Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Djer skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú pú einnig hinni að honum.”

    Umgengnin við hina rómversku hermenn, var Gyðingum sífelt gremjuefni. Herdeildum var skipað niður á ýmsum stöðum í Júdeu og Galíleu, og návist þeirra minti Gyðinga stöðugt á niðurlægingu þjóðar þeirra. Þeir heyrðu lúðraþytinn og sáu herinn safnast saman undir hinum rómverska fána og hylla þetta merki um vald ríkisins. Fólkið og hermennirnir áttu oft í illdeilum og þetta jók hatur þjóðarinnar. Þegar rómverskir herforingjar fóru með liðssveitir sínar frá einum stað til annars, kom það oft fyrir, að þeir lögðu hendur á bændurna, sem voru við vinnu sína á akrinum, og neyddu þá til að bera byrðar upp fjöllin, eða til að inna af hendi sjerhverja aðra þjónustu sem krafist var. Þetta var samkvæmt rómverskum lögum og siðvenjum, og mótspyrna gegn slíku, hafði einungis í för með sjer grimdarlega meðferð.FRN 89.5

    Þráin eftir að geta varpað af sjer hinu rómverska oki, varð sterkari og sterkari með degi hverjum hjá þjóðinni. Uppreistarandinn var einkum mjög mikill hjá hinum hraustu og djörfu Galíleum. í Kapernaum. sem var hafnarbær, var rómverskt setulið, og meðan Jesús var að kenna, sáu tilheyrendur hans til hermannasveita, og hugsuðu þeir þá með beiskju um smán Israels. Fólkið horfði með eftirvæntingu til Jesú og vonaði að það væri hann, sem lægja skyldi dramb Rómaveldis.FRN 90.1

    Jesús virðir fyrir sjer með hrygð andlitin, sem snúa sjer til hans. Hann sjer að hefnigirnin hefir sett hið ljóta auðkenni sitt á þau, og hann veit hversu fólkið þráir að fá vald til að sundurmola kúgara sína. Það er hrygð í huga hans þegar hann segir við það: “Þjer skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum; en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum”.FRN 90.2

    Þessi orð voru einungis kenning Gamla-testamentisins endurtekin. Að vísu er það satt, að reglan “auga fyrir auga, tönn fyrir tönn” fanst í þeim lögum, sem voru gefin fyrir Móse; en þetta var borgaralegt boð. Engum var leyfilegt að hefna sín sjálfur, því að þeir höfðu orð Drottins er segir: “Seg þú ekki: Jeg vil endurgjalda ilt!” “Seg þú ekki: Eins og hann gjörði mjer, eins ætla jeg honum að gjöra”. “Gleð þig ekki yfir falli óvinar þíns og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist”. “Ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, og ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka”. 3. Mós. 24, 20. Orðskv. 20, 22; 24, 29. 17; 25, 21. 22.FRN 90.3

    Alt líf Jesú hjer á jörðunni sýndi þessa meginreglu. Frelsari vor yfirgaf hið himneska heimkynni sitt til þess að veita óvinum sínum brauð lífsins. Enda þótt hann yrði fyrir ofsóknum og rógburði frá jötunni til grafarinnar, kom það honum aldrei til annars en að sýna kærleika og löngun til að fyrirgefa. Hann segir fyrir munn spámannsins Jesaja: “Jeg bauð bak mitt þeim, sem börðu mig og kinnar mínar þeim, sem reittu mig; jeg byrgði eigi ásjónu mína fyrir háðungum og hrákum”. Jes. 50, 6. “Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum, eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann; harm lauk eigi upp munni sínum”. Jes. 53, 7. Og frá krossinum á Golgata hljómar á öllum tímum bæn hans fyrir morðingjum sínum og vonar-boðskapurinn til hins deyjandi ræningja.FRN 91.1

    Faðirinn umkringdi Krist með návist sinni, og ekkert mætti honum annað en það, sem hinn eilífi kærleikur leyfði að kæmi fram við hann heiminum til blessunar. Þetta var uppspretta huggunar hans, og hið sama er cinnig huggun vor. Sá sem hefir anda Krists, verður í Kristi, og það högg, sem reitt er að slíkum, lendir á Frelsaranum, sem er hjá honum. Alt sem mætir honum kemur frá Kristi. Hann þarf þess ekki með, að rísa gegn meingjörðamanninum; því að Kristur er vörn hans. Ekk- ert getur snert hann án leyfis Drottins vors; og “alt”, sem leyft er, “verður þeim til góðs, sem Guð elska”. Róm. 8, 28. “Hvað þjer gjörðuð við einn af þessum minstu bræðrum mínum, það hafið þjer gjört mjer”. Matt. 25, 40. “Og við þann sem vill lögsækja þig og taka kirtil þinn, slepp og við hann yfirhöfninni. Og neyði einhver þig með sjer eina mílu, þá far með honum tvær”.FRN 91.2

    Jesús bauð lærisveinum sínum, að í stað þess að rísa gegn kröfum yfirvaldanna, skyldu þeir jafnvel gjöra meira en krafist var af þeim. Og þeir skyldu, að svo miklu leyti sem unt var, inna af hendi sjerhverja skyldu, enda þótt hún væri utan takmarka þess, sem lögin ákváðu. Það lögmál, sem var gefið fyrir Móse, bauð miklu meiri nákvæmni við fátæklingana. Þegar fátækur maður ljet yfirhöfn sína að veði fyrir skuld, mátti lánsalinn ekki fara inn í húsið til að taka það af honum; heldur átti hann að bíða fyrir utan þangað til honum var fært veðið út; og hvernig sem á stóð skyldi eigandanum skilað veðinu aftur um kvöldið. Mós. 24, 10—13. Á dögum Krists var mjög lítið tillit tekið til þessara kærleiksríku ráðstafana; en Jesús kendi lærisveinum sínum að vera ákvörðunum dómstólanna undirgefnir, enda þótt þeir krefðust meira en rjettmætt var samkvæmt Móse-lögunum. Jafnvel þótt krafist væri nokkurs hluta af klæðum þeirra, áttu þeir að láta það af hendi; já, meira en þetta: Þeir áttu að láta lánsalann fá það sem honum bar, og ef nauðsynlegt væri, þá skyldu þeir jafnvel láta hann hafa meira en dómstólarnir veittu honum leyfi til að taka. “Vilji einhver lögsækja þig”, sagði hann, “og taka kirtil þinn, slepp og við hann yfirhöfninni. Og neyði einhver þig með sjer eina mílu, þá far með honum tvær”.FRN 93.1

    Jesús bætti við: “Gef þeim sem biður þig, og snú ekki bakinu við þeim, sem vill fá lán hjá þjer”. Þetta sama var kent fyrir munn Móse: “Ef með þjer er fátækur maður, einhver af bræðrum þínum, í einhverri af borgum þínum í landi þínu, því er Drottinn Guð þinn gefur þjer, þá skalt þú ekki herða hjarta þitt, og eigi afturlykja hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum, heldur skalt þú ljúka upp hendi þinni fyrir honum og lána honum fúslega það, er nægi til að bæta úr skorti hans”. 5. Mós. 15, 7. 8. Þessar ritningargreinar sýna þýðingu orða Frelsarans. Kristur kendi ekki að maður skyldi undantekningarlaust gefa sjerhverjum, sem biðst ölmusu, en hann segir: “Þú skalt lána honum það, er nægi til að bæta úr skorti hans”, og þetta verður að vera meira sem gjöf, heldur en lán; því að vjer eigum að lána, “án þess að vænta nokkurs í staðinn”. Lúk.6,35.FRN 94.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents