Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 50— Kristnir menn í öllum heiminum verði eitt með Kristi

  (Mikið af leiðbeiningunum í þessum kafla var flutt af Ellen G. White á samkomu þar sem starfsmenn höfðu safnast saman frá mörgum löndum og voru þar fulltrúar ólíkra tungumála og menningarstrauma. Sumir af þessum starfsmönnum höfðu ranglega hugsad sér sem svo að leiðbeiningarnar sem Drottinn hafði gefið fólki sínu fyrir Ellen G. White ættu aðeins við þá þjóð sem Ellen G. White tilheyrði. — Forráðamenn White útgáfunnar.)

  Ef við komum til Krists í einfaldleika barns sem kemur til jarðneskra foreldra og bæðum um það sem hann hefur lofað okkur og tryðum því að við fengjum það, mundum við öðlast. Ef við öll hefðum sýnt þá trú sem við ættum að sýna hefðum við hlotið þá blessun að fá mun meira af Anda Guðs á samkomum okkar en við höfum fengið. Ég er fegin að fáeinir samkomudagar eru eftir. Nú er spurningin: „Viljum við koma til lindarinnar og drekka? Vilja kennarar sannleikans setja fordæmið? Guð vill gera mikla hluti fyrir okkur ef við í trú tökum hann á orðinu. Ó, að við mættum sjá hér að menn almennt auðmýktu hjarta sitt fyrir Guði!BS2 338.1

  Síðan þessar samkomur byrjuðu hefur mér fundist ég þurfa að fjalla mikið um kærleika og trú. Þetta er af því að þið þurfið á þessum vitnisburði að halda. Sumir sem hafa farið inn á þessi trúboðssvæði hafa sagt: „Þið skiljið ekki Frakkana. Þið skiljið ekki Þjóðverjana. Það þarf að mæta þeim einmitt á þennan hátt.”BS2 338.2

  En ég spyr: „Skilur Guð þá ekki? Er það ekki hann sem gefur þjónum sínum boðskapinn handa fólkinu? Hann veit nákvæmlega hvers þeir þarfnast og ef boðskapurinn kemur beint frá honum með tilstilli þjóna hans til fólksins mun hann framkvæma það starf sem honum er falið að vinna: hann mun gjöra alla eitt í Kristi. Þó að sumir séu örugglega Frakkar og aðrir örugglega Þjóðverjar og aðrir örugglega Ameríkumenn munu þeir vera alveg eins örugglega Kristi líkir.BS2 338.3

  Musteri Gyðinga var byggt úr höggnum steinum sem teknir voru í grjótnámu í fjöllunum og hver steinn féll á sinn stað í musterinu, höggvinn, slípaður og prófaður áður en hann var fluttur til Jerusalem. Þegar búið var að flytja allt á byggingarsvæðið var byggingin sett upp án þess að þar heyrðist axarhljóð eða hamarshögg. Þessi bygging var sem hið andlega musteri Guðs sem er búið til úr efni sem er safnað saman frá hverri þjóð, tungu og lýð og öllum stigum háum og lágum, ríkum og fátækum, lærðum og ólærðum. Þetta er ekki dautt efni sem á að slípa saman með hamri og sleggju. Þetta eru lifandi steinar sem eru teknir úr grjótnámu heimsins fyrir tilstilli sannleikans og hinn mikli byggingarmeistari, Drottinn musterisins, er núna að höggva og slípa þá og gera þá hæfa fyrir sína staði í hinu andlega musteri. Þegar þeir eru tilbúnir mun þetta musteri vera fullkomið í öllum hlutum, aðdáunarefni engla og manna, því að byggingarmeistarinn er Guð. Enginn skyldi ætla að ekki þurfi að koma högg á þá.BS2 339.1

  Það er engin persóna, engin þjóð, sem er fullkomin í öllum venjum og hugsunum. Einn verður að læra af öðrum. Þess vegna vill Guð að hin ýmsu þjóðerni blandist saman og verði eitt í dómgreind og eitt í tilgangi. Þá mun það samband sem er í Kristi verða að möguleika.BS2 339.2

  Ég var næstum því hrædd að koma til þessa lands af því ég heyrði svo marga segja að hinar ýmsu þjóðir í Evrópu væru sérstæðar og til þeirra þyrfti að ná á sérstæðan hátt en visku Guðs er heitið þeim sem finna þörf sína og biðja um hana. Guð getur leitt fólkið þangað sem bað veitir sannleikanum viðtöku. Guð þarf að eignast hugann og móta hann eins og leir er mótaður í höndum leirkerasmiðsins og þá mun það hverfa sem sundurskilur. Lítið til Jesú, bræður. Lítum eftir hætti hans og hugarfari og þá munuð þið ekki eiga í neinum vandræðum með að ná til þessara ólíku hópa.BS2 339.3

  Við höfum ekki sex fordæmi til að fylgja eða fimm. Við höfum aðeins einn og það er Jesús Kristur. Ef bræðurnir frá Ítalíu, frá Frakklandi og þýsku bræðurnir reyndu að vera honum líkir, mundu þeir standa á sama grundvelli sannleikans. Sami Andinn sem dvelur í einum mundi dvelja í öðrum — Kristur í þeim, von dýrðarinnar. Ég aðvara ykkur, bræður og systur að byggja ekki á aðskilnaðaranda milli ólíkra þjóðerna. Þvert á móti skulum við leitast við að brjóta niður slíkan anda þar sem hann er til. Við ættum að leitast við að leiða alla til samræmis þess sem er í Jesú og starfa fyrir eitt markmið, hjálpræði náungans.BS2 339.4

  Viljið þið, samstarfendur mínir prestarnir grípa hin miklu fyrirheit Guðs? Viljið þið ýta eigingirninni úr augsýn og leyfa Jesús að birtast? Sjálfið verður að deyja áður en Guð getur unnið fyrir tilstilli okkar. Ég er skelfingu lostin er ég sé eigingirnina stinga upp kollinum í einum og öðrum hér og þar. Því segi ég ykkur í nafni Jesú frá Nasaret: ykkar eiginn vilji verður að deyja. Hann verður að verða vilji Guðs. Hann vill bræða ykkur og hreinsa ykkur frá allri saurgun. Það er mikið verk sem þið þurfið að gera áður en þið getið verið fylltir af mætti Guðs. Ég bid ykkur að nálgast hann til þess að þið getið skilið hinar miklu blessanir hans áður en að þessum samkomum lýkur. 19T, bls. 179—182;

  BS2 340.1

  Afstaða Krists tilþjóðernis

  Kristur viðurkenndi enga aðgreiningu vegna þjóðernis, stöðu eða trúar. Farísear og skriftlærðir vildu eigna sér og þjóð sinni allar blessanir himinsins og útiloka aðra í fjölskyldu Guðs. En Kristur kom til þess að brjóta nióur hvern aðskilnaðarvegg. Hann kom til að sýna að gjöf náðar hans er jafn frjáls og óháð og loftið, ljósið og regnskúrirnar sem endurnæra jörðina. Fyrir líf Krists var komið á stofn trú þar sem er engin stéttaskipting, trú þar sem gyðingar og heiðingjar, frjálsir og ófrjálsir eru tengdir saman í bræðralag og eru jafnir fyrir Guði. Það var ekki spurningin um það hvaða stjórnarstefnu hann ætti að fylgja sem hefði áhrif á afstöðu hans. Hann gerði engan greinarmun á nágrönnum og ókunnugum, vinum eða óvinum. Það sem skírskotaði til hjarta hans var sál sem þyrsti eftir lífsins vatni.BS2 340.2

  Hann skoðaði ekki neina mannveru sem einskis nýta heldur leitaðist við að leggja læknandi lyf á hverja sál. Í hvaða félagsskap sem hann var setti hann fram lexíu sem hæfði stað og stund. Sérhver vanræksla eða móðgun manna gagnvart náunganum skerpti aðeins meðvitund hans um þörf þeirra á guðlegri og mannlegri samúð hans. Hann reyndi að koma inn vonarneista hjá hinum hrjúfasta og óefnilegasta og lagði fyrir þá fullvissuna um það að þeir gætu orðið lýtalausir og öðlast slíka skapgerð sem mundi gera þá að börnum Guðs.29T, bls. 190, 191;BS2 340.3

  Fyrst börn Guðs eru eitt í Kristi, hvernig lítur Jesús þá á stéttaskiptingu, á þjóðfélagslega aðgreiningu, á aðskilnað eins manns frá öðrum vegna litarháttar, kynstofns, stöðu, auðs, uppruna eða hæfileika? Leyndardóm sameiningarinnar er að finna í jafnrétti trúaðra í Kristi.3RH, Dec. 22, 1891;

  BS2 340.4

  Hvernig leiða má til sameiningar

  Fyrir mörgum árum, þegar hópur þeirra sem trúðu á skjóta endurkomu Krists var mjög lítill, komu þeir sem héldu hvíldardaginn í Topsham, Maine, saman í stóru eldhúsi heima hjá bróður Stockbridge Howland. Einn hvíldardagsmorgun var bróðir Howland fjarverandi. Við vorum undrandi yfir þessu því að hann var alltaf svo stundvís. Innan tíðar kom hann inn, andlit hans geislandi og skein af dýrð Guðs. „Bræður,” sagði hann. „Ég hef fundið það. Ég hef fundið það að við getum fylgt stefnu sem fyrirheitið í orði Guðs snertir: ,Þér munið aldrei hrasa.’ Ég ætla að segja ykkur frá því.”BS2 341.1

  Hann sagði okkur þá að hann hafði tekið eftir að einn bróðir, fátækur fiskimaður, hefði talið hann ekki vera eins mikils metinn og hann ætti að vera og að bróðir Howland og aðrir teldu sjálfan sig yfir hann setta. Þetta var ekki satt en virtist satt í augum hans. Og í margar vikur hafði hann ekki sótt samkomur svo að bróðir Howland fór heim til hans, kraup niður fyrir framan hann og sagði: „Bróðir minn, fyrirgefðu mér. Hvað er það sem ég hef gert?” Maðurinn tók í handlegginn á honum og reyndi að reisa hann á fætur. „Nei,” sagði bróðir Howland, „hvað hefur þú á móti mér?” „Ég hef ekkert á móti þér.” „En þú hlýtur að hafa það,” sagði bróðir Howland, „af því að einu sinni gátum við talað saman en núna talar þú alls ekki við mig og ég vil vita hvað er að.”BS2 341.2

  „Stattu upp, bróðir Howland,” sagði hann. „Nei,” sagði bróðir Howland, „það geri ég ekki.” „Þá verð ég að krjúpa niður,” sagði hann og hann féll á kné og játaði hversu barnalegur hann hafði verið og hversu mörgum illum hugsunum hann hafði alið á. „Og núna,” sagði hann, „ætla ég að ýta þessu öllu frá mér.”BS2 341.3

  Þegar bróðir Howland sagði þessa sögu skein ásjóna hans af dýrð Drottins. Þegar hann hafði lokið máli sínu kom fiskimaðurinn og fjölskylda hans inn og við höfðum dásamlega samkomu.BS2 341.4

  Setjum svo að sum okkar fylgdu þeirri stefnu sem bróðir Howland fylgdi. Ef við færum til bræðra okkar þegar þeir hafa illar hugsanir gegn okkur og segðum: „Fyrirgefðu mér ef ég hef gert eitthvað gegn þér,” gætum við rofið fjötra Satans og frelsað bræður okkar undan freistingum hans. Láttu ekkert komast á milli þín og bræðra þinna. Ef það er eitthvað sem þú getur gert með fórn til þess að hreinsa í burtu tortryggnina þá gerðu það. Guð vill að við elskum hver annan sem bræður. Hann vill að við séum full samúðar og kurteis. Hann vill að við ölum okkur upp til þess að trúa því að bræður okkar elski okkur og trúa því að Kristur elski okkur. Kærleikurinn getur af sér kærleika.BS2 341.5

  Væntum við þess að hitta bræður okkar á himnum? Ef við getum lifað með þeim hér í friði og samræmi getum við lifað með þeim þar. En hvernig gætum við lifað með þeim á himnum ef við getum ekkí lifað með þeim hér án stöðugs ágreinings og deilna? Þeir sem fylgja stefnu sem aðskilur þá frá bræðrum þeirra og kemur af stað ósætti og sundurlyndi þurfa gagngera endurfæðingu. Það verður að bræða hjörtu okkar og beygja þau undir kærleika Krists. Við verðum að ala með okkur þann kærleika sem hann sýndi er hann dó fyrir okkur á krossinum á Golgata. Við þurfum að nálgast frelsarann æ meira. Við ættum að biðja mikið og við verðum að læra að sýna trú. Við verðum að verða blíðari, samúðarfyllri og kurteisari. Við lifum aðeins einu sinni í þessum heimi. Eigum við ekki að leitast við að skilja eftir hjá þeim sem við höfum samneyti við ímynd lundernis Krists?BS2 342.1

  Hörðu hjörtun okkar þurfa að brotna. Við verðum að sameinast fullkomlega og við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum verði keypt með blóði Jesú Krists frá Nazaret. Hver okkar þarf að segja: „Hann gaf líf sitt fyrir mig og hann vill að ég opinberi á vegferð minni í heiminum þann kærleika sem hann opinberaði þegar hann gaf sjálfan sig fyrir mig.” Kristur bar syndir okkar á eigin líkama á krossinum svo að Guð gæti verið réttlátur og réttlætt þá sem trúa á hann. Það er líf, eilíft líf fyrir alla sem beygja sig fyrir Kristi. 49T, bls. 191—193;

  BS2 342.2

  Í sameiningu er styrkur

  Leitið einlæglega eftir sameiningu. Biðjið um hana, vinnið að henni. Hún mun færa andlega heilsu, hefja hugsunina, göfga lundernið og stuðla að himneskum hugsunarhætti og hjálpa okkur að sigra eigingirni og illar hugsanir og vera meira en sigurvegarar fyrir hann sem elskaði okkur og gaf sjálfan sig fyrir okkur. Krossfestið sjálfið. Metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Þannig munuð þið komast í einingu við Krist. Fyrir alheimi Guðs og fyrir söfnuðinum og heiminum munuð þið þá bera óvéfengjanlegan vitnisburð um það að þið eruð synir Guðs og dætur. Guð mun vegsamast í því fordæmi sem þið setjið.BS2 342.3

  Heimurinn þarf að sjá í verki það kraftaverk sem bindur hjörtu Guðs fólks saman í kristilegum kærleika. Hann þarf að sjá fólk Drottins sitja saman í himneskum stöðum í Kristi. Viljið þið ekki gefa í lífi ykkar vitnisburð um það sem sannleikur Guðs getur gert fyrir þá sem elska hann og þjóna honum? Guð veit hvað þið getið verið. Hann veit hvað guðleg náð getur gert fyrir ykkur ef þið verið hluttakendur guðlegs eðlis.59T, bls. 188;BS2 343.1

  „En ég áminni yður, bræður, vegna nafns Drottins vors Jesú Krists að þið mælið allir það sama og að ekki séu flokkadrættir á meðal yðar, heldur að þér séuð fullkomlega sameinaðir í sama hugarfari og í sömu skoðun.” 1. Kor. 1,10.BS2 343.2

  Sameining er styrkur, aðskilnaður veikleiki. Þegar þeir sem trúa sannleikanum fyrir þessa tíma eru sameinaðir fá þeir mikil áhrif. Satan skilur þetta vel. Aldrei hefur hann verið ákveðnari en núna að gera áhrifalausan sannleika Guðs með því að koma á beiskju og sundurlyndi meðal Guðs fólks.65T, bls. 236.BS2 343.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents