Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Gefið eigi hundunum það sem heilagt er”.

    Jesús á hjer við þann flokk manna, sem ekki kærir sig neitt um að losna úr þrældómi syndarinnar. Með því að sökkva sjer niður í hið vonda og’ ódrengilega, er eðli þeirra orðið svo spilt, að þeir halda dauðahaldi í hið vonda og vilja ekki skilja það við sig. Þjónar Krists eiga ekki að eyða tímanum fyrir þá, sem einungis munu gjöra fagnaðarerindið að deiluefni og athlægi.FRN 158.1

    En Frelsarinn sneiddi aldrei hjá nokkurri einustu sálu, hversu djúpt sem hún var sokkin í synd, ef hún aðeins var fús að veita viðtöku hinum himnesku sannindum. Tollheimtumenn og skækjur byrjuðu nýtt líf fyrir orð hans. María Magðalena, sem hann hafði rek¬ið sjö illa anda út frá, fór síðust allra frá gröf Frelsarans og heilsaði honum fyrst manna morguninn, sem hann reis upp. Það var Sál frá Tarsus, einhver skæðasti óvinur fagnaðarerindisins, sem breyttist í Pál, — þennan trúa Drottins þjón. Bak við hið ytra, er ber vott um hatur og fyrirlitningu, eða jafnvel glæpi og spillingu, getur leynst sál, sem Kristur af náð sinni vill frelsa, svo að hún síðan megi skína sera perla í kórónu Frelsarans.FRN 158.2

    Til þess að útiloka alt tilefni til vantrúar, misskilnings eða rangþýðingar á orðum hans, endurtekur Drottinn loforðið þrisvar sinnum. Hann þráir aðþeir, er leita Guðs, trúi á hann, sem megnar alt, og því bætir hann við: “Því að sjerhver sá öðlast, er biður, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upp lokið, er á knýr”.FRN 159.1

    Drottinn nefnir engin önnur skilyrði en þessi, að mann hungri eftir miskunn hans, maður óski leiðbeiningar hans og þrái kærleika hans. “Biðjið”! Bænin leiðir það í ljós, að þú sjer þörf þína, og ef þú biður í trú, þá munt þú öðlast. Drottinn hefir lofað, og það getur ekki brugðist. Ef þú kemur sanniðrandi, þarft þú ekki að hugsa að það sje ofdirfska þó að þú biðjir um það, sem Drottinn hefir heitið. Þegar þú biður um þá blessun, sem þú þarft til þess að öðlast lunderni í líkingu við Krists lunderni, þá fullvissar hann þig um, að bæn þín er samkvæm því loforði, er mun verða uppfylt. Þegar þú finnur og veist, að þú ert syndari, þá er þetta næg ástæða til þess að þú biðjir um náð hans og miskunn. Skilyrði þess, að þú megir koma fram fyrir Guð, er ekki það, að þú sjert heilagur, heldur að þú óskir þess, að hann hreinsi þig af allri synd og ranglæti. Það, sem vjer ætíð og ávalt getum borið fyrir oss, er hin mikla þörf vor, hið algjörlega ósjálfbjarga ástand vort, er gjörir náð hans ómissandi fyrir oss.FRN 159.2

    “Leitið”! Óskaðu þjer ekki blessunar hans einnar, en óskaðu þjer hans sjálfs. “Haltu þig til hans (Guðs), þá muntu hafa frið, af því mun mikið gott til þín streyma”, Job 22, 21. Guð leitar að þjer, og sjerhver ósk hjarta þíns, um að koma til hans, kemur fyrir það, að Heilagur andi laðar þig. Láttu undan þessum laðandi krafti. Kristur talar máli þeirra, sem verða fyrir freistingum, hann talar máli þeirra, er hafa farið villir vegar, og þeirra, er vantar trú. Hann leitast við að lyfta þeim upp til samfjelagsins við sig. “Ef þú leitar hans, mun hann gefa þjer kost á að finna sig”. 1. Kron. 29, 9.FRN 159.3

    “Knýið á!” Vjer komum til Guðs, vegna þess að hann hefir gjört oss sjerstakt heimboð, og hann bíður eftir því, að geta boðið oss velkomna, er vjer göngum fram fyrir hann. Hinir fyrstu laerisveinar, er fylgdu Jesú, Ijetu sjer ekki nægja að tala við hann allrasnöggvast á veginum, heldur sögðu þeir: “Meistari! hvar býr þú? — Þeir komu og sáu, hvar hann bjó, og voru hjá honum þann dag”. Jóh. 1, 39.—40. Þeir, sem æskja blessunar Guðs, eiga að knýja á og bíða við náðardyrnar og segja með fullri sannfæringu: Drottinn, þú hefir sagt: Sjerhver sá öðlast, er biður, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upp lokið, er á knýr.FRN 160.1

    Jesús virti þá fyrir sjer, er voru safnaðir saman til að hlýða á orð hans, og hann óskaði þess af hjarta, að hinn mikli mannfjöldi gæti skynjað náð Guðs og miskunnsemi. Til þess að lýsa þörf þeirra og fúsleika Guðs til að gefa, bendir hann þeim á hungrað barn, sem biður jarðneskan föður sinn um brauð. “En hver er sá meðal yðar”, segir hann, “sem mundi gefa syni sínum stein, ef hann bæði um brauð?” Hann skírskotar til hins innilega, eðlilega kærleika, sem foreldrar bera til barna sinna, og segir síðan: “Ef nú þjer, sem vondir eruð, tímið að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir yðar, sem er á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?” Enginn, með föðurhjarta, mundi reka hungrað barn sitt burtu, er bæði um brauð. Það er tæplega hægt að ímynda sjer, að nokkur faðir mundi gabba barnið sitt með því að vekja vonir hjá því, til þess að láta það svo verða fyrir vonbrigðum á eftir. Mundi hann lofa því góðri og nærandi fæðu og gefa því svo stein? Og ætti nokkur að óvirða Guð með því að hugsa að hann vilji ekki veita bænir barna sinna?FRN 160.2

    Ef nú þjer menn, sem vondir eruð, “hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir yðar, sem er á himnum, gefa þeim Heilagan anda, sem biðja hann”? Lúk. 11, 13. Heilagur andi, sjálfur fulltrúi Guðs, er hin mesta gjöf allra gjafa. Allar “góðar gjafir” eru fólgnar í þessari einu gjöf. Sjálfur skaparinn getur ekki gefið oss neitt meira eða betra. Þegar vjer biðjum Drottin að sýna oss miskunnsemi í neyð vorri og leiðbeina oss með Heilögum anda, þá vísar hann aldrei bæn vorri á bug. Það er jafnvel mögulegt að faðir eða móðir daufheyrist við bænum hungraðs barns síns; en Guð getur aldrei daufheyrst við því hrópi, er kemur frá nauðstöddu og eftirvæntingarfullu hjarta. Íhugum með hve undraverðri viðkvæmni hann lýsir kærleika sínum! Til þeirra, sem á mótlætistímunum finst að Guð gefi þeim ekki gaum, hljómar þessi boðskapur frá hjarta Föðurins: “Zion segir: Drottinn hefir yfirgefið mig, Herrann hefir gleymt mjer! Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi jeg þjer samt ekki. Sjá, jeg hefi rist þig á lófa mína”. Jes. 49, 14—16.FRN 161.1

    Sjerhvert fyrirheit Guðs orðs hefir að geyma hvatningu til bænar og bendir oss á orð Drottins sem tryggingu. Hver helst sem sú andlega blessun er, sem oss kann að vanta, þá megum vjer gjöra tilkall til hennar sakir Jesú Krists. Með barnslegri einlægni getum vjer talað við Drottin, einmitt um það, sem vjerþörfnumst. Vjer getum talað við hann um tímanlega hagi vora og beðið hann um fæði og klæði, alveg eins og um brauð lífsins og rjettlætisskikkju Krists. Vor himneski Faðir veit, að vjer þurfum alls þessa með, og hvetur oss til að biðja um það. Það er fyrir nafn Jesú, sem sjerhver gjöf veitist. Guð vill heiðra þetta nafn og sakir ríkdóms gæsku sinnar mun hann veita það, sem vjer þörfnumst.FRN 161.2

    En gleym ekki, að þegar þú kemur til Guðs sem föður, viðurkennir þú að þú sjert barn hans. Þú felur þig ekki einungis gæsku hans á vald, heldur fer þú og í öllu eftir vilja hans, vitandi að kærleikur hans er óumbreytanlegur. Þú gefur sjálfan þig til þess að framkvæma starf hans. Það voru þeir, er Jesús hafði hvatt til að leita fyrst Guðs ríkis og hans rjettlætis, sem hann heitir þessu: “Biðjið, og yður mun gefast”.FRN 162.1

    Hann, sem hefir alt vald á himni og jörðu, hefir lofað Guðs börnum gjöfum sínum. Gjafir, sem eru svo dýrmætar, að þær hafa hlotnast oss fyrir blóð Frelsarans, hina dýrmætu fórn, gjafir, er munu fullnægja sjerhverri innilegri þrá og þörf hjartans, gjafir, sem eru eins varanlegar og eilífðin, mun sjerhver, sem kemur til Guðs eins og lítið barn, meðtaka og njóta. Taktu Guðs loforð eins og þau heyri þjer til, og mintu hann á, að þau sjeu hans eigin orð, og þá mun þjer veitast fylling gleðinnar.FRN 162.2