Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Þröngt er hliðið og mjór er vegurinn, er liggur til lífsins.”

    Á Krists dögum bjó fólkið í Gyðingalandi í bæjum, sem voru umgirtir af háum múrum, og oftast voru þeir uppi á hæðum eða fjöllum. Leiðin að borgarhliðunum, er var lokað um sólsetur, var brött og lá eftir klettum og mishæðum, og vegfarandinn, er var á heimleið um dagsetur, varð oft að hraða sjer mjög mikið upp hinn erfiða og vandfarna veg, til þess að ná að hliðinu áður en nóttin kom. Hinn seinláti varð að vera fyrir utan.FRN 167.1

    Þennan bratta veg, er lá heim að heimilinu og til hvíldarinnar, notaði Jesús sem áhrifamikla mynd af vegferð kristins manns. Sá vegur, sem jeg hefi lagt fyrir yður, sagði hann, er mjór, og það er erfitt að komast í gegnum hliðið; því að hin gullvæga regla útilokar alt dramb og sjálfstraust. Að vísu er og til breiðari vegur, en endir hans er tortíming. Ef þjer æskið þess að ganga veginn til andlegs lífs, þá verðið þjer stöðugt að stíga hærra og hærra upp, því að hann liggur upp á við. Þjer verðið að fylgjast með hinum fáu; því að meginþorri manna mun velja þann veg, sem liggur niður á við.FRN 167.2

    Á veginum, sem liggur til dauðans, er pláss fyrir alt mannkynið með allri heimslund sinni, allri eigingirni sinni, öllu drambi sínu, með allri óráðvendni sinni og siðspillingu. Á þeim vegi er rúm fyrir allra meiningu og fyrir allra kenningu; þar mun sjerhver geta farið eftir tilhneigingum sínum og gjört alt, sem eigingirnin kann að bjóða. Fari maður þennan veg, er liggur til glötunar, þá þarf maður ekki að leita að veginum, því að hliðið er vítt og vegurinn er breiður, og það mun verða eðlilegt fætinum að fara þann veg, er liggur til dauðans.FRN 167.3

    En vegurinn til lífsins er mjór og hliðið er þröngt. Ef þú heldur fast við nokkra synd, sem hefir fengið vald yfir þjer, þá munt þú komast að raun um, að vegurinn er of þröngur til þess að þú getir komist inn. Þú verður að sleppa þínum vegum, þínum vilja, og láta af hinum illu venjum þínum, ef þú æskir þess að fara veg Drottins. Sá, sem vill þjóna Kristi, getur ekki farið eftir skoðunum manna, nje samið sig að háttum heimsins. Hinn himneski vegur er of þröngur til þess að auðæfi og metorð geti ferðast eftir honum í skrautlegum fylkingum, of þröngur fyrir leikvöll handa eigingirni og ágirnd, og of brattur og ósljettur til þess að hinn værukæri geti farið hann. Að vinna með atorkusemi, sýna þolinmæði og sjálfsafneitun, að þola smán og fátækt og andmæli af syndurum, það var hlutskifti Krists; og þetta verður að verða hlutskifti vort, ef vjer eigum nokkurntíma að komast inn í Paradís Guðs.FRN 168.1

    En þrátt fyrir þetta mátt þú ekki ætla, að vegurinn, sem liggur upp á við, sje erfiður, og vegurinn niður á við greiðfær. Meðfram endilöngum veginum, sem liggur til dauðans, er þjáning og refsing; þar eru harmar og vonbrigði, og þar eru menn varaðir við, svo að þeir haldi ekki lengra áfram. Elska Guðs hefir gjört hinum kærulausu og þrjóskufullu þungfært að leiða glötun yfir sjálfa sig. Að sönnu er vegur Satans heillandi, en það er altsaman eintóm svik og prettir. Á vonda veginum er beisk iðrun og eyðandi áhyggjur. Vera má, að oss finnist þægilegt að fylgjast með drambinu og jarðneskri eftirsókn; en endir þess er harmur og böl. Eigingjörn áform geta gefið fögur loforð og fagrar vonir; en vjer munum komast að raun um, að vonir, er einungis áhræra sjálfa oss, eitra vonina og gjöra lífið beiskt. Vel getur verið að hlið vegarins, er liggur niður á við, sje blómum skreytt, en það eru þyrnar á veginum. Björtu vonirnar, sem vjer höfum í byrjun leiðarinnar, breytast í örvæntingarmyrkur, og sú sál, sem fer þennan veg, lendir í því náttmyrkri, er engan enda tekur.FRN 168.2

    “Vegur svikaranna er hrjóstrugur”, en vegur viskunnar er “yndislegur og allar götur hennar velgengni”. Orðskv. 13, 15; 3, 17. Alt það, sem vjer gjörum af hlýðni, alt það, sem vjer leggjum á oss sakir Krists, sjerhver raun, sem borin er á rjettan hátt, og sjerhver sigur, sem unninn er á freistingunum, er spor í áttina til fullkomins sigurs að lokum. Ef vjer kjósum Krist að leiðtoga, þá mun hann leiða oss á óhultar brautir. Jafnvel stórsyndarinn þarf ekki að fara villur vegar. Enginn einasti sannleiksleitandi maður, hversu breyskur og ístöðulítill sem hann kann að vera, þarf að ganga annarsstaðar en í hinu hreina og heilaga ljósi. Enda þótt vegurinn sje svo þröngur, svo heilagur, að syndin er ekki látin viðgangast þar, þá er þó öllum trygður aðgangur að honum, cg engin einasta óttaslegin og efablandin sál, þarf að segja: “Guð skeytir ekki um mig”!FRN 169.1

    Getur verið að vegurinn sje ósljettur og uppgangan brött; það kunna að vera leynigryfjur til hægri og vinstri; ef til vill bíður vor strit og áreynsla á leiðinni; þegar vjer erum þreyttir og oss langar eftir hvíld, þá getur verið að vjer verðum að halda áfram að eifiða, vera má að vjer verðum að berjast, þegar vjer erum að því komnir að hníga niður, og þegar vjer erum að gugna, verðum vjer samt að vona. En þegar Kristur er foringi vor, þá getur ekki hjá því farið, að vjer að lokum náum hinni eftirþráðu höfn. Kristur er sjálfur genginn á undan oss hinn ósljetta veg, og hann hefir rutt veginn fyrir fætur vora.FRN 169.2

    Og meðfram öllum hinum bratta vegi, er liggur til lífsins, eru gleði-uppsprettur, til svölunar hinum þreytta. Þeir, sem ganga á vegi viskunnar, eru fullir gleði mitt í þrengingunum; því að Guð, sem sál þeirra elskar, gengur ósýnilegur þeim við hlið. Við hvert spor, sem þeir stíga upp á við, finna þeir betur og betur handtak hans. Við hvert spor skína skærari og skærari geislar hins ósýnilega dýrðarljóma á leið þeirra, og lofsöngur þeirra, er verður stöðugt hærri og hærri, stígur upp og sameinast söngvum englanna fyrir framan hásætið. “Gata rjettlátra er eins og bjartur árdagsljómi, sem verður æ skærari fram á hádegi.” Orðskv. 4, 18.FRN 170.1