Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Capitol 6.—Dæmið ekki

    “Dæmið ekki, til þess ad þjer verðið ekki dœmdir ”.

    Tilraunin til að ávinna sjer frelsi með eigin verkum mun óhjákvæmilega verða til þess, að innleiða margs konar manna-ákvarðanir, sem varnarvirki mót syndinni. Því að þegar mennirnir sjá, að þeim tekst ekki að halda lögmálið, þá búa þeir sjálfir til reglur, til þess með því að knýja sig til að hlýða því. Alt þetta dregur huga mannsins frá Guði, og festir hann við sjálfan hann. Kærleikur Guðs deyr út í hjartanu, og þar með hverfur einnig kærleikurinn til náungans. Slík manna-boð, með hinum margvíslegu ákvæðum þeirra, munu koma hlutaðeiganda til að dæma alla, sem ná skamt í að halda þessi manna-boð. Sjálfselskuþröngsýnisog aðfinsluandinn kæfir hið góða og göfuga, sem er hið innra í manninum, og gjörir hann að lítilmannlegum dómara og smásmuglegum njósnara.FRN 151.1

    Til þessa flokks töldust Farísearnir. Er þeir komu frá guðsbjónustunni, voru þeir ekki auðmjúkir orðnir fyrir hugsunina um eigin breyskleika, nje þakklátir fyrir þá miklu yfirburði, sem Guð hafði veitt þeim. Þeir komu fullir andlegs hroka, og hugurinn snjerist um þetta: “Jeg, mínar tilfinningar, mínir vegir”. — Þeir gjörðu sjálfa sig að þeim mælikvarða, er þeir mældu aðra með og dæmdu eftir. Klæddir skikkju drambseminnar settust þeir í dómarasætið, til að finna að og fyrirdæma.FRN 151.2

    Fólkið var að miklu leyti gagnsýrt af sama hugarfari. Þeir veittu samviskum manna ágang og dæmdu aðra í slíkum málum, er aðeins koma einstaklingunum og Guði við. Það var með tilliti til þessa hugarfars og framkomu, sem Jesús sagði: “Dæmið ekki, til þess að þjer verðið ekki dæmdir”. Það er að segja: gjörðu sjálfan þig ekki að mælikvarða fyrir meðbræður þína. Komdu ekki með þína meiningu, þínar skoðanir um, hvað skyldan býður, eða þínar útleggingar á Ritningunni, í því skyni, að aðrir eigi að haga sjer eftir því, og fyrirdæmdu þá ekki þó að þeir nái ekki að fullnægja þínum hugsjónum. Gefðu þig ekki við því, að setja út á aðra, gjöra ályktanir viðvíkjandi hvötum þeirra nje kveða upp dóm yfir þeim.FRN 151.3

    “Dæmið ekki neitt fyrir tímann, áður en Drottinn kemur, hann, sem mun leiða það í ljós, sem í myrkrinu er hulið, og opinbera ráð hjartnanna”. (1. Kor. 4, 5.). Vjer getum ekki lesið hjartað. Með því að vjer erum sjálfir breyskir og ófullkomnir, erum vjer ekki hæfir til að sitja í dómarasætinu og dæma aðra. Vjer erum takmarkaðir, og getum einungis dæmt eftir hinu ytra. Dómurinn yfir einstaklingnum heyrir honum einum til, sem þekkir hin huldu upptök verkanna, og sem fer mildilega með manneskjurnar og auðsýnir þeim miskunnsemi.FRN 152.1

    “Fyrir því hefir þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert. enga afsökun. Því að um leið og þú dæmir annan, fyrirdæmir þú sjálfan þig; því að þú, sem dæmir, fremur hið sama”. Róm. 2, 1. Þeir, sem dæma aðra, eða finna að þeim, lýsa sjálfa sig seka; því að þeir fremja sjálfir hið sama. Með því að fyrirdæma aðra, kveða þeir dóm upp yfir sjálfum sjer, og Guð vottar, að sá úrskurður sje rjettur. Hann felst á þann dóm, er þeir kveða upp yfir sjálfum sjer.FRN 152.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents