Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Hin mikla synd játenda Krists

  Sérhver maður, hvaða iðngrein eða atvinnugrein sem hann tilheyrir, ætti að gera málefni Guðs að fyrsta áhugamáli sínu; hann ætti ekki aðeins að ávaxta talentur sínar til að efla verk Drottins, heldur ætti hann að rækta hæfileika sína í þessu augnamiði. Margur maðurinn helgar mánuði og ár til að ná tökum á iðngrein eða atvinnugrein til þess að geta orðið dugmikill verkamaður í heiminum, en gerir enga sérstaka tilraun til að rækta þá hæfileika sem myndu gera hann að dugmiklum verkamanni í víngarði Drottins. Hann hefur beint kröftum sínum í ranga átt og misnotað hæfileika sína. Hann hefur sýnt sínum himneska föður vanvirðu. Þetta er hin mikla synd þeirra sem játast hafa Guði. Þeir þjóna sjálfum sér og þjóna heiminum. Þeir kunna að hafa orð á sér fyrir að vera kænir, dugmiklir fjármálamenn; en þeir vanrækja að auka með notkun þá hæfileika sem Guð hefur gefið þeim fyrir þjónustu sína. Eðlisávísun þeirra gagnvart veraldlegum hlutum hefur styrkst við notun; hið andlega hefur orðið veikara vegna vannotkunar. - R&H 1. jan. 1884.RR 74.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents