Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  “Enginn getur þjónað tveimur herrum.”

  Kristur segir ekki að mennirnir muni ekki eða skuli ekki þjóna tveimur herrum, heldur að þeir geti það ekki. Með áhugamálum Guðs og með áhugamálum Mammons er enginn skyldleiki, ekkert sameiginlegt. Þar sem samviska hins kristna býður honum að nema staðar, býður honum að afneita sjálfum sjer og halda ekki lengra áfram, einmitt þar er það sem hinn veraldlega sinnaði fer út fyrir takmörkin, til þess að fara eftir hinum eigingjörnu tilhneigingum sínum. Öðru megin merkjalínunnar stendur hinn sjálfsafneitunarsami lærisveinn Krists; hinum megin stendur sá, sem elskar heiminn og vill þóknast sjálfum sjer — dýrkandi tískuna, gefandi sig við ljettúð og nautn þess, sem fyrirboðið er. Þangað getur hinn kristni ekki komið.FRN 118.1

  Enginn getur tekið hlutlausa stefnu; það er engin millistjett til, er hvorki elskar Guð nje þjónar óvini rjettlætisins. Kristur á að lifa í lærisveinum sínum — þeim, sem feta í fótspor hans — starfa og verka gegnum hæfileika þeirra og krafta. Vilji þeirra verður að vera falinn hans vilja; þeir verða að haga breytni sinni í samhljóðan við hans Heilaga anda. Þá eru það ekki framar þeir, sem lifa; heldur er það Kristur, sem lifir í þeim. Sá sem ekki gengur Guði á hönd að fullu og öllu, stjórnast af öðru afli og hlýðir annari röddu, hverrar áeggjan er alt annars eðlis. Deild þjónusta kemur hlutaðeiganda á band óvinarins, sem er starfsamur höfðingi andavera vonskunnar. Þegar menn, sem lelja sig stríðsmenn Krists, ganga í lið með óvina hernum og hjálpa honum, þá sýna þeir sig sem óvini Krists. Þeir bregðast heilögu trúnaðarstarfi. Þeir mynda samband milli Satans og hinna trúu stríðsmanna Krists, þannig að óvinurinn vinnur stöðugt með þessum vcrkfærum til þess að stela hjörtum stríðsmanna Krists.FRN 118.2

  Öflugasta vígi lastanna er ekki það líf, sem lifað er af hinum andvaralausa syndara eða þeim, sem dýpst er sokkinn, heldur það líf, sem sá lifir, er sýnist vera dygðugur, rjettlátur og eðallyndur, en sem elur einhverja synd eða stjórnast þó ekki sje nema af einum einasta lesti. Fyrir þá sál, sem berst í leyndum við einhverja ómótstæðilega freistingu, og stendur titrandi á barmi glötunarinnar, munu slík dæmi vera hin öflugasta hvöt til syndar. Sá sem hefir háar hugsjónir viðvíkjandi lífinu, viðvíkjandi sannleika og heiðri, en engu að síður brýtur með vilja eitt boðorð í Guðs heilaga lögmáli, hefir gjört hina dýrmætustu hæfileika sína að ginningu til syndar. Hæfileikar, listagáfur, samúð, já, jafnvel verk, sem benda á veglyndi og vingjarnleg framkoma, getur orðið tálbeita í hendi Satans til að leiða sálir út í eyðileggingu bæði í þessu lífi og hinu komandi.FRN 119.1

  “Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki Föðurins ekki í honum. Því að alt það sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfaoflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum”. 1. Jóh. 2, 15. 16.FRN 119.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents