Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Sælir eruð þjer, þá er menn atyrða yður.”

    Altaf síðan Satan fjell, hefir hann tælt mennina. Eins og hann hefir dregið upp falsmynd af Guði, þannig hefir hann og gefið rangar hugmyndir um börn hans. Frelsarinn segir: “Smánanir þeirra, er smána þig, hafa lent á mjer”. Sálm. 69, 10. Á sama hátt lenda þær á lærisveinum hans.FRN 50.2

    Aldrei hefir nokkur, er lifað hefir meðal mannanna verið eins grimmilega rægður og Manns-sonurinn var. Hann var hæddur og smánaður sakir sinnar óbrigðulu hlýðni við meginreglur Guðs laga. Þeir hötuðu hann án saka. En hann stóð rólegur frammi fyrir óvinum sinum því að hann vissi, að smánanir eru einn hlutinn af arfi hinna kristnu, hann sýndi samverkamönnum sínum hvernig þeir skyldu afstýra örvum hatursins, og hann sagði þeim að þeir skyldu ekki láta hugfallast í ofsóknum.FRN 50.3

    Að vísu getur rógburður svert mannorð þess er fyrir verður, en hann getur ekki sett blett á lundernið. Það er varðveitt af Guði. Meðan vjer erum því ekki samþykkir að drýgja synd, megnar hvorki Satan nje menn að setja blett á sálina. Sá sem hefir óbifandi traust á Guði, er nákvæmlega hinn sami á hörðum reynslutímum og er erfiðleikar umkringja, eins og hann var í meðlætinu, þegar birta Drottins og velþóknun virtist hvíla yfir honum. Orð hans og verk kunna að vera misskilin og hann tcrtrygður, en það raskar ekki rósemi hans; því að hann hefir annað háleitara að hugsa um. Eins og Móse heldur hann fast við “hinn ósýnilega, eins og hann sæi hann”. Hebr. 11. 27.FRN 51.1

    Kristur þekkir alla, sem verða fyrir misskilningi og tortrygni af mönnum. Börn hans geta örugg beðið í þolinmæði, rósemi og trausti, hvernig sem þau kunna að verða rægð og fyrirlitin; því að ekkert er hulið, er eigi mun opinbert verða, og þeir, sem heiðra Guð, munu verða heiðraðir af honum í augsýn manna og engla.FRN 51.2

    “Þá er menn atyrða yður og ofsækja”, sagði Jesús, þá “verið glaðir og fagnið”, og hann minti tilheyrendur sína á spámennina, er höfðu talað í nafni Drottins, og benti þeim á að taka þá sjer til fyrirmyndar í því að “líða ilt og í þolinmæði”. Jak. 5, 10. Abel, hinn fyrsti kristni meðal eftirkomenda Adams, dó sem píslarvottur. Enok gekk með Guði og heimurinn þekti hann ekki. Nói var hæddur og álitinn ofstækismaður og friðarspillir. Aðrir urðu að sæta háðyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi”. “Aðrir voru pyndaðir og þáðu ckki lausnin, til þess að þeir öðlist betri upprisu.” Hebr. 11, 36. 35.FRN 51.3

    Á öllum tímum hafa hinir útvöldu sendiboðar Guðs verið hæddir og ofsóttir; en fyrir þrengingar þeirra hefir þekkingin á Guði útbreiðst. Sjerhver lærisveinn Krists verður að skipa sjer í fylkinguna og halda því sama verki áfram, fullviss um, að óvinir þess megna ekki neitt gegn sannleikanum, heldur fyrir sannleikann. Guð vill að sannleikurinn komi í ljós og sje gjörður að rannsóknaog umtalsefni jafnvel þótt það sje með þeirri fyrirlitningu, sem hann verður fyrir. Það þarf að vekja huga mannanna. Sjerhver deila, sjerhver háðung, sjerhver tilraun, sem gjörð er til að hefta samviskufrelsið, er ráð í hendi Guðs til að draga slíka til sín, sem á annan hátt mundu aldrei vakna eða komast til þekkingar á sannleikanum.FRN 53.1

    Slíkur árangur hefir mjög oft orðið af vitnisburði Guðs votta. Þegar göfugmennið og orðsnillingurinn Stefán var grýttur að tilhlutun ráðsins, beið fagnaðarrindið ekkert tjón. Sú himneska birta, sem skein af ásjónu hans, og hin guðdómlega meðaumkun er bæn hans á dauðastundinni var þrungin af, var eins og hvöss ör, er sannfærði hinn blindaða meðlim ráðsins, er stóð við ‘hlið hans, og ofsóknarinn og Faríseinn Sál varð útvalið verkfæri til að bera nafn Krists fram fyrir heiðingja og konunga og Ísraelsmenn. Og löngu seinna skrifaði hinn aldurhnigni Páll frá fangelsi sínu í Róm: “Sumir prjedika að sönnu Krist af öfund og þrætugirni, . . . . ekki af hreinum huga, heldur í þeim tilgangi að bæta þrenging ofan á fjötra mína . . . . Það er nóg að Kristur er boðaður á allan hátt, hvort sem það heldur er af yfirdrepskap eða í sannleika”. Fil. 1, 15. 17. 18. Að Páll var settur í fangelsi, varð til þess að fagnaðarerindið breiddist út, og sálir gengu Kristi á hönd í keisarahöllinni sjálfri. Við tilraunir Satans að eyða Guðs orði, verður það eins og “óforgengilegt sæði”, “sem lifir og varir”, (1. Pjet. 1, 23) í hjörtum mannanna. Smán og ofsóknir gegn Guðs börnum, verða nafni Krists til dýrðar og sálum til frelsunar.FRN 53.2

    “Laun þeirra”, sem eru vottar Krists í ofsóknum cg smánunum, “munu verða mikil á himnum”. Mennirnir líta á tímanlegan hagnað; en Jesús bendir þeim á launin á himnum. En launin bíða ekki öll þangað til í hinu komandi lífi, þau koma að nokkru leyti þegar í þessu lífi.FRN 54.1

    Drottinn birtist Abraham forðum og sagði: “Jeg er þinn skjöldur — laun þín munu mjög mikil verða.” 1. Mós. 15, 1. Þetta eru laun allra, sem fylgja Kristi. Drottinn Immanúel — hann, “í hverjum allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar eru fólgnir”, og í hverjum öll fylling guðdómsins býr líkamlega” Kól. 2, 3. 9., — að komast í samræmi við hann, að þekkja hann, að eiga hann, með því að hjartað opnast og meðtekur meira og meira af eiginleikum hans; að þekkja kærleika hans og mátt, að eignast auðæfi dýrðar hans og skilja meira og meira af “breiddinni, lengdinni, hæðinni og dýptinni og komast að raun um kærleika Krists, sem yfirgnæfir þekkinguna, og ná að fyllast allri Guðs fyllingu” Ef. 3, 18. 19, — þetta er hlutskifti þjóna Drottins, og það rjettlæti, er þeir fá hjá mjer, segir Drottinn”. Jes. 54, 17.FRN 54.2

    Það var þessi gleði, sem fylti Pál og Sílas, þegar þeir um miðnætti sungu Drotni lofsöngva í fangelsinu í Filippí. Kristur var hjá þeim þar og ljós návistar hans skein í gegn um myrkrið með dýrð frá hinum himnesku bústöðum. Þegar Páll sá hvernig fagnaðarerindið útbreiddist, skrifaði hann frá Rómaborg, án þess að gefa gaum að fjötrum sínum: “Þetta gleður mig. Já, það mun einnig gleðja mig”. Fil. 1, 18. Og hin sömu orð, sem Kristur talaði á fjallinu, enduróma í boðskap postulans til safnaðarins í Filippí mitt í ofsóknunum, sem hann varð að líða: “Verið ávalt glaðir; jeg segi aftur: verið glaðir.”FRN 54.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents