Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Ef auga þitt er heilt, pá mun allur líkami þinn vera í birtu.”

    Skilyrðin, sem þessi orð Frelsarans benda á, eru fólgin í því að vera sannur og heils hugar í starfinu og þjónustunni — algjörðri undirgefni við Guð. Vertu alvarlegur og stöðugur í áformi þínu að vilja þekkja sannleikann og fylgja honum, hvað sem það kann að kosta, þá muntu fá guðdómlegt Ijós. Sannur guðsótti byrjar, þegar öllum samningum við syndina er hætt. Þá mun maður taka undir með Páli postula og segja af hjarta: “Eitt gjöri jeg; jeg gleymi því sem að baki er, en seilst eftir því, sem fyrir framan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna, sem himinköllun Guðs fyrir Krist Jesúm býður”.“Jeg met alt vera tjón hjá yfirburðum þeim, er felast í þekkingunni á Kristi Jesú, Drotni vorum, því að fyrir sakir hans hefi jeg mist alt og met það sem sorp, til þess að jeg geti áunnið Krist”. Fil. 3, 14. 8.FRN 115.2

    En þegar augað er blindað af sjálfselsku, ríkir einungis myrkur í sálunni. “Sje auga þitt sjúkt, þá mun allur íkami þinn vera í myrkri”. Það var þetta hræðilega myrkur, sem hjúpaði Gyðingana þrjóskufullri vantrú og gjörði þeim ómögulegt að skilja lunderni hans og ætlunarverk, sem kom til að frelsa þá frá syndum þeirra.FRN 115.3

    Fyrsta sporið til þess að láta undan freistingu er, að maður leyfir huganum að reika, þannig að maður verður óstöðugur í trausti sínu á Guð. Ef vjer viljum ekki gefa oss algjörlega Guði á hönd, þá erum vjer í myrkri. Ef vjer setjum nokkur skilyrði, þá opnum vjer dyr fyrlr óvininum svo að hann kemst inn til þess að tæla oss með freistingum sínum. Hann veit, að ef honum tekst að depra sjón vora, svo að augu trúarinnar geti ekki sjeð Guð, þá eru ekki miklar tálmanir fyrir syndinni.FRN 115.4

    Sje einhver syndsamleg ósk í hjartanu, þá sýnir þetta, að sálin er á tálar dregin. Sjerhver undanlátssemi viðvíkjandi slíkri ósk, hefir það í för með sjer, að óbeit sálarinnar á Guði vex. Þegar vjer göngum þann veg, sem Satan velur fyrir oss, þá lykjast skuggar hins vonda um oss, og hvert fet flytur oss lengra og lengra inn í myrkrið og eykur blindni hjartans.FRN 117.1

    Í hinum andlega heimi ræður sams konar lögmál og í náttúrunni. Sá sem stöðugt dvelur í myrkrinu, mun að lokum missa sjónarhæfileikann. Hann sveipast myrkri, sem er svartara en náttmyrkrið, og jafnvel hin skærasta hádegissól, getur ekki fært honum neina birtu. “Hann gengur í myrkrinu og lifir í myrkrinu, og veit ekki hvert hann fer, því að myrkrið hefir blindað augu hans”. 1. Jóh. 2, 11. Með þverúðarfullri fastheldni við hið vonda og með því að daufheyrast af ásettu ráði við kærleiksröddu Guðs, missir syndarinn elskuna til hins góða, missir þrána eftir Guði, já, missir jafnvel hæfileikann til að meðtaka himneska birtu. Náðin stendur enn til boða, kærleiksröddin kallar enn og segir: Komdu heim! Ljósið skín enn jafnskært og þegar það rann sálunni fyrst upp, en röddin hljómar fyrir daufum eyrum, og ljósið skín á blind augu.FRN 117.2

    Guð yfirgefur aldrei nokkra sál fyrir fult og alt og lofar henni að ganga sína eigin götu, meðan nokkur von er um frelsun fyrir hana. Mennirnir snúa sjer frá Guði, en Guð snýr sjer ekki frá mönnunum. Vor himneski Faðir fylgir oss með kalli og aðvörunum og fullvissar oss um miskunnsemi, þangað til árangurslaust er að gjöra meira. Ábyrgðin hvílir á syndaranum. Með því að standa gegn Andanum í dag, gjörir hann sjer auðveldara að rísa gegn ljósinu á ný, þegar það kemur með meiri krafti. Þannig fer hann af einu þrepinu á annað í mótspyrnu sinni, þangað til ljósið að lokum hefir engin áhrif á hann, og hann hættir að lofa Guðs anda að verka á hjarta sitt að heita má. Þá er jafnvel “Ijósið, sem í þjer er”, orðið að myrkri. Jafnvel sannleikurinn sem maður þekkir, er orðinn svo rangfærður, að hann eykur blindni sálarinnar.FRN 117.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents