Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Ójöfn barátta

  Eigingirnin er sterkust og algengust mannlegra skyndihvata. Barátta sálarinnar í að velja milli samúðar og ágirndar er ójöfn barátta, því að eigingirnin er sterkust ástríðnanna en kærleikur og góðgerðarsemi eru of oft veikastar, og venjulega fer hið illa með sigur af hólmi. Það er því ótryggt að láta stjórnast af tilfinningum eða skyndihvötum varðandi störf okkar og gjafir til Guðs málefnis.RR 17.3

  Að gefa eða starfa þegar samúð okkar er vakin og að halda aftur af gjöfum okkar og þjónustu þegar tilfinningarnar eru ekki vaktar er óviturleg og hættuleg stefna. Ef við stjórnumst af skyndihvötum eða einungis af mannlegri samúð, þá munu fáein tilfelli þar sem starf okkar fyrir aðra er endurgoldið með vanþakklæti, eða þar sem gjafir okkar eru misnotaðar og þeim sóað, nægja til að frysta lindir góðgerðarseminnar. Hinir kristnu ættu að breyta samkvæmt óhagganlegum meginreglum og fylgja þannig fordæmi frelsarans í sjálfsafneitun og sjálfsfórn. - R&H 7. des. 1886.RR 17.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents