Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  “Þitt er ríkið og mátturinn og dýrðin”.

  Endirinn á bæn Drottins, bendir, eins og byrjunin, á Föður vorn sem þann, sem er ofar allri tign og veldi og sjerhverju nafni, er nefnist. Frelsarinn leit inn í framtíðina og sá það, sem lá fyrir lærisveinum hans; hann sá að leið þeirra mundi ekki verða stráð geislum veraldlegs meðlætis og heiðurs, eins og þeir höfðu gjört sjer hugmyndir um, heldur mundi skyggja yfir hjá þeim af stórviðri, er hatur og reiði manna og Satans mundi til vegar koma. Sökum stríðs gegn þjóðinni og eyðingar hennar, mundu þeir verða í hættu staddir, og oft mundu þeir verða beygðir af ótta. Þeir skyldu lifa það, að sjá Jerúsalem lagða í eyði, og musterið gjört að rústum, guðsþjónustum þess hætt að eilífu og Ísrael tvístrast um öll lönd eins og rekald á eyði-strönd. “En þjer munuð heyra um hernað og spyrja hernaðartíðindi”. “Því að þjóð mun rísa upp gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki. Bæði mun verða hallæri og landskjálftar á ýmsum stöðum. En alt þetta er upphaf fæðingarhríðanna”. Matt. 24, 6—8. Eftirbreytendur Krists skyldu þó ekki óttast, að öll von væri úti fyrir þeim, eða að Guð hefði yfirgefið jörðina. Mátturinn og dýrðin heyrir honum til, honum, hvers miklu áform hraða sjer hindrunarlaust að hinum endanlegu framkvæmdum. í bæninni, sem lærisveinar Krists leggja fram daglegar þarfir sínar í, eru þeir hvattir til að lyfta augunum upp yfir völd og yfirráð hins vonda, til Drottins Guðs þeirra, sem er faðir þeirra og eilífur vinur, og hvers ríki drotnar yfir öllu.FRN 147.3

  Eyðing Jerúsalem var ímynd hinnar endanlegu eyðingar, er koma mun yfir jörðina. Þeir spádómar, sem að nokkru leyti uppfyltust við eyðingu Jerusalem, eiga í beinni merkingu við hina síðustu daga. Vjer stöndum nú á þröskuldi mikilla og alvarlegra viðburða. Framundan eru vandræði svo mikil, að slík hafa aldrei komið yfir heimsbygðina. Til vor, eins og hinna fyrstu lærisveina, nær hin sæla fullvissa, að Guðs ríki ræður yfir öllu. Stefnuskrá hinna nálægu viðburða er í hendi skaparans. Hátign himinsins stjórnar örlögum þjóðanna sjálfra eins og málefnum safnaðar síns. Hinn guðdómlegi kennari segir við sjerhvern, er tekur þátt í framkvæmdum Guðs áforma, eins og hann sagði forðum við Kýrus: “Jeg hertýgjaði þig þó að þú þektir mig ekki”. Jes. 45, 5.FRN 149.1

  Í sýninni, sem Esekíel spámaður sá, komu í ljós hendur undir vængjum Kerúbanna. Þetta var til þess að kenna þjónum hans, að það er Guðs kraftur, sem veitir þeim framfarir. Þeir sem Guð notar fyrir sendiboða sína, mega ekki álíta, að verk hans sje háð þeim. Hann, sem ekki blundar, og er sífelt að verki til að framkvæma ráðsályktanir sínar, mun leiða verk sitt til lykta. Hann mun ónýta áform óguðlegra manna, og trufla ráðagjörðir þeirra, er rísa gegn hans fólki. Hann, sem er konungur konunganna og Drottinn drotnanna, situr milli Kerúbanna, og í bardögum og háreisti þjóðanna, er hann enn verndari barna sinna. Hann, sem ríkir á himnum, er frelsari vor. Hann vegur hverja raun, hann lítur eftir eldinum, sem verður að reyna sjerhverja sál. Þegar vígi konunganna hrynja niður til grunna og örvar reiðinnar nísta hjörtu óvina hans, þá munu börn hans vera óhult í hendi hans.FRN 150.1

  “Þín, Drottinn, er tignin, mátturinn og dýrðin, vegsemdin og hátignin; því að alt er þitt á himni og jörðu . . . . Máttur og meginn er í þinni hendi, og á þínu valdi er það, að gjöra hvern sem vera skal mikinn og máttkan”. 1. Kron. 29, 11 12.FRN 150.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents