Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Þriðji Hluti—Sjóðir Guðs - Tíundin

    Kafla 12—Próf um hollustu

    “ Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.”RR 40.1

    Þessi ritningargrein kennir að Guð, sem gjafari allra gæða okkar, geri tilkalla til þeirra allra, að tilkall hans eigi að sitja í fyrirrúmi og að sérstök blessun muni fylgja þeim sem heiðri tilkall hans.RR 40.2

    Hér er sett fram meginregla sem kemur fram í öllum viðskiptum Guðs við manninn. Drottinn setti fyrstu foreldra okkar í aldingarðinn Eden. Hann umkringdi þau með sérhverju því sem stuðlað gæti að hamingju þeirra, og hann bauð þeim að líta á sig sem eiganda allra hluta. í aldingarðinum lét hann vaxa hvers kyns tré sem gladdi augað eða var gott til fæðu; en á meðal þeirra tók hann eitt frá. Af öllum öðrum trjám var Adam og Evu frjálst að borða; en varðandi þetta eina tré, sagði Guð: “Af því mátt þú ekki eta.” Í þessu Iá prófunin um þakklæti og hollustu við Guð.RR 40.3

    Guð hefur gefið okkur dýrmætasta fjársjóð himinsins með því að gefa okkur Jesú. Með honum hefur hann gefið okkur alla hluti til að njóta ríkulega. Afurðir jarðarinnar, hin örláta uppskera, fjársjóðir gulls og silfurs, eru gjafir hans. Hún og jarðeignir, fæðu og klæðnað, hefur hann fært mönnunUm til eignar. Hann biður okkur að viðurkenna sig sem gjafara allra hluta; og af þessari ástæðu segir hann: Af öllum eigum ykkar tek ég frá tíunda hluta fyrir sjálfan mig, fyrir utan gjafir og fórnir, sem á að leggjast í forðabúrið mitt. Þetta eru þær ráðstafanir sem Guð hefur gert til að halda uppi starfi fagnaðarerindisins.RR 40.4

    Það var fyrir hönd Drottins Jesú Krists sjálfs, sem gaf sjálfan sig til að gefa heiminum líf, að þetta áform um kerfisbundnar gjafir var fundið upp. Hann sem yfirgaf hirðsali himinsins, . . . hefur talað til manna og hefur í visku sinni sagt þeim frá sínu eigin áformi um að halda uppi þeim sem bera boðskapinn til heimsins - R&H 4. febr. 1902.RR 40.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents