhreinindin aftur inn í blóðið. 3MH, bls. 272—274;BS2 254.1

    Margir líða af sjúkdómum af því að þeir neita að hleypa inn í herbergi sín að nóttu til hreinu næturloftinu. Hið frjálsa, hreina loft heiminsins er ein af dýrmætustu blessunum sem við getum fengið.42T, bls. 528,BS2 254.2

    Gagngert hreinlæti er nauðsynlegt bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Óhreinindi berast stöðugt út úr líkamanum gegnum hörundið. Milljónir af svitaholum í hörundinu stíflast fljótlega nema því aðeins að því sé haldið hreinu með stöðugum böðum, því að annars verða þau óhreinindi, sem ættu að berast út úr líkamanum gegnum hörundið, aukabyrði á önnur líffæri sem losa líkamann við úrgangsefni.BS2 254.3

    Flestir hefðu gott af því að fara í kalt eða hálfvolgt bað á hverjum degi, kvölds eða morgna. Í stað þess að auka á líkurnar fyrir kvefi, styrkir bað okkur gegn kvefi, sé það rétt tekið, af því að það bætir blóðrásina. Blóðið berst nær yfirborðinu og þannig fæst reglulegri og óhindraðri blóðstraumur. Jafnt hugur sem líkami fær nýjan styrk. Vöðvarnir verða mjúkir, vitsmunirnir skarpari. Baðið sefar taugarnar. Bað hjálpar meltingarfærum, maga og lifur og veitir hverju um sig heilsu og kraft og örvar meltinguna.BS2 254.4

    Það er einnig þýðingarmikið að fatnaði sé haldið hreinum. Flíkur sem verið er í draga til sín úrgangsefni sem berast í gegnum svitaholurnar. Ef ekki er títt skipt um föt og þau þvegin munu óhreinindin berast inn aftur.BS2 254.5

    Sérhver mynd óhreinlætis stuðlar að sjúkdómum. Það úir og grúir af banvænum sýklum í dimmum vanræktum hornum, í rotnandi leifurn, í raka og ryki. Ekkert úrgangsgrænmeti eða hrúgur af föllnu laufi ættu að fá að vera nálægt húsinu til þess að menga og eitra loftið. Ekkert óhreint eða rotnandi ætti að vera liðið innan heimilisins.BS2 254.6

    Fullkomið hreinlæti, nóg af sólarljósi og vandleg heilsugæsla í öllum smáatriðum heimilislífsins eru nauðsynleg vörn gegn sjúkdómum svo að heimilisfólkið geti búið við gleði og lífsþrek.5MH, bls. 276;BS2 255.1

    Kennið ungu börnunum að Guði geðjist ekki að því að sjá þau óhrein á líkama og í ósnyrtilegum og rifnum fötum. Að hafa fötin snyrtileg og hrein mun verða ein leið til þess að varðveita hugsanir hreinar og blíðar. Sérstaklega ætti að halda hreinni hverri þeirri flík sem kemur í snertingu við hörundið.BS2 255.2

    Sannleikurinn stígur aldrei fíngerðum fótum sínum á veg óhreinlætis eða saurgunar. Sá sem var svo nákvæmur um það að Ísraelsbörn vendu sig við hreinlæti mun ekki leggja blessun sína yfir neinn saurugleika á heimilum fólksins í dag. Guð lítur með vanþóknun á hvers konar óhreinlæti.BS2 255.3

    Óhrein, vanrækt horn í húsinu munu leiða til að skapa óhrein, vanrækt horn í sálinni.BS2 255.4

    Himinninn er hreinn og heilagur og þeir sem ganga í gegnum hlið borgar Guðs verða hér að vera hreinir hið innra og ytra. 6MLT, bls. 129.BS2 255.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents