Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafla 4—Andstœðar meginreglur Krists og Satans

  Mannlegar verur tilheyra einni stórri fjölskyldu - fjölskyldu Guðs. Skaparinn ætlaðist til að þær virtu og elskuðu hver aðra og sýndu stöðugt hreinan, óeigingjarnan áhuga fyrir velferð hverrar annarrar. En áform Satans hefur verið að leiða menn fyrst til sjálfsins. Og með því að gefa sig honum á vald, hafa þeir þroskað með sér eigingirni sem fyllt hefur heiminn eymd og átökum og komið á sundurþykkju milli manna.RR 16.4

  Eigingirnin liggur að rótum spillingar, og vegna þess að mannlegar verur hafa gefið sig henni á vald er það andstæða hollustunnar við Guð sem sést í heiminum í dag. Þjóðir, fjölskyldur og einstaklingar eru uppfull af löngun til að gera sjálfið að þungamiðju . . .RR 17.1

  Eigingirnin hefur fært sundurþykki inn í söfnuðinn og fyllt hann vanhelgri metorðagirnd . . . Eigingirni eyðir svipmynd Krists og fyllir manninn sjálfselsku. Hún leiðir til stöðugs fráhvarfs frá réttlætinu. Kristur segir: “Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn.” En sjálfselskan er blind á þá fullkomnun sem Guð fer fram á ... - R&H 25. júní 1908.RR 17.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents