Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  “Þegar þjer biðjist fyrir, pá verið ekki eins og hræsnararnir.”

  Farísearnir höfðu ákveðinn tíma til bænar, og ef þeir, eins og oft kom fyrir, voru á gangi, þegar hinn ákveðni tími kom, þá höfðu þeir þann sið að nema staðar, hvar sem þeir voru staddir — ef til vill á götunni eða torginu, innan um önnum kafinn mannfjöldann — og biðja bænir sínar þar með hárri röddu. Slí' k guðræknisiðkun, sem eingöngu var gjörð til þess að sýnast fyrir mönnum, varð tilefni til strangrar aðfinslu af Jesú hálfu. Hann talaði ekki í gegn opinberri bæn; því að hann bað sjálfur með lærisveinum sínum, sem og í návist mannfjöldans; en hann kennir, að einka-bænir eigi ekki að vera gjörðar opinberlega. Þegar vjer biðjum í einrúmi, þá á enginn annar að vera heyrnarvottur að þeim en Guð, sem bænheyrir. Ekkert forvitið eyra á að heyra innihald slíkra bæna.FRN 106.4

  “Þegar þú biður, þá gakk inn í herbergi þitt”. Haf stað, þar sem þú getur beðið í einrúmi. Jesús hafði ákveðinn stað, þar sem hann talaði við Guð, og það eigum vjer einnig að hafa. Vjer höfum oft þörf fyrir að flýja til eins eða annars staðar, hversu auðvirðilegur sem hann kann að vera, þar sem vjer getum verið einir með Guði.FRN 107.1

  “Bið föður þinn, sem er í leyndum”. í Jesú nafni getum vjer komið fram fyrir auglit Guðs með barnslegu trúnaðartrausti. Þar er ekki þörf fyrir að nokkur manneskja sje milligöngumaður. Fyrir verðskuldan Jesú getum vjer opnað hjörtu vor fyrir Guði, sem fyrir þeim er þekkir oss og elskar oss.FRN 107.2

  Í einrúmi, þar sem enginn nema Guð getur sjeð oss, og þar sem hann einn hlustar á oss, getum vjer úthelt hinum leyndu óskum vorum, hinni duldu þrá hjartans, fyrir hinum eilífa miskunnsemdanna Föður; og þegar kyrð og ró ríkir í sálunni, þá mun röddin, sem aldrei lætur hjá líða að svara hrópi þess, sem í nauðum er staddur, tala til hjartna vorra.FRN 107.3

  “Drottinn er mjög miskunnsamur og líknsamur”. Jak. 5, 11. Hann bíður með óþreytandi kærleika eftir því að heyra játningu hinna þverúðugu og að geta tekið gilda iðrun þeirra. Hann gefur gaum að því hvort hann sjái ekki einn eða annan vott þakklátsemi hjá oss, eins og móðirin vonast eftir viðurkenningar-brosi hjá elskuðu barni sínu. Hann vill að vjer skulum skilja það, hversu heitt og innilega hann elskar oss. Hann bíður oss að leggja raunir vorar fram fyrir meðaumkun sína, hrygð vora fram fyrir kærleika sinn, sár vor fram fyrir græðslu sína, veikleika vorn fram fyrir styrkleika sinn og tómleika vorn fram fyrir fyllingu sína. Aldrei hefir neinn, sem til hans hefir komið, orðið fyrir vonbrigðum. “Lítið til hans og gleðjist, og andlit yðar skulu eigi bligðast”. Sálm. 34, 6. Þeir sem leita Guðs í einrúmi og tala við Drottin um þörf sína og biðja hann hjálpar, biðja ekki árangurslaust. “Faðir þinn, sem sjer í leyndum, mun endurgjalda þjer opinberlega”. Þegar vjer höfum Krist fyrir daglegan leiðtoga, þá munum vjer fá að reyna það, að kraftur ósýnilegs heims lykur um oss, og fyrir það að horfa á Jesúm, munum vjer ummyndast til hans myndar. Vjer ummyndumst fyrir skoðun. Lundernið mýkist, hreinsast og göfgast fyrir ríkið himneska. Hin óhjákvæmilega afleiðing af samfjelaginu og sambandinu við Drottin vorn, mun verða meiri guðsótti, meiri hreinleikur og einlægni. Bænir vorar munu verða æ viturlegri. Vjer öðlumst guðdómlega fullkomnun, og hún sýnir sig í iðni og kostgæfni í lífinu. Sú sál, sem í daglegri bæn snýr sjer til Guðs, til þess að fá hjá honum aðstoð og kraft, mun vera gagntekin af göfugri þrá, hafa glöggan skilning á sannleika og skyldu, hafa háleit áform í breytni sinni og finna til stöðugs hungurs og þorsta eftir rjettlæti. Með því að viðhalda samfjelaginu við Guð, verðum vjer færir um að miðla þeim, sem vjer umgöngumst, nokkru af því ljósi, nokkru af þeirri ró og friði, sem ríkir í hjörtum vorum. Sá styrkur, sem vjer öðlumst fyrir bæn samfara kappsamlegri viðleitni á því að venja hugann á umhugsun og umönnun, mun búa oss undir hinar daglegu skyldur og varðveita friðinn í hjartanu, hvað sem fyrir kemur.FRN 107.4

  Ef vjer nálægjum oss Guði, þá mun hann leggja oss orð í munn, til þess að tala nafni hans til dýrðar. Hann mun hjálpa oss til að nema hljóma himinsins — söng englanna, kenna oss að syngja vorum himneska Föður þakklæti. Ljós og kærleikur Frelsarans, er býr í oss, mun sýna sig í allri breytni vorri og hegðun. Ytri erfiðleikar geta ekki haft áhrif á það líf, sem er lifað í trúnni á Guðs son.FRN 108.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents